Fréttablaðið - 01.02.2002, Page 6
6
FRETTABLAÐIÐ
1. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR
SPURNING DAGSINS
. 720 vopn gerð upptæk í tollinum:
Einkum í fórum
barna og unglinga
VOPNIN KVÖDD
Það styttist í að viðurlögum verði beitt gegn þeim sem verða gripnir með ólögleg vopn.
Hér gefur að líta hluta þeirra vopna sem yfírvöld hafa lagt hald á undanfarna mánuði.
Á að leyfa sölu áfengis
í matvöruverslunum?
Að sjálfsögðu. Fólk á að geta nálgast þess-
ar vörur eins og aðrar neysluvörur í mat-
vöruverslunum.
Hreinn Sigurgeirsson starfsmaður ísafoldar
vopn Það eru einkum börn og ung-
lingar innan við tvítugt sem hafa
verið tekin með ólögleg Vöpn á
Keflavíkurflugvelli undanfarna 20
mánuði. Vopn þessi eru aðallega
keypt á Spáni þar sem þau eru
mjög aðgengileg. Alls hefur verið
lagt hald á 720 vopn á flugvellinum
á tímabilinu. Það er um fjórðungur
þeirra vopna sem lagt hefur verið
hald á tímabilinu.
Að sögn Sævars Lýðssonar, full-
trúa sýslumannsins á Keflavíkur-
flugvelli, átta foreldrar sig margir
hverjir ekki á því að loftbyssur og
hnífar falli undir ólögleg vopn. „En
þau virðast einnig geta keypt sér
þau sjálf og stundum vita foreldr-
arnir ekki af þessu.“
Hingað til hafa vopn sem gerð
eru upptæk í tollinum verið gerð
upptæk en engum viðurlögum
verið beitt. Að sögn Sævars stytt-
ist í að viðurlögum verði beitt í
meira mæli en gert hefur verið
hingað til. Heimild er í lögum að
sekta um allt að 100.000 fyrir ólög-
leg vopn.
Flest hættulegustu vopnin
tengjast fíkniefnaheiminum og
finnast gjarnan á einstaklingum
sem eru að koma frá Amsterdam
eða Kaupmannahöfn. Ekki hefur
orðið vart við innflutning á vopn-
um, yfirleitt hafa einstaklingar
keypt þau til eigin nota. ■
Lánasjóðurinn:
Krefur
MS-sjúkling
um milljón-
arskuld
LÍN Jóhannesi Davíðssyni, sem er
MS-sjúklingur, hefur verið gefinn
frestur til 7. febrúar nk. til greiða
1.094 þúsund krónur vegna skuldar
sinnar við Lánasjóð íslenskra náms-
manna (LÍN).
Umboðsmaður Alþingis gaf það
álit í fyrrasumar að stjórn LÍN og
málsskotsnefnd sjóðins hefði brotið
lög á Jóhannesi með því að taka ekki
tillit til aðstæðna hans sem MS-sjúk-
lings þegar hún synjaði honum um
niðurfellingu á endurgreiðslu láns-
ins. Málið er nú að nýju fyrir mál-
skotsnefndinni. Þrátt fyrir það er
gengið að Jóhannesi og ættingjum
hans sem gengist hafa í ábyrgðir eins
og ekkert hafi í skorist.
„Ég þekki engin fordæmi þess að
mál hafi verið tekið úr innheimtu
þrátt fyrir kæru eða kærumeðferð,"
segir Steingrímur Ari Arason, fram-
kvæmdastjóri LÍN.
Steingrímur Ari segir að Jóhann-
es hafi komist í vanskil við sjóðinn
áður en hann missti atvinnuna og
greindist með þann sjúkdóm sem
hann hefur.
„Þá óskaði hann eftir frestun á
greiðslu en fékk synjun. í framhald-
inu lagði hann fram læknisvottorð
sem ekki var tekið til greina. Hann
var að kalla eftir frestun vegna van-
skila sem hann var kominn í löngu
áður en hann kemst í þá stöðu sem
hann hefur síðan lýst. Þannig að hann
hefur að mati sjóðsins ekki fært neitt
fram sem gefur tilefni til frestunár
eða undanþágu á þeim tíma sem hann
átti að greiða. Honum var boðið að
skuldbreyta vanskilunum á hagstæð-
um kjörum, en hann þáði það ekki,“
segir Steingrímur Ari. ■
45,7% hækkun
hitaveitunnar
Deildar meiningar um fyrirhugaða hækkun hitaveitunnar í Ólafsfirði.
Gert er ráð fyrir að hagnaðurinn verði notaður til að greiða niður skuld-
ir sveitarfélagsins. Gert til að bjarga íþróttahreyfingunni segir fulltrúi
minnihlutans.
sveitastjórn Lagt var til við fyrri
umræðu fjárhagsáætlunar Ólafs-
fjarðar að gjöld fyrir hitaveitu
heimamanna hækki um 45,7% í ár.
Hugmyndin er að
nota þann pening
sem það myndi
skila í kassann, sem
eru um 13 milljónir,
til þess að greiða
niður skuldir bæj-
arfélagsins. Ólafs-
—♦—
„Menn eru að
taka á sig
auknar skuldir
út af íþrótta-
hreyfingunni."
fjörður er mjög skuldsett bæjarfé-
lag og hefur ítrekað fengið bréf frá
eftirlitsnefnd sveitarfélaga sem
gert hefur athugasemdir við
skuldastöðuna.
Meirihluti bæjarstjórnar sam-
þykkti tillöguna í fyrri umferð,
einn fulltrúi minnihlutans sömu-
leiðis, einn sat hjá en Gunnar
Reynir Kristinsson, greiddi at-
kvæði gegn henni. Gunnar segir
hækkunina koma sér mjög illa fyr-
ir marga bæjarbúa, en einkum
eldra fólk, öryrkja og atvinnu-
lausa. Gunnar segir mikinn urg í
bæjarbúum vegna málsins. Hann
bendir á að upphæðin sem bærinn
fær í sinn hlut verði af hækkun-
inni, er nánast jafnhá þeirri sem
bærinn hefur samþykkt að leggja í
nauðasamning vegna Leifturs,
sem rambar á barmi gjaldþrots.
„Menn eru að taka á sig auknar
ÓLAFSFJÖRÐUR
Ósætti er um hækkun á gjöldum
hitaveitunnar.
skuldir út af íþróttahreyfingunni.“
Anna María Elíasdóttir, forseti
bæjarstjórnar, segir nauðasamn-
inginn ekki breyta neinu um
skuldastöðu bæjarins. Lán sem
hann hafi tekið fyrir nokkrum
árum til að aðstoða íþróttahreyf-
inguna falli inn í nauðasamninginn
og nýtt lán verði tekið til að
ábyrgjast hann, sem sé sömu upp-
hæðar og það gamla, rúmar 14
milljónir. Það verði því ekki aukin
byrði á bænum.
Anna María segir að ekki sé
búið að taka ákvörðun um að
hækka hitakostnað. Það sé hins
vegar mjög freistandi kostur. „Við
stöndum frammi fyrir því að
skuldastaðan er mjög slæm. Við
þurfum að grípa til aðgerða til að
sporna gegn áhrifum verðbólgu og
fólksfækkunar sem hefur verið
gríðarleg. Ólafsfirðingum hefur
fækkað um 200 á síðustu 6-7 árum,
en samt höfum við haldið sömu
þjónustu."
Anna María segir bæinn ekki
þurfa að sækja um leyfi til félags-
málaráðuneytisins fyrir hækkun-
inni, vegna þess að búið sé að brey-
ta hitaveitunni í eignarhaldsfélag.
Hún bendir líka á að hitakostnaður
Ólafsfirðinga sé lágur, þannig að
krónuhækkun verði ekki mikil, þó
að prósentutalan sé há.
Miðað er við lítrafjölda sem
rennur inn í hús á mínútu við út-
reikninga hitareikninga á Ólafs-
firði. Gunnar Reynir segir að taka
verði með í reikninginn að heita
vatnið í hitaveitu Ólafsfjarðar sé
ekki mjög heitt, aðeins um 62%,
þannig að Ólafsfirðingar þurfi að
nota meira vatn en t.d. Reykvík-
ingar, til að hita hús sín.
sigridur@frettabladid.is
Opið hús á lokasprettinum
Bæjarlind 6
Bjartsvní og metnaður
Kosningaskrifstofan að Bæjarlind 6 er opin
frá 17-20 virka daga og 13-17 um helgar.
Símar 544 4530 og 544 4531
ykkur stefnumál Ármanns á
Netinu, www.armannkr.is
Stuðningsmenn Ármanns Kr.
standa fyrir opnu húsi í dag,
frá kl. 17-19.
Nú er aðeins vika í prófkjörið.
Sýnum Ármanni stuðning á
lokasprettinum.
Léttar veitingar
Allir velkomnir
Stuðningsmenn
FLUGUMFERÐ
Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur
meiri áhrif á flug til og frá landinu heldur en
á flug yfir landið. Fleiri þurfa að koma að
málum þegar vélar lenda og taka af stað.
Kjaradeila flugumferðar-
stjóra:
Gengur
hvorki né
rekur
vinnudeilur Geir Gunnarsson, að-
stoðarríkissáttasemjari, segir að
hvorki gangi né reki í deilu flug-
umferðarstjóra og ríkisins. Fyrir
hádegi í dag er boðað til fundar í
deilunni. „Fundurinn á morgun [í
dag] er í raun haldinn af því það
er skylt að gera það. Þegar verk-
fall er boðað er skylt að funda á
hálfsmánaðar fresti. Svo reyndar
heyrði maður í þeim hljóðið með
hvort þeir telji til einhvers að
halda fund fyrr og það reyndist
ekki vera,“ sagði Geir.
Ásgeir Pálsson, framkvæmda-
stjóri flugumferðarsviðs Flug-
málastjórnar, sagðist vonast til að
rofa færi til í deilunni. „Auðvitað
væri óskandi að þetta myndi leys-
ast og menn settust niður og héldu
áfram að vinna þar til málið væri
leyst. En ef útséð er um að það
takist ekki þá veltur framhaldið
mikið á hvað ríkissáttasemjari
ákveður að gera,“ sagði hann að-
spurður um hvort hægt væri að
setja lög á yfirvinnubann flugum-
ferðarstjóra úr því Félagsdómur
hafi úrskurðað að um verkfallsað-
gerðir væri að ræða. „En sú leið
hlýtur alltaf að teljast neyðar-
brauð,“ bætti hann við, en áréttaði
að ekki mætti láta vinnudeiluna
dragast endalaust. „Vonandi geta
menn komið með raunhæft stöðu-
mat á morgun." ■
—♦—
Myntsamstarf Evrópu:
T ælensk
mynt
sem evra
gjalðmiðlar Nú flykkist fólk til
Evrópu með tælenska 10 eininga
mynt sem svipar til 2 evru myntar-
innar að stærð og þyngd. Vegna
þessa passar tælensíca myntin í
alla sjálfsala í Evrópu sem taka við
2 evru myntinni. Þetta er nýjasta
vandamálið sem evruþjóðirnar
standa frammi fyrir eftir að þær
tóku evruna upp um síðustu ára-
mót.
Tælenska 10 eininga myntin er
ekki nærri eins verðmæt og 2 evru
myntin. Verðmæti hennar nemur
um einum sjöunda hluta evrunnar.
Sumir skipta evrunni í tælenska
mynt til að hagnast í sjálfsölunum.
Talsmenn tælenskra fjármála-
stofnana segja þetta vera vanda-
mál Evrópusambandsins en ekki
Tælendinga. ■