Fréttablaðið - 13.02.2002, Síða 12

Fréttablaðið - 13.02.2002, Síða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 13. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR Gjaldskrárhækkanir á Húsavík: Aherslumunur á milli stéttarfélaga HÚSAVÍK Verslunarmenn þar nyrðra virðastvera mun harðari í afstöðu sinni til verðlagsmála bæjar- ins en félagar þeirra í Verkalýðsfélaginu. VIÐSKIPTI Lyf jafyrirtækin héldu áfram að hækka á Verðbréfaþingi ís- lands í gær. Bréf Delta voru kom- in í 70 krónur við lok dags og Pharmaco í 65 krónur. Delta hef- ur hefur bætt við sig 40% síðustu 30 daga í alls sjö milljarða króna viðskiptum. Pharmaco hefur bætt við sig 20% í 2,6 milljarða við- skiptum. Heildarupphæð hlutabréfavið- skipta á Verðbréfaþinginu í gær var tæpar 900 milljónir króna. Mest var höndlað með bréf í Búnaðarbankanum, eða fyrir 288 milljónir. Gengi bréf- anna stóð nánast í stað í gær, en hefur engu að síður hækkað um fjórðung frá áramótum. verðlag Bæjarráð Húsavíkur mun á fundi sínum á morgun, fimmtu- dag fjalla um kröfu Verslunar- mannafélags Húsavíkur um veru- lega lækkun á gjaldskrám bæjar- sjóðs. Félagið telur með því geti bærinn lagt sitt af mörkum til að verja stöðugleikann og lífskjörin. Athygli vekur að afstaða Verslunar- mannafélagsins er mun harðari í þessum efnum en hjá Verkalýðsfé- laginu sem ekki hefur lagt fram sambærilega kröfugerð. Tryggvi Jóhannsson forseti bæjarstjórnar segir að fjárhagsstaða bæjarsjóðs sé þröng eftir miklar framkvæmd- ir. Af þeim sökum getur verið erfitt að skera niður tekjurnar. Hann bendir einnig á að gjaldskrárhækk- anirnar séu til að mæta framkomn- um kostnaðarhækkunum. Aðalsteinn Á. Baldursson for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur segir að ef allar gjaldskrárhækkan- ir bæjarsjóðs verða dregnar til baka muni það hafa í för með sér lakari þjónustu fyrir bæjarbúa. Hann segir að félagið hafi því skiln- ing á því að bærinn verði að hækka sínar gjaldskrár til að mæta aukn- um kostnaði. Það sé hins vegar ávallt matsatriði hversu miklar þessar hækkanir eigi að vera. Það hefði m.a. verið rætt á fundi félags- ins með bæjaryfirvöldum. Ágúst Óskarsson formaður Verslunar- mannafélags Húsavíkur vill ekki gera mikið úr þessum áherslumun á milli þessara tveggja félaga. Hann áréttar þó að kröfur félagsins sé ekki settar fram undir neinni rós. ■ Hagstofan spáir 100% fjölgun ellilífeyrisþega: Islendingar verða 300.000 FRÉTTASKÝRING Davíð og Halldór tala árið 2007 mannfjöldi Ellilífeyrisþegar verða tvöfalt fleiri árið 2030 en þeir eru í dag, 59.000 í stað rúm- lega 29.000 eins og þeir eru í dag. Þetta kemur fram í nýjum fram- reikningi Hagstofunnar á mann- fjölda á íslandi. Samkvæmt honum skríða ís- lendingar yfir 300.000 síðla árs 2007 og verða orðnir tæp 330.000 árið 2020 og 360.000 árið 2040. Það er um 24% fjölgun frá árinu 2001. Fólki á vinnumarkaði, 25-66, kemur til með að fjölga um 22% á næstu 40 árin, fjöldi þeirra fer úr rúmlega 148.000 í rúm 180.000. Börnum 0-6 ára og fólki á fram- haldsskólaaldri,17-24 ára, fjölgar um 5-6% næstu 40 árin. Sam- kvæmt framreikningnum mun minnsta fjölgun verða í aldurs- hópnum 7-16 ára, eða 2%. Hagstofan bendir á að mikil óvissa sé í slíkum spám, einkum þegar spáð er langt fram í tímann. I forsendum spánnar er gert ráð fyrir að meðalævilengd kynjanna hækki jafnt og þétt yfir tímabilið 2003-2042 og verði orðin í lok þess 82,1 ár hjá körlum og 84,8 ár hjá konum. I dag er meðalævilengd karla 77,6 ár og hjá konum 81,4 ár. Reiknað er með að hver kona fæði að meðaltali 2,05 börn yfir ævina fyrir tímabilið 2003-2042, en það er meðaltal áranna 1996-2000. ■ | ERLENT I Tíu ungar norskar konpr, sem allar eru börn innflytjenda, fóru í svokallaða „meyjarhaftsað- gerð“ á Volvat sjúkrahúsinu í Nor- egi á síðasta ári. Konurnar sáu sig tilneydda til að fara í aðgerðina til að fjölskyldan þeirri yrði ekki fyr- ir aðkasti. Aðgerðin kostar 11.000 nkr, andvirði rúmlega 120.000 ísl. kr. Baráttumenn fyrir bættri stöðu innflytjendakvenna hafa áhyggjur af þessu. í aðgerðinni er hluti slímhimnu £ legi saumaður saman til að tryggja blóð við sam- farir á brúðkaupsnótt. í austur og vestur Lítill samhljómur er í yfirlýsingum leiðtoga stjórnarflokkanna um samskipti íslands við Evrópu- sambandið og endurskoðun EES-samningsins. Utanríkisráðherra telur brýnt að endurskoða samninginn. Forsætisráðherra lýsir því sem prófarkalestri. Formaður VG hefur beðið um utan- dagskrárumræður um samninginn. stjórnmál Forsætisráðherra og utanríkisráðherra virðast vera á öndverðum meiði um framtíðar- samskipti íslands við Evrópusam- bandið. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra hefur lýst því yfir að brýnt sé að fara ....... í viðræður við „Það er auð- Evrópusambandið vitað ómögu- um endurskoðun legt að for- samningsins um svars,7lenn evrópska efna- ríkisstjórnar hagssvæðið. Á tali endalaust sama tíma gerir annar í austur Davíð Oddsson og hinn í vest- forsætisráðherra ur í svona lítið úr mikilvægi máli." slíkrar endurskoð- ....... unar. Líkir henni við prófarkalestur fremur en að gera þurfi miklar breytingar á samningnum. Hall- dór vildi, aðspurður, ekki gefa mikið út á yfirlýsingar forsætis- ráðherra. „Það er misjafnt hvað menn vilja sætta sig við,“ sagði hann. Meðal þess sem utanríkisráð- herra hefur nefnt sem ástæður fyrir því að endurskoða þurfi samninginn er að Evrópusam- bandið hafi tekið upp samstarf á nýjum sviðum sem samningurinn nái ekki yfir. Þá hafi nýjar stofn- anir sambandsins yfirtekið hluta af viðfangsefnum samningsins. Halldór segir erfitt fyrir Alþingi að samþykkja stækkun evrópska efnahagssvæðisins í kjölfar stækkunar Evrópusambandsins án þess að hafa vitneskju um hvernig málum íslendinga verði háttað. Forsætisráðherra sagði á Viðskiptaþingi í gær að hnökrar á BITBEIN RÁÐHERRANNA Mikill munur er á áherslum forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Evrópumálum. EES-samningnum væru _ litlir. Kvartað væri undan því að íslend- ingar ættu ekki aðkomu að nefnd- um á vegum Evrópusambandsins. Slíkt væri ekki stórt vandamál. „Það er auðvitað ómögulegt að forsvarsmenn ríkisstjórnar tali endalaust annar í austur og hinn í vestur í svona máli. Það er skað- legt fyrir hagsmuni landsins og skapar óþolandi óvissu og óör- yggi“, segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG. Hann hefur farið fram á utandagskrárumræð- ur um EES-samninginn. „Ég tel óhjákvæmilegt að það verði rætt hvort eru að verða einhverjar breytingar á hinni pólitísku stöðu í málinu. Þegar menn eru jafn vel farnir að taka svo djúpt í árinni eins og utanríkisráðherra að framtíð EES-samningsins þurfi að skýrast á næstu mánuðum." Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingar, sagði í Fréttablaðinu í gær að forsætis- ráðherra lýsti í raun vantrausti á utanríkisráðherra þegar hann segði engan hafa getað skýrt fyrir sér vankanta EES-samningsins. „Utanríkisráðherra hefur oft lýst sínum viðhorfum. Forsætisráð- herra er þess vegna að storka honum opinberlega." brynjolfur@frettabladid.is oli@frettabladid.is Græjaðu þig! Philips 32" breiðtjaldssjónuarp 179.990 kr. Glæsilegt og vel tækni búið. 100 Hz stafræn tækni (Digital Scan) gefur hámarksmyndgæði. Auðvelt að stilla og stjórna. Hægt ad hafa hálfan skjáinn með mynd og texta á hinum helmingnum. 1200 sídna textaminni. Virtutal Dolby Surround. 2x20 W. 2 Scarttengi og 1 stereó hljóðútgangur. Tengi fyrir myndbandsupptökuvélar og S-vídeótengi á framhlið. lips ministæóa íý 29.995 kr. 0% uextir I allt að 4 mánuði furir korthafa UlSfl j Sendir þráðlaust á milli tveggja sjónvarpa t.d. loftnetsmerki, merki frá myndbands- tæki, DVD spilara eda skildum græjum. Tekur allt ad 4 tæki inn á sig med Scarttengi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.