Fréttablaðið - 04.02.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 04.02.2002, Síða 8
1 FRÉTTABLAÐIÐ 4. febrúar 2002 MÁNUDAGUR Arcadia: Baugsmenn sagðir tilbúnir yfiwtaka Baugur hefur gengið frá fjármögnun frá Royal Bank of Scotland sem færir félagið nær því takmarki að bjóða jafnvirði rúmlega 80 milljarða króna í ráð- andi hlut í Arcadia Group. Talið er að bankinn láni Baugi allt að 500 milljónir punda, eða um 70 millj- arða króna. Þetta kom fram í breska blaðinu Financial Times á föstudag. Miklar líkur væru því á formlegu yfirtökutilboði í byrjun þessrar viku, eða jafnvel í dag. Fram kemur einnig að Baugur eigi stuðning fjölda íslenskra fjárfesta. Gengi Arcadia hækkaði lítillega á föstudag. ■ Verjandi dagföðursins sem sagður er hafa banað barni: Bærinn lagði blessun sína yfir barnafjöldann dómsmál Örn Clausen, lögmaður mannsins sem ákærður er fyrir að hafa banað níu mánaða dreng sem hann hafði í gæslu, segir bæjaryfirvöldum í Kópavogi hafa verið vel kunnugt um að maðurinn og kona hans voru stundum með fleiri börn í gæslu en starfsleyfi þeirra segir til um. „Það var með vitund starfs- fólks Kópavogskaupstaðar að foreldrar sem ekki fengu pláss fyrir börn sín voru að reyna að þrýsta á þau. Þegar barnafjöld- inn fór aðeins yfir leyfilega tölu þá tóku þau eingöngu sama gjald sem þeir foreldra greiddu sem fengu niðurgreiðslu frá bænum. Þannig að þau urðu sjálf af nið- urgreiðslunni. Kópavogskaup- staður lét það stundum gott heita þó þeim væri kunnugt um að það væru aðeins of mörg börn. Það skaraðist stundum þegar sum börn voru að byrja og önnur að hætta. Þetta gat stund- um skarast í smá tíma part úr HÉRAÐSDÓMUR REYKJANES „Kópavogskaupstaður lét það stundum gott heita þó þeim væri kunnugt um að það væru aðeins of mörg börn.," segir Örn Clausen hæstarréttarlögmaður. Aðalmeð- ferð I máli skjólstæðings hans verður 15. febrúar. degi. Það virðast allir foreldrar hafa verið afskaplega ánægðir með hvernig þau pössuðu þeirra börn.“ ■ Sjálfsbjörg: Fagna auknu eftirliti bílastæði Sjálfsbjörg, landssam- band fatlaðra, fagnar tillögu um aukið eftirlit með bílastæðum hreyfihamlaðra. Samtökin lýsa yfir ánægju með að þetta mál skuli tek- ið til skoðunar í samgöngunefnd Reykjavíkurborgar þar sem flest slík stæði er að finna. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði fram tillöguna. Athugaði hann tíðni þess að ófatlaðir leggðu í stæði hreyfihamlaðra og kom í ljós að það var í um helmingi tilfella. Sérstök stæðiskort þurfi að vera í bílum svo heimilt sé að leggja þeim í sér- merkt stæði hreyfihamlaðra. ■ Vilt þú ná árangrí í lífinu? Langar þlg að öðlast sjálfstraust og hugsun sigurvegarans, eflast við hverja raun og vinna markvisst að því að draumar þínir rætist? Þráir þú að ná markmiðum þínum I vinnunni og einkalífinu á auðveldan og skipulagðan hátt? Á Dale Carnegie námskeiðinu gefst þér kostur á að byggja upp hæfileika þína á fimm sviðum: Þú eflir siálfstraustið Þú bætir samskiptahæfileika bína Þú gerir tiáningu bína árangursríkari Þú byggir upp forystuhæfileika bína Þú nærð stiórn á áhyggjum oq streitu Kynníngarfundur sími 555 7080 |||t' Dale Carnegie’ Þjálfun af tilboðsvörum 10% afsláttur af öllum öðrum vörum IMjálsgötu 86 - sími 552 0978 ÚTSALA Á ÖLLU 20% viðbótar afsláttur Engjateig 5, sími 581 2141 Opið virkadaga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-15 Telur öryggi skóla- f barnanna í hættu Móðir óttast frágang handriðs á efri hæð nýbyggingar Víkurskóla. skólamál Gyða Laufey Kristins- dóttir efast um að öryggi barna í Víkurskóla í Grafarvogi sé að fullu tryggt. Dóttir hennar átti að hefja þar skólagöngu, eftir að hafa dvalið erlendis, og sækja kennslustundir á efri hæð skóla- byggingarinnar. Þar er þröngur gangur og spónaplötur, sem eru boltaðar við járnhólka, koma í veg fyrir að börnin falli niður í opið rými sem er í miðri bygging- unni. Gyða segist ekki treysta þess- um frágangi og í ærlsafullum leik sé alltaf hætta á að spónaplöturnar gefi sig ef börnin leggist á þær. Hún hafi gert athuga- semd við þetta og vill ekki senda dóttir sína í skólann vegna þessar- ar hættu. „Þetta er vítavert kæru- leysi,“ segir Gyða. Árný Inga Pálsdóttir, skóla- stjóri Víkurskóla, segir eins vel gengið frá þessu handriði eins og kostur er. Reykjavíkurborg veiti stofnunum aldrei starfsleyfi nema eftir ítarlega athugun á öllum ör- yggismálum. Fagmenn hafi yfir- farið alla skólabygginguna áður en skólastarf hófst og veitt sam- —*— Spónaplötur, sem eru bolt- aðar við járn- hólka, koma í veg fyrir að börnin falli niður í opið rými sem er í miðri bygging- unni. VÍKURSKÓLI Framkvæmdum er ekki lokið vð skólann. þykki sitt fyrir þennan frágang. Árný segir ástæðuna fyrir þessari bráðabirgðalausn þá, að ekki fari saman að sjóða stál- handrið og skólastarf. Unnið hafi verið eins mikið og mögulegt var á meðan börnin voru ekki í skól- anum. Iðnaðarmenn gangi svo frá handriðinu um leið og börnin hverfi út í vorið. Skólinn hóf störf í ágúst, gengið hafi vel og engar kvartanir borist. Hún sagðist samt hafa haft samband við byggingadeild grunnskólana og komið þessum ábendingum áfram. Málið yrði auðvitað skoðað með tilliti til ör- yggis barnanna. ■ GYÐA LAUFEY KRISTINSDÓTTIR Treystir sér ekki til að senda dóttur sína í Vlkurskóla vegna frágangs á handriði á efri hæð skólabyggingarinnar. Verðbólga eykst á evrusvæðinu: Dregur úr líkum á vaxtalækkun verðlag Skörp hækkun verðlags á evrusvæðinu í janúar færir verð- bólgu á ársgrundvelli upp í 2,5%, samkvæmt bráðabirgðatölum frá ESB. Því hefur Evrópubankinn fjarlægst það markmið sitt að ná ársverðbólgunni niður fyrir 2%. Útlitið var gott í desember þegar verðbólgan var 2,1%, en janúar- hækkanir hafa breytt horfunum til hins verra. Vextir eru enn háir á evrusvæðinu og mikilvægt þykir að ná verðbólgu niður áður en til lækkunar þeirra getur komið. Framleiðslufyrirtæki hafa mót- mælt stefnu bankans harðlega og bent á að miklar vaxtalækkanir í Bandaríkjunum hafi ekki skaðað þarlent efnahagslíf. Þrátt fyrir hækkun í janúar eru hagfræðingar ESB þó almennt á því að markmið bankans náist fyrir árslok. Sumir kenna hækkun grænmet- is vegna vetrarkulda um almenna verðlag’éhækkun. Aðrir gruna kaupmenn í evrulöndunum um að hafa/íiotað myntbreytingu sl. ára- mótá til að lauma verðhækkunum að viðskiptavinum sínum. Líklega er þó um samspil beggja þátta að ræða. Veröbólgan á Ítalíu jókst um 0,5% í janúar sem er skarpasta mánaðarlega hækkun í fimm ár. Éinnig var hækkunin óvenju mikil í Þýskalandi. ■ s Á GRÆNMETISMARKAÐI í FRANKFURT Sumir kenna óvenju miklum vetrarkulda á meginlandi Evrópu um verðhækkanir. Þannig hafi aukinn kostnaður við framleiðslu ferskrar matvöru skilað sér í verðlagið. f í

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.