Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 19. febrúar 2002 FRETTABLAÐIÐ 19 Listamenn bregðast við atburðum sögunnar: Komandi kynslóðum til upplýsingar list Listin bregst við atburðum líðandi stundar og endurspeglar oft atburði samtímans. Bin Laden er því býsna vinsælt við- fangsefni listamanna víða um heim. Hér sést verk eftir tæ- lenskan myndlistarmann af Bin Laden ríðandi á erni á Tvíbura- turninum í New York. Verkinu hefur hann komið fyrir á Klang Bang Kaew must- erinu sem er 50 kílómetrum vestur af Bangkok. Að sögn Guðmundur Ingólfsson sýnir úrval Ijós- mynda úr fjórum syrpum sem hann hefur unnið að undanfarna tvo áratugi. Sýningin er í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Opnunartími er 12-17 virka daga og 13-17 um helgar. Sýning- in stendur til. 24. mars. Sýning á verkum eftir Gerlu stendur nú yfir í Þjóðarbókhlöðunni í sýningaröð- inni Fellingar. Fellingar hóf göngu sína í júní á síðasta ári og er sýning GERLU sú áttunda í röðinni. Fellingar er sam- starfsverkefni Kvennasögusafnsins, Landsbókasafns (slands - Háskólabóka- safns og þrettán starfandi myndlistar- kvenna. Opnunartíma Kvennasögu- safnsins er milli klukkan 9 og 16 alla virka daga. i Listasafni íslands standa fjórar sýning- ar á verkum í eigu safnsins. Sýningarn- ar nefnast einu nafni Huglæg tjáning - máttur litarins. Dæmi af íslenskum ex- pressjónisma. Sýnd eru verk Jóhannes- ar S. Kjarval, Finns Jónssonar, Jóhanns Briem og Jóns Engilberts. Listasafn (s- lands er opið alla daga nema mánu- daga kl. 11 til 17. Ókeypis er í safnið á miðvikudögum. Sýningin stendur til 14. april. I Húsi málaranna, á Eiðistorgi, Seltjarn- arnesi sýna nú Haukur Dór og Einar Hákonarson, en þeir eru jafnframt for- stöðumenn hins nýja sýningarsalar. Hannes Lárussonsýnir í Vestursal Lista- safns Reykjavíkur - Kjarvalstöðum. Ell- efu hús hafa verið reist og nefnist sýn- ingin Hús í hús. Hún stendur til 1. april. Afmælissýning Myndhöggvarafélags Reykjavíkur er haldin í miðrými Lista- safns Reykjavikur - Kjarvalsstöðum i til- efni af 30 ára afmæli félagsins. Sex listamenn hafa verið valdir úr röðum félagsins til að sýna á þremur aðskild- um sýningum, tveir og tveir í senn. Þeir sem sýna núna eru Níels Hafstein og Sólveig Aðalsteinsdóttir. Sýningin stendur til 24. febrúar. Kristinn Pálmason heldur málverkasýn- ingu í Galleríi Sævars Karls. Á sýning- unni verða óhlutbundin málverk og tölvuunnar sviðsettar Ijósmyndir. Mál- verkin eru bæði unnin í olíu og akríl með mismunandi aðferðum. í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi sýnir þýski listamaðurinn Bernd Koberl- ing olíu- og vatnslitamyndir sem hann hefur unnið fráárinu 1988, m.a. hér á landi. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga 10-17 og miðvikudaga 10-19. Sýningin stendur 3. mars. Þrjár sýningar eru nú í tengslum við Gallerí Fold. ( Rauðu stofunni er sölu- sýning á 18 pastelverkum eftir Hring Jóhannesson. Verkin eru myndaröð sem hann vann árið 1990 á sólar- strönd. f Ljósafold stendur yfir kynning á IjósmyndumMagnúsar Óskars Magn- ússonar en á síðasta ári kom út bókin Face to Face eftir Magnús. í Baksalnum sýnir Inger Helene Bóasson Ijósmyndir en sýninguna nefnir listakonan Litið um öxl. Safnið er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnu- daga kl. 14-17. Hjá Ófeigi, Skólavörðustíg 5, sýna lista- menn sem reka gallerí Meistara Jakob í sama húsi, til janúarloka. Listamennirn- ir eru Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdótt- ir, grafík, Auður Vésteinsdóttir, listvefn- aður, Elísabet Haraldsdóttir, leirlist Guð- ný Hafsteinsdóttir, leirlist Kristín Sigfríð- ur Garðarsdóttir, leirlist Kristin Geirs- dóttir, málverk, Margrét Guðmunds- dóttir, grafík Sigriður Ágústsdóttir, leir- list Þorbjörg Þórðardóttir, listvefnaður Þórður Hall, málverk. Sýning á verkum Þórðar Hall myndlist- armanns stendur yfir í Hallgrímskirkju um þessar mundir. Sýningin er opin alla daga frá 9-17 og er aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 20. febrú- ar. Tilkynningar sendist á netfangið ritstjorn@frettabiadid.is Búdda nunnan Gen Nyingpo: Kennir fólki að halda ró sinni BIN LADEN Á ERNI Tælenskur myndlistarmaður leggur loka- hönd á verk sitt af Bin Laden ríðandi á erni. listamannsins á listaverkiö að upplýsa kynslóðir framtíðarinn- ar um söguna. ■ fyrirlestur Búdda nunnan Gen Nyingpo ætlar í kvöld að kenna fólki hvernig hægt er að halda ró sinni þegar hlutir fara úrskeiðis í fyrirlestraröð sem ber yfir- skriftina „How to solve our an- ger problem" Hún segir alla þjást af völdum reiði. Allt frá minnsta pirringi til skapofsa eyðileggi reiði ró okkar og ham- ingju. Mörg af þeim vandamál- um og ágreiningi í þessum heimi, rifrildi í samböndum, erf- iðleikar á vinnustað sem og ríg- ur á milli þjóða, sé hægt að rekja til reiði. Með því að læra aðferð- ir til að uppræta reiði, eins og ást og þolinmæði sé hægt að yf- irstíga öll þessi vandamál. Fyrirlestrarnir eru haldnir á vegum Karuna samfélags Ma- hayana búddista. Kennslan fer fram í stofu 101 í Odda, Háskóla Islands næstu þrjú þriðjudags- kvöld og hefst klukkan 20. Gjald er 1000 krónur fyrir hvert skipti en 500 krónur fyrir nema, at- vinnulausa og öryrkja. Kennslan BÚDDA NUNNA Gen Nyingpo segir fjöiskyldur og sam- bönd öðlast meiri samhljóm ef unnið er bug á reiði. fer fram á ensku og er hvert skipti sjálfstæð eining. Allir eru velkomnir. ■ PAUL MCCARTNEY Sala á frímerkjunum hefst 1. júlí næstkomandi. Bítillinn Paul McGartney: Hannaði frímerki í þágu góðgerðar- starfsemi bretland Fyrrum með- limur Bítlanna, Paul McCartney, hefur verið ötull baráttumaður fyrir hreinsun svæða af jarð- sprengjum. Nú hefur rokkstjarnan hannað frí- merki sem eiga að koma til sölu 1. júlí næstkom- andi í þeim tilgangi að afla fjár til baráttunnar. Mun allur ágóðinn renna í Adopt-A-Minefield sem hann er í forsvari fyrir ásamt heitkonu sinni He- ather Mills. Einfaidar blómateikningar prýða frímerkin sem McCartney hannaði sjálfur. Ráðgert er að prenta 170.000 arkir og talið er að BLÓMASKREYTINGAR Paul McCartney kom ný- lega út úr skápnum sem listmálari. þær muni renna út eins og heitar lummur. Þar verði fremstir í flokki aðdáendur bítilsins roskna. Ekki er vitað til þess að jafn frægur tónlistarmaður á borð við McCartney hafi áður hannað og gefið út frímerki. Var hann beð- inn um að sinna þessu verkefni í kjölfar myndlistarsýningar sem hann hélt í New York fyrir tveimur árum sem naut mikillar Sagðist hann við það vinsældar. tækifæri hafa málað f laumi í 15 ár en nú væri hann kominn út úr skápnum. ■ Saga heilagrar Önnu komin út: Heilög Anna dýrkuð mest um 1500 bækur Út er komin bókin Saga heil- agrar Önnu hjá Stofnun Árna Magnússonar. Saga heilagrar Önnu er þýðing helgisagnarinnar um Önnu móður Maríu meyjar, lágþýskrar gerðar sem var prent- uð í Braunschweig 1507. íslenski textinn hefur varðveist í tveimur óheilum handritum, hið eldra er talið vera frá öðrum fjórðungi sextándu aldar, en hið yngra frá fyrri hluta sautjándu aldar. í útgáfunni eru handritin gefin út stafrétt. í formála er gerð grein fyrir sögunni, og handritunum og sambandi þeirra við þýska text- ann. í biblíunni er hvergi minnst á móður Maríu, en í apókrýfu guð- spjalli frá annarri öld er sögð af henni saga. Helgisaga þessi dreifð- FRÆÐILEG ÚTGÁFA (útgáfunni á Sögur heil- agrar Önnu er að finna stafréttan texta og for- mála þar sem gerð er grein fyrir sögunni og handritun- um sem hún hefur varð- veist í.a ist fljótt víða og jókst að efni. Auk- in Maríudýrkun á hámiðöldum varpaði ljóma á móðurina, og í Norður-Evrópu naut Anna mikillar hylli við lok miðalda. Heilagrar Önnu er getið í íslenskum ritum á 13. og 14. öld, en dýrkunar hennar gætir mest urn 1500. Líkneski frá því um 1500 af þeirn mæðgum Ónnu og Maríu með Jesú var eign kirkjunnar í Holti í Önundarfirði og er nú á Þjóðminjasafni. Kirsten Wolf er prófessor í Norðurlanda- málum við Wisconsinháskóla í Madison. ■ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 ■ MYNOSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, Bleikjukvísl nr. 10. í samræmi við 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Tillagan lýtur að því að breyta landnotkun lóðarinnar Bleikjukvíslar nr. 10 úr almennu útivistarsvæði í stofnanasvæði. Breytingin er gerð til þess að samræmi sé á milli deiliskipulags lóðarinnar og aðalskipulags en deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyr'r að heimilt sé að reisa á lóðinni dagvistarstofnun / leikskóla. Til upplýsingar skal þess getið að samhliða breytingu þessari er í grenndarkynningu tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar þar sem m.a. er gert ráð fyrir óverulegum breytingum á byggingarreit lóðarinnar. Tillagan liggur frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 19. febrúar til 19. mars 2002. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma með ábendingar og gera athugasemdir við tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 20. mars 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 19. febrúar 2002 Skipulags- og byggingarsviö. Borgaskóli Tvo starfsmenn vantar í afleysíngar til vors: Stuðningsfulltrúi, 50%. Starfsmaður í mötuneyti, 75% starf. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 577 2900.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.