Fréttablaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN HEILMIKIL INNKAUP EFTIR Þrír af hverjum fjórum eiga eftir að kaupa jólagjafir og hafa til þess sex daga. Ertu búin/n að kaupa allar jólagjafirnar? Niðurstöður gærdagsins á vwwv.visir.is 24% Spurning dagsins I dag: Gerði Samkeppnisstofnun rétt í aðgerð- um sínum gagnvart olíufélögunum? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun Jóhannes Gunnarsson: Fagna meiri hörku olíufélögin „Ég fagna því að sam- keppnisyfirvöld séu farin að beita meiri hörku, en verið hefur. Það er lykilatriði ef fyrirtækin eiga sjálf að ákveða verðlag, að gripið sé til að- gerða í svona til- fellum, því sam- keppnin þarf að vera virk,“ segir Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasamtak- anna. „Við höfum ítrekað sent óskir um að verðmynd- anir á bensíni og hugsanlegt sam- ráð olíufélaganna sé rannsakað," Viðbrögð Sam- keppnisstofnunar séu í samræmi við það sem Neyt- endasamtökin hafi áður óskað eftir. „Margt er með þeim hætti að það bendir til samráðs olíufélaganna, og ég er því ekki hissa á þeim að- gerðum sem Samkeppnisstofnun hefur hafið gagnvart þeim,“ seg- ir Jóhannes. Samkeppnisyfirvöld hafi undanfarið fengið vísbend- ingar sem skapað hafi ástæðu til aðgerða. „Sú staðreynd að allar verð- breytingar olíufélaganna eru þær sömu og eru gerðar samtím- is, hefur vakið athygli. Margt er því með þeim hætti að ég er ekki hissa á þeim aðgerðum sem Sam- keppnisstofnun ræðst nú í,“ segir Jóhannes. ■ JÓHANNES GUNNARSSON „Sú staðreynd að allar verðbreyting- ar olíufélaganna eru þær sömu og eru gerðar sam- tímis, hefur vakið athygli. Margt er því með þeim hætti að ég er ekki hissa á þeim aðgerðum sem Samkeppnisstofn- un ræðst nú í." FRETTABLAÐIÐ 19. desember 2001 MIÐVIKUDAGUR Valgerður Sverrisdóttir: Sendi erindi áfram til Scimkeppnisstofnunar olíufélögin „Iðnaðar-og viðskipta- ráðuneytinu hafa borist erindi frá hagsmunaaðilum þess efnis að um ólöglegt samráð geti verið að ræða meðal olíufélaganna,“ segir Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, sem segir að sér hafi meðal annars borist erindi frá Samtökum Iðnaðarins og Neyt- endasamtökunum varðandi samráð olíufélaganna. „Ég hef komið þeim erindum áleiðis til Samkeppnis- stofnunar, en að öðru leyti tengist VALGERÐUR Raddir verið uppi um það í nokkurn tíma, að olíufélögin hafi með sér ólöglegt samráð. Það sé því mikilvægt að fá úr því skorið hvort um það sé að ræða. ráðuneytið ekki rannsókn málsins þar sem Samkeppnisstofnun star- far sjálfst'ætt, samkvæmt þeim lög- um sem henni hafa verið sett.“ Sjálf segist hún ekki hafa vitað af rannsókn málsins á hendur olíu- félugunum, af hálfu Samkeppnis- stofnunar í gærmorgun, fyrr en að- gerðir voru hafnar. Að sögn Valgerðar hafa raddir verið uppi um það í nokkurn tíma að olíufélögin hafi með sér ólöglegt samráð. „Það er því mikilvægt að fá úr því skorið hvort svo sé.“ segir Valgerður. „Framhald málsins er í höndum Samkeppnisstofnunar, enda hefur stofnunin mikil völd.“ ■ Héraðsdómur: Ekki gerður opinber samkeppnisyfirvöld Fréttablaðið leitaði eftir því hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að fá afhentan dómsúrskurð, sem heimilaði Sam- keppnisstofnun að leita eftir og afrita gögn hjá olíufélögunum. Svör starfsmanna Héraðsdóms voru þau að slíkir rannsóknarúr- skurðir væru ekki opinberir. Samkeppnisstofnun ber að sýna fram á sterk rök fyrir því, að ólöglegt athæfi hafi átt sér stað til að fá húsleitarheimild. Það eru vægari kröfur en þarf í meðferð opinberra mála þegar rökstuddur grunur þarf að liggja til grund- vallar ákvörðun dómsvalds. ■ Geðdeildir eru ekki afplánunarstofnanir Yfirlæknir geðdeildar Landspítalans segir að í nágrannalöndunum séu starfræktar réttargeðdeildir fyrir sakhæfa sjúklinga. Hér á landi er ein stofnun sem sinnir ósakhæfum einstaklingum, aðrir fara í fangelsi. heilbrigðisimál Hlutverk geðdeilda sjúkrahúsa er ekki að sinna örygg- isgæslu þeirra sem komist hafa í kast við lögin, heldur að annast meðferð geðsjúkra, að sögn Hann- esar Péturssonar, yfirlæknis geð- deildar Landspítala-Háskólasjúkra- húss. „Ef rætt er um að heilbrigðis- kerfið ætti að taka við einstakling- um sem eiga við vímuefnavanda- mál að stríða, kannski meira og minna nauðugum, þá tel ég það ekki líklegt til árangurs," sagði hann og taldi þann þátt geðheilbrigðisþjón- ustunnar í raun ganga eins langt og eðlilegt gæti talist. „Það er hlutverk sjúkrahúsanna að annast meðferð þessara einstaklinga eins vel og hægt er. Bæði hvað varðar innlagn- ir á sjúkrahús og eins eftirmeðferð á göngudeildum. Mitt mat er að sá þáttur sé í góðu fari og þjónustan fyllilega sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum." Hann- es segir það ekki hlutverk heil- brigðiskerfisins að sinna afplánun fanga, nema þá í samstarfi við dóms- og lögregluyfirvöld. „Fyrir 10 árum síðan var hafist handa við að setja upp öryggisgæslustofnun fyrir þá sem vegna geðsjúkdóma höfðu brotið af sér og voru ósak- hæfir, en sllk stofnun er að Sogni í Ölfusi. Segja má að bæta þyrfti við slík úrræði, því sem gjarnan hefur verið nefnt réttargeðdeildir," sagði hann og bætti við að í nágranna- löndunum hafi bæði verið byggðir sérstakir öryggisgæsluspítalar og svo í auknu mæli settar upp réttar- geðdeildir. LANDSPÍTALINN Yfirlæknir geðdeildar segir Ijóst að spítalinn sé ekki afplánunarstofnun en telur jafnframt þörf á að skoða hvort setja þurfi upp réttargeðdeild þar sem vista mætti geðsjúka af- brotamenn sem þó teljast sakhæfir. Haukur Valdimarsson, aðstoð- arlandlæknir, segir heilbrigðisyfir- völd meðvituð um vanda fólks sem á við geðræn vandamál að stríða og lendir ítrekað í vörslu lögreglu. „Stundum gleymist, þegar talað er um úrræðaleysi heilbrigðiskerfis- ins, að oft kærir þetta fólk sig ekki um úrræði heilbrigðiskerfisins," sagði hann og bætti við að sú að- gerð að svipta fólk sjálfræði væri mjög alvarleg og vandmeðfarin. Haukur sagði að haldinn hafi verið fundur meðal heilbrigðisstarfs- manna fyrir nokkru vegna fanga sem ekki fékkst tekinn inn á bráða- móttöku til ástandsmats, en upp- lýst hafi verið að um misskilning hafi verið að ræða. Því eigi ekki að vera neinar hömlur á að fá geðrænt ástand fanga metið, líkt og for- stjóri Fangelsismálastofnunar lét liggja að í blaðinu í gær. oli@frettabladid.is Bókasamband Islands: Hærra hlutfall bóka prentað erlendis bækur Svo virðist sem hlutfall ís- lenskra bóka sem prentaðar voru erlendis í ár hafi aukist frá fyrra ári, eða um tæp 5%. Þetta er mesta aukning sem orðið hefur í fjölda ára. Þetta þýðir að í ár hafa um 38,3% þeirra bóka sem birtast í Bókatíðindum Félags ís- lenskra bókaútgefenda 2001 ver- ið prentaðar erlendis. í fyrra var þetta hlutfall 33,4% og 35,8% árið 1999. Athygli vekur að fjöldi bókatitla í ár er tæplega 12% færri en í fyrra, eða 496 á móti 563. Þetta kemur fram í könnun sem Bókasamband íslands gerði á prentstað íslenskra bóka. Félag bókagerðarmanna hefur vaxandi áhyggjur af þessari þróun á at- vinnuöryggi félagsmanna og seg- ir Georg Páll Skúlason varafor- maður félagsins að atvinnuleysi meðal þeirra sé að aukast. Af hálfu Bókasambandsins er talið að þessi aukning í prentun bóka erlendis sýni svart á hvítu þá miklu samkeppni sem íslensk- ar prentsmiðjur eiga í við erlend- ar. Það sé áhyggjuefni og þá sér- staklega í ljósi þess að prentfyr- irtæki hafa þurft að fækka starfsfólki verulega vegna erf- iðrar verkefnastöðu og rekstrar- skilyrða. Þá hefur há vaxtastefna og óstöðugt gengi haft sitt að segja í þessum efnum. Af ein- stökum löndum erlendis er hlut- fallslega mest prentað af íslensk- um bókum í Danmörku, Lett- landi, Portúgal, Svíþjóð og Kína. Eftirtekt vekur að í einstökum bókaflokkum eru meirihluti barnabóka prentaður erlendis, eða 76 af 135. ■ GEORG PÁLL SKÚLASON Segir að um 20 bókagerðar- menn séu á atvinnuleysiskrá og nokkrir tugir séu á upp- sagnarfresti. ÁRNI BJARNASON Nýkjörinn forseti Farmanna- og fiski- mannasambands Islands komst í hann krappan í gærkvöldi I sínum síðasta túri. Lá við árekstri á sjónum: Hefði mátt mígayfir í hann sjávarútvegur Við stórslysi lá þegar erlendur togari beygði í veg fyrir Akureyrina á Skjálfandaflóa norð- ur af Gjögri um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Skipstjóri á Akureyr- inni, sem var á leið til heimahafnar , var Árni Bjamason, nýkjörinn for- seti Farmannasambandsins, sem vegna nýja embættisins var í sínum síðasta túr. „Það munaði ekki miklu að illa færi. Ég var að mæta skipi og þegar við áttum um tvær mílur í hann beygði ég afgerandi í stjórn til að sýna honum að ég ætlaði að mæta honum eins og lög gera ráð fyrir. Hann hélt bara sinni stefnu þar til voru um 6-700 faðmar á milli þá beygði hann allt í einu þvert í bakborða og beint fyrir mig. Ég stökk á stöngina og bakkaði eins og ég ætti lífið að leysa. Svo fór hann hérna hjá þannig að lá við að hefði mátt míga yfir í hann, en hún er nú að jafna sig pumpan," sagði Árni. Hann bar ekki kennsl á hitt skipið en taldi hann vera rússneskan tog- ara. „Ætli þeir hafi ekki bara verið að staupa sig, mér dettur það í hug. Alla vega voru þetta ótrúlega skrít- in viðbrögð," sagði hann. ■ Rán í Kópavogi: Sjötug kona rænd veski LÖGREGLUMÁL Tveir ungir menn rændu veski af konu á sjötugsaldri sem boðið hafði þeim far í bíl sínum um klukkan 5 í gærdag. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi voru mennirnir, sem taldir eru u.þ.b. 18 ára, ófundnir í gærkvöldi. Konan hafði gleymt hvar hún lagði bíl sín- um við Kringluna í Reykjavík og drengirnir buðust til að hjálpa henni. Eftir að hafa fundið fyrir hana bílinn kemur upp úr dúrnum að konan eigi heima í Garðabæ og þeir biðja um að fá að sitja í til Kópavogs. Þegar komið var inn í Kópavog á skiptistöð strætisvagna á Kópavogshálsi gripu drengirnir svo veski konunnar, sem í voru um 15 þúsund krónur, auk skilríkja, bankabókar og fleira smálegs, og tóku á rás með feng sinn. Lögregla biður vegfarendur sem kunna að hafa orðið einhvers varir að gefa sig fram. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.