Fréttablaðið - 19.02.2002, Side 14

Fréttablaðið - 19.02.2002, Side 14
FRÉTTABLAÐIÐ ÓLYMPÍULEIKAR JAFNIR I SILFUR Síðastliðinn fimmtudag gerðist það að tveir skíðagöngumenn komu jafnir í mark. Þetta voru Norðmennirnir Thomas Alsgaard og Frode Estil. Þeir fengu báðir silfurverðlaun. Hér er teygð mynd af því þegar þeir komu í mark. Þar sést hvernig Alsgaard teygir ristina fram og er hnífjafn Estil yfir línuna. ÞRIOJUDAGURINN 19. FBRÚAR HANPBOLTI_________________________ KA - Stjarnan mætast í Esso-deild karla í KA heimilinu klukkan 20.00. Grótta/KR tekur á móti FH á Seltjarnar- nesi I kvöld kl. 20 f Esso-deild karla. í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og IR í Esso-deild karla kl. 20.00. 14 19. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR Lewis vill berjast: Tyson leiti sér hjálpar hnefaleikar Líklegt þykir að bar- dagi Lennox Lewis og Mike Tyson fari fram í Bandaríkjunum í júní. Hann fer hinsvegar ekki fram í Georgíufylki, eins og talið var þegar Tyson fékk hnefaleika- leyfi þar nýlega. Fylkisstjórinn hefur sagt að hann muni ekki leyfa köppunum að berjast í Ge- orgíu. Texas virðist því vera líkleg- asti staðurinn í augnablikinu. Kalifornía hefur einnig lýst yfir áhuga að halda bardagann. Tals- maður Lennox Lewis tilkynnti um helgina að hann hafi mikinn áhuga á því að berjast við Tyson. Bardaginn verði hinsvegar að vera „ósvikinn fþróttaviðburð- ur“. Hann fari fram í Bandaríkj- unum vegna þess að samningur kappanna geri ráð fyrir því. Lew- is vill að Mike Tyson nýti tímann fram að bardaga til að leita sér sálrænar hjálpar. „Mér fannst það greinilegt þegar hann kom fyrir nefndina í Nevada að hann þarfnast hjálpar," sagði talsmað- ur Lewis. „Ef bardaginn fer fram í júní hefur hann nægan tíma til þess. Við styðjum hann heilshug- ar í því.“ ■ LENNOX LEWIS Honum finnst greinilegt að Tyson þurfti að nýta tímann fram að bardaga til að leita sér sálrænnar hjálpar. Evrópa vaknar á ný Eftir tveggja mánaða vetrarleyfi byrja bestu knattspyrnulið Evrópu á ný að keppa innbyrðis. I vikunni er bæði spilað í Meistaradeild Evrópu og UEFA bikarnum. KÖRFUBOLTI_____________ Suðurnesjastúlkurnar í Grindavíkog Keflavík eigast við í t. deild kvenna í Grindavík. Leikurinn hefst kl. 20.00. Norðmaðurinn Aamodt: Gullinu ógnað ólympíuleikar í gær birtist í Aften- posten auglýsing frá skíðafram- leiðandanum Nordica með mynd af Kjetil Aamodt að fagna gull- verðlaunum í risasvigi. Nordica sér Aamodt fyr- ir skíðum og skíðaskóm. Uppi varð fótur og fit hjá nors- ka ólympíu- sambandinu þegar þetta uppgötvaðist. í reglugerðum Ólympíuleik- anna stendur að keppendur mega ekki koma fram í auglýsingum eða viðburðum á vegum styrktaraðila á meðan á leikum stendur. Aðeins má óska þeim til hamingju, án þess að mynd fylgi með. Brjóti keppendur reglurnar eiga þeir á hættu að vera dæmdir úr leik þegar keppni er lokið. Þannig gæti Aamodt misst gullin tvö frá Salt Lake. Norska sambandið reyndi að stöð- va prentun Aftenposten í gær- morgun án árangurs. Sent var skammarbréf til Nordica og af- sökunarbeiðni til Alþjóða ólymp- íunefndarinnar. Þar voru menn ánægðir með skjót viðbrögð og er því búist við að Aamodt verði fyr- irgefin mistök Nordica. ■ fótbolti Margir hvíldu sína bestu leikmenn um helgina. í flestum til- vikum eru deildarleikirnir ekki taldir jafn mikilvægir og Evrópu- leikirnir. í dag mætast í D riðli Meistaradeildar Bayer Leverku- sen og Arsenal og Juventus og Deportivo la Coruiia. í C riðli mæt- ast Real Madrid og Porto og Sparta Prag og Panathinaikos. Fjórða um- ferð Evrópukeppni bikarhafa fer fram í dag og á fimmtudaginn. Hjá Arsenal var það ekki hvíld, heldur akstur, sem var ráðlagður fyrir Hollendinginn Dennis Berg- kamp. Arsene Wengre þjálfari lét hann keyra til Þýskalands um helgina til að undirbúa sig. Berg- kamp er haldinn mikill flug- hræðslu. Hann er einnig í banni £ ensku deildinn. Flughræðslan hef- ur orðið til þess að hann missir jafnan af Evrópuleikjum, spilaði síðast í Meistaradeildinni í Barcelona í september 1999. D riðill er einn sá jafnasti í Meistaradeildinni. Þar eru öll liðin með þrjú stig. „Riðillinn er í miklu jafnvægi," segir Klaus Toppmoell- er, þjálfari Leverkusen. „Það verð- ur erfitt en við munum ná í fjórð- ungsúrslitin, ásamt Arsenal. Við þurfum fjögur stig.“ KfNVERJINN dettur Bandaríkjamaðurinn Apolo Anton Ohno, Kanadabúinn Mathieu Turcotte og Ahn Hyun-Soo frá Kóreu voru á fullri ferð í síð- ustu beygju og gátu allir sigrað. Þá dettur Kínverjinn Li Jiaiun og dregur þá með sér. AUGLÝSINGIN Hefði getað reynst dýrkeypt Timbur, steinull, þakjárn, panill, vatnsklæðning, pallaefni, listar grindarefni, saumur, skrúfur, boltar. MEISTARAEFNI BYGGINGAVÖRUR ■í MARKAHÆSTUR Frakkinn David Trezeguet hjá Juventus er markahæsti leikmaður Meistaradeildar Evrópu. Hann er búinn að skora átta mörk. Næstir honum er Elber hjá Bayern Munchen og Ruud Van Nistelrooy með sex mörk. Juventus mætir Deportivo la Coruna í dag. Arsenal leggur áherslu á að koma í veg fyrir fimmta tapið á útivelli í röð í Meistaradeildinni. Juventus mætir sigurstranglegt til leiks á móti Deportivo. Liðið vann Fiorentina 2-1 á laugardaginn og komst í efsta sæti ítölsku deildar- innar í fyrsta skipti í vetur. Það er einnig í úrslitakeppni ítalska bik- arsins. „Það er erfiður mánuður framundan," segir framherjinn Al- essandro Del Piero. „Liðið verður að ætla sér að vinna alla bikara til að ná hámarksárangri." Á Spáni tekur Real Madrid á móti Porto. Real er með þægilega forystu í C riðli. Það er með sex stig, Sparta með þrjú og Porto og Panathinaikos með eitt. Real tap- aði 2-1 fyrir Athletico de Bilbao um helgina og missti efsta sæti spænsku deildarinnar. Það hefur ekki unnið síðustu átta útileiki. Porto er í þriðja sæti í Portúgal en á í vandræðum með framherja. Grikkirnir í Panathinaikos fara til Prag. Sparta tapaði forystu í deildinni um helgina, tapaði 1-0 fyrir FC Liberec, sem tekur þátt í Evrópukeppni bikarhafa. En Grikkirnir eru í sveiflu, unnu síð- ustu sjö leiki og eru í öðru sæti í sinni deild. Tveir leikir fara fram í Evrópu- keppni bikarhafa í dag. AC Milan fer til Hollands og spilar við Roda. Milan þarf að vinna sig í áliti hjá áhorfendum. Liðið gerði marka- laust jafntefli við Atalanta á sunnudaginn og var baulað á Rui Costa og Adriy Shevchenko af þeirra eigin stuðningsmönnum. Þá spilar Valencia við Servette. ■ Skautahlaup í Salt Lake Gity: Heppinn Astrali vann gull ... OG ALLIR KLESSA A VEGGINN Skautahlaupararnir fjórir klesstu utan I vegginn á 60 km hraða. Þeim til mikillar skelfingar nálgast Ástralinn Bradbury. Hann var langsiðastur I hlaupinu. ólympIuleikar Steven Bradbury datt í lukkupottinn þegar hann vann fyrstu gullverðlaun Ástrala á Vetrarólympíuleikum á sunnu- daginn. Bradbury keppti £ 1000 metra skautahlaupi á stuttri braut. Hann var búinn að vera síðastur allan tímann, enda ekki sigurstranglegur fyrirfram, en þegar hinir fjórir keppendurnir duttu i siðustu beygjunni renndi hann sér rólega fram úr. „Ég var búinn að ákveða að vera aftastur og biða eftir árek- Stri. Það tókst,“ sagði Bradbury ánægður eftir hlaupið. Ekki voru allir áhorfendur ánægðir með sigur hans en hann svaraði þeim fullum hálsi. „Einhverjir öskr- uðu að ég ætti þetta ekki skilið. Segjum bara að ég hafi sagst vera ósammála." Það er ekki hægt að segja að Bradbury hafi ekki átt sigurinn skilinn þegar litið er á feril hans. Hann hefur tvisvar jafnað sig eftir alvarleg meiðsli. 1994 fékk hann skauta í lærið í keppni. Þá þurfti að sauma 111 spor og gefa honum fjóra lítra af blóði fyrir það sem hann missti. Fyrir tveimur árum klessti hann með ... NEMA HEPPNI ÁSTRALINN Bradbury silast yfir markllnuna. Bandaríkja- maðurinn Ohno náði að renna sér á mag- anum yfir llnuna til silfurs. Hann slasaðist á læri við áreksturinn á vegginn. Turcotte, sem er á bakvið Bradbury, fékk brons. höfuðið á undan á girðingu á æf- ingu. Þá þurfti Bradbury að vera í hálskraga í tvo mánuði. í þetta skiptið borgaði það sig fyrir hann að standa á fótunum. Bradbury var spurður hvort hann hefði enn staðið á fótunum í lok kvöldsins, eftir allan fögnuð- inn. Sumir hafa kvartað yfir ströngum reglum varðandi frí- tíma íþróttamannanna. „Því mið- ur,“ sagði hann. „Við vorum ekki komin í veisluna fyrr en klukkan hálf tvö. Allir voru reknir út klukkan þrjú. Svona er þetta hérna í Utah.“ ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.