Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 19. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 15 EM 2004: Leikirnir ákveðnir í dag fótbolti Á hádegi í dag verður ákveðið hvernig leikirnir í fimmta riðli undankeppni Evr- ópumeistaramótsins 2004 fara fram. Ásamt íslandi eru í riðlin- um, Þjóðverjar, Litháar, Færey- ingar og Skotar. Dagsetningarn- ar liggja nokkurn veginn ljósar fyrir en ákveða þarf í hvaða röð liðin rnætast. Fundurinn fer fram í Frankfurt í Þýskalandi. Eggert Magnússon, formaður KSI, Geir Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri og Atli Eðvalds- son landsliðsþjálfari eru í Frankfurt. Fundurinn hefur vakið mikla athygli þar sem að Þjóðverjinn Berti Vogts kemur þar fram í fyrsta skipti sem landsliðsþjálf- ari Skotlands. Skotar staðfestu fyrir helgi að Vogts var ráðinn í starfið. Hann tekur við liðinu 1. mars. Vogts er 55 ára og leiddi Þjóðverja til sigurs í Evrópu- keppninni 1996. Það er því nokk- uð rafmagnað loftið i milli skoskra og þýskra '.andsliðanna þessa daganna. Vogts er kokhraustur í nýja starfinu hjá Skotum og segist reiðubúinn að fara í sálræna keppni við Þýskaland. Hann hef- ur áður verið í svipuðum samn- ingaviðræðum og veit hver hern- aðartækni Þjóðverjanna er. „Ég ákvað oft dagsetningar fyrir Þýskaland. Við viljum ekki mæta Þjóðverjum í fyrsta leik. Þeir vilja væntanlega spila seint við Skotland. Það er gott, ég þarf tíma með skosku leikmönnunum. Skipan leikja er mikilvæg. Við viljum spila fyrsta leik heima. Við þurfum þrjú stig,“ sagði Vogts. Hann greindi einnig frá því að fyrir þremur árum var reynt að fá hann í stöðu skoska landsliðsþjálfarans en hann neit- aði. Hann þjálfaði lið Kuwait áður en hann hélt til Skotlands. ■ SPENNA Berti Vogts verður í eldlínunni í Frankfurt í dag. Þar sest hann niður með fyrrum sam- starfsmönnum sínum hjá landsliði Þýskalands sem landsliðsþjálfari Skotlands. íslendingar verða einnig á fundinum. Argentískar fótboltabullur: Einn lést í fjöldaslagsmálum fótbolti Ofbeldi stuðningsmanna tveggja liða fyrir leik þeirra varð til þess að einn maður lést og tólf aðrir særðust í Argentínu á sunnudaginn. Meðal þeirra særðu eru sex lögreglumenn. Hinn 22 ára gamli Gustavo Rivero var skotinn í brjóstið fyrir utan leikvang í Buenos Aires. Einn annar var skotinn í bakið og hlaut alvarleg meiðsli. Rivero var stuðningsmaður Independiente, sem spilaði við andstæðinga sína í Racing Club. Independiente vann leikinn 2-1. Rúmlega 400 manns lentu í slag fyrir utan leikvang Independiente, sem er aðeins 200 metrum frá leikvangi Racing. Slagsmálin áttu sér stað klukkutíma fyrir leikinn og stóðu í fimm mínútur. Sjónarvottar sögðu fjölda fólks hafa verið í miklum æsingi, veifandi hnífum og skjótandi úr byssum. Lögregl- an handtók 80 manns. Leiknum sjálfum var síðan frestað í fimm mínútur þegar stuðningsmenn Independiente köstuðu reyk- sprengju í átt að markverði Racing. Einnig kom til átaka milli stuðningsmanna Gimnasia og Estudiantes á sunnudaginn. Þar voru 30 handteknir. Ofbeldi hefur plagað knattspyrnu í Argentínu frá áttunda áratugnum. Mikið er um skipulagðar klíkur, sem stan- da fyrir slagsmálum og öðrum Útsala SKAPBRÁÐUR BOLTI Riquelme hjá Boca Juniors og Franco hjá San Lorenzo áttust einnig við í argentísku deild- inni í Buenos Aires á sunnudaginn. uppákomum. Hundruðir hafa særst og látist vegna þeirra í gegnum árin. í fyrra lést einn Argentínubúi vegna ofbeldis í kringum knattspyrnu. Árið 2000 voru þeir fimm. ■ JS'®** yiNTERgpoeer tmsptnr Settu öryggið á oddinn - renndu við og veldu úr spennandi framboði af notuðum gæðabílum r 1 ■, í fegÖfP Hyundai Accent GLS Hyundai Sonata GLSi Renault Clio RT Mercedes Benz E220 Nýskr. 1.2000, I500cc vél, Nýskr. 4.1999,2000cc vél, Nýskr. 6.1994, I400cc vél, Nýskr. 10.1993, 2200cc vél, 5 dyra, 5 gíra, grænn, ekinn 47 þ. 4 dyra, sjálfskiptur, grænn, ékinn 24 þ. 5 dyra, 5 gíra, grænn, ekinn 101 þ. 4 dyra, sjálfskiptur, blár, ekinn 197 þ. MI822. Verð: 930 þ. MY484. Verð: 1.390 þ. PF357. Verð: 470 þ. YD457. Verð: 1.350 þ. Rover 416 SLi Nýskr. 1.1999, I600cc vél, 4 dyra, 5 gíra, blár, ekinn 52 þ. DA553. Verð: 1.250 þ. Grjóthálsi I, s. 575 t 230, www.bl.is * Akureyri, Bílaval, Glerárgötu 36, s. 46 I I 036 • Akranes, Bíiasafan Bílás, Þjóðbraut I, s. 43 I 2622 « Keflavík, BHasala Keflavíkur, Bolafæti I,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.