Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 4
4 FRETTABLAÐIÐ 13. desember 2001 FIMMTUDAGUR SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI SKRÁÐRA LÉNA Hér að neðan er hægt að sjá hve mörg lén, eða vefföng, hafa verið skráð á fslandi undanfarna mánuði. Mars _____________________2Z2. i Aprfl 1 225 I Maí ' . ~~1 220 1 Júnf : I 202 IJúli ...... I 159 Ágnst I 163 |---—---------------- September _________J 174 Október_______________I 197 Nóvember 177 Heimild: Internet á fslandi hf. Deilt um stjórnun þingforseta Fundarstjóm á Alþingi: Enn deilt á forseta alþingi Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Halldór Blöndal for- seta Alþingis harkalega í gær fyr- ir að víkja út af ákveðinni dagskrá þingsins og hleypa Vilhjálmi Eg- ilssyni að með framsögu um ráð- stafanir í ríkisfjármálum við upp- haf þingfundar þegar ekki var gert ráð fyrir umræðunni fyrr en eftir hádegi. Bryndís Hlöðversdóttir sagði fullkomlega óeðlilegt að taka mál- ið fyrir í ljósi þess að vitað væri að nefndarálit minnihlutans væri ekki tilbúið þó fyrir lægi að fram- sögumaður meirihlutans yrði ekki viðstaddur umræðu eftir hádegi þar sem hann væri á förum til út- landa. Nokkrir stjórnarandstæð- ingar tóku undir orð Bryndísar og sagði Jóhanna Sigurðardóttir vinnubrögðin vera fyrir neðan all- ar hellur. Halldór sagði ekkert óeðlilegt við það hvernig staðið hefði verið að málum. Venja væri fyrir því að reynt væri að hliðra til fyrir framsögumenn og þing- mönnum þá gefinn kostur á andsvörum þó umræða um mál væri látin bíða betri tíma. Stjórn- arliðum fannst mörgum illa að forseta vegið og bað Sigríður Anna Þórðardóttir þingmenn um að halda ró sinni. ■ Nýjar tölur Hagstofunnar: Verðbólgan eykst enn VERÐBÓLGUÞRÓUN ÞESSA ÁRS MIÐAÐ VIÐ TÓLF UNDANGENGNA MÁNUÐI: Jan. Feb. Mar. Apr. Mai Júní Júli Ágú. Sept. Okt. Nóv. Des. efnahagsmál Verðbólguvísitala síðastliðinna tólf mánaða er 8,6 prósent, en án húsnæðis um 9,4 prósent og nemur hækkunin í þessum mánuði 0,5 prósentum. Vísitalan miðuð við verðlag í byrj- un mánaðarins var 219,5 stig en án húsnæðis 219,1 stig. Hagstofan segir verð á mat- og drykkjarvörum hafa lækkað um 0,44 prósent, verð á áfengi og tó- baki hækkað um 3 prósent og bíl- verð hækkað um 1,1 prósent. Þá segir að gengisbreytingar virðist hafa valdið mestu um verðbólgu- aukninguna í desember, en verð á innfluttum vörum hækkaði um 0,9 prósent. í tilkynningu Hagstofunnar kemur fram að gerðar hafi verið leiðréttingar við útreikning vísi- tölunnar í desember sem leitt hafi til 0,27 prósenta heildarlækkunar á vísitölunni. Leiðréttingarnar voru gerðar á grundvelli nýrra gagna frá stærstu verslunarkeðj- unni í dagvöruverslun og úr neyslukönnun Hagstofunnar. „Gögnin sýna að veruleg breyting hefur orðið á skipulagi verslunar og verslunarháttum neytenda á árinu 2001. Neytendur versla nú í meira mæli en áður þar sem verð er tiltölulega lágt án þess að þjón- ustustig hafi breyst til muna. Ekki hefur verið tekið tillit til þessa í vísitölunni og því hafa verðbreyt- ingar í dagvöruverslun verið of- metnar að undanförnu," segir í til- kynningunni. ■ Gekk út af lok- aðri geðdeild Síbrotamaðurinn sem áreitt hefur Qölskyldu í Grafarvoginum gekk út af lokaðri geðdeild. Nálgunarbann ekki úrræði gegn geðröskunum. Lögregla segir málið í eðlilegum farvegi. herkví „Við höfum verið í sam- bandi við fjölskylduna og er málið í eðlilegum farvegi og sátt um það,“ sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn, um mál fjöl- skyldunnar £ Grafarvogi sem búið hefur í stöðugum ótta vegna hót- ana og innbrota af hendi síbrota- manns sem á barn og barnsmóður á heimilinu. Hörður sagði málinu framhaldið £ samráði við fjölskyld- una. Hörður segist aðspurður eiga erfitt með að svara þvi hvernig lögreglan tekur almennt á hótunar- málum þar sem þau séu æði mis- jöfn „Fólk stendur £ þeirri trú að þegar búið sé að gefa sig fram við lögregluyfirvöld fái það óðara lausn sinna mála. Þetta er þvf mið- ur ekki svona einfalt. Brotið eitt og sér gefur kannski ekki tilefni til að loka gerandann inni og það eina sem við getum gert er að veita við- komandi tiltal en við erum ekki £ aðstöðu til að gæta fólks.“ í samtali við Hildi Briem, lög- fræðing hjá lögregluembættinu, kom fram að nálgunarbanni hafi einungis verið beitt £ örfáum til- fellum en það úrræði hafi ekki ver- ið sett í lög fyrr en árið 2000. Menn séu að fikra sig áfram með þessa nýju löggjöf en áður hafi svokall- LÉT ÞUNG HÖGG FALLA Á HURÐINA Eins og sjá má á hurðinni að utan- verðu hefur maðurinn látið þung högg falla á hurðina til þess að komast inn. aðri lögregluáminningum verið beitt. Segir hún ekki rétt hjá viðmælanda Frétta- blaðsins á mánudag að lög- lærðir fulltrúar lögreglunn- ar hefðu tjáð sig um það að ekki kæmi til greina að leggja á nálgun- arbann. Honum hafi ávallt verið tjáð að málið væri í skoðun. Komið hefði reyndar £ ljós að ekki væru fyrir hendi nægjanleg tilefni en kröfunni hefði aldrei verið hafnað. Hún segir umgengnisrétt föður og barns ásamt fleirum atriðum hafa átt þar hlut að máli. Um tilfelli þar sem geðraskanir eiga í hlut, eins og við á í þessu tilfelli, segir Hild- ur nálgunarbann úrræði sem veiti fólki enga sérstaka vernd og sé nánast fyrirliggjandi að brotin verði endurtekin. „Að mínu mati á þá að leita annarra úrræða og tel ég £ slik tilfelli segja til um það úr- ræðisleysi sem rikir í heilbrigðis- kerfinu." kolbrun@frettabladid.is SETTU UPP SLAGBRAND Fjölskyldan i Grafarvogi sá sér þann kost vænstan að setja slagbrand fyrir útidyr íbúðarinnar af ótta við innrás síbrota- mannsins. Aukin verðbólga í des- embermánuði: Hefur ekki áhrif á vaxtastefnu Seðlabanka efnahagsmál Verðbólguvisitala siðastliðinna tólf mánaða er 8,6 prósent og nemur hækkun frá sið- asta mánuði 0,5 prósentum. Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir verðbólguna ívið meiri en mark- aðsaðilar hafi vænst og skýrðist það að K- j-n-T-i hluta til af sterkum g gengisáhrifum. ■ „Þetta er kannski £ fl aðeins á neikvæðu i 1W 1 jjliðina, en breytir lítið verðbólgu- myndinni frá því sem við vorum með i okkar verðbólgu- spá í nóvember." Már nefndi styrk- ingu gengisins í fyrradag og sagði bankann telja forsendur til frekari styrkingar gengisins næstu vikur vera til staðar og það myndi skipta verulegu máli varðandi verðlags- þróun næsta árs. „Hækkunin hefur ekki áhrif á vaxtastefnu bankans að svo stöddu. Við lækkuðum vexti í byrjun nóvember, því líkurnar höfðu aukist á að okkar verðbólgu- markmið fyrir árið 2003 myndu nást. Við gáfum í skyn að ef það staðfestist í framhaldinu gæti auð- vitað orðið þar framhald á. Það er bara allt of snemmt að segja til um það. Það er bara mánuður liðinn og menn breyta ekki kúrs í vaxtapóli- tík með krampakenndum hætti út af einhverjum mánaðarlegum töl- um. Þannig að á þessu stigi málsins breytir þetta litlu," sagði hann og taldi að þróun mála varðandi end- urskoðun kjarasamninga myndi vega þyngra varðandi ástand og horfur í verðlagsmálum. ■ MÁR GUÐ- MUNDSSON Már segir að aukin verðbólga í þessum mán- uði einum og sér hafi ekki áhrif á vaxta- stefnu bankans. E <s GO C ‘fö ‘tu i— i— CQ CD ÆSKAN Sir Paul McCartney spilaði á Nóbelsverðlaunahátíðinni: Styður hernað í Afganist- an þrátt fyrir friðarvilja MCCARTNEY Sir Paul McCartney ásamt unnustu sinni Heather Mills (til hægri) við komuna til Grand Hotel í Osló á mánudaginn þar sem Nóbelsverðlaunin voru afhent. nóbelsverðlaun Sir Paul McCartn- ey, sem í fyrrakvöld kom fram á hinum árlegu Nóbels-tónleikum sem haldnir eru eftir afhendingu Nóbelsverðlaunanna, segist styð- ja með miklu stolti friðarumleit- anir í heiminum enda hefur hann verð friðarsinni allt sitt líf. Samt sem áður segist hann styðja sprengjuárásir Bandaríkjamanna á Afganistan, að því er kemur fram á fréttavef Aftenposten. Þrátt fyrir að syrgja mjög vin sinn og fyrrverandi félaga í Bítl- unum, George Harrison, sem lést á dögunum, hélt hann sig við fyrri ákvörðun sína um að koma fram á tónleikunum. „Þetta er svo mikil- vægt tilefni," sagði McCartney í viðtali við TV2 sjónvarpsstöðina í Noregi. Sagðist hann hafa fylgst með Nóbelsverðlaununum frá því hann var smá hnokki og að hann væri stoltur af að taka þátt í at- höfninni. í viðtali á norskri útvarpsstöð sagðist McCartney hafa verið í erfiðri aðstöðu eftir hryðjuverka- árásirnar á Bandaríkin. „Fólk spurði mig hvort ég styddi árásir Bandaríkjamanna," sagði hinn heimsfrægi friðarsinni. Sagðist hann skilja vel viðbrögð Banda- ríkjamanna og væri því fylgjandi sprengjuárásunum. „Hvað áttu þeir annað að gera? Segja bara „ekki gera þetta aftur.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.