Fréttablaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. . Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ofbeldi og hótanir: Danskir lög- reglumenn hljóta dóm lögregla Tveir danskir lögreglu- menn voru í gær dæmdir í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa ógnað ungum starfsfélaga sínum, sem þeir hittu fyrir tilviljun á veit- ingahúsi í Kaupmannahöfn í vor. Hinn ungi starfsbróðir þeirra hafði borið vitni í máli gegn fjórða lögreglumanninum, sem hafði verið ákærður fyrir að hafa beitt ofbeldi við handtöku. Danska rík- isútvarpið skýrði frá þessu á vef- síðum sínum í gær. Annar lög- reglumannanna sem hlaut dóm í gær hefur nokkrum sinnum áður verið ákærður fyrir ofbeldi og hótanir, og hlaut m.a. 30 daga fangelsisdóm árið 1995. ■ 10 19. desember 2001 MIÐVIKUDAGUR Samkeppnisstofnun beitir valdi sínu Samkeppnisstofnun réðst í lög- reglufylgd inn á skrifstofur stjórnenda olíufélaganna í gær. Fé- lögin hafa lengi legið undir grun um verðsamráð á eldsneyti. I því ljósi töldu yfirvöld réttlætanlegt að ráðast í þessa aðgerð. Samkeppnisstofnun ber göfugt nafn en það verður að binda vald hennar þannig, að einstakljngum standi ekki ógn af þessari eftirlits- stofnun ríkisvaldsins í sínu daglega lífi. Um slðustu áramót fékk stofnun- in víðtækara vald til aðgerða gegn fyrirtækjum og að framfylgja refs- ingu eftir sína eigin rannsókn. Hún notar óljóst hugtakið samkeppni sem yfirvarp fyrir auknum afskiptum. Stofnunin vinnur því í raun gegn því sem hún á að standa fyrir. Olíufélögin eru réttilega oft grunuð um verðsamráð og litla samkeppni en á meðan þrengir rík- isvaldið að þeim með hárri skatt- lagningu á þeirra helstu söluvöru. Af þeim sökum er svigrúm til að keppa um verð lítið. Samtímis hækkun á eldsneyti er útskýrð með hækkandi heimsmarkaðsverði og þegar við bætist lítið svigrúm til álagningar réttlæta félögin sömu krónutöluhækkun á bensínlítran- um. Þeim er gert erfitt fyrir að keppa. Samkeppni olíufélaganna birtist því annars staðar en í lítraverði á eldsneyti. Þegar ríkið leggur háan skatt á fyrirtæki þá keppa þau um viðskiptavini þar sem svigrúmið er meira. Þróun í þjónustu á bensín- f yál....manna Björgvin Guðmundsson fjallar um olíufélögin stöðvum sýnir þetta vel. Bensín var afgreitt við litla vinnuskúra í eina tíð en nú eru komnar stórar versl- anir með mikið úrval af vörum sem eru jafnvel opnar allan sólarhring- inn. Magnafsláttur til stórra við- skiptavina eykur líka samkeppni og minnkar líkur á að verðsamráð haldist, sé það til staðar. Hið opinbera hefur líka gert samkeppnisaðilum erfitt um vik að koma inn á eldsneytismarkaðinn. Lítið framboð á lóðum, há skatt- lagning og almenn tortryggni gegn erlendum fyrirtækjum ræður þar nokkru. Því á ríkisvaldið hér stóra sök ef kvartað er yfir lítilli sam- keppni og háu verði. Það er því varhugavert aö fella dóma um einstaklinga án þess að skoða það umhverfi sem þeir starfa í. Til þess að komast að hinu sanna má ekki réttlæta takmarkalaust vald ríkisstofnana til að ná þeim ör- fáu seku með því að brjóta á rétti allra hinna. Þeim saklausu. g Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn: Spáir minni hag- vexti á næsta ári washington. ap Efnahagslífið í heiminum verður heldur daufara á næsta ári, ef marka má nýjustu spá Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF). Hagvöxtur í heiminum verður ekki nema 2,4 prósent á næsta ári, eða jafn mikill og hann virðist ætla að verða á þessu ári, en var 4,7 prósent á árinu 2000. Hagvöxtur á heimsvísu hefur ekki verið jafn lítill frá því 1993, þegar hann var 2,3 prósent. Þetta kemur fram í leiðréttri spá gjaldeyrissjóðsins, þar sem tekið er tillit til áhrifanna af hryðjuverkunum í Bandaríkjun- um þann 11. september. í október spáði sjóðurinn því að hagvöxturinn í ár yrði 2,6 pró- sent en að hann yrði kominn upp í 3,5 prósent á næsta ári. ■ HVAÐ ER AÐ HEYRA! Þessi bandaríski spákaupmaður fylgdist með af skelfingu þegar verðbréf í mörgum helstu fyrirtækjum Bandaríkjanna lækkuðu fyrr á árinu. Röng lyfjagjöf á breskum sjtikrahúsum: DauðsfÖllum fjölgar um 500% á áratug LONDON.AP Fjöldi sjúklinga í Bret- landi sem látast eftir að hafa feng- ið ranga lyfjameðferð á sjúkra- húsum í landinu hefur aukist gíf- urlega, að því er kemur fram í nýrri skýrslu sem birt var í gær. Um 1200 manns dóu í Englandi og Wales á síðasta ári eftir hafa feng- ið röng lyf. Um er að ræða 500% aukningu á einum áratug, en árið 1990 létust 200 manns af sömu völdum. Sérfræðingar telja að ástæðuna fyrir auknum fjölda dauðsfalla af þessu tagi sé að finna í auknum styrkleika nútíma- lyfja og meiri vinnuhraða á sjúkrahúsum landsins sem leiði til fleiri mistaka en ella. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.