Fréttablaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 16
16 FRETTABLAÐIÐ 19. desember 2001 MIÐVIKUDAGUR HÁSKÓLABÍÓ snnimiKj i/i/# UUUoiiiy iöD/. : : JtíX sími i)64 oooo www.smsralilo.ls Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.15 og 10.30 [UÓS HEIMSINS kl. 4 og 6| jJOE DIRT kl. 4 og 10 MATMOS Martin C. Schmidt og Drew Daniel segjast hafa öðlast dýpri skilning á persónu Bjarkar, á göngum sínum um Reykjavík. Hér sé mikið pláss og nú skilji þeir betur afhverju stúlkan líki alltaf öllu við náttúruna þegar hún þarf að útskýra eitthvað. Bjuggiist við litlum skammti af skýjakljúfum Liðsmenn Matmos, undirleikssveitar Bjarkar Guðmundsdóttur, segj- ast hafa grúskað mikið í lögum hennar og að áhorfendur megi jafnvel búast við breyttum útgáfum laga hennar á tónleikunum í Laugardals- höll í kvöld. TÓNUST Matmos er raftónlistar- duett frá San Francisco skipaður Martin C. Schmidt og Drew Daniel. Veröld þeirra hringsnérist á nokkrum vikum, eftir stuttorðan tölvupóst sem þeir héldu upphaflega að væri grikkur frá einhverjum félag- anna. „Það var árið ‘97, hann var frá umboðsmanni hennar sem bauð okkur að endurhljóðblanda lagið Alarm Call,“ segir Martin með tón sem bendir til þess að honum finnist örlög sín enn hálf ótrúleg. „Síðan hringdi síminn nokkrum dögum síðar, og þessi rödd sem við þekkjum svo vel var á hinum endanum." Hér reynir Martin að herma eftir rödd hennar, og harðfiskshreimi okkar íslendinga en tilraun hans minnir meira á þýskan háskóla- rektor en Björk. Eitt leiddi að öðru og áður en þeir vissu var Vespertine fædd. Þeirra innlegg á plötunni var töluvert, þeir eru fyrst svolítið feimnir við að gefa það upp en segjast að lokum hafa unnið um þriðjung allra takta á plötunni. Þeir vinna mikið með umhverfis- hljóð, t.d. er takturinn í laginu Unison unninn úr hljóðinu sem myndast þegar spil eru stokkuð. Önnur skemmtileg taktpæling er t.d. í upphafi lagsins Aurora, en það lag hefst á gönguferð á því sem hljómar eins og harður snjór. Matmos vilja helst skapa sem mest af sínum hljóðheimi á tónleikasviðinu og því eiga þeir það til að koma með ansi undar- legar fyrirspurnir. „Okkur langaði fyrst að hafa snjó á sviðinu, en okkur var snemma bent á að það gengi ekki vegna þess hversu mikill hiti mótast af sviðsljósunum. Þess vegna styðjumst við bara við salt- bauk, sem við tröðkum á upp á sviði til þess að móta hljóðið," segir Drew. „Við héldum að þar sem Björk ætti næga penínga gætum við fengið það sem við vildum, jafnvel snjó upp á svið á hverjum tónleikum,“ bætir Mart- in við og skellir upp úr. Matmos segja sumar tónleikaútgáfur Bjarkarlaganna vera afar frá- brugðar þeim sem aðdáendur þekki af plötunum, en þó hafi þeir ekki þorað að breyta þekktustu lögum hennar of mikið. Eftir að hafa verið á flugi um allan heim með íslensku svana- stúlkunni hlýtur það að vera und- arlegt að lenda svo hér og lyfta upp stélfjöðrunum í heimabæ hennar. „Það kom mér á óvart hversu lítil Reykjavík er,“ segir Martin. „Ég bjóst nú við því að það væri a.m.k. smá skammtur af skýjakljúfum hérna.“ „Við fórum í skoðunarferð, og rákumst á hana á fyrstu 7 mínút- unum,“ segir Drew og hlær. „Fimm mínútum seinna rákumst við á strákana úr Sigur Rós. Ég býst alveg eins við því að Hilmar Örn Hilmarsson vinni við að steikja franskar á hamborgara- staðnum á horninu." Flúsið opnar í kvöld kl.19, enn eru örfáir miðar eftir á seinni tónleikana í Háskólabíóí á föstu- dag. biggi@frettabladid.is Útsalan hefst í dag Tískuvirslunin Sfb P1 ff Grímsbæ v/ Biíslaðaveg, lllVIU sími 588 8488 Opið frákl. 10-20 Einstaklega falleg og skemmtileg barnabók fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Bókin er kjörin til lesturs á kvöldin og gefur tilefni til margvíslegrar umræðu um lífið. Nú hefur verið gefið upp að Stuart Adamsson, fyrrum söngvari Big Country, hengdi sig á hótelherbergi sínu á Hawaii. The Sex Pistols ætla að koma saman á ný til þess að halda tónleika á sama tíma og Bret- landsdrottning heldur gullnu fagnaðarhátíð sína í tilefni 50 ára krýningaraf- mælis síns. Smá- skífulag þeirra „God Save the Queen" varð vin- sælt árið 1977, þegar drottningin hélt upp á silf- ur fagnaðarhátíð sína. Sveitin gat víst ekki hafnað rausnarlegri peningarupphæð sem henni var boðið fyrir að koma saman þann 3.júní næstkomandi. Þegar Sex Pilstols lék á silfur fagnaðarhá- tíðinni voru liðsmenn hennar handteknir er þeir léku þjóðsöng- inn frá báti á Thames. Elton John hefur beðið hljóm- sveitina Hear’Say afsökunar fyrir að kalla hana „það viðbjóðs- legasta sem hann hafi séð á æv- inni“. Þessu heldur a.m.k. liðs- maður Hear’Say Noel Sullivan fram. Stórleikkonan Lauren Bacall mun fara með hlutverk ásamt áströlsku leikkonunni Nicole Kid- -, man í nýjustu ! mynd Lars von Trier, Dogville. i Þetta mun vera ; fyrsta mynd leik- stjórans eftir hina í j umdeildu Dancer in the Dark, sem færði honum og * Björk Guðmunds- dóttur gullpálmann í Cannes. Lauren Bacall er líklegast þekkt- ust fyrir myndir sínar „The Big Sleep" frá 1946 og „To Have and to have not“ frá 1944. www.hm.is Kringiunni 7 sími 588 44 Jólagjafirnar ROWELLS FRÉTTIR AF FÓLKI Það er víst ekkert grín að vera giftur Drew Barrymore, enda er grínarinn Tom Green nú reynslunni ríkari. En hann hefur nú sótt um lögskilnað frá eiginkonu sinni. Hann segir þó í fréttatilkynn- ingu að Barrymore sé yndisleg kona, og hann hefði óskað að hjónaband þeirra hefði lifað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.