Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 19. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR HVER ER TILGANGUR LÍFSINS? Göfugmennska Að koma göfugmannlega fram og láta gott af sér leiða. Davíð Þór Jónsson, Radíusbróðir METÖLULISTI Aðallisti íslenskra bóka vikuna 11.-18. febrúar A Anders Bæksted GOÐ OG HETJUR l’ HEIÐNUM SIÐ o o ö o o ö o o o Nigel Nelson SKOÐADU LÍKAMA ÞINN Ýmsir höfundar AF BESTU LYST I Álfheiður og Guðfinna Eydal SÁLFRÆÐI EINKALÍFSINS. J.K. Rowling HARRY POTTER OG LEYNIKLEFINN J.R.R Tolkien HRINGADRÓTTINSSAGA Sigríður Dúna Kristmundsdóttir BJÖRG J.R.R Tolkien HRINGADRÓTTINSSAGA Astrid Lindgren RONJA RÆNINGJADÓTTIR R. Kiyosaky & S. Leichter RÍKI PABBI, FÁTÆKI PABBI Metsölulisti: Bækur um líkama og sál bækur Bókamarkaðsbækur eru allsráðandi á vinsældarlista Ey- mundsson. Af nýjum bókum á listanum má helst nefna Sálfræði einkalífsins eftir Álfheiði Steinþórs- dóttur og Guðfinnu Eydal. Bókin um Harry Potter og leyniklefann og Hringadróttinssaga hafa verið inn á listanum um mar- gra vikna skéið og er engin breyt- ing á. Bók vikunnar hjá Eymunds- sonar er sagan um Ronju ræn- ingjadóttur eftir Astrid Lindgren. Hún kom fyrst út árið 1981 en hef- ur nú verið endurútgefin. Þorleif- ur Hauksson þýddi. ■ RONJA RÆN- INGJADÓTTIR Smur- stöð Samband kynþáttar og þjóðemis á fyrri hluta 20. aldar: Fordómafullir tímar einangrunarsinna fyrirlestur „Það voru margir menntamenn að velta vöngum yfir sambandi kynþáttar og þjóðernis á fyrri hluta 20. aldar. Menn voru alltaf að skrifa hugvekjur um málið og fræða þannig landann um skoð- anir sínar á þessum efni,“ segir Unnur Birna Karlsdóttir, sagnfræð- ingur. Hún heldur í dag fyrirlestur um efnið. Hann er hluti fyrirlestrar- aðar Sagnfræðingafélagsins. Kynþáttahyggja var mjög út- breidd í umræðunni á þessum tíma segir Unnur. „Á þessum tíma gátu menn talað hispurslaust um þessi mál, sem í dag þykir óviðeigandi. Þau héldu samt áfram að skjóta upp kollinum og gera jafnvel enn í dag.“ Unnur segir að kynþáttahyggja hafi verið flogið á sama hátt í um- ræðunni og markaðshyggjan í dag, hún hafi verið notuð til útskýringar á ýmsum atriðum í þjóðmálaum- ræðunni. „Þetta voru náttúrulega for- dómafullir tímar, tímar einangrun- arsinna og þess háttar. En umræðan hér á landi var engan vegin sérstök, hún endurspeglaði það sem var að gerast erlendis." ■ UNNUR BIRNA KARLSDÓTTIR Erindi hennar „Maður íslenzkur. Um samband þjóðernis og kynþáttar" hefst kl. 12:05 í stóra sal Norræna hússins í dag og lýkur stundvíslega kl. 13:00. Hið sígilda ævintýri um Rauðhettu er komið á svið í Hafnaríjarðarleikhúsinu. Leikstjóri og höfundur er danska leikkonan Charlotte Böving. Henni finnst skipta höfuðmáli að höfðað sé til tilfinninga í leikhúsi, hvort sem er fyrir börn eða fullorðna. leikhús Allir þekkja ævintýrið um Rauðhettu sem til er í mis- munandi útgáfum. Charlotte Böving hefur skrifað leikritið úr lengri útgáfu af ævintýrinu sem fæstir hafa lesið. Hún leik- stýrir líka verkinu og hefur samið söngva fyrir sýninguna. „Ég held að Rauðhetta eigi alltaf erindi við börn,“ segir hún. „Rauðhetta er líka sterkari í þessari uppfærslu en í ævin- týrinu eins og við þekkjum það best.“ Charlotte segist hafa lesið ýmisleg þegar hún var beðin að leikstýra barnaleikriti í Hafnar- fjarðarleikhúsinu, barnaleikrit, ævintýri, íslenskar þjóðsögur og fleira. „Rauðhetta kom bara upp aftur og aftur. Það er svo mikill kraftur í þessari sögu.“ Charlotte finnst vera eitt- hvað dæmigert eða erkitýpískt við persónurnar í sögunni, barn- ið sem táknar lífið og sköpun- ina, ömmuna sem stendur fyrir hið gamla og viskuna og veiði- manninn sem reyndar er aðeins breyttur í meðförum Charlotte og verður nokkurs konar trúður. „Ulfurinn sem er dýrið, sem er fráðugt og getur borðað okkur. g hef sjálf hitt úlfa, sem full- orðin manneskja, úlfa sem ég hef þurft að gæta mín á. Þetta er ekki bara fyrir börn. Maður verður að hlusta á sína eigin rödd sem segir okkur að til er fólk sem er okkur hættulegt og við verðum að læra að verjast því.“ Það sem verður Rauðhettu til bjargar í leikritinu er að hlusta á hin vísu rödd sem prjónuð er inn í rauðu hettuna frá ömmunni. „En stundum hlustar hún ekki, hún tekur hettuna af sér og lætur plata sig.“ Charlotte finnst það sama gilda um barnaleikhús og annað leikhús. „Mér finnst skipta máli í leikhúsi að eitthvað snerti okk- ur maður geti orðið hræddur, VIÐ HÚSIÐ HENNAR ÖMMU Charlotte Böving hefur snúið sér að því að skrifa leikrit og leikstýra eftir að hún flutti til íslands. Hún segist þó vona að hún eigi eftir að leika hér. hlegið eða fundið fyrir ástinni.“ Skilaboðin í leikritinu segir Charlotte vera að vara sig á úlf- unum og kannski ekki síður að það sé í lagi að vera hræddur. Það sé alveg eðlilegt. Aðalatrið- ið sé að geta brugðist við þó að maður sé hræddur, að hlusta á röddina og vinna úr aðstæðun- um. Rauðhetta var frumsýnd um helgina og eru næstu sýningar á laugardaginn kl. 14 og sunnu- daginn kl. 14 og 16. steinunn@frettabladid.is Mikill kraftur í Rauðhettu Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 5774500 velaland@velaland.is ÞRIÐJUDAGURINN 19. FBRÚAR FUNDUR__________________________ 12.05 Unnur Bima Karlsdóttir sagnfræð- ingur flytur í dag - fyrirlestur í há- degisfundaröð Sagnfræðingafé- lags íslands sem hún nefnir "Maður íslenzkur. Um samband þjóðernis og kynþáttar". Fundur- inn er haldinn í stóra sal Norræna hússins og lýkur stundvíslega kl. 13:00. Hann er opinn öllu áhuga- fólki um sögu og menningu. 19.30 Stofnfundur Afríka 20:20 - félag áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara verður haldinn í kvöld í Alþjóðahúsinu, Hverfis- götu 18, 3. hæð. Markmið félags- ins er að skapa vettvang fyrir um- ræðu og stuðning við málefni sem varða Afríku og stuðla að auknum menningarlegum sam- skiptum. 20.00 Búdda nunnan Gen Nyingpo ætl- ar I kvöld að kenna fólki hvernig hægt er að halda ró sinni þegar hlutir fara úrskeiðis í fyrirlestraröð sem ber yfirskriftina „How to sol- ve our anger problem" Kennslan fer fram í stofu 101 í Odda, Há- skóla íslands næstu þrjú þriðju- dagskvöld. 16.00 Önnur málstofa Verkfræðistofnun- ar Háskóla íslands verður haldin í dag. Umræðuefnið er: Evrópu- staða - Kynning á rannsóknum, sem tengjast forsendum álags- og öryggiskerfis Evrópustaðla. Mál- stofan er haldin I stofu 157 í húsi Verkfræðis- og raunvísindadeildar (VR-II) að Hjarðarhaga 2-6. LEIKHÚS________________________________ 20.00 Gamansöngleikur Verslunarskól- ans, Slappaðu af eftir Felix Bergs- son, verður fluttur á Stóra sviði Borgarleikhússins. 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir leikritið Islands þúsund tár eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Sýnt er að Sölvhóls- götu 13. SÝNINGAR___________________________ Sýningin Breiðholtið frá hugmynd til veruleikastendur yfir í Listasafni Reykja- vík - Hafnarhúsi. Þar eru sýndar teikn- ingar og skissur þeirra sem skipulögðu Breiðholtshverfin þrjú ásamt Ijósmynd- um af hverfinu óbyggðu og byggðu. Þá eru á sýningunni, í samtarfi við RÚV, ýmis konar myndefni sem tengist Breið- holtinu ásamt útvarpsupptökum með efni frá uppbyggingartíma hverfisins. Sýningin stendur til 5. maí. Handritasýning í Stofnun Árna Magnús- sonar, Árnagarði við Suðurgötu. Hand- ritasýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga. Sýningin Landafundir og ragnarök stendur yfir í Pjóðmenningarhúsinu. Sýningin er samstarfsverkefni við Landa- fundanefnd og fjallar um landafundi og siglingar íslendinga á miðöldum með áherslu á fund Grænlands og Vínlands. MYNDLIST_____________________________ í Veislugallery og Listacafé í Listhúsinu í Laugardal er nú samsýning þriggja lista- manna. Þar sýna Sergio Vergara, Elín- borg Kjartansdóttur, sem sýnir glerverk, og Blær. Sýningin stendur til 28 febrúar. í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni stend- ur sýningin Carnegie Art Award 2001. Liðlega 20 listamenn frá Norðurlöndun- um fimm taka þátt í sýningunni. Meðal þeirra er einn íslendingur, Kristján Guð- mundsson. Guðmundur Tjörvi Guðmundsson sýnir Ijósmyndir í Gallerí Skugga v/Hverfis- götu. Yfirskrift sýningarinnar nr Hrafna- þing. Opið er frá kl. 13-17 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 24. febrúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.