Fréttablaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ
19. desember 2001 MIÐVIKUDACUR
Rringlan:
Tuttugu
hæða turn
skipulagsmál Lögð hefur verið
fram til kynningar hjá embætti
skipulagsstjóra Reykjavíkur til-
laga Teiknistofu Halldórs Guð-
mundssonar um 20 hæða turn-
byggingu við Kringluna 4 -12.
Skipulagsstjóri hefur ekki af-
greitt málið en hefur óskað eftir
umsögn umferðardeildar borgar-
innar. Þá hefur skipualsgstjóri
óskað eftir gögnum frá hönnuðin-
um um skuggavarp frá húsinu en
gera má ráð fyrir að slíkt stórhýsi
kasti miklum skugga á nágrenni
sitt. ■
GARMIN GPS
Verð frá kr. 19.900 stgr.
UmboSsmenn um alit land
- Fást i helstu útivistarverslunum
ffl
R.SIGMUNDSSON
Fiskislóð 16 • 101 Reykjavík • Sími 520 0000
www.rs.is • r.sigmundsson@rs.is
tATT
LIÐA V
pip.\ IflATT'f^
Biindarískir flugmenn héldu sig verða fyrir árás:
,v. I--0 p=p°h ,Pf j*í.,VVVI
Afganir að fagna á
lokahátíð ramadan
kandahar. ap Flugmönnum tvegg-
ja bandarískra flutningaflugvéla,
sem voru á flugi yfir Afganistan í
fyrrinótt, brá nokkuð í brún þegar
þeir sáu ljósleiftur á jörðu niðri.
Ekki var annað að sjá en skotið
væri í áttina að flugvélunum.
Flugmennirnir gripu því til varúð-
arráðstafna og komu sér í skynd-
ingu úr skotfæri.
Ralph Mills, talsmaður land-
gönguliðs bandaríska sjóhersins í
Flórída, sagði að síðar hefði kom-
ið í ljós að flugvélarnar hefðu ekki
orðið fyrir skotárás, heldur hefðu
áhafnirnar séð ósköp saklausa
flugelda.
Að skjóta upp flugeldum er
„liður í hátíðarhöldunum í lok
ramadan," sagði Mills. „Líklega
sáu þeir skotið úr einhverjum
byssum, en það er ekki óalgengt“
þegar múslimar eru að fagna síð-
ustu daga föstumánaðarins. ■
Á FLUGVELLINUM í KANDAHAR
Þessi tvítugi bandaríski hermaður prílaði upp í flaggstöng til þess að koma bandaríska
fánanum að hún á flugvellinum í Kandahar í Afganistan. Þaðan lögðu bandarísku flugvél-
arnar upp, sem töldu sig hafa orðið fyrir árás.
Hvað verður um
John Walker?
Bandarískur liðsmaður talibana yfirheyrður af Bandaríkjamönnum.
Ovíst hvort hann verði kærður fyrir landráð.
washington.ap Nú eru uppi miklar
vangaveltur á meðal bandarískra
stjórnvalda um hvernig refsa beri
John Walker, Bandaríkjamannin-
um tvítuga sem gekk í raðir tali-
bana og barðist með þeim í
Afganistan þar til hann var hand-
samaður fyrr í mánuðinum. Wal-
ker var yfirheyrður í fyrsta sinn í
gær af bandarískum yfirvöldum
síðan hann var handsamaður og
sagði George W. Bush, Banda-
ríkjaforseti að yfirheyrslan hefði
verið ítarleg. í fyrradag lýsti
Bush því yfir að hann hefði ekki
ákveðið hvað best sé að gera við
Walker og hvort hann muni hljóta
dauðarefsingu.
Óvíst er talið hvort kæra eigi
Walker fyrir landráð, en aðeins 30
slík mál hafa verið höfðuð af
bandaríska ríkinu á undanförnum
225 árum. Sá síðasti sem hlaut
slíkan dóm var Japani sem búsett-
ur hafði verið í Bandaríkjunum,
sem dæmdur var til dauða árið
1952 fyrir að hafa pyntað banda-
ríska stríðsfanga í síðari heims-
styrjöldinni. Sá dómur var síðar
mildaður niður í lífstíðarfangelsi.
Erfitt þykir að dæma menn fyrir
landráð samkvæmt bandarísku
stjórnarskránni, en þar segir að
tvö vitni þurfi að vera til staðar
eða að hinn ákærði játi fyrir rétti
að hafa ætlað að heyja stríð gegn
Bandaríkjamönnum. Heldur erfitt
gæti reynst að sannreyna bæði til-
vikin og þá sérstaklega það síðar-
nefnda, þar sem Walker gekk í
raðir talibana í mars á þessu ári
löngu áður en Bandaríkin ákváðu
að heyja stríð gegn talibana-
stjórninni vegna hryðjuverka-
árásanna þann 11. september.
Gæti Walker t.d. lýst því yfir að
WALKER
John Walker segist hafa fengið þjálfun í herbúðum al-Qaeda samtakanna í notkun sprengi-
efna og eiturs. Einnig segist hann hafa hitt Osama bin Laden margoft á því tímabili.
hefði hann gerst liðhlaupi frá tali- um borð í skipi bandaríska sjó-
bönum eftir að stríðið hófst hafi hersins sem staðsett er í Arabíska
hann átt það á hættu að verða hafinu, eftir að hafa verið fluttur
drepinn. fyrir helgi frá bækistöðvum hers-
Walker er nú í haldi yfirvalda ins í suðurhluta Afganistans,
HERVAR
GUNNARS-
SON
Sjáum ekki
ástæðu til
annars en að
leggja málin
vel niður fyrir
okkur áður
en við gríp-
um til þess
ráðs að segja
af okkur.
Átök um íjármál Verka-
lýðsfélags 2\kraness:
Meirihlutinn
óskaði eftir
rannsókn
vinnumarkaður Samþykkt var á
framhaldsaðalfundi Verkalýðsfé-
lags Akraness að óska eftir opin-
berri rannsókn á meðferð fjár-
muna félagsins.
Engar ásakanir eða vísbend-
ingar um saknæmt athæfi hafa
komið fram. „Það er hins vegar
ýjað að því af þessum aðilum að
slíkt sé,“ segir Hervar Gunnars-
son, formaður félagsins.
Hervar segir að málið sé ekki
enn komið í hendur ríkislögreglu-
stjóra, en líklegt sé að það fari
þangað. „Stjórninni var falið að
óska eftir þessu.“ Meirihluti
stjórnar hafði frumkvæði að því
að flytja þessa tillögu vegna ásak-
ana um vanrækslu í fjármálum fé-
lagsins. Sá sem harðast hefur
gengið fram í því máli þáði ekki
að vera meðflutningsmaður tillög-
unnar.
Á sama fundi var samþykkt
vantraust tillaga á stjórnina.
Flutningsmaðurinn, Vilhjálmur
Birgisson, meðstjórnandi í stjórn
félagsins, sagði á fundinum að
hann óskaði ekki eftir því að
starfsfólk léti af störfum á skrif-
stofunni. Hervar segir að núver-
andi stjórn sé að leggja niður fyr-
ir sig verkefni líðandi stundar og
haldinn verði almennur félagsins
í janúar eða febrúar. ■