Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN NAUMUR MEIRIHLUTI Evrópusinnar merja sigur á Evrópuand- stæðingum. Á i'sland að sækja um aðild að ESB? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Saknarðu beinna útsendinga frá Ólymp- íuleikunum? Farðu inn á visi.is og segðu þina skoðun Einkavæðingu Símans: Jóhanna vill rannsóknar- nefnd stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði á þingi í gær að það hlyti að koma til greina að skipa sérstaka rannsókn- arnefnd til að fara ofan í einka- væðingu Símans og þau mál sem henni tengjast. „Valdahroki hef- ur leikið stjórnend- ur Símans svo að þeir hygla sjálfum sér á kostnað skatt- greiðenda", sagði Jóhanna. „Mér finnst þetta mál orð- ið svo stórt, svo viðamikið og svo mikil ósvífni og hneyksli í þessu máli öllum saman að Alþingi ber skylda til að fara ofan í þetta mál.“ Össur Skarphéöinssonj formað- ur Samfylkingar, hafði gagnrýnt forsætisráðherra fyrir að synja því að taka þátt í utandagskrárum- ræðu um málefni Símans. Forsæt- isráðherra gæti ekki sett sam- gönguráðherra fyrir sig í þessu máli sem skotskífu. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, vísaði því á bug að hann væri að víkja sér undan því að taka þátt í umræðum. „Það er-hins veg- ar þannig og það þekkja menn að þegar kemur að tilteknum einstök- um fyrirtækjum og málefnum þeirra er það viðkomandi fagráó- herra sem veitir andsvör varðandi þau mál en ekki forsætisráð- herra.“ ■ JÓHANNA SICURÐAR- DÓTTIR Ósvífni og hneyksli í málefnum Landssímans. FRETTABLAÐIÐ 19. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR Kæra á Húsasmiðjuna vegna gjaldþrots T.L. rúlla: Ekki þörf á rannsókn GJALDÞROT Ríkislögreglustjóri telur ekki tilefni til að hefja rannsókn vegna kæru skiptastjóra þrotabús T.L.-rúlla á hendur forráðamönn- um systurfélaganna TV-fjárfest- ingafélags og Húsasmiðjunnar. TV- fjárfestingafélag keypti T.L. rúllur tveimur árum fyrir gjaldþrotið. Beindist kæra skiptastjórans að því að eignum hefði verið skotið undan gjaldþrotaskiptunum, eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í lok nóvember. „Að vandlega athuguðu máli hefur efnahagsbrotadeildin komist að þeirri niðurstöðu að ekki þyki nægjanlegt tilefni til að hefja rann- sókn vegna kærunnar," segir í bréfi fulltrúa Ríkislögreglustjóra til lögmanns forráðamanna TV- fjárfsetingafélags og Húsasmiðj- unnar. Ágreiningur aðilanna er þó ekki úr sögunni því skiptastjórinn hefur jafnframt höfðað bótamál vegna þessa á hendur sömu aðilum. ■ Heimsmarkaðsverð á bensíni lækkar um 37% á einu ári: Tveggja prósenta lækkun til Islendinga á sama tíma neytendur Bensínverð hefur lækk- að um rúmlega 2% ef borið er sam- an krónuverð á lítra nú í febrúar og í febrúar í fyrra. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9%. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur hins vegar lækkað um 37% sama tíma sé miðað við verð í dollurum á tonn á markaðs- svæði íslands. Á sama tíma hefur íslenska krónan fallið í verði. Doll- arinn er í dag 18% dýrari en hann var fyrir ári síðan. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir FÍB hafi gert athugasemdir við það á síðasta ári að álagning olíufélag- anna hefði stöðugt farið hækkandi. Hlutur þeirra í hverjum seldum lítra var t.d. nær 30% sl. haust, en að meðaltali 22% árið 1999. Run- ólfur segir olíufélögin hafa á síð- asta ári leitast við að rétta af tap vegna gengisfellinga með því að auka álögur á bensínið. Runólfur bendir þó á að hlut- fallsleg álagning olíufélaganna á bensíni sé lægri nú í febrúar en í janúar. Hann telur skýringu þess vera ákveðið aðhald á markaðn- um hér um þessar mundir. Run- ólfur bendir á að í janúar hækk- aði heimsmarkaðsverð á bensíni lítillega frá desember, en vana- lega rökstyðja olíufélögin verð- breytingar með breytingum á heimsmarkaðsverði mánuðinn á undan. ■ SKILAR SÉR EKKI lækkandi heimsmarkaðsverð á bensíni hefur ekki skilað sér til islendinga. Nágrannar urðu ekki varir við neitt „Þetta bendir manni á að maður er hvergi óhultur/4 segir íbúi í nágrenninu. „Hún var bara á leið í vinnu í sakleysi sínu/‘ segir tengdadóttir konunnar sem fann manninn myrtan á gangstéttinni. „Sef laust og hefði vaknað við átök eða hávaða/* segir kona sem býr rétt við vettvanginn. Konan sem gekk fram á manninnþar sem hann lá f blóði sínu um morguninn var gestkom- andi hjá fjöl- skyldu sonar hennar. ;—*— lögreglumál íbúar við Víðimel í Reykjavík þar sem maður var myrtur í fyrrinótt urðu ekki varir við neitt óeðlilegt um nóttina. í gær gekk lögregla hús úr húsi og talaði við fólk. Ibúar í grennd við morðstaðinn sem blaðið hafði samband við tóku undir að ekkert ^__ hafi heyrst og sumir drógu reyndar í efa að árásin gæti hafa átt sér stað í göt- unni. Legregla segir þó öll verksummerki benda til að sú hafi verið raunin. Kona sem býr rétt við staðinn þar sem maðurinn fannst sagðist ör- ugglega hefði vaknað ef háreysti hefðu verið um nóttina. „Ég sef mjög laust og við opinn glugga. Svo er þetta alveg þögul gata. Ég vaknaði þegar lögreglan var hér fyrir utan og þeir voru samt ekki með sirenur eða neitt. Ég hefði vaknað ef það hefðu verið átök eða hávaði,“ sagði hún. Lögregla vildi ekkert gefa uppi um hvort þetta benti til að maðurinn hafi ekki getað veitt árásinni mót- spyrnu. Aðrir íbúar í grennd við morð- staðinn sögðust heldur ekki hafa orðið við neitt varir. „Mér brá mikið þegar lögreglan bankaði upp á klukkan hálf átta í morgun, en þá vorum við nýbúin að kveik- ja Ijósið. Þetta er helvítis við- bjóður," sagði maður í næsta húsi. Hann sagði að sér hafi jafn- vel flogið í hug að setja íbúð sína á sölu. „Ætli maður verði ekki bara að flýja í úthverfin," bætti hann við. „Þetta bara bendir manni á að maður er hvergi óhultur,“ sagði kona í nágrenninu og taldi atburðinn til marks um VÍÐIMELUR í CÆRMORGUN íbúi við Víðimel segist örugglega myndu hata vaknað ef læti hefðu verið í götunni um nóttina þegar ráðist var á manninn. Erfitt er að ráða af ummerkjum hvort maðurinn gat veitt árásinni mótspyrnu. að heldur meira bæri á skugga- hliðum stórborgarmenningarinn- ar í Reykjavík en verið hafi. Konan sem gekk fram á manninn þar sem hann lá í blóði sínu um morguninn var gestkom- andi hjá fjölskyldu sonar hennar. Hún var á leið í vinnu þegar hún sá manninn á gangstéttinni. Að sögn tengdadóttur konunnar var henni mjög brugðið. „Hún hring- di strax á lögregluna og svo var tekin skýrsla af henni. Hún var bara á leið í vinnu í sakleysi sínu. Það er hræðilegt að svona skuli eiga sér stað hér í Vesturbænum í Reykjavík og vonandi að þeir finni þann sem gerði þetta,“ sagði hún. oli@frettabladid.is Breytt umhverfi í grænmetisinnflutningi: Grænmeti lækkar verulega í vikunni neytendur íslenskir neytendur eiga von á því að grænmeti verði mun ódýrara síðar í vik- unni. Þá eiga að skila sér út í verðlagið afnám á 30% verðtolli á fjölmörgum tegundum á grænmeti. í síðustu viku gaf landbúnaðarráðuneytið út reglugerð um niðurfellingu verðtolls og magntolls af fjöl- mörgum grænmetistegundum. Einnig var gefin út reglugerð þar sem lagður er magntollur á kartöflur, sveppi, hvítkál og gul- rætur. Þessar breytingar eru hluti af tillögum grænmetis- nefndar. Breytingarnar voru kynntar 5. febrúar sl. og kom þá fram í máli landbúnaðarráð- herra að þær myndu þýða um 15% lækkun á grænmeti að meðaltali og allt að 55% lækkun á sumum tegundum, t.d. papriku. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, sagði í samtali við blaðið að ekki væri farið að selja grænmeti sem af- greitt hefði verið síðan verðtoll- arnir voru felldir niður í síðustu viku. Hann segir að það verði örugglega í þessari viku sem neytendur verða varir við breyt- inguna. Hann vildi ekki spá um hversu mikil lækkunin yrði, það myndi meðal annars ráðast af markaðsverðinu erlendis. Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, segir að þau samtök muni fylgj- ast grannt með því að þessar breyjingar skili sér út í verðlag- ið. „Ég reikna með því að engum detti annað í hug en að þær geri það. Ég geri ráð fyrir því að þeir aðilar sem gerðu ákveðið sam- komulag um þessi mál, tryggi framgang þess. Það hefur verið mikil umræða um þennan mála- flokk og það verða örugglega margir sem fylgjast með þess- um málum.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.