Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 4
SVONA ERUM VIÐ HRÁEFNI LANC MIKILVÆCAST Hráefnisútflutningur er sem fyrr langstærsti hluti útflutningsverðmætis sjávarafurða. Búnaður, þekking og líftækní er innan við fimm prósent af því sem útflutningur sjávar- afurða og tengdra liða skilar þjóðarbúinu. Vinnsla 30,9% Hráefni 60,2% Heimíld: Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Foreldrar vilja 10 milljón- ir í bætur: Ovinnufær af harmi pómsmál Hjónin sem misstu rúm- lega níu mánaðan gamlan son sinn í fyrravor vegna heilaáverka, sem sagt er að hann hafi fengið hjá dagföður, gera kröfu um tíu millj- óna króna miskabætur frá dagföð- urnum. Að auki vilja þau fá greiddan ýmsan útlagðan kostnað m.a. vegna útfarar drengsins. „Hann var augasteinn foreldra sinna,“ sagði Lilja Jónasdóttir, réttargæslumaður fólksins, í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær. Lilja sagði móðurina hafa haft mjög takmarkað vinnugetu eftir andlát drengsins. Framtíð hennar að þessu leyti væri afar óviss. Hún sagði föðurinn sömuleiðis glíma við skerta vinnugetu af völdum erfiðleika við að einbeita sér og depurðar. Lilja sagðist ekki telja unnt að draga í efa réttmæti miskakrafna foreldra drengsins. Örn Clausen, verjandi mannsins, sagði kröfurn- ar ekki eiga sér fordæmi í dóma- sögunni. „Hann vinkaði glaður og virtist sáttur við að vera skilinn eftir hjá [dagföðurnum],“ sagði Lilja um þá stund sem móðir drengsins af- henti hann dagföðurnum að morgni dagsins sem hann var fluttur helsjúkur á sjúkrahús. ■ ÓSAMIÐ ENNÞÁ Engar viðræður eru nú á milli trygginga- málaráðuneytisins og Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Sjálfstætt starfandi sjúkraliðar: Samningslaus- ir við Trygg- ingastofnun heilsa Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara hefur sagt upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins frá 1. mars nk. Slitnað hefur upp úr viðræðum samn- inganefnda heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis og félagsins. Eftir næstu mánaðarmót munu fé- lagsmenn taka upp eigin gjald- skrá. Gjald fyrir þjónustuna mun hækka þar sem engin greiðsla frá Tryggingastofnun kemur á móti greiðslu sjúklings. Greiðsla Tryggingastofnunar fyrir almenna sjúkraþjálfun byggist á samningum við sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfara. Vegna þess að engir samningar verða í gildi eftir 1. mars hefur tryggingaráð sett nýjar reglur eins og lög um almannatrygging- ar segja fyrir um. Þær reglur miða að því að létta byrðar fólks sem er efnaminni og langveikt. ■ FRETTABLAÐIÐ 19. febrúar 2002 ÞRIÐJUDACUR I Bandaríkjunum er talið að um fimmtíu þúsund börn hljóti heilkenni af völdum hristings, ár hvert: Engar tölur um fjölda hristra barna hérlendis sakamál „Það er ekki algengt að rekast á börn með heilkenni tengd harkalegum hristingi. Engar stað- festar tölur eru til um fjölda barna með þessa tegund áverka á íslandi. Ég hef á tuttugu ára ferli rekist á eitt eða tvö,“ segir Pétur Lúðvígs- son, sérfræðingur í heila-og tauga- sjúkdómum barna um heilkenni af völdum hastarlegs hristings, eða „shaken baby syndrome". Á vef- síðu bandarísku barnalæknasam- takanna kemur fram, að börn sem hafi verið hrist hastarlega, að aug- ljóst sé að það geti leitt til dauða barnsins. „Þetta eru áverkar sem koma fram við óvenjulegar að- stæður. Barnið er hrist og höfuð þess sveiflast fram og aftur líkt og svipa. Það veldur því að heilinn hristist inní höfuðkúpunni. Ein- kennin geta verið þau þau sömu og vegna höfuðáverka. Truflanir á meðvitund, lamanir og krampar," segir Pétur. „Um er að ræða dulið ástand. Það sem gefur til kynna að barnið hafi verið hrist harkalega, er að höfuðáverkunum fylgir ekki saga um áverka. Ef einhver vís- bending er um að barn- ið sé óvært og að við- komandi hafi tekið harkalega á því, þarf að athuga málið nánar.“ I Bandaríkjunum er áætlað að um fimmtíu þúsund börn, ár hvert, séu hrist það illa að það orsaki heilkenni sem tengist hinnu harkalegu meðferð. Eitt af hverjum fjórum börnum deyr. Þau sem ekki látast, eiga oft við alvarlegar PÉTUR LÚÐVfCSSON Um er að ræða dulið ástand. Það sem gefur til kynna að barnið hafi verið hrist harkalega, er að höfuðáverkunum fylgir ekki saga um áverka. fatlanir að stríða vegna áverkanna. Bandarískar rannsóknir sýna að enginn sérstakur hópur fólks beitir börn slíku ofbeldi, fremur en annar. Karlmenn eru þó í meirihluta. Streita þeirra sem annast barnið, og örvinglan þegar barn grætur mikið, geti valdið því að þau hristi barnið. „Það er af hinu góða að fólk viti að slík með- ferð á börnum er til. Umfjöllunin má þó ekki orsaki það að fólk hræðist að valda barninu skaða með venjulegri umönnun. Þegar börn hljóta alvarlegan skaða af völdum hristings, hafa þau ekki verið meðhöndluð á neinn venju- legan hátt,“ segir Pétur. arndis@frettabladid.is Öll bönd berast að dagföðurnum Saksóknari segir engan vafa á því að dagfaðirinn úr Kópavogi hafi hrist níu mánaða gamlan dreng svo harkalega að hann lést. Verjandi mannsins segir ákæruna aðeins byggða á ósönnuðum „bollaleggingum lækna“. Akæruvaldið krefst óskilorðsbundins fangelsisdóms yfir dagföðurnum. „Það er eng- um öðrum til að dreifa. Það ber allt að sama brunni," sagði sak- sóknari. pómsmál Ákæruvaldið krafðist þess í gær að dagfaðirinn sem ákærður er fyrir að hafa banað níu mánaða gömlum dreng verði __ dæmdur til óskil- orðsbundinnar fangelsisvistar. Að- almeðferð málsins lauk fyrir Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Sigríður Jóseps- dóttir, sem sækir —♦“ máli fyrir hönd rík- isins, sagði læknisfræðileg sönnun- argögn í málinu vera eins sterk og mögulegt væri. Hún taldi hafið yfir allan vafa að banamein drengsins hafi verið svokallað „shaken baby syndrome“, þ.e.a.s. að hann hafi verið hristur svo harkalega að ban- vænn áverki kom á heila hans. Sigríður var jafnframt viss að það væri dagfaðirinn sem hristi litla drenginn með svo afdrifarík- um hætti. „Það er engum öðrum til að dreifa. Það ber allt að sama brunni," sagði hún fyrir dóminum í gær. Fyrir liggur að maðurinn seg- ist hafa lagt drenginn til hvílu um klukkan hálfþrjú. Kona hans sagð- ist fyrir dóminum ekki vera viss hvort hún var á staðnum þegar hann lagði drenginn. Það var sam- dóma álit sérfræðinga sem komu fyrir réttinn að drengurinn hlyti að hafa misst meðvitund í sömu mund og hann fékk áverkana. Saksóknarinn minnti á að dag- faðirinn hefði orðið uppvís að því að greina yfirvöldum vísvitandi rangt frá. M.a. hefði hann ítrekað sagt ósatt um fjölda barna sem voru í gæslu hjá honum og konu hans. Eins hefði hann sagst hafa skroppið frá í aðeins um klukku- tíma um morguninn umræddan dag þegar símagögn sýndu að hann var fjaverandi tvöfalt lengur. „Framburður ákærða er ótrúverð- ugur,“ sagði Sigríður. Fyrir réttinn í gær kom Þóra S. Steffensen réttarmeinarfræðingur. Hún sagði krufningu sína hafa leitt í ljós að drengurinn hefði látist af hristingi. Hún vísaði á bug kenn- ingum verjanda mannsins um að drengurinn kunni að hafa fengið áverka sína vegna blæðinga af C- vítamínskorti. Til þess vantaði öll önnur viðbótareinkenni. Að auki gætu togáverkar á mænu og fell- ingar við sjónhimnum ekki skýrst af slíku meini, til þess þyrfti ytri krafta. Eftir vitnaleiðslur var mannin- um heimilt að gera athugasemdir við það sem þar kom fram eða breyta framburði sínum. Hann hafði áður lýst sig saklausan og gerði engar breytingar á því. Örn Clausen hrl., verjandi sak- borningsins, krafðist sýknu. „Ákæruvaldið hefur ekki nokkurn hátt sannað að skjólstæðingur minn hafi gert drengnum nokkurn skap- aðan hlut. Þetta er eingöngu byggt á bollaleggingum lækna,“ sagði Örn. gar@frettabladid.is HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS „Ákæruvaldið hefur ekki nokkurn hátt sannað að skjólstæðingur minn hafi gert drengnum nokkurn skapaðan hlut," sagði verjandi dagföðursins fyrir dómi I gær. Verjendur dagforeldra: Töldu sér heimilt að hafa aukabörn dómsmál Verjendur dagforeldr- anna sem ákærð eru fyrir að hafa allt of mörg börn í umsjón sinni kref jast þess að þau verði sýknuð eða málinu vísað frá. Verjendurnir segja fólkið hafa haft réttmæta ástæðu til að telja sér heimilt að vera með fleiri börn en leyfi þeirra sagði til um. í Kópavogi hafi verið farið mjög frjálslega með reglugerð um starfsemi dagforeldra. T.d. hafi manninum verið veitt leyfi til að vera með níu börn, fjögur um- fram heimild reglugerðar, á með- an kona hans var í barnsburðar- leyfi. Þá sögðu verjendur það vera rangt að ákæra eftir hegningar- lögum þar sem í reglugerðinni sjálfri væri að finna refsiákvæði. Þar sé gert ráð fyrir að beita áminningu eða leyfisviptingu. Hvorugt hafi verði gert. Saksóknari sagðist hins vegar hissa á því að verjendur áttuðu sig ekki á þvi að áminningar og leyfisviptingar séu ekki refsing- ar. Þá hefði fólkið sjálft viður- kennt að hafa haft of mörg börn. Refsiramminn fyrir þá grein sem ákært er eftír er frá því að vera sekt upp í sex mánaða fang- elsi. Saksóknarinn krafðist þess að konan yrði fremur dæmd í skilorðsbundið fangelsi en sekt. Maðurinn fengi hins vegar sína fangelsisrefsingu vegna bana drengsins sem var í þeirra um- sjá. ■ Móðir í Texas drekkti börnum sínum: Ber við geðveiki barnsmorð Réttarhöld yfir Andr- ea Yates, 37 ára konu, sem drekk- ti fimm ungum börnum sínum í baðkarinu heima hjá sér í fyrra- sumar hófust í Houston í Texas í gær. Verjandi hennar sagði í yfir- lýsingu við upphaf réttarhaldanna að hún hefði ekki gert sér grein fyrir „hinu ranga eðli verknaðar- ins.“ Málsvörn Andreu Yates bygg- ist á að hún hafi verið ósakhæf vegna geðsjúkdóms þegar hún drekkti börnunum sínum en hún hafði lengi átt við þunglyndi að stríða. Börnin hennar fimm voru á aldrinum 6 mánaða til 7 ára, fjórir drengir og stúlka. ■ MORÐINGI EIGIN BARNA Saksóknarar krefjast líflátsdóms yfir Andreu Yates, sem drekkti börnunum sín- um fimm.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.