Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 9
fréttablaðið/sigurðUr )6kull FRÉTTÁBLAÐIÐ 9 MIÐVIKUDAGUR 20. februar 2002 Samtök iðnaðarins: Sett verði stjórn yfír Vegagerðina samgöngur Samtök iðnaðarins telja brýnt að yfir Vegagerðina verði sett stjórn eða ráð til sam- ræmis við það sem gert hefur ver- ið hina tvo aðalþætti samgöngu- mála, flug og hafnir. Hlutverk slíkrar stjórnar væri m.a. að for- gangsraða verkefnum. Það mundi tryggja í senn skilvirka stjórn- sýslu, gagnsæja framkvæmd og hagkvæmni í fjárfestingum. Sam- tökin telja eðlilegt að í þessari stjórn Vegagerðarinnar ættu sæti fulltrúar Alþingis, samgönguráð- herra og Samtaka atvinnulífsins. Jón Steindór Valdimarsson að- stoðarframkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins segist aðspurður að það sé ekkert því til fyrirstöðu að fulltrúi t.d. frá ASÍ ætti einnig sæti í þessari stjórn fyrir hönd launafólks. Þetta kemur m.a. fram í um- sögn Samtaka iðnaðarins til sam- göngunefndar um frumvarp til laga um samgönguáætlun og frumvarpi til laga um breytingu á lagaákvæðum um þessa áætlun. Jón Steindór bendir á að það sé enginn hópur manna sem ígildi stjórnar sem stýrir Vegagerðinni eins og t.d. flugráð í fluginu og hafnarráð vegna hafna. Hann seg- ir að að mati Samtaka iðnaðarins sé það algjör tímaskekkja að hafa aðeins vegamálastjóra en ekki stjórn yfir jafn umfangsmikilli ríkisstofnun eins og Vegagerð- inni. Með þátttöku hagsmunaðila í stjórn stofnunarinnar væri kom- inn vettvangur fyrir þá til að hafa áhrif á það hvernig skattpening- unum sé almennt varið til sam- göngumála. ■ JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON Segir það tímaskekkju að engin stjóm skuii vera yfir Vegagerðinni. Menntamálaráðherra: Kannar áhrif afstyttingu námstíma menntamál Menntamálaráðuneyt- ið hyggst gerar faglega úttekt á innihaldi náms. Niðurstöður út- tektarinnar verða notaðar til að meta áhrif af styttingu náms til stúdentsprófs. Einnig verða skoð- uð hvaða áhrif slík stytting mun hafa á starfslið skóla, bygginga- mál, kjarasamninga, réttindamál kennara, lengd skólaársins og inn- ritun í háskóla. Menntamálaráð- herra hefur skipað verkefnisstjórn innan ráðuneytisins, sem sinna mun úttektinni. Gert er ráð fyrir að hún skili áliti sínu í haust. ■ LAS STJÖRNUSPÁNA Snorri Ásmundsson las stjörnuspána sína daginn eftir að hafa dreymt Davíð. Þá var ekki aftur snúið. Snorri segir að stofnun flokks- ins hafi komið fólk úr öllum flokk- urn nema úr Framsókn. „Mér finnst ágætt að hafa þá ekki innanborðs. Ég á eftir að tala við þá sem mig langar mest til að hafa með, s.s. Lindu Pétursdóttur, Baltasar Kor- mák, Kára Stefánsson og fleiri mæta menn. En þetta er ekkert grín. Vinstri, hægri, snú mun bjóða fram og vera góður val- kostur fyrir ungt fólk sem vill að stjórnað verði án nöld- urs og leiðinda." bergljot@frettabladid.is Ný húsnæðisstefna: ASI og BSRB stilla saman strengi Byssumaður í hefndarhug: Drap yfirmenn og skólastjóra freising. ap Ungur maður gekk í gær berserksgang í bænum Freis- ing í Þýskalandi, vopnaður öflugri býssu. Hann myrti þrjá menn, særði nokkra aðra og fannst síðan látinn sjálfur. Maðurinn er talinn hafa verið um tvítugt. Atburðirnir hófust um áttaleyt- ið í gærmorgun. Þá gekk byssu- maðurinn inn í húsgagnafyrirtæki og myrti þar yfirmann og verk- stjóra. Byssumaðurinn var fyrr- verandi starfsmaður fyrirtækis- ins. Hann var rekinn fyrir nokkrum vikum. Að þéssu búnu ók hann að verslunarskóla, sem hann hafði gengið í á unglingsár- um. Þar myrti hann skólastjórann og særði nokkra aðra. Lögreglan umkringdi skóla- bygginguna. Nokkru síðar fannst lík mannsins þar inni. ■ NEMENDUR YFIRGEFA SKÓLANN Nemendur verslunarskólans í Freising, skammt frá Míinchen I Þýskalandi, yfirgáfu skólann í lögreglufylgd í gær eftir að byssumaður myrti skólastjórann og særði nokkra aðra. FRfri ABLAÐID býður þér að ttð til fjolskyhhta alira fertningarbarna á h o ftiðborga rsvæd inu, A uylýs i ngasítn i n n er: 515 7517 leigumarkaður Ögmundur Jónas- son formaður BSRB segir að það hafi komið fram sameiginlegur áhugi þeirra og ASÍ að taka upp þráðinn og hefja að nýju sam- vinnu um mótun nýrrar húsnæð- isstefnu og uppbyggingu leigu- markaðar. Helstu áherslur í þeim efnum yrðu m.a. fjölgun leiguí- búða, neytendavernd og félags- legt öryggi. Hann segir að bandalagið sé reiðubúið til að leggja sitt af mörkum til þeirrar stefnumót- andi hugmyndavinnu sem áform- að er að ráðast í á næstunni í þessum efnum með öðrum. Þar á meðal borginni, Öryrkjabanda- laginu, Leigjendasamtökunum og fleirum. Þess utan telur BSRB mjög brýnt að stutt verði við bak- ið á Leigjendasamtökunum. Það sé mjög mikilvægt fyrir hags- muni leigjenda og fyrir allt sam- félagið. Ögmundur bendir á að Leigjendasamtökin hafi verið fjárvana og því lítt getað beitt sér sem skyldi. Það sé slæmt vegna þess að nauðsynlegt sé að geta boðið leigjendum upp á lögfræði- aðstoð og aðra þjónustu. Hins vegar hafi engar ákvarðanir ver- ið teknar um fjárhagsstuðning BSRB við Leigjendasamtökin. Eina ákvörðun sem tekin hafi ver- ið sé stofnun sameiginlegs vinnu- hóps um mótun nýrrar húsnæðis- stefnu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.