Fréttablaðið - 13.02.2002, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 13. febrúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
15
F2002 bíllinn reynist vel:
Schumacher
setur
aftur met
FORMÚLA i Þjóðverjinn Michael
Schumacher setti í gær aftur
brautarmet á æfingabraut Ferr-
ari liðsins á Ítalíu. Hann sló met
sem hann setti í fyrra áður á
sunnudaginn. Þá var hann að aka
F2002, nýja keppnisbíl Ferrari, í
fyrsta skipti. Hann var aftur á
bílnum í gær.
Metið síðan á sunnudaginn
var 58,620 sekúndur. Metið síðan
í gær eru 58,378 sekúndur.
Schumacher heldur áfram að
reynsluaka bílnum í dag. Ferrari
ólympíuleikar Fimm gullverð-
laun voru veitt á Vetrarólympíu-
leikunum í Salt Lake City á
mánudaginn. Evrópubúar voru
mjög áberandi á verðlaunapöll-
unum þann daginn. Bandaríkin
komust ekki á pallinn nema í
einni grein. Þeir gerðu gott bet-
ur þar sem þeir fengu öll verð-
launin í greininni, brekkuröri á
snjóbretti. Þetta er í annað skip-
ti sem keppt er í snjóbrettum á
Ólympíuleikum. Bandaríkja-
menn fengu einnig gull í kvenna-
flokki á sunnudaginn.
f skautadansi para unnu Rúss-
arnir Elena Berezhnaya og Ant-
on Sikharulidze gullverðlaun.
Það munaði mjög litlu á þeim og
parinu sem lenti í öðru sæti,
Kanadabúunum Jamie Sale og
Spark í rass Man. United:
David Beckham
hótar að hætta
F2002
... og Þjóðverjinn flýgur áfram.
liðið tilkynnir eftir tvær vikur
hvort það hefur keppnistímabilið
á honum eða bílnum síðan í
fyrra. ■
fótbolti David Beckham segir að
hann muni hætta hjá Manchester
United ef félagið gengur ekki að
samningskröfum hans. Miðvörður-
inn knái talaði við fréttamenn þeg-
ar nýi landsliðsbúningur Englands
var kynntur á mánudaginn. Hann
sagði að búið sé að halda rúmlega
20 samningafundi með stjórn fé-
lagsins. Hann hafi tekið þátt á ein-
um fundanna og væri bjartsýnn á
að samkomulag náist á árinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem Beck-
ham segir opinberlega að hann
muni hætta hjá félaginu ef allt fer
út um þúfur. Þegar hann var spurð-
ur um hvort það gæti gerst að fé-
lagið gæti ekki lengur treyst á
hann sagði Beckham: „Kannski, já.
United er svakalegt félag. Fólki
finnst að maður eigi að halda í það
og svoleiðis. En þetta verður að
vera á mínum forsendum. Ég er
áhangandi United. Mig hefur alltaf
langað til að spila í liðinu. Ég vil
ekki hugsa strax um að spila fyrir
annað lið. Hef ekki gert það hingað
til.“
DAVID BECKHAM
Talaði við fréttamenn þegar hann var að
kynna landsliðsbúning Englands.
Aðalbitbein Beckham og fé-
lagsins varða ímynd þess, gjaldið
sem Beckham vill fá fyrir að flag-
ga United fánanum hvert sem
hann fer. ■
Verðlaunahafar mánudags:
David Pelletier. Áhorfendur
voru ekki ánægðir með úrskurð
dómaranna og bauluðu þegar
hann var kynntur. Kínverjarnir
Shen Xue og Zhao Hongbo lentu
í þriðja sæti.
ítalir fögnuðu sigri á eins
manns sleða. Armin Zoeggeler
fékk gullið. Hann kom í veg fyr-
ir það að Þjóðverjinn Georg
Hackl setti met með því að vinna
fjögur gullverðlaun í röð í sömu
greininni. Hackl setti að vísu
annað met með því að vinna til
verðlauna fimm Ólympíuleika í
röð. Hann tók ósigrinum ekki
illa: „Zoeggeler er búinn að vera
bestur í greininni síðustu fjögur
ár. Það væri synd ef hann hefði
ekki unnið. Fyrir mér er silfrið
eins og gull.“
Norðmaðurinn Ole Einar
Bjoerndalen vann 20 kílómetra
skíðaskotfimi örugglega. Þjóð-
verjinn Frank Luck og Rússinn
Victor Maigourov lentu í öðru og
þriðja sæti.
Þjóðverjinn Andrea Henkel
kom öllum á óvart með því að
sigra í 15 kílómetra skíðaskot-
fimi kvenna. Norðmaðurinn Liv
Grete Poiree og Svíinn Magda-
lena Forsberg, sem voru taldar
mjög sigurstranglegar, þurftu að
sætta sig við silfur og brons. ■
HÁTT UPPI
Svisslendingurinn Gian Simmen náði
mögnuðum stökkum í upphituninni á
mánudaginn en ekki í keppninni sjálfri.
Reykvíkingar bjuggu okkur til
Við höfum notið þeirra forréttinda að fá að vinna fyrir borgarbúa.
Langþreyttir á valdstjórn íhaldsflokksins og sundurlyndi félagshyggjuaflanna
knúðu þeir okkur til sameiningar og fengu okkur völd. Krafa kjósenda var
um þjónustu, framtíðarsýn og virðingu fyrir skoðunum þeirra. Við hlýddum
kallinu og höfum breytt valdastofnun í þjónustufyrirtæki. Við höfum ekki
reist minnisvarða heldur byggt leikskóla, einsett grunnskólann, virkjað í þágu
atvinnulífs í sátt við náttúruna, lagt upplýsingahraðbraut, hreinsað strand-
lengjuna og fjárfest í menningar- og íþróttalífi borgarinnar. Reykvíkingar
framlengdu tlmabundná ráðningu okkar fyrir fjórum árum og nú í lok kjör-
tímabilsins er stuðningur borgarbúa ótvíræður. Við höfum ekki leyst hvers
manns vanda, en samstaðan hefur fært okkur árangur.
Framundan eru krefjandi verkefni. Verkefnið nú er ekki sist að þróa
lýðræði í þjónustu okkar með opnara stjómkerfi, almennum atkvæðagreiðslum,
könnunum og hverfisráðum. Með því að spyrja og hlusta getum við eflt samráð
við Reykvíkinga og aðhald þeirra að störfum okkar.
Virkt aðhald frá Reykvíkingum er mikilvægt. Slíkt aðhald skapar líka
prófkjör Samfylkingarinnar. Þar geta stuðningsmenn hennar í borginni,
flokksbundnir og óflokksbundnir, lagt dóm á frammistöðu okkar og valið
sína fulltrúa. Ég hvet þig til að taka þátt í því til þess að efla Reykjavíkurlistann
og sýna íhaldsflokknum að fólk vill sjálft velja sína fulltrúa.
, / . '
forseti borgarstjórnar