Fréttablaðið - 01.02.2002, Side 12
12
FRETTABLAÐIÐ
1. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um
deiliskipulag í Reykjavík
Grafarholt, Þorláksgeisli 6-18 og 20-34,
breyting á deiliskipulagi.
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst
til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í
Grafarholti varðandi lóðirnar Þorláksgeisla 6-18 og
20-34.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóðirnar sem eru tvær
verði sameinaðar í eina lóð. í stað 6 minni fjöl-
býlishúsa á 2-3 hæðum, með samtals um 49 íbúðum,
verði heimilt að byggja fjögur stærri fjölbýlishús á allt
að 3 hæðum, með samtals 58 íbúðum. Þá gerir
tillagan ráð fyrir óverulegum breytingum á lóðar-
mörkum og minniháttar breytingum á skilmálum.
Tillagan liggur frammi í sal skipulags- og byggingar-
sviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka
daga kl. 10.00 - 16.00 frá 1. febrúar 2002 til 15. mars
2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendíngum og
athugasemdum við hana skal skila skriflega til Skipu-
lags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi
síðar en 15. mars 2002.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 1. febrúar 2002.
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur.
Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthótf 564 • Simi: 544 4656
Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg,is
5NJÚKEÐJLJR
Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða
50%
VIÐBOTARAFSLATTUR
BARNAÚLPUR 500.-
7VÍSKIPTIR
SNJÓGALLAR 2.000.-
VINNUFATALAGERINN
SMIÐJUVEGI 4
0PIÐ MÁNUD - FÖSTUDAG KL10-18
LAUGARD 12-16
ísraelskir hermenn safna undirskriftum:
Neita herþjónustu á
hernumdu svæðunum
JERÚSALEM. AP Hátt í hundrað her-
menn í varaliði ísraels neita að
gegna herþjónustu á Vesturbakk-
anum og Gazasvæðinu. Þeir hafa
undirritað áskorun um að ísraelsk
stjórnvöld kalli herlið sitt brott
frá þessum svæðum Palestínu-
manna, sem hernumin voru árið
1967. Einnig skora þeir á stjórn-
völd að fjarlægja byggðir ísrael-
skra landnema á herteknu svæð-
unum.
Áskorunin var birt í ísraelsk-
um dagblöðum á föstudaginn var.
Þá höfðu 52 hermenn undirritað
hana. Á miðvikudaginn höfðu 87
hermenn undirritað. Markmiðið
er að fá 500 hermenn til að undir-
rita áskorunina og hafna herþjón-
ustu á Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu.
„Um leið og nægilega margir
taka þátt í andófinu, þá verður
ekki um neinn annan kost að ræða
en að ljúka hernáminu og tæma
landnemabyggðirnar,“ segir Amit
Moschiah, talsmaður hópsins sem
stendur að áskoruninni. „Okkur
finnst hernámið spilla þessu
landi, sem okkur þykir vænt um.“
ísraelskir gyðingar hafa komið
sér fyrir á nærri 150 svokölluðum
HINGAÐ OG EKKI LENGRA
Nærri hundrað ísraelskir hermenn hafa
undirritað áskorun til ísraelskra stjórnvalda
um að Ijúka hernáminu og rýma land-
nemabyggðir.
landnemabyggðum á Vesturbakk-
anum og Gazasvæðinu. íbúar
þeirra eru orðnir um það bil
200.000. Gífurlegur fjöldi ísrael-
skra hermanna hefur þann starfa
að vernda þetta fólk. ■
Ríkisendurskoðun athugi einkavæðinguna:
Eitthvað sem ekki
þolir dagsins ljós?
alþingi Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar, græns framboðs
(VG) vill að einkavæðingu
Landssímans verði frestað
meðan Ríkisendurskoðun
kannar störf einkavæðingar-
nefndar. Einkavæðing Símans
var enn gagnrýnd harkalega á
Alþingi í gær í umræðum um
störf þingsins. Þingflokkur
VG hefur farið þess á leit að
Ríkisendurskoðun verði falið
að sannsaka málið ofan í kjöl-
inn. „Það standa því öll efni til
þess [...] að á meðan þessi at-
hugun stendur yfir aðhafist
ríkisstjórnin ekki frekar í málinu.
[...] Að sjálfsögðu væri hægt að
láta á það reyna hér á Alþingi með
tillögu sem fæli í sér ákvörðun Al-
þingis eða ályktun um að söluá-
formin skyldu sett á ís,“ sagði
Steingrímur.
Sturla Böðvarsson, samgöngu-
STEINGRIMUR J. SIGFÚSSON
Formaður VG spurði á þingi í gær hvort
samgönguráðherra óttaðist að eitthvað
kæmi upp sem ekki þyldi dagsins Ijós ef
Ríkisendurskoðun athugaði störf einka-
væðingarnefndar.
ráðherra, taldi óskina óvenjulega
og óeðlilegt að Ríkisendurskoðun
yrði falið að fara yfir pólitíska
vinnu ríkisstjórnarinnar
vegna sölu Símans. „Þetta er
afar undarleg krafa og setur
Ríkisendurskoðun í mikinn
vanda," sagði hann og vildi
láta gera betri grein fyrir
forsendunum sem farið væri
fram á að Ríkisendurskoðun
ynni eftir.
Steingrímur taldi fátt ann-
að eftir en að leggja Ríkis-
endurskoðun niður ef henni
væri ekki ætlað að koma að
málum sem sneru að póli-
tískri vinnu. Hlutverk stofn-
unarinnar væri enda að fara
með eftirlit með opinberri
fjársýslu og veita aðhald. „Það
skyldi nú ekki vera full þörf á að
gera það þegar einkavæðingar-
nefnd og allt hennar vafstur á í
hlut? [...] Veldur það óróleika ráð-
herrans að þarna sé eitthvað á
ferðinni sem ekki þolir dagsins
ljós?“ spurði Steingrímur. g
Forsætisráðherra ísraels:
Hefði viljað drepa Arafat
jerúsalem. ap Ariel Sharon, for-
sætisráðherra ísraels, sagðist i
blaðaviðtali sjá eftir því að hafa
ekki komið Jasser Arafat, leiðtoga
Palesínumanna, fyrir kattarnef í
Líbanon fyrir tuttugu árum. ísra-
elsmenn höfðu þá ráðist inn í Lí-
banon, þar sem bækistöðvar
Arafats og félaga hans í Frelsis-
hreyfingu Palestínu (PLO) voru.
„í Líbanon var samkomulag
um að gera ekki út af við Arafat,"
sagði Sharon í viðtali við dag-
blaðið Maariv. „í meginatriðum
sé ég eftir að við gerðum ekki út
af við hann.“ Hann tók ekki fram
við hvern samkomulagið var
gert.
I viðtali við bresku fréttastof-
una BBC sagði aðstoðarmaður
Sharons raunar að hann
hafi í viðtalinu einungis
verið að tala um stefnu
sína þá. Hún væri
breytt núna.
Sharon hefur hins
vegar ekki vandað Ara-
fat kveðjurnar undan-
farið. Hann hefur sagt
Arafat vera forsprakka
hryðjuverkamanna og
„stækan óvin ísraels".
Sharon sagðist í við-
talinu geta sest að nýju að samn-
ingaborði með Arafat, en einungis
ef hann „tekur öll þau skref sem
við krefjumst af honum“.
Opinberlega hafa ísraelskir
ráðamenn flestir neitað því að
vilja koma Arafat frá völdum.
FORSÆTISRÁÐHERRANN
Árið 1981 var Ariel Sharon varnarmálaráð-
herra ísraels. Þá bar hann ábyrgð á her-
leiðangri ísraelsmanna á hendur Palestínu-
mönnum i Líbanon.
Sumir ráðherrar hafa þó sagt hug-
myndina vera allrar athygli
verða. ■
njóttu þess aá horfa og hlusta!
DVD-spilari med Smart mynd-
stýringu og frábæru valmyndakerfi.
Philips 32" breiðtjaldssjónuarp íý 179.990
Glæsilegt og vel tækni búiö. 100 Hz stafræn tækni
(Digital Scan) gefur hámarksmyndgæði.
Audvelt ad stilla og stjórna. Hægt að hafa hálfan
skjáinn með mynd og texta á hinum helmingnum.
1200 síöna textaminni. Virtutal Dolby Surround.
2x20 W. 2 Scarttengi og 1 stereó hljódútgangur.
Tengi fyrir myndbandsupptökuvélar og
S-vídeótengi á frambliö.