Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 16
FRÉTTABLAÐIÐ 16 ^ooc i6índeí suoAauia*55<i 19. febrúar 2002 ÞRIÐJUDACUR HASKOLABiO HAGATORCi • SÍMI >30 1919 • STÆRSTA SÝNINGARTJALD LANDSiNS duets MAHIA Hfl iU ANhAt *MUtÍHtR PAUl DIAMAftt Mlíft ITVrH ÖWVNItM PALTRUW «?Olt ÍfflMMAN lÉf&Msp-PIXAR SKRÍMSLÍ HF MJ NUJNT £KK» TRÚA MNU €ICM AUGAl Sýnd kl. 7 og 9.15 IVANILLA SKY kL 7 og 9 J01 IGEMSAR kL 5,7 og 91 AMELIE kl. 4.45,7 0g9.15j Sýnd kl. 5 m/ísl. tali jREGÍNA kL 5f IMÁVAHLÁTUR kl. 51 Ielling kL 7 og 10[ srnHfíH v fíia y( ÁLfABAKKA 4 TILNIFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30 VANILLA SKY ________________ Kl. 350,555,8 ogiai0m/ens.tal uit 2« kL 8 og 10.30 II334I Kl. 3.50 og 5.55 m/ísltal vrrua |VANILLA SKY ‘Jgi kL 5.20,8 og 1035 1ETÍ| jREGÍNA kL 3.45 | [HEARTS IN ATL— kl. 6, 8 og 10.20 | ATLANTIS m/ IsL tali □□ Dolby ÍDDJ Thx SÍMI 564 0000 • wwv/.smarabio.is jOCEAN’S ELEVEN kl. 8 og 10.10 |g'i,[ jHARRY POTTER m/ isl tali kL 4 j CROSSROADS Britney stingur af til L.A. og tekur þátt í tónlistarkeppni. Frumraun Britney Spears: Hræðilegir dómar kvikmyndir Svo virðist sem söng- konurnar Mariah Carey og Britn- ey Spears eigi það sameiginlegt að eiga erfitt að framlengja stjörnuskini sínu yfir á hvíta tjaldið. Þó svo að myndin „Cross- roads“, sem er frumraun Britney í bíó, hafi farið í annað sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar í Bandaríkjunum á fyrstu viku sinni hafa gagnrýnendur nánast einróma gefið henni tvo þumla niður. Því er ekki búist við jafn góðu gengi í næstu viku. Einn gagnrýnandi komst þan- nig að orði að myndin væri eins og eitt af myndböndum hennar, nema hvað það tæki 90 mínútur og þú þyrftir að borga til þess að sjá það. Flestir þeirra líktu mynd- inni við langa auglýsingu á popp- feril hennar. Britney fékk þó ekki jafn hræðilega útreið og Mariah fyrir leik sinn þrátt fyrir að móttökurn- ar hafi verið góðar. „Crossroads" fjallar um það þegar þrjár æskuvinkonur stinga af til Los Angeles eftir að sætur tónlistarmaður lokkar þær út í að taka þátt í tónlistarkeppni. Sögu- þráður myndarinnar fékk verstu útreiðina af öllu. Næst munum við sjá stúlkuna í þrióju myndinni um Austin Powers, hvað sem sú mynd kemur nú til með að heita. ■ Fermingamyndatökur Fjölskylduljósmyndir Brúðkaupsmyndir Ljósmyndarinn Mjódd Sírr i 557 9550 9ar'"ftokka 3 FRÉTTIR AF FÓLKI Breska söngkonan Dido segist óttast það stöðugt að fara á tónleikaferðalag til Bandaríkj- anna. Þar séu „eiginhandaárit- unar veiðimenn- irnir“ af annari tegund og svífast einskis. Hún seg- ir að þar neyðist hún til þess að ráða lífverði þeg- ar hún fer í versl- unarleiðangur en annarsstaðar séu aðdáendur mun kurteisari. Dido er að leggja af stað í tón- leikaferðalag um Bandaríkin og þegar er uppselt á alla leikvang- ana sem hún kemur fram á. Dúettaplata R. Kelly og Jay-Z verður gefin út samkvæmt áætlun í Bandaríkjunum þrátt fyrir að sá fyrrnefndi er undir lögreglurannsókn. Kelly er sakað- ur um að hafa tekið upp á mynd- band mök sín við stelpu undir lögaldri. Kelly heldur fram sak- leysi sínu og segist ætla að taka á málinu á þeim grundvelli sem það er; sem „bölvað rugl“. Mikill ys og þys hefur verið gerður úr því að þrír blökku- menn séu tilnefndir til Ósk- arsverðlauna. Á 73 ára sögu verð- launanna hefur það aðeins gerst 6 sinnum að blökkumaður hefur unnið fyrir leik. Það hefur aldrei gerst fyrr að tveir blökku- menn í einu hafi verið tilnefndir í flokknum „besti karlleikari í aðal- hlutverki". Þar eru þeir Denzel Washington og Will Smith til- nefndir. Það hef- ur þó einu sinni gerst fyrr að þrír blökkumenn hafi verið tilnefndir á sama ári, það gerðist árið 1972 en allir fóru tómhentir heim. Samtök blökkumanna í Banda- ríkjunum vonast nú eftir því að tala svartra Óskarsverðlaunahafa hækki. Leikkonan Ilalle Berry er tilnefnd í flokknum „besta leik- konan í aukahlutverki" fyrir leik sinn í myndinni „Monster’s Ball“ og þykir sigurstrangleg. r ■ 1 r f X f 1 onsmioar 1 kjallaranum Stafrænn Hákon heitir eins manns sveitin sem hitar upp fyrir tvenna tónleika Godspeed You Black Emperor um miðjan mars í Islensku óperunni. tónlist Stafrænn Hákon heitir ekki Hákon, heldur Ólafur Jós- ephsson. Hann gaf nýverið út sína aðra breiðskífu, „Á ástandi rjúpunnar“, og það aðeins sex mánuðum eftir útgáfu frumraunarinnar. Hann gerir allt sjálfur. Semur og tekur upp í kjallaranum heima hjá sér, leik- ur á öll hljóðfærin, gefur út, fjöl- faldar og dreifir plötum sínum í búðir. Honum einum til mikillar undrunar virðist framtak hans vera falla í góðan jarðveg og miðað við vaxandi áhuga fer það að vera spurning hvort það verk- efni að halda utan um allt saman sjálfur komi til með að reynast honum um of. „Ég byrjaði á því að gefa út fyrri plötuna í 10 eintökum, mér til yndisauka,“ segir Ólafur/Staf- rænn Hákon yfirvegaður og hallar sér aftur í viðkvæmum tréstól sem hann hefur komið sér fyrir í. „Svo fóru einhverjir brjálæðingar að kaupa þetta, þannig að ég framleiddi bara eft- ir eftirspurn. Þegar eintökin klárast kem ég bara með 20 til viðbótar." Plötur Stafræns Hákons hafa hingað til verið fáanlegar í Hljómalind og 12 Tónum en Ólafur segir það á dagskránni að trítla með eintök í Japis. Það ætti að vera orðið flestum ljóst aö Ólafur stendur ekki í þessu í von um grúbbíur, gull né græna skóga. Hann virðist meira að segja feimin við að troða nafni sínu á plötukápuna. „Mér finnst Stafrænn Hákon bara flott nafn,“ segir hann og hlær. „Þetta nafn varð til í Fimbulfambi og ég ákvað að nota það.“ Ólafur virðist ekki hafa áhuga á því að tala við útgefendur. „Eg vil bara gera þetta sjálfur. Ég STAFRÆNN HÁKON Var að gefa út sína aðra breiðskífu, „Á ástandi rjúpunnar", á sex mánuðum. Hann kýs að gera allt sjálfur, til þess að „losna við allt vesen" eins og hann orðar það. Heima- síða Hákons er www.islandia.is/hauskupa/heima.htm. held að það sé ekki mjög stór markaður fyrir svona tónlist hérna. Það tekur því ekki að standa í svoleiðis veseni. Tónlist- in fer alltaf í pásu í smá tíma ef maður fer inn í þannig ferli. Ég vil kasta þessu út þegar þetta er sem ferskast. Nýja platan er tek- in upp frá september til desem- ber og gefin út í janúar." Þegar kemur að tónleikahaldi hringir Ólafur í félaga sína. „Þá verður Stafrænn Hákon að hljómsveit. Ég get ekki spilað þetta einn. Við þurfum að æfa og það tekur sinn tíma. Lögin breyt- ast nú líka smá þegar við erum að æfa. Þeir koma með sitt, bæta við og skreyta. Ég er ekkert að skipa þeim fyrir. Kem bara með grunninn og þeir spila með.“ Hér hefur Ólafur komið sér það vel fyrir í stólnum að blaðamaður ákveður að benda honum á að stólinn sé við það að brotna. Ólafur er mikill Godspeed að- dáandi. „Eru það ekki allir? Ég hef séð þá tvisvar á tónleikum og það var ákveðin geðveiki. Þannig að þetta er mikill heiður," hér stoppar hann, hlær feimnislega, og heldur svo áfram. „Að minns- ta kosti fyrir mig.“ Miðasala á seinni tónleika Godspeed hefst í Hljómlind á miðvikudaginn (20.02.2002) kl. 20:02. biggi@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.