Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2002, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 11.02.2002, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 11. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Tyson að reyna: Sótti um leyfi í Texas hnefaleikar Mike Tyson sótti um leyfi til að berjast í Texas fyrir helgi. Hann vill að öllum líkindum berjast við Lennox Lewis um WBC og IBF heimsmeistaratitlana í hnefaleikum í fylkinu. Nefnd frá Texas mun fara yfir umsókn hans á næstunni, þrátt fyrir að önnur nefnd hafi mælst til þess að öll fylki meini honum að berjast. Eigendur stórhýsisins Astrodome, sem er í Houston í Texas, eru mjög heitir fyrir því að halda bardagann. Einnig eru eig- endur Texas Motor Speedway í Fort Worth að reyna að tryggja sér IRON MIKE TYSON Leitar í óðaönn að fylki í Bandartkjunum eða landi sem leyfir honum að berjast við Lennox Lewis. viðburðinn. Shelly Finkel, aðstoð- armaður Týson, segir að alls séu sjö fylki að falast eftir því að halda bardagann. Lewis sagði nýlega að áður en hann myndi mæta Týson ætlaði hann að verja titla sína gagnvart öðrum áskoranda. Hann er samt sem áður samningsbundinn því að berjast við Tyson. í síðustu viku sögðu yfirmenn WBC sambands- ins að Lewis yrði að berjast næst við Tyson, hann væri efstur á áskorandalistanum. ■ RONALDO Er í Brasilíu að jafna sig á nýjustu meiðslunum. Scolari segist þurfa nauðsynlega á honum að halda. Brasilíubúar ekki ánægðir: Landsliðið enn í vanda fótbolti Brasilískir fótboltaaðdá- endur eru kröfuharðir gagnvart landsliði sínu. Þó liðið hafi unni Sádi-Arabíu í síðustu viku fagnaði enginn. Liðið keppti í höfuðborg- inni Riyadh síðastliðinn miðviku- dag og vann 1-0. Djalminha, sem spilar fyrir Deportivo skoraði markið undir lok leiksins. Hann er eini leikmaðurinn sem spilar með félagsliði í Evrópu sem var kallað- ur til að spila í leiknum. Það sem Brasilíubúar vildu hinsvegar sjá er lið, sem er á góðri leið með að undirbúa sig fyrir Heimsmeistarakeppnina. í staðinn voru fjórföldu meistararnir ekki búnir að breytast mikið frá því að þeir klúðruðu því næstum því að komast í úrslitakeppnina í Japan og Suður-Kóreu og var slegið út úr Suður-Ameríkubikarnum af Hondúras. Liðið skartaði nýrri treyju í Ri- yadh, gulri með grænum röndum. „IVeyjan var ný en knattspyrnan eins,“ stóð í fyrirsögn Extra blaðs- ins í Rio. Louis Scolari, þjálfari liðsins, hefur ekki mikinn tíma. Eftir þrjá og hálfan mánuð verður flautað til Fermingamyndatökur Fjölskylduljósmyndir Brúðkaupsmyndir Ljósmyndarinn Mjódd Sími: 557 9550 Þarabakka 3 leiks í Seoul. Brasilía spilar fimm vináttuleiki fyrir HM. Scolari kemur til Evrópu í vikunni til að njósna um keppinauta. Hann þarf einnig að sannfæra lið ýmissa Brasilíubúa að leyfa þeim að spila á móti Kólumbíu 7. mars. Hann ætlar m.a. að heimsækja Real Ma- drid, Barcelona, Roma og Bayer Leverkusen til að reyna að tryggja sér Roberton Carlos, Rivaldo, Cafu, Lucio og Emerson á móti Kólumbíu. Framherjar Scolari hafa ekki staðið sig vel upp á síðkastið. Hann er undir pressu að fá Romario, sem er 36 ára og markahæsti mað- ur brasilísku deildarinnar, til að spila með. Scolari vill hinsvegar ekki setja Romario í liðið með Ron- aldo. Hann hættir ekki á að missa báða leikmenn í meiðsli. Ronaldo er nú í Brasilíu að jafna sig á meiðslum í lærvöðva. Þessi meiðs- li 1 oma í beinni röð eftir mörgum öðrum, sem hafa hindrað hann í að spila síðan hann fór í hnéaðgerð í fyrra. „Töfin á Ronaldo flækir líf mitt mikið,“ segir Scolari. „Við björgum okkur án hans en ekki að eilífu. Hann verður að hjálpa." ■ TILBOÐ! Satin náttserkir kr. 1.990,- Flúnels náttserkir kr. 1.990,- Köflótt náttföt kr. 2.490,- LAGER ÚTSALAN í FULLUM GANGI AÐEINS 4 VERÐ! 500-1000-1500-2000 cos Undirfataverslun Glæsibæ, sími 588 5575 Opið mán-fös. kl.1 1-18 laugard. kl. 11-16. íháF Enska úrvalsdeildin: Strachan þjálfari mánaðarins fótbolti Gordon Strachan, knatt- spyrnustjóri Southampton, var heiðraður sem þjálfari mánaðar- ins í ensku úrvalsdeildinni. Hon- um tókst að forða liðinu frá fall- sæti. Southampton vann bæði Chelsea og Liverpool í janúar, auk þess að gera jafntefli við Arsenal. Marcus Bent, samherji Her- manns Hreiðarssonar hjá Ipswich, var kosinn leikmaður mánaðarins. Bent skoraði sex mörk í sjö leikjum fyrir Ipswich, sem tókst einnig að forða sér frá botninum. Nú eru fimm stig milli þess og Bolton, sem er í neðsta sæti. Bent kom frá Blackburn skömmu fyrir áramót. ■ STRACHAN Stýrði Southampton til sigurs á móti Chelsea og Liverpool. Liðið gerði einnig jafntefli við Arsenal í janúar. ELDRI BORGARAR -NÝ ÞJÓNUSTA- Við komum og sækjum þig í hárgreiðslu og keyrum þig heim að henni lokinni, þér að kostnaðarlausu. Nýttu þér þessa þjónustu strax í dag. Tímapantanir í síma 564 1916 NÝ-bylgjan, hársnyrtistofa, Hamraborg 20a Kópavogi. * Gildir á stór-Reykjavíkursvæðinu STUBBAHÚSIÐ - umhvetfisvœn viðleitni - Fólki sem reykir er í síauknum mæli meinað að reykja innanhúss. Reykingum utanhúss fylgja hinsvegar óþrif sem bregðast þarf við með bættri aðstöðu reykingafóiks. Stubbahúsið er hannað með þetta að leiðarljósi. Það er fyrirferðalítið (hæð 53 cm - þvermál 6 cm), fellur einkar vel að umhverfinu og er sérstaklega hannað til þess að auðvelt sé að koma því fyrir utan á húsum eða á grindverki. Stubbahúsið er ryðfrítt, auðvelt að tæma og síðast en ekki síst afar fallega hannað. MS. ■ Æ gxagocK ítÚSS g. ISLENSK HONNUN ° Fáið nánari upþlýsingar stuss@mmedia.is • www.mmedia.is/stuss • Símar 896-1783 Smáralind AVIS___________________________ Vantar þig bíl í Smáralind? Viltu að bíllinn bíði eftir þér á Reykjavíkurflugvelli? Bíll í A flokki, daggjald kr. 3.700,- Ótakmarkaður akstur, tryggingar og skattar Sími: 591 4000 Fax: 591 4040 E-mail: avis@avis.is - Dugguvogur 10 - www.avis.is í forystu í umhverfísmálum Hrannar Björn hefur staðið fyrir uppstokkun á skipulagningu umhverfísmála í höfuðborginni. Undir forystu hans hefur orðið til öflug Umhverfis- og heilbrigðisstofa og gerð hefiir verið ítarleg umhverfisáætlun. Umhverfisáætlun Reykjavíkurborgar er ieiðarvísir í átt til betra umhverfis og þess háleita markmiðs að Reykjavík verði vistvænsta höfuðborg norðursins. A Stuðningsmenq Hrannars Björns Amarssonar í prólkjöri Samfyikingarinnar lyrir framboð I f Kosningaskrifstofa: Hafiiarstræti 20, 2. hæð, sírni:

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.