Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2002, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 04.02.2002, Qupperneq 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 4. febrúar 2002 MÁNUDAGUR Atli Hilmarsson um EM: Voru ekki nógu yfirvegaðir HANDBOLTI Hver var bestur í íslenska lið- inu á Evrópumótinu? Á maður að vera að gera upp á milli þeirra? Mér fannst Ólafur vera að sýna mjög góðan leik og einnig Fúsi. Ég held að þeir hafi staðið upp úr. Bjarki Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Aftureldingar Heimir Ríkharðsson: Voru orðnir þreyttir handbolti Heimir Ríkharðsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta, fylgdist grannt með leik íslenska landsliðsins gegn Dönum á laugar- daginn? „Mér fannst liðið bera þess merki að menn væru orðnir þreytt- ir og það saknaði greinilega Patreks Jóhannessonar, bæði hvað varðar hraðaupphlaup og varnarleik. Ef við hefðum náð að komast yfir í stöð- unni 15:15 þá hefði þessi leikur get- að snúist með okkur þrátt fyrir þreytuna í liðinu. Þegar Danirnir náðu aftur tveggja til þriggja marka forskoti þá var eins og leikur ís- lands hefði fjarað út,“ sagði Heimir. Aðspurður um árangur ís- lenska liðsins í mótinu sagði Heimir hann hafa verið frá- bæran. „Við getum verið r e g 1 u 1 e g a stoltir af þessu fjórða sæti. Mér finnst liðið vera að spila mjög skemmtilegan handbolta. Varnarleikurinn er góð- ur og hraðaupphlaupin mjög vel út- færð. Mér finnst Guðmundur vera búinn að gera mjög góða hluti með liðið á þessum stutta tíma sem hann hefur verið með það og það verður ennþá skemmtilegra að fylgjast með því þegar fram líður,“ sagði Heimir að lokum. ■ hanpbolti Atli Hilmarsson, þjálfari KA, sagðist vera mjög stoltur yfir frammistöðu íslenska landsliðsins þó tveir síðustu leikirnir hefðu verið svolítið svekkjandi. „Við erum með lið fyrir aftan okkur eins og Rússa, Frakka og Spánverja sem sýnir að við vorum að spila alveg frábært mót.“ Atli sagði að líklega mætti að stærstum hluta kenna þreytu um hvernig hefði farið á móti Svíum og Dönum. „Mér fannst bara vanta þennan góða anda sem einkenndi liðið framan af. Strákarnir voru ekki al- veg nógu yfirvegaðir og voru að gera svolítið mikið af teknískum mistökum. Svíarnir spiluðu reynd- ar alveg stór- kostlega á móti okkur - nánast fullkomin leik og danski mark- maðurinn hefur líklega aldrei varið eins vel og hann gerði á móti okkur.“ Atli sagðist ekki telja að lið- ið hefði verið orðið sátt með árang- urinn og því hengt haus. „Þegar menn finna lyktina af medalíunni þá held ég að menn leggi sig hundrað prósent fram og ég er alveg viss um að þeir hafa allir gert það.“ ■ ATLI HILMARSSON „Ætluðum okkur medalíu“ íslenska liðið hafnaði í fjórða sæti í Evrópukeppninni í handbolta í Svíþjóð. íslenska liðið tapaði tveimur síðustu leikjunum og þarf að mæta Makedóníu í undankeppni HM. Olafur Stefánsson sagðist hafa verið sár eftir leikinn við Dani en hann væri stoltur af sínum mönnum. mán- Heklusport kl. 22.30 mið West Ham - Cheisea Enskl blkarinn kl. 19.35 iim NBA - tilþrH kl. 18.30 Golfmót í Bandankjuiuim kl. 20.00 fös jþróttir um allan heim kí. 18.30 Alltaf í boltanum kl. 19.30 Gillette-sportpakkinn kl. 20.00 lau KR - UMFN (kvennafl.) Karfa - bikarúrslit kl. 15.00 KR - UMFN Karfa - bikarúrslit kl. 17.00 sun ítalski boltinn kl. 13.45 Everton - Arsenal Enskl boltlnn kl. 15.55 Stjömulefkurinn N8A kl. 22 Aftur á dagskrá í februar! Upptýsingar isima 580 2525 TextavarplÚ 110-113 RÚV281, 283 og 284 Jókertölur laugardags AÐALTÖLUR T7) '30) 31) 34) 38) 43) BÓNUSTÖLUR 6 j10 1 Alltaf á miðvikudögum Jókertölur miðvlkudags 4 7 8 1 9 Danir stoltir af árangrinum: Bronsið hans Bruuns handbolti Svíar urðu Evrópumeist- arar landsliða í handbolta í fjórða sinn eftir sigur á Þjóðverjum í gærkvöldi. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslitin og þar sigldu Svíar fram úr í lokin og sigr- uðu 33:31. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 26:26. Fögnuður Svía var gífurlegur í leikslok, enda spil- uðu þeir á heimavelli fyrir framan fjölda áhorfenda í Globen-höllinni í Stokkhólmi. Nokkrir reyndustu leikmanna liðsins hyggjast leggja skóna á hilluna eftir mótið og var þetta góður endapunktur á þeirra ferli. Einn þeirra er Magnus Wis- lander sem valinn var maður móts- ins. Margir vildu meina að mark sem Þjóðverjar skoruðu á síðustu sekúndu leiksins-í stöðunni 26:26, sem dæmt var af, hefði í raun ver- ið löglegt. Var Guðmundur Guð- mundsson, landsliðsþjálfari ís- lenska liðsins, á meðal\þeirra. Bætti hann því við að þrátt fyrir það hefði leikurinn verið stórkost- leg auglýsing fyrir handboltann. Danir hrepptu bronsverðlaunin eftir sigur á strákunum okkar og Rússar báru sigurorð af heims- meisturum Frakka, 31:28, í leik um 5. sætið. Með sigrinum tryggðu Rússar sér sæti á næsta Evrópu- móti. Frakkar þurfa hins vegar að taka þátt í undankeppni um laust sæti á mótinu. Spánverjar unnu Tékkland með 36 mörkum gegn 29 í leik um 7. sætið. Þá lögðu Portú- galar Júgóslava í leik um 9. sætið með 31 marki gegn 25. ■ ið í heild væri hann samt mjög ánægður með árangurinn. „Auðvitað var lítil orka eftir hjá sumum leikmönnum og slæmt að missa Patta (Patrek) en ég er stoltur af mínum mönnum,“ sagði Ólafur. „Við gáfum allt í þetta.“ íslenska liðið misnotað fjölmörg dauðafæri í leikjunum gegn Svíum og Dönum. Ólafur sagði að erfitt að segja afhverju það hefði gerst. „Þegar maður er þreyttur hefur það áhrif á einbeitinguna. Að mis- nota fimmtán dauðafæri gegn Sví- um er auðvitað dýrt en við verðum bara að reyna að laga þetta.“ Ólafur sagðist alveg eins hafa búist við þessum árangri. „Ég vissi að með tilkomu Fúsa (Sigfúsar Sigurðssonar) og Rúna (Rúnars) í liðið myndi vörnin þétt- ast og síðan hafði ég verið að sjá Patta gera góða hluti í hraðaupp- hlaupum þannig að þau komu sterk inn. Þannig þetta kom ekkert rosa- lega erfitt." Guðjón Valur Sigurðsson sagði að það sem stæði upp úr eftir mótið væru sigrarnir í riðlakeppnunum. „Það að fara í gegnum riðilinn og milliriðilinn án þess að tapa leik og finnast okkur tvisvar vera rændir stigum er alveg frábært,“ sagði Guðjón Valur. „Ég er gríðarlega svekktur með tvo síðustu leiki. Við vorum að spila vel þangað til í und- anúrslitunum - en svona er víst bolt- inn. Nú er bara að taka stefnuna á að sigra Makedóníu." trausti@frettabladid.is Evrópumótið í handboita: Svíar Evrópumeistarar handbolti Danskir fjölmiðlar þakka stórleik markmanni danska landsliðsins, Michael Bruun Peder- sen sigurinn á íslendingum. Breiddin í danska liðinu var líka meiri en í því íslenska og sigurinn því liðsheildarinnar. „Liðið leikur ótrúlega vel. Eftir erfið undanúr- slit, þar sem við náðum ekki að sýna okkar rétta andlit, spilaði lið- ið í dag handbolta eins og ég kann best að meta,“ sagði Torben Winther, landsliðsþjálfari Dana í samtali við Politiken. Sigur Dana var verðskuldaður að mati Extra Bladet. Danir eru fyrir alvöru komnir aftur í fremstu röð í handbolta eftir „mörg mögur ár“ segir í umfjöllun blaðsins. Lið- ið var einfaldlega betra en það ís- lenska sem virkaði þreytt. Eftir að hafa náð að halda í við danska liðið í fyrri hálfleik „tæmdust íslensku batteríin11 í seinni hálfleik. ■ HANDBom Það voru mikil vonbrigði fyrir íslenska liðið að þurfa að horfa á eftir bronsverðlaunum til Dana í gær. Leiknum lauk með 29-22 sigri Dana. Þegar Fréttablaðið ræddi við Guðmund Guðmundsson landsliðs- þjálfara eftir verðlaunaafhending- una sagði hann að leikmennirnir hefðu lagt allt í sölurnar til að ná bronsinu. Menn væru samt að ná sér núna og stemmningin í hópnum væri mjög góð. „Auðvitað ætluðum við okkur að ná í medalíu en það væri samt út í hött að vera annað en ánægður með þennan árangur,“ sagði Guðmundur. „Það hefur verið einstakt að vinna með þessum drengjum. Við horfum á lið eins og Rússland, Frakkland, Júgóslavíu og Spán fyrir neöan okk- ur.“ - Guðmundur sagði að vörnin hefði ekki náð sér á strik til að byrja með gegn Dönum. Rauða spjaldið sém Rúnar Sigtryggsson hefði feng- ið hefði einnig riðlað vörninni í síð'- ar hálfleik. Þá hefði fjarvéra Pat- reks Jóhannessonár einnig haft sitt að segja, en hann tognaði á hné. „Það lagaðist samt þegar iíða tók á leikinn en síðan féll þetta bara Guðmundur Cuðmundsson landsliðsþjálfari fórnar höndum eftir að Ijóst var að Danir rnýhdu ná að sigra íslendinga (leik um bronsverðlaun. ekki okkar megin. Við vorum að misnota of mikið af dauðafærum. Ég held að leikmennirnir hafi verið orðnir mjög þreyttir og það valdið því að við náðum ekki að halda í við þá. Það er búið að vera gífurlegt álag á liðinu. Riðlakeppnin var mjög erfið og það kostaði ofboðslega orku að fara í gegnum hana.“ Guðmundur sagði að nú tæki við undirbúningur fyrir undankeppni HM sem haldin verður í Portúgal á næsta ári. Ólafur Stefánsson sagðist hafa verið mjög sár eftir leikinn gegn Dönum. Þegar hann liti á mót-

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.