Fréttablaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTABLAÐIÐ 19. desember 2001 IVIIÐVIKUDAGUR SVONA ERUM VIÐ STUÐNINGUR VIÐ ÍÞRÓTTAFÉLÖG Um 78 prósent íslendinga á aldrinum 12 til 75 ára styðja eitthvert íþróttafélag, en urrt tíu pró- sent fólks styðja KR, sem er um helmingi hærra hlutfall en þeirra sem styðja Val, Fram og ÍA. Önnur íþróttafélög njóta minni stuðnings, en ÍBV, KA, Keflavík og Fylkir eiga stuðning um fjögur prósent landsmanna, en meira en helm- ingur landsmanna styðja önnur íþróttafélög en þau sem eru í töflunni. Athygli vekur að tæp- lega 26 prósent kvenna eiga sér ekkert uppá- haldsíþróttafélag. Sameining Búnaðarbank- ans og Gildingar: Virði eigna Gildingar sannreynt fjármálamarkaður „Það er búið að ljúka málinu að öðru leyti en því, að verið er að vinna að kostgæfn- isathugun," segir Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, um sameiningu fjárfestingafélagsins Gildingar og Búnaðarbankans. „í því felst að sannreyna að allar eignir séu til staðar og á markaðs- verði.“ Eftir sameiningu er gert ráð fyrir að efnahagsreikningur Bún- aðarbankans stækki um 10 millj- arða, úr 200 í 210 milljarða. Verð- mæti Gildingar verður ekki ljóst fyrr en búið er að kanna markaðs- verðmæti eigna félagsins en þær eru taldar vera rúmlega þrír milljarðar. „Við stefnum að því að þessu ljúki fyrir lok vikunnar og þá get- um við lagt fram samrunaáætl- un,“ segir Árni. Frá birtingu kost- gæfnisathugunar verða að líða þrjátíu dagar þangað til hluthafa- fundir beggja félaga geta fjallað um samrunann. „Við stefnum að því að það verði fyrir lok janúar.“ Ekki er enn ljóst hve mikið eig- endur Gildingar fá en hver og einn hluthafi fær greitt með viðbótar- hlutafé í Búnaðarbankanum í sam- ræmi við markaðsverðmæti eign- anna sem hann leggur fram. ■ Allt að neytenpamál Að minnsta kosti um fimmtíu prósenta munur er á verði apóteka á lyfjum í lausa- sölu og allt að helmingi dýrara getur verið að kaupa lausasölulyf í einu apóteki umfram annað, samkvæmt könnun sem ASI gerði á lyfjaverði í nóvember síð- astliðinn. Mestur munur er á Treo freyðitöflum, eða 113 pró- sent, en minnstu munar á Asýran töflum, eða rétt um fimmtíu pró- sentum á milli apóteka. í flestum tilfellum voru lyfin dýrust í Laugarnes Apóteki, en af fimmt- án vörutegundum voru sex dýrastar þar. Verðkönnun í apótekum: 113 prósenta verðmunur Lyf í lausasölu eru almennt dýrari á landsbyggðinni heldur en í Reykjavík, en mesti verð- munurinn er á Pektólin mixtúru sem kostar fimmtán prósentum meira úti á landi, heldur en í höf- uðborginni. Sama verðstefna er í þeim ap- ótekum sem rekin eru undir sama nafni, en nokkuð er um að apótek séu í eign sömu aðila og er sami eigandi að Laugarnes- apóteki og Vestmannaeyjaapó- teki, auk þess starfrækja Apó- tekið og Lyf og heilsa lyfjaversl- anir á landsbyggðinni. Einnig á Lyfja hlut í Egilsstaðaapóteki, en Parkodin Pevaryl Treo freyði- Zovir tölfur krem töflur krem 530 mg. 30 g. 550 mg. 2g■ 10 stk. 20 stk. Hæsta verð 327 1.100 426 917 Lægsta verð 218 570 200 598 Munur 50% 93% 113% 54% Asýran Clarity Ibufen Nicorette Otrivin töflur töflur töflur tygg'g- nefúði 150 mg. 10 mg. 200 mg. 2 mg. 1 mg. 30 stk. 10 stk. 20 stk. 210 stk. 10 ml. Hæsta verð 1162 909 246 3.858 498 Lægsta verð 1120 495 141 2.154 298 Munur 48% 84% 74% 79% 67% þó er dýrara að kaupa lyf í lausa- sölu hjá Egilsstaðaapóteki og er heildarverðmunurinn sextán pró- sent. ■ Óljóst, loðið og mótsagnakennt Ekkert rætt um aðkomu BSRB að átaki gegn verðbólgu. Undarlegt að mati formanns. Segist hafa fullan fyrirvara á yfirlýsingu ríkisstjórnar. verðbólca Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir að þjóðin hljóti að fagna því ef það á að reyna í sameiningu ' að keyra niður Á sama tíma verðbólguna. Aftur og rætt er um á móti telur hann aðhald og að áður en menn ráðdeild er taka svo stórt upp í hótað að sig að tala um halda áfram „þjóðarsátt" sé að einkavæða réttara að líta til og selja ríkis- allrar þjóðarinnar. eignir. Hann segir að það ^ hafi ekki verið gert að öllu leyti né heldur á forsendum sem allir geta sætt sig við. Hann segir að það sé því harla undarlegt að öll helstu samtök launafólks hafi ekki verið kölluð til samstarfs í þeim efnum, held- ur aðeins aðilar á almenna vinnu- markaðnum. Sér- staklega þegar haft sé í huga mikilvægi þess reyna að tryg- gja sem breiðasta aðkomu að slíku átaki gegn verð- bólgu. Hann segir að það hafi ekki verið gert og m.a. hefur ekki verið leitað eftir viðræð- um við BSRB. Að- koma bandalagsins ÖGMUNDUR JÓNASSON Segir það stinga í augu að öll helstu samtök launafólks skuli ekki vera höfð með í ráðum í átaki gegn verð- bólgu. að þessu máli sé einungis í græn- metisnefnd landbúnaðarráðherra þar sem það hefur haft fulltrúa. Þá finnst formanni BSRB margt vera óljóst, loðið og mót- sagnakennt sem fram kemur í yf- irlýsingu ríkisstjórnar í tengslum við samkomulag ASÍ og atvinnu- rekenda. í þeim efnum bendir hann á að á sama tíma og rætt sé um nauðsyn á því að sýna aðhald og ráðdeild sé því hótað af hálfu stjórnvald ó að halda áfram að einkavæða og selja ríkiseignir. Af þeim sökum segist hann hafa full- an fyrirvara á þessari yfirlýsingu stjórnvalda, enda telur hann að í henni sé ákveðin ógnun við vel- ferðarkerfið. í því sambandi bendir hann á að einkavæðingin hefur sýnt sig ASl OG SAMTÖK ATVINNULÍFSINS Formaður BSRB gagnrýnir að svonefnd „þjóðarsátt" sé ekki á forsendum sem allir geta saett sig við. að vera mjög óhagstæð fyrir skattborgara og notendur velferð- arþjónustunnar. Dæmi um það sé t.d. Sóltúnssamningurinn. Ög- mundur segir að það sé einnig ljóst að niðurskurður í velferðar- kerfinu kemur fram í auknum gjöldum sem notendur verða að greiða. Það rýrir svo aftur kaup- mátt þeirra sem síst skyldi. grh@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGRÁÐUNEYTIÐ Hámarkskvóti úthafsrækju hefur verið aukinn. Hámarksaíli úthafsrækju aukinn: Utflutnings- verðmæti hækkar um 3 milljarða sjávarútvegur Hafrannsóknar- stofnun hefur lagt til við sjávar- útvegsráðuneytið að leyfilegur hámarksafli á úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2001 til 2002 verði 35 þúsund lestir. Tillaga stofnun- arinnar byggist á niðurstöðum líkana sem benda til að stofn út- hafsrækju hafi aukist verulega frá árinu 2000. í endurskoðaðri þjóðhagsáætl- un Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir að verðmæti útfluttra sjáv- arafurða nerni 122 milljörðum króna á árinu 2002. Gera megi ráð fyrir að hækkun á leyfilegum hámarksafla auki útflutnings- verðmætið um rúmlega þrjá milljarða þ.e. úr 122 milljörðum í 125 milljarða. Þá muni auknar veiðiheimildir ásamt bættum aflabrögðum væntanlega leiða til betri afkomu í rækjuveiðum á ár- inu 2002. ■ 20% afsláttur af allri erlendri klassík til jóla ILatJigawetji SB Hundurinn Nói í Bessastaðahreppi: Beit börn og er gerður útlægur dómsmál Hæstiréttur hefur staðfest ákvörðun héraðs- dóms um að vísa skuli frá máli konu sem vildi fá úrskurði heil- brigðisnefndar Ilafn- arfjarðar- og Kópa- vogssvæðis um aftur- köllun leyfis hennar til hundahalds hnekkt. Ástæður frávísunarinnar voru tæknilegar gallar á málshöfð- uninni. Ilundur konunnar. sem býr í Bessastaðahreppi, hafði bitið tvo börn sem komu inn á heimilið dag einn í lok júlí í fyrra. Hundurinn, sem heitir Nói, gekkst undir sér- staka þjálfun eftir atvikið og fékk konan þá áfram- haldandi leyfi heil- brigðisnefndarinn- ar til að halda hund- inn en með því skil- yrði að honum yrði ekki hleypt út nema í fylgd fullorðinna. Foreldrar bitnu barnanna felldu sig ekki við þessa niðurstöðu og gerðu ásamt fleiri íbúum í nágrenninu ýmist kröfu um að hundurinn yrði aflífaður eða fjarlægður. Á endanum svipti úr- skurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir hundaeigandann leyfi fyrir að halda hundinn Nóa og stendur sú ákvörðun óhögguð sam- kvæmt niðurstöðu Hæstaréttar. ■ hæstiréttur Staðfesti bann gegn hundahaldi. --♦- Vestmannaeyjar: Tilraun gerð til að kveikja í húsi lÖgreglumál Tvívegis var reynt að kveikja í íbúðarhúsnæði í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld. Húsið var mannalaust þegar þetta gerðist. Það voru hugsan- legir kaupendur að húsinu sem uppgötvuðu þetta þegar þeir komu að skoða húsið um kvöldið. Hafði þá verið búið að troða inn í bréfalúgu tusku sem kveikt hafði verið í og lá önnur á gólf- inu. Engar verulegar skemmdir urðu vegna eldsins önnur en þau að útihurðin hafði sviðnað líti- lega og lítill reykur var í húsinu. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum er málið í rann- sókn. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.