Fréttablaðið - 01.02.2002, Page 1
FÖSTUDAGUR
FRÉTTAB
23. tölublað - 2. árgangur
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Föstudagur 1. febrúar 2002
MARTA LOVÍSA
Ætlar sér
framtíð
í viðskiptum
bis 8
ISRAEL
Hejði viljað
drepa Arafat
bls 12
ÍSLANDSBANKI
Purfti ekki mikið til að fjórfalda hagnað
frá árinu 2000.
Islandsbanki:
Hagnaðist
mikið á verð-
bólgunni
uppcjör Hreinar vaxtatekjur ís-
landsbanka námu 10 milljörðum á
árinu 2001 og jukust um rúmlega
þriðjung frá árinu á undan. Það
sem mestu veldur um aukningu
þessara tekna er 9% verðbólga
yfir árið. Þetta skýrist af því að
verðtryggðar eignir bankans eru
verulega umfram verðtryggðar
skuldir, en það leiðir til hærri
vaxtamunar. Vaxtamunur bank-
ans var 3,1% á árinu og hækkaði
um 13% frá fyrra ári. Fram kem-
ur í tilkynningu bankans að ytri
skilyrði hafi verið bankanum
óhagstæð á árinu m.a. vegna verð-
bólgunnar.
Fjármálasérfræðingar sem
blaðið ræddi við töldu ljóst að
þáttur verðbólgunnar í hagnaði
bankans væri verulegur - jafnvel
á við þátt rekstraraðhalds. Valur
Valsson og Bjarni Ármannsson,
forstjórar Islandsbanka, fullyrtu í
uppgjörinu að helstu ástæðu
margfalt betri hagnaðar væri að
finna í rekstraraðhaldi sem skip-
aði bankanum í hóp þeirra hag-
kvæmustu í Evrópu. Rekstrar-
kostnaður jókst um 4% en vegna
verðbólgunnar á árinu varð nokk-
ur raunlækkun.
Vegna endurmats eigna var
hagnaður bankans verulega lítill á
árinu 2000. Viðmælendur blaðsins
bentu á að ekki hafi því þurft mik-
ið til að fjórfalda hagnaðinn á
milli ára. Miðað við 40 milljarða
króna markaðsvirði væri 3.140
milljóna króna hagnaður aðeins í
góðu meðallagi. ■
sicur „Þjóðin fagnar öll,“ segir
forseti Islands, Ólafur Ragnar
Grímsson, í skeyti sem hann
sendi handboltalandsliðinu í gær-
kvöld eftir að tryggt var að liðið
spilar í undanúrslitum Evrópu-
meistararkeppninnar.
Forsetinn segir orðrétt: „Til
hamingju með glæsilegan sigur
og frábæran leik. Þjóðin fagnar
öll.“
Landsliðið vann örugg-
an sigur á Þjóðverjum í
gærkvöldi, 29-24. Óhætt er
að segja að allt liðið hafi
spilað frábærlega. Guð-
mundur Hrafnkelsson
varði 21 skot og Patrekur
Jóhannesson var marka-
hæstur íslensku leikmann-
anna, skoraði 8 mörk. Með sigrin-
um tryggði íslenska liðið sér þar
með efsta sætið í B-milli-
riðli.
í A-riðli komu Danir á
óvart og lögðu Svía að
velli með 27 mörkum gegn
26. Danir tryggðu sér þar
með efsta sætið í riðlinum
og mæta Þjóðverjum í
undanúrslitum. ísland
mætir hins vegar gestgjöfunum
Svíum í undanúrslitum. ■
DOKTOR
Verðbólguaðgerðir
kosta 750 milljónir
Teknar voru til baka hækkanir í heilsugæslu og á afnotagjaldi útvarps-
ins. Ahrifanna gætir strax.
Verðbólguaðgerðir
EFNAHAGSMAL
ríkisstjórnarinnar kosta ríkissjóð
um 750 milljónir króna, sem er ná-
lægt því helmingi meira en áður
hafði verið ráðgert. Teknar voru
til baka gjalda-
hækkanir sem
tóku gildi um ára-
mót og hætt við
aðrar.
Davíð Oddsson,
forsætisráðherra
segir að ákveðið
hafi verið að ganga
þetta langt því
horft væri til
—♦—
Forsætisráð-
herra sagðist
telja að með
aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar
ættu verðbólgu-
markmið að
nást fyrir vorið.
—♦
lengri tíma en bara til fyrsta maí,
„Það var ákveðið að taka til baka
sem nemur 0,14 prósentum í vísi-
tölunni núna 1. febrúar og jafn-
framt 0,06 til 0,07 prósentum sem
lýtur að sérstöku áfengisgjaldi,
sem ráð var fyrir gert að lagt yrði
á. Miðað við heilt ár eru þetta 750
milljónir eða svo, þannig að við
göngum lengra heldur en við höfð-
um í raun lofað Alþýðusamband-
inu.“ Forsætisráðherra sagðist
telja að með þessum aðgerðum
ættu verðbólgumarkmið að nást
fyrir vorið. „Eftir þann tíma ætti
DAVÍÐ ODDSSON
Forsætisráðherra segir að með aðgerðum
ríkisstjórnarinnar nú sé horft til lengir tíma
en bara til vors. Flann gerir ráð fyrir að
gengið haldi áfram að styrkjast og vöru-
verð þar með að lækka.
verðbólgan að vera komin það
mikið niður að menn ættu að sjá
gengið styrkjast og vöruverð jafn-
vel lækka áfram ef menn eru heil-
steyptir í að vera ekki með neitt
svindl í þeim málum,“ sagði hann
og taldi að almenning best fallinn
til að veita aðhald í þeim málum,
enda fylgdist fólk betur með verð-
lagsþróun en áður hafi verið.
Davíð sagði að auknar útflutn-
ingstekjur myndu að miklu leyti
vega upp á móti þessum útgjöld-
um. „Bæði í þeim meðafla sem
ákveðinn hefur verið sem nemur
um 33 þúsundum þorskígildiston-
na og nú nýverið með heimild til
að auka loðnukvótann, sem nemur
um 2 milljörðum í útflutningstekj-
um. Allt þetta samanlagt gerir að
verkum að ríkissjóður verður
ekki, þrátt fyrir þessar ákvarðan-
ir, verr staddur í árslok en þegar
við skiluðum fjárlaganiðurstöð-
um,“ sagði hann og bætti við að
ekki hafi verið tekin ákvörðun um
aðrar sértækar aðgerðir að sinni.
Aðspurður um hvort ríkis-
stjórnin gerði þá sömu kröfu á
aðra aðila að þeir brygðust við
verðbólguþróuninni, sagði Davíð
það ekki vera. „Við gerum engar
kröfur, en það hlýtur að vera að
aðrir aðilar sjái hvílík alvara er í
þjóðfélaginu, bæði hjá okkur og
verkalýðshreyfingunni og at-
vinnurekendum. Þá ættu menn að
sameinast um þetta því þetta get-
ur skapað mjög góð skilyrði til
annara hluta. Ekki bara lágrar
verðbólgu heldur einnig lækkandi
vaxta."
oli@frettabladid.is
NÆRMYND
Þannig er
Guðmundur
Nýsköpun
með aðstoð
Netsins
bls 22
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára
íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á virkum dögum? 60,6%
60,5% í° *Ó (D
Meðallestur 25 til 49 •z & 29,4%
ára á virkum dögum C
samkvæmt r. “3 E? o 2
fjölmiðlakönnun
Gallup frá október 2001 i > Q
70.000 eíntök
65% fólks les blaðið
MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA A
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001, ‘
Tolli talar í
Goethe-Zentrum
erindi Myndlistar-
maðurinn Tolli mun
halda erindi í
Goethe-Zentrum á
Laugavegi 18, 3.
hæð. Tolli er nýlega
kominn frá Berlín
þar sem hann hélt
sýningu við góðar undirtektir. í er-
indinu, sem er hluti af fyrirlestra-
röðinni „Sýn mín á Þýskaland" og
verður haldið á fslensku, mun Tolli
miðla persónulegri reynslu sinni og
hughrifum.
Til góðs eða ills
hAdegisfundur Mikið hefur verið
rætt um það nýmæli að halda inn-
tökupróf í læknadeild í stað hefð-
bundinna ciausus-prófa. Vaka held-
ur vegna þessa hádegisfund í
Læknagarði föstudaginn 1. febrúar
næstkomandi. Fundurinn ber yfir-
skriftina „Inntökupróf í læknadeild-
til góðs eða ills?“. Fundurinn hefst
kl. 12:00.
| VEÐRIÐ í DAC[
T REYKJAVl'K NA 15-20 m/s og
> • rígning eða slydda að morgni.
Heldur hægari og úrkomulítið
° * * síðdegis. Hiti 3 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
fsafjörður (3 18-20 Snjókoma Q1
Akureyri <3 13-15 Slydda ©1
Egilsstaðir 13-15 Slydda Q0
Vestmannaeyjar 3 10-12 Skýjað (>4
Seðlabankinn
og verðbólgan
kynninc Seðlabanki íslands mun í
dag kynna nýja verðbólguspá og efni
febrúarheftis ársfjórðungsrits bank-
ans Peningamála, sem birt verður á
heimasíðu bankans kl. 16.00.
Fjárhagsaðstoð í
velferðarþjóðfélagi
mAlpinc Málþing um f járhagsaðstoð
í velferðarþjóðfélagi verður á Grand
Hótel í dag kl. 12.30-17.00. Fundar-
stjóri verður Elín R. Líndal, formað-
ur byggðarráðs Húnaþings vestra.
j KVÖLPIP í KVÖLD
Tónlist 18 Bíó 16
Leikhús 18 íþróttir 14
Myndlist 18 Sjónvarp 20
Skemmtanir 18 Útvarp 21
RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf.
VERSLUN - HEILDSALA
ÖRYGGISKERFI
TÖLVULAGNAVÖRUR
VINNUSTAÐABÚNAÐURS
Hamarshöfða 1 - Sími 511 1122
www.simnet.is/ris Ný Heimasíða f