Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 10
I lll I I AB1.AÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjórí: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtækí geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu fomni og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Ofsögur skálds um Israel Frá Jóni Val Jenssyni Einhæfur er áróður Kristínar Gunnarsd. 12/2 þar sem hún segir ísraelska hermenn senda út á götu að skjóta á skólabörn, en börnin ‘verji’ sig með grjótkasti. Viti hún til að Israelar ráðist að fyrra bragði með skothríð á börn sem verji sig þá með grjóti, á hún að nefna stað og stund. En að vaskir unglingar kasti grjóti og benzínsprengjum og ögri ísrael- um til að grípa til táragass eða vopna, það er daglegt brauð, en slíkt grjótkast er ekki ‘vörn’, held- ur sóknarbragð. Ögrunin á að aug- lýsa ‘grimmd’ ísraela; vestræna pressan fellur flöt fyrir agninu. Við hneykslumst á herþjónustu barna í Afríku, en fáir mótmæla því athæfi Araba að nota þau sem tæki til að þjóna tilgangi sínum. Svo kjósum við að gleyma því að meðan strákum er att út þennan leik, eru hermdarverkamenn að sprengja upp saklausa alþýðu í ísrael, fátækt fólk í strætisvögn- um eða á útimörkuðum. Þótt framferði ísraela hafi oft verið ófagurt, virðast viðbrögð þeirra við uppreisn Araba vera vörn gegn árásum (þar sem ögrar- inn færir sig sífellt nær skot- marki unz hann fær andsvar), uppræting meintra sprengju- manna, refsiaðgerðir gegn palest- ínskum stofnunum og skerðing á ferðafrelsi. í öllum tilvikum eru dæmi um að ísraelar fari offari; hitt er staðreynd, að væri það ásetningur þeirra að útrýma and- ófsmönnum, værum við að heyra um hundruð manndrápa á dag, ekki 2, 3 eða 4. ■ 10 FRÉTTABLAÐIÐ 19. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR Einn tank enn Alveg er það með ólíkindum hversu gírugir einstakir menn eru. Frægt er hvernig Árni John- sen notaði öll möguleg og ekki síð- -—♦— ur ómöguleg tæki- Ekki er vitað færi til að ná til sín með hvaða verðmætum og hugarfari for- ekki verðmætum. stjórinn fyrr- Satt best að segja verandi horfir Benti allt til að ann- átrénsem af, .einf Þekktist blasa við hon- ekkl' ^nnað atti umafverönd- eftir að koma . ljos inni á sumar- ‘ °§ Þf »sem meir? - er - það gerist a u 1 u" sama tíma og mál Árna eru ekki að- eins í rannsókn. Þau eru enn í fer- sku, en annars gloppóttu, minni þjóðarinnar. Þórarinn Viðar Þórarinsson hefur með ótrúlegum hætti skipað sér á bekk með Arna - að minnsta kosti í græðgi. Það er hreint ótrú- legt að maður sem hefur gert starfslokasamning fyrir nærri 40 milljónir króna skuli láta sér koma til hugar að fara á bensín- stöð í næsta bæjarfélagi og láta fylla á jeppann á kostnað síns fyrrverandi vinnuveitenda. Eftir að búið var að gei’a samning um himinháar greiðslur. Aðeins átti eftir að ná kortinu af forstjóran- um fyrrverandi. Áður en hann neyddist til að afhenda kortið tók hann ákvörðun um að bregða sér á milli bæja og ná sér í einn tank enn, einn tank enn. Verðmæti upp á kannski sjö þúsund krónur. Auð- .MáLmanna. Sigurjón M. Egilsson skrifar um óhófsemi vitað hefur Þórarinn Viðar ekki borgað bensín sjálfur um dagana. Hann hefur eflaust séð til þess í áraraðir að aðrir borgi fyrir hann það sem flestir aðrir borga úr eig- in vasa. Þetta er svo ótrúlegt að venju- legt fólk skilur þetta ekki. Ekki frekar en að forstjórinn hafi tekið tré sem hætt var að nota og látið fara með þau að sumai’húsi sínu. Um allt land er heiðvirt fólk að rækta upp í kringum sumarhús sín. Það fólk getur með stolti horft á trén vaxa og dafna. Þau eru skýr dæmi árangurs erfiðis og ánægju. Ekki er vitað með hvaða hugarfari forstjórinn fyrrverandi horfir á trén sem blasa við honum af ver- öndinni á sumarhúsinu. Þau er ár- angur búraháttar og græðgi. Þau er ekki vel fengin. Ekki frekar en bensínið. ■ KVIÐDÓMURINN: Bandaríkin og alþjóðasamskiptin Talsvert hefur borið á andstæðum sjónarmiðum Bandaríkjamanna og Evrópubúa á alþjóða- vettvangi. Stjórn Georges Bush leitaði samvinnu við bandalagsþjóðir eftir 11. september. Upp á síðkastið hefur áherslan aftur orðið á sérhagsmuni Bandaríkjanna og þeirra eigin lausnir í alþjóðamálum. Áherslumunur mílli Evrópu og Bandaríkjanna er skýrari nú, en um langt skeið. ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR SAMFYLKINGUNNI í takti við breytingar Þetta er ekki í fyrsta skipti í sögunni sem Bandaríkjastjórn lætur einhliða aðgerðir ráða ferðinni á alþjóðavett- vangi og í samskiptum við aðrar þjóðir. Það sem er kaldhæðnislegt við emb- ættisfærslur í forsetatíð George Bush er, að um leið og hann lætur ABM- samninginn, Kyoto-bókun- ina og alþjóðastríðsglæpa- dómstólinn lönd og leið, og útnefnir íran, Irak og N-Kóreu „möndulveldi hins illa“, þá hafa þjóðir heims fylkt sér að baki Bandaríkjastjórn í barátt- unni við hryðjuverkasam- tök. í stríðinu f Afganistan fer reyndar lítið fyrir samráði við bandamenn Bandaríkjanna. Við þessar aðstæður er brýnt að ís- lendingar velti því fyrir sér hvort þeir eigi meiri samleið með utanríkispóli- tík Bandaríkjastjórnar eða þeirrar sem rekin er inn- an Evrópusambandsins. Mestu máli skiptir að við mótum okkar utanríkis- og öryggisstefnu í takt við þær breytingar sem orðið hafa í heiminum." ■ BALDUR ÞÓRHALLSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR Eiga í stríði Þegar maður talar við Bandaríkjamenn þá ger- ir maður sér grein fyrir því að þeir líta þannig á að þeir séu í stríði. Við Evrópubúar tökum þátt í átökum, en við eigum ekki í stríði í sama skilningi. Ég held að það verði að skoða afstöðu Bandaríkjanna í þessu ljósi. Ég held að þessi munur á skynjun ástandsins sé dýpri en menn gerðu sér grein fyrir. Krafan er sú að Bandaríkin verði að gera eitthvað og þá skiptir minna máli hvort þeir gera það einir eða með öðrum. í kosningabaráttunni var greinilegur munur á af- stöðu Bush og Gore til al- þjóðlegra samskipta og samninga. Bush og hans menn töldu alþjóðasam- starfið binda hendur Bandaríkjamanna. Það má segja að þessi sami ágrein- ingur sé uppi á teningnum innan stjórnarinnar. Colin Powell, utanríkisráðherra, hefur lagt áherslu á sam- vinnu við bandamenn Bandaríkjanna. Fyrir 11. september voru Bandaríkin lítið inni á alþjóðasam- starfi. Fyrst eftir árásina sóttust Bandaríkin eftir samvinnu. Upp á síðkastið hefur hins vegar dregið úr þeim vilja.“ ■ LÁRA MARGRÉT RAG NARSDÓTTIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKI Fylgjast betur með E' g held að ekki verði nein breyting á stöðu okkar gagnvart Bandaríkj- unum í bráð. Samskipti okkar hafa verið með mikl- um ágætum. Bushstjórnin hefur skarpari áherslur í alþjóðamálum en verið hef- ur. Þessi áhersla gerir Bandaríkjamenn sjálfa meðvitaðri um það að þeir eru ekki einir í heiminum. Þeir fylgjast því betur með utanríkisstefnu þjóðarinn- ar. Bandaríkjamenn hafa fylgst illa með utanríkis- málum fram að þessu. Auk- in umræða mun kalla á bæði málefnalega og ómál- efnalega gagnrýni á stjórn- völd innan Bandaríkjanna sjálfra eins og alls staðar. Viðbrögð Bandaríkjanna eru viðbrögð við hryðju- verkum. Bush fer fram og nefnir „öxulríki hins illa“ á þeim forsendum að hann hafi sannanir fyrir því að þau framleiði gereyðingar- vopn. Þjóðir Evrópusam- bandsins eru að marka sér herriaðarlega stöðu. Mér finnst jákvætt að þau setji skýrt fram sín sjónarmið. Bandaríkjamenn hafa alltaf hlustað á Evrópu og munu gera það. Asíuferð Bush er mjög mikilvæg. Þróun næstu mánaða mun skipta miklu um áframhaldið.“ ■ ÞÓR WHITEHEAD SAGNFRÆÐINGUR Agreiningur ekki nýr Ef maður leitaði á bóka- safni að bókum um al- þjóðamál myndi maður finna fjölda titla sem vís- uðu á svipaða umræðu um samskipti Evrópu og Bandaríkanna og nú er uppi. Það liggur í eðli málsins að þess ríki eiga að sumu leyti ólíka hags- muni. Þau hafa mismun- andi sjónarmið, út frá legu þeirra, sögu og menningu. Hins vegar eiga þau einnig ákveðin grundvallaratriði sameig- inleg. Það kemur mér ekk- ert á óvart að ólík sjónar- mið séu uppi milli Evi'ópu og Bandaríkjanna. Ég tel hins vegar að sumt í þess- ari umræðu sé yfirdrifið. Clinton stjórnin gekkst inn á Kyotobókunina. Ég heyrði sjálfur Rubin, fjár- málaráðherra segja í við- tali að það hefði verið gert í trausti þess að þingið myndi hafna þessu. Ef maður lítur yfir sögu samskipta Banda- ríkjanna og Evrópu má líta á hana sem sögu stöðugrar togstreitu. Þetta eru lýðræðisríki. Stjórnir koma og stjórnir fara. Það er tekist á, rétt eins og innanlands." ■ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON VINSTRI-GRÆNUM I sama farið aftur Eftir 11. september fór í gang umræða um hvaða áhrif atburðirnir þann dag myndu hafa á utann'kisstefnu Banda- ríkjanna. Margir töldu þá að Bush sem menn sáu sem frekar heimóttalegan forseta, myndi gjörbreyt- ast. Bandaríkjamönnum var náttúrlega mjög brugðið. Leituðu eftir samstöðu og vildu tryggja sig. Svo er eins og þeim hafi vaxið sjálfstraustið. Þeir eru farnir að gefa minna og minna fyrir það hvað öðrum finnst. Mér hefur fundist það birtast skýrast í að þeir hafa for- herst aftur í stuðningi sín- um við ísrael. Mér finnst eins og allt sé að falla í sama farið aft- ur. í ki’afti þess að vera eina stórveldið fari Banda- ríkin sínu fram. Ég spái því að smátt og smátt muni koma upp í Bandaríkjun- um umræða um það hvers vegna þeir séu svo óvin- sælir í þriðja heiminum. Ég held að slík umræða muni leiða til meiri innri gagnrýni. Okkar hlutverk er að berjast fyrir afvopn- un og beita olckur fyrir því að styrkja lýðræðislega uppbyggðar alþjóðastofn- anii’.“ ■ Naglaskóli Professionaiís Innritun í síma: 588 8300 Ágústa F. BöSvarsdóttir naglafræSingur útskrif- aSist fró naglaskóla Professionails í febrúar 2002. Hún starfar viS naglaósetningar ó naglastofunni Neglur og list, SuSurlandsbraut 553 4420. Umsögn: NómiS gaf mér tækifæri til aS starfa við þaS sem mér finnst skemmtilegt. PROFESSIONAILS naglaskólinn er fróbær skóli. ORÐRÉTT NÚ ERU GÓÐRÁÐ DÝR „Gamli máls- hátturinn um að nú séu góð ráð dýr á hér greinilega við í nýju sam- hengi og merkingu." Steíngrímur J. Sigfússon bregst víð fréttum um að viðskipti við einkafyrir- tæki Friðriks Pálssonar, Góðráð ehf, hafi kostað Símann 7,6 milljónir króna á ári. DV, 18. febrúar. VINSÆLDA- LISTINN „Mér finnst sjálfgefið að vinsæl kona sé í öðru sæt- inu og sting upp á Dorrit Mússaéff. í þriðja sæti finnst mér enginn annar en Þór- arinn fyrrum símaforstjóri koma til greina. Björk væri fín í fjórða sætið og Kári Stefánsson í það fimmta. í sjötta sætið þarf mann sem höfðar til unga fólksins og það væri gefið Johnny Naz. Linda Pétursdóttir væri glæsileg í sjö- unda sætinu." Þráinn Bertelsson, tekur að sér að að stilla upp framboðslista sjálfstæðismanna í borginni. Fréttablaðið, 18. febrúar. NO COMMENT „Ég hef ekkert um það að segja." Halldór Blöndal svarar spurningu um hvers vegna hann hafi lofað Þór- arni V. forstjóra- starfi í Símanum til fimm ára. Fréttblað- ið, 18. febrúar. SAMSÆRISKENNING DAGSINS „Mín tilfinning er sú að verið sé að slá skjaldborg um Vegagerð- ina svo hún þurfi ekki að fara að greiða tryggingafélögum farþeg- anna skaðabætur." Steingrímur Guðjónsson, rútubílstjóri, sem dæmdur var vegna banaslyssins á Hólsselskíl, túlkar dóm Hæstaréttar yfir sér. DV, 18. febrúar. NÝIA HAG- KERFIÐ „Stjórnendur @IPbell [eyddu] 18 milljónum dollara í tómt rugl á aðeins sex mánuðum. [...] Óhæft starfsfólk var ráðið og enginn vissi í hvað peningarnir fóru. [...] Fjármálastjórninni mætti líkja við að drukknir sjómenn væru á ferð. Það var sóað og sukkað með peninga.“ Anand Kumar, frumkvöðull að sprotafyrirtækinu @IPbell, sem Síminn tapaði 500 milljónum á. Þórarinn V. og Frosti Bergsson sátu í stjórn. DV, 18. febrúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.