Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 6
6 FRETTABLAÐIÐ 19. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUK SPURNING DAGSINS Hver vínnur prófkjör Samfylk- ingarinnar? Ætli það verði ekki Helgi Hjörvar. Lárus Blöndal er lögmaður. Jón Kristjánsson, heil- brigðisráðherra um heilsugæsluna: Meira að- laðandi fyr- ir lækna heilbrigðismál „Það er skortur á heimilislæknum. Ástæðan gæti verið sú, að menn vilja vinna und- ir öðru fyrirkomulagi en nú er,“ segir Jón Kristjánsson, heilbrigð- isráðherra. Hann átti fyrir helgi fund með nefnd á vegum heil- brigðisráðuneytisins um eflingu heilsugæslu. „Fyrst og fremst þarf hraðari uppbyggingu á heilsugæslu í Reykjavík. Við höf- um einnig skoðað hvernig hægt er að gera heilsugæslukerfið að meira aðlaðandi vinnustað og fjöl- ga heimilislæknum. Aðsókn í greinina og áhugi fyrir henni hef- ur verið að glæðast. Margir vilja þó hafa fleiri möguleika en þá sem fyrir eru. Ýmis rekstrarform hafa verið skoðuð. Meðal annars hvort möguleiki sé á, að gera þjónustusamninga og opna mögu- leika fyrir sjálfstætt starfandi lækna,“ segir Jón. Hann býst við að nefndin skili tillögum um leiðir til að efla heilsugæslu, í lok mars. „Mín stefna er þó óbreytt. Að- gangur að heilsugæslu á, eftir sem áður, að vera greiður. Allir eiga að standa jafnir í heilbrigðis- kerfinu," segir Jón. ■ BSRB 60 ára: Samvinnan skilar árangri kjaramál Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB fagnaði því í sl. viku að 60 ár voru liðin stofnun þess. Það voru fulltrúar 14 félaga starfs- manna ríkis og sveitarfélaga sem stóðu aó stofnun banda- lagsins. Innan vébanda þeirra voru þá 1550 fé- lagsmenn. Á af- mælisárinu eru aðildarfélögin alls 33 með um 18 þúsund fé- lagsmenn. Ög- mundur Jónas- son formaður BSRB segir alveg augljóst að starfsemi og sam- vinna BSRB og aðildarfélaga þess hefur skilað miklum ár- angri í kjara- og réttindamálum félagsmanna. Hann segir að haldið verði áfram á þeirri braut enda verkefnin næg í síbreyti- legum heimi launafólks. Hann segir að besta afmælis- gjöfin sem félagsmenn aðildar- félaga BSRB gætu fengið sé að stjórnvöld virki krafta þeirra og framlag til að gera samfélagið enn betra. Það mundi verða öll: um landsmönnum til hagsbóta. í tilefni af þessum áfanga í sögu BSRB hefur Þorleifur Óskars- son sagnfræðingur verið ráðinn til að rita sögu þess. ■ ÖGMUNDUR Segir að BSRB leggi m.a. áherslu á að bæta samfé- lagsþjónustuna. Genabreytt svín: Framleiða líf- Skandinavíska flugfélagið SAS: Einkavætt innan fárra ára? ÓSLÓ. ap Ríkisstjórn Noregs veltir því nú fyrir sér að selja hlut sinn í skandinavíska flugfélaginu SAS. Frá þessu var skýrt í norska dagblaðinu Verdens Gang. Dagblaðið sagði allar líkur á því að flugfélagið verði einka- vætt innan fárra ára. Norska ríkið á nú 14,3 prósent í flugfélaginu. Danska ríkið á sömuleiðis 24,3 prósent. Sænska ríkið á um það bil 22 prósent. Af- gangurinn af flugfélaginu er nú þegar í einkaeigu. Ansgar Gabrielsen, iðnaðar- ráðherra Noregs, vildi ekki stað- festa þessi einkavæðingaráform í viðtali við norska útvarpið. RÚMLEGA TÍU MILLJARÐA TAP Þrír af stjórnendum skandinavíska flugfé- lagsins SAS skýrðu á þriðjudaginn fjölmiðl- um frá gríðarlegu tapi flugfélagsins á síð- asta ári. Aðalorsöki tapsins sögðu þau vera atburðina i Bandarikjunum 11. september. Hann gaf þó í skyn að hann sjálf- ur teldi réttast að einkavæða flugfélagið. „Það er ekki vilji okkar að veikja flugfélagið. Ósk okkar er að styrkja það. Sjálfur tel ég að ef aðrir eigendur taki við þá styrkist það,“ sagði Gabrielsen. Rúmlega 30.000 manns starfa hjá SAS, sem var stofnað árið 1946 við sameiningu ríkisflugfé- laga Svíþjóðar, Noregs og Dan- merkur. I síðustu viku skýrði SAS frá því að rekstrartap þessi á síðasta ári hafi numið 1,1 millj- arði sænski'a króna. Það sam- svarar rúmlega tíu milljörðum ís- lenskra ki'óna. ■ færi fyrir fólk læknavísindi Eftir fimm til sjö ár verður hægt að græða líffæri úr svínum í fólk. Þetta kom fram á ráð- stefnu um framfarir í læknavísind- um. Vísindamenn fást nú við að breyta genum svína til að þau henti betur til ígræðslu. Gera verður líf- færi þeii’ra mannlegri svo minni lík- ur séu á, að mannslíkaminn hafni þeim. Tveir hópar vísindamanna, sögðu á ráðstefnunni, að þeim hefði þegar tekist að einrækta svín, með genasamsetningu sem hentaði mönnum. Þótt ígræðslurnar verði möguleiki innan fárra ára, er enn mörgum læknisfræðilegum og sið- ferðilegum spurningum, ósvarað. ■ George W. Bush ætlar að „grípa tækifærið“ Vel fór á með Bush og Koizumi í Japan í gær. Bush varði stefnu sína gagnvart Irak, Iran og Norður-Kóreu. Koizumi styður tal Bush um „öxul hins illa“. tókíó. ap George W. Bush Banda- ríkjaforseti segist staðráðinn í að „grípa tækifærið" núna til þess að gera hinum „óstýrilátu ríkjum", sem bandarísk stjórnvöld nefna svo, ókleift að ganga í bandalag með hryðjuverkasamtökum. Hann varði í gær af fullum krafti stefnu sína gagnvart Norður- Kóreu, íran og írak. Fyrir fáein- um vikum sagði hann þessi þrjú ríki mynda „öxul hins illa“. Þau ummæli urðu þegar í stað afar umdeild. Bush varði stefnu sína á blaða- mannafundi með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Jap- ans, í gær. Bush kom til Japan á sunnudagskvöld á ferð sinni um Asíu. Þeir ræddu saman í þrjá klukkutíma í gær. „Ég skil alveg það sem er að gerast á alþjóðavettvangi," sagði Bush. „Fólk segir ýmislegt. En þeir leiðtogar sem ég hef rætt við skilja fullkomlega, nákvæmlega, hvað þarf að gerast.“ Bush sagði þjóðarleiðtogana skilja að Bandaríkin ætli sér ekki eingöngu að taka til höndum í Afganistan. Þeir skilji fullvel að „sagan hafi gefið okkur einstakt tækifæri til að verja frelsið. Og við ætlum að grípa tækifærið, og gei’a það.“ Hann sagði „alla möguleika á borðinu" varðandi það, hvernig tekið verði á írak, íran og Noróur- Kóreu. Væntanlega átti hann þá við að einn möguleikanna, sem til greina kæmu, væri stríð. Til þess að sefa áhyggjur samherja sinna bætti hann þó við: „Við viljum leysa öll mál með friðsamlegu hætti, hvort sem það er íi"ak, íran BANDARÍKJAFORSETI í JAPAN Þau George W. Bush og Laura eiginkona hans hittu meðal annars súmó-glímukappann Musashimaru í Japan i gær. Þau eru á ferð um Asíuríki. eöa Norður-Kórea." Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagðist styðja orðalag Bush um „öxul hins illa“. Hann sagði Bush hafa sýnt mikla róse- mi og varkárni gagnvart ríkjun- um þremui'. í heimsókn sinni til Japan sagð- ist Bush jafnframt hafa áhyggjur af efnahagslífinu í Japan. Reynd- ar í öðrum Asíuríkjum líka. Koizumi hefur heitið hörðum efnahagsumbótum, en ekkert hef- ur enn orðið af framkvæmdum. „Aðalmarkmið mitt með þess- um fundi,“ sagði Bush um þrigg- ja tíma spjall sitt við Koizumi, „var að meta hversu mikill ákafi og löngun og vilji er til að leggja erfiða vinnu af mörkum til þess að ná fram djörfum markmiöum. Og eftir að hafa hlustað lengi á forsætisráðherrann í dag og horfst í augu við hann, þá tel ég mig hafa fullvissu fyrir því að þetta sé einmitt það sem hann ætlar að gera.“ ■ Konu meinað ábyrgðum á 20 þúsund kr. yfirdrætti: Segir ástæðuna vera að hún sé innflytjandi bankamál Kona á Eskifirði segir að henni hafi verið meinað að vei’a í ábyrgðum fyrir 20 þúsund króna yfirdráttaláni systur sinn- ar af þeirri ástæðu að hún sé inn- flytjandi. Henni var synjað af Gísla Benediktssyni, útibústjói’a Landsbankans á Eskifirði. „Ef hann hefði útskýrt reglurnar væri þetta allt í lagi,“ segir Aleksandra Janina Wojtowicz sem öðlaðist íslenskan ríkisborg- ararétt í fyrra eftir að hafa búið á íslandi í sex ár. „Hann nefndi þær ekki, sagði bara að ég fengi þetta ekki af því að ég væri ekki „alvöru ís- lendingur“.“ Aleksandra segist vera skuldlaus með öllu. „Ég vísa á bug gagnrýni á okkar útibú- stjóra,“ segir Halldór Jón Kristjánsson bankastjóri halldór Landsbank- Þjóðerní réði engu um ans. „Það er synjunina. engin mis- munun gerð af þessu tagi í Landsbankanum. Við erurn t.d. nteð fjölmarga erlenda ríkisborg- ara í vinnu. Við sækjumst eftir öllum góðum viðskiptum, alveg óháð þjóðerni. Það vita Eskfirð- ingar að framkoma Gísla ein- kennist af miklum heiðarleika og sanngirni gagnvart öllum við- skiptavinum bankans. Það var farið eftir öllum eðlilegum vinnu- reglum í þessu sambandi." Hall- dór segir að þar hafi verið tekið mið af viðskiptasögu og öðrum skilyrðum fyrir því að útlán séu veitt. ■ INNLENT Hlutabréf Keflavíkurverktaka hf. verða afskráð á Verð- bi’éfaþingi í dag. Lýkur þar nteð rúmlega átta mánaða veru félags- ins á markaði. í lok september sl. kom það fyrrum valdhöfum í opna skjöldu að svonefnd fjandsamleg yfirtaka hafði átt sér stað fyi’ir fi’aman nefið á þeim og Bjarni Pálsson, ungur athafnamaður, eignast meirihluta í fyrirtækinu. Bjarni á nú um 97% hlutafjár og því uppfyllir félagið ekki lengur skilyrði um dreifingu eignarhluta. Hlutabréfsjóðurinn Hmark tap- aði rúmum 11 milljónum króna á árinu 2001. Árið áður var tapið nokkru meira eða 44 milljón- ir. Eignir eru að mestu í skráðum erlendum félögum, þ.m.t. 20 millj- ónir króna í Microsoft, 17 í IBM og 17 í lyfjafyrirtækinu Pfizer. Handbært fé var 108 milljónir króna í ái’slok sem er um 80 millj- óna lækkun frá fyrra ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.