Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.02.2002, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 13.02.2002, Qupperneq 18
13. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Ég er með bækur út um alla íbúð Ég var að enda við að lesa þá ágætu bók um baráttukonuna Björgu Þorláksdóttur eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. Inni á baðherbergi einn sá besti reyfari sem ég hef lesið í langan tima , „Summer sisterVs" eftir Judit Blume. í sjónvarpsherberginu er ég með hrúgu af bókum og þar glugga ég i Eldgosasvæði íslands eftir Ara Trausta á milli þess sem ég horfi á Ólympíuleikana. Ellen Ingvadóttir löggildur dómtúlkur og skjalaþýðandi. | METSÖLUBÆKURNAR | METSÖLULISTIAMAZON Jffc Christiane Northrup M.D. “ THE WISDOM OF MENOPAUSE jj®J| John Grisam w THE SUMMONS A Martin WEISS THE ULTIMATE SAFE MONEY GIDE Philip C. Mac Donald ^ SELF MATTERS Ann-Marie Mac Donald ** FALL ON YOUR KNEES David A. Vise THE BUREAU AND THE MOLE ffk Brenard Goldberg V BIAS Michael Moore W STUPID WITHE MEN AND jpk Alexandra Fuller W DONT LETS GO TO THE DOGS íftj Joyce Reardon W THE DIARY OF ELLEN RIMBAUER Amazon. com: Sótt í sjálfs- hjálparbækur bækur Svo virðist sem viðskipta- vinir Amazon séu ekki nógu ánægðir með sjálfa sig þessa daga. Að minnsta kosti telja þeir að þeir geti sótt sér betra líf með aðstoð þar til gerðra bóka. And- legt og líkamlegt heilbrigði, auð- mýkt og sparnaður eru meðal eig- inleika sem fólk vill læra af bók- um sem keyptar eru í netverslun- inni. ■ _-Æ- Ráðstefna um árangurstengd laun: Arangur eða sundrung? ráðstefna í dag verður haldin ráð- stefna á vegum IMG sem ber yfir- skriftina: Frammistöðutengd laun: Ávinningur eða sundrung? Umræða um ágæti árangurslauna hefur farið vaxandi að undan- förnu. Reynslan hefur sýnt að oft stuðla árangurslaun að bættum árangri fyrirtækja en í öðrum til- vikum leiða þau til sundrungar og óæskilegrar samkeppni meðal starfsfólks. Það er því ekki að undra að forsvarsmenn fyrir- tækja velti fyrir sér hvort og hvernig sé æskilegt að tengja ár- angur launum. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Ægir Már Þóris- son, ráðgjafi hjá IMG, Gunnar Páll Pálsson, verðandi formaður VR, Árni Sigfússon, stjórnsýslu- fræðingur og Gunnar Haugen, ráðgjafi hjá IMG. Ráðstefnustjóri er Ketill B. Magnússon, frá Landssíma íslands. Ráðstefnan er haldin í Gullteig á Grand Hótel. Hún hefst klukkan 9.00 og stendur til kl. rúmlega 12. ■ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ■ Stóra sviðið kl 20.00 ► ANNA KARENINA - Lev Tolstoj 3. sýn. fim. 14/2 örfá sæti laus, 4. sýn. sun. 17/2 örfá sæti laus, 5. sýn. fim. 21/2 örfá sæti laus, 6. sýn. fös. 22/2 örfá sæti laus. ► SYNGJANDI f RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed fös. 15/2 örfá sæti laus, lau. 23/2 örfá sæti laus, lau. 2/3. Fáar sýningar eftir. ► CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand Lau. 16/2, sun. 24/2. Aðeins þessar tvær sýningar eftir. ► MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Marie Jones Lau. 2/3, sun. 3/3, fös. 8/3, fim. 14/3. K Litia sviðiö kl 20.00 ► HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Fim. 14/2 nokkur sæti laus, sun. 17/2, fim. 21/2, fös. 22/2 örfá sæti laus. Sýningum fer fækkandi. Ekki er hægt að hleypa ínn i salinn eftir að sýning er hafin! * Smíðaverkstæðíð kl 20.00 ► MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones I kvöld mið. 13/2 uppselt, fim. 14/2 uppselt, sun. 17/2 uppselt, fim. 21/2 uppselt, fös. 22/2 uppselt, fim. 28/2 uppselt. ► KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner Lau. 16/2 kl. 14:00 uppselt, kl. 15:00 örfá sæti laus og kl. 16:00 nokkur sæti laus, lau. 23/2 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 nokkur sæti laus, sun. 3/3 kl. 14:00 og 15:00. Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is Arne Jacobsen 100 ára: Stólar á sýningu hönnun í vikunni var opnuð í Kaupmannahöfn sýning á verk- um hins kunna danska arkitekts Arne Jacobsen. Sýningin er haldin í tilefni þess að liðin eru 100 ár frá fæðingu Jacobsens sem lést árið 1971. Meðal kunnra verka Arne Jacobsens á sýningunni eru hinn þekkti stóll, Eggið og aðrir þekktir stólar úr höfundarverki hans. Auk húsgagna hannaði Jacobsen lampa, klukkur, hurð- arhúna og eldhúsáhöld, svo eitt- hvað sé nefnt. Auk þess liggja eftir hann meira en hundrað hús. ■ -H MIÐVIKUDAGURINN 13. FEBRÚAR RAÐSTEFNUR 9.00 ÍMG heldur ráðstefnu í Gullteig á Grand Hótel sem ber yfirskriftina Frammistöðutengd laun: Ávinn- ingur eða sundrung? Ráðstefn- unni lýkur upp úr kl. 12. FYRIRLESTRAR 12.05 I málstofu sálfræðiskorar flytur Ragnar Ólafsson á Námsmats- stofnun, fyrirlesturinn Skilningur barna og unglinga á „einelti" og skyldum hugtökum i 14 löndum. Fyrirlesturinn verður í stofu 201 í Odda og er gert ráð fyrir að hon- um Ijúki kl. 12.55. Málstofan er öllum opin. 12.15 Staða Alþingis gagnvart ríkisstjórn og öðrum handhöfum fram- kvæmdarvalds er yfirskrift mál- stofu í tengslum við kennslu í stjórnskipunarrétti í lagadeild Há- skóla Islands. Málshefjendur eru Bryndís Hlöðversdóttir og Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, al- þingismenn og lögfræðingar. Mál- stofan verður í stofu L-101 í Lög- bergi og er opin öllu áhugafólki meðan húsrúm leyfir. 16.15 Starfstengd íslenska - íslensku- kennsla fyrir erlent fólk á vinnu- stöðum nefnist kynning Ingi- bjargar Hafstað framkvæmda- stjóra Fjölmenningar ehf. á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ. Lýst verður þróun íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk á vinnustöðum. Kynníngin verður haldin í sal Sjó- mannaskóla íslands við Há- teigsveg og er öllum opin. 20.30 I kvöld verður myndasýning í FÍ salnum. Gísli Már Gíslason pró- fessor fjallar um Þjórsárver í máli og myndum. FÍ efnir til ferða í Þjórsárver á hverju sumri. Þá fjall- ar fna Gísladóttir frá Neskaup- stað um Austfirði, einkum Gerpis- svæðið, en þar er hún gjörkunn- ug og er fararstjóri í gönguferðum um þessar slóðir á hverju sumri. Allir eru velkomnir á myndasýn- ingar Fl’. TÓNLEIKAR___________________________ 12.30 Guðrún S. Birgísdóttir leikur á flautu og Pétur Jónasson á gítar verk eftir Heitor Villa-Lobos, Svein Lúðvík Björnsson og Mauro Giuliani á Háskólatónleikum i dag. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er kr. 500. Ókeypis er fyrir hand- hafa stúdentaskirteina. LEIKHÚS_____________________________ 13.30 Möguleikhúsið v/Hlemmsýnir í dag leikritið Skuggaleikur eftir Guðrúnu Helgadóttur. Uppselt. Spýtumar ráða sjálfar hvernig þæi Lúkas Kárason tréskurðarmaður heldur sýningu á tréskurðarverkum sínu I Sýninguna kallar hann Gengið á reka enda er efniviður hans rekaviður sem á Ströndum. fá eitthvað sem heldur áfram að fúna niður myndlist Lúkas Kárason segist vera einn af þeim sem ekki getur setið iðjulaus. I-Iann snéri heim til ís- lands fyrir einum sex árum eftir að hafa starfað lengi erlendis, meðal annars við þróunarhjálp í Afríku. „Þá lenti ég í því sem ég hafði aldi-ei lent í áður að enginn .......... vildi hafa mig í Þettaálíkaað VÍTv‘ .... as. Þetta leiddi til en as eng'- þess að jjann fðr ^n“ aðskeraútíreka- ekki lata folk við. „Égfórlíkaað skrifa þannig að ég hef haft nóg að gera.“ Lúkas er ættað- ...ur norðan af Ströndum. Þar ólst hann upp og þangað sækir hann efniviðinn í tréskurðarmynd- ir sínar. Hann safnar rekaviði og nýtir sér til hlítar þann marg- breytilega efnivið. Fljótt á litið virðist sem Lúkas hafi orðið fyrir heilmiklum áhrifum af útskurðar- meisturum Afríku. Hann segist þó ekki vilja viðurkenna afrísk áhrif þótt hann neiti því ekki aó hann hafi heillast af mörgum handverk- smönnum sem hann sá til í Afríku. „Þetta voru miklir snillingar margir með þeim lélegu verkfær- um sem þeir höfðu. Ég gaf mér oft tíma til að sitja hjá þessum köi-lum og horfa á þá.“ Lúkas segist raun- ar sjálfur vera mjög gamaldags í verkfæravali þannig að hann notar mest einföld handverkfæri við út- skurðinn. „Það er ekki fyrr en núna í seinni tíð að ég hef aðeins reynt rafmagnsverkfæri.“ „Sumt sér maður strax í fjör- unni hvað verður en annað ekki,“ Lúkas Kárason segíst láta spýturnar halda sér eins og hægt er eins og hann finnur þær í fjörunni. segir Lúkas þegar hann er spurður um vinnubi’ögðin. „Það kemur fyr- ir að maður hirðir vonlausar fúa- spýtur . Svo kemur maður með þetta heim og hreinsar af því allt sem er morkið og fúið og þá tekur þetta á sig ýmsar myndir sem maður er eiginlega heillaður af.“ Lúkas ber líka viðarvörn á viðinn enda segir hann ekki vanþörf á í sumum tilvikum. „Þetta á líka að endast lengi. Ég vil nú helst ekki láta fólk fá eitthvað sem heldur áfram að fúna niður." íslensk myndlist í Lúxemborg: Sagatímaog ljóss BÆKUR myndlist Erla Þórarinsdóttir mynd- listarmaður opnaði á dögunum sýningu í Galeri 19rouge í mið- borg Lúxemborgar. Erla var sjálf við opnun sýningarinnar og var vel mætt og undirtektir góðar. Verkin eru frá undanförnum tveimur árum. Þau eru unnin með olíulitum og silfui’laufum á striga. Titill sýningarinnar, Timings, skírskotar til tilurðartíma verk- anna og birtingarform tímans í oxunarferli silfurs. Sýningin stendur til 23. febrúar. ■ FJALLAÐ UM BIRTINGU TIMANS Ein mynda Erlu Þórarinsdóttur á sýning- unni í Lúxemborg. i yjsS#-" sM Fróðleg lesning Ibókinni Réttarsálfræðingur- inn fær lesandinn innsýn í heim réttarsálfi’æðinnar. IVIörg þeirra mála sem kastljósi er beint að þekkjum við frá um- fjöllun í fjölmiðlum en í bókinni er varpað ljósi á málin frá sjónarhorni Gísla. Það er fróð- leg lesning. Ekki síður er skemmtilegt að kynnast þessari fræðigrein og þeim möguleikum sem hún býr yfir. Ljóst að þar á Gísli Guðjónsson stóran hlut að máli. Anna Hildur nálgast manninn með því að rita bókina í fyrstu persónu og að hluta til í þriðju þegar hún leitar álits kunningja og samstarfsmanna Gísla. Nálg- ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR Réttarsálfræðingurinn (Saga Gísla H. Guðjónssonar Mál og Menning 2001 - unin gefur bókinni trúverðug- leika og skemmtilegan blæ. Högum Gísla eru gerð góð skil pg margt kemur á óvart. Okkur íslendingum hættir til að gera mikið úr störfum landa okkar á erlendri grund og ekki laust við að vantrú leiti stundum á mann í þeirri umræðu. Bókin staðfestir að það sem sagt hefur verið urn Gísla Guðjónsson eru öngvar ýkjur, nema síður sé. Bókin er prýðilega skrifuð og vel frá henni gengið í alla staði. Bergljót Davíðsdóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.