Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 20. febrúar 2002 MIÐVIKUDACUR Hverjum Síminn hringir I Kí I IAKI Al )ID Útgáfufélag: Fréttablaðíð ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeíld: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: Ip-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Visir.is Fréttablaðinu er drerft ókeypis til allra heimila á hö- fuðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu fomni og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS] Miðbær- inn nota- legur Örn skrifar: g er einn af þeim sem versla oftast á Laugaveginum og geri það vegna þess að miðbærinn hef- ur upp á margt að bjóða sem Kringlan og Smáralind hafa ekki. Undanfarnar vikur hafa raddir forsvarsmanna kaupmanna við Laugaveginn um að þar þurfi að rífa gömul hús og byggja glæsileg verslunarhús orðið æ háværari. I þessum efnum tel ég að þeir séu á villigötum. Flestir þeir sem versla í miðbænum gera það vegna þess að þeim finnst notalegt að versla í umhverfi sem á sér einhverja sögu og er öðruvísi en þessar stóru verslunarmiðstöðvar. Sú röksemdafærsla að það hafi dreg- ið úr verslun í miðbænum vegna þess að það sé svo mikið af ljótum gömlum húsum og að það megi ekki gera neitt verður að teljast fáránleg og það er orðið löngu tímabært að við förum að sýna því sem er gamalt þá virðingu sem það á skilið í stað þess að rífa alltaf allt og henda. Það að marka sér sérstöðu hefur löngum þótt ár- angursríkara en að fara að keppa við aðra á sama grundvelli og ekki vantar sérstöðuna í miðbæinn. Þó verðum við að gera okkur grein fyrir því að við erum ekki nema um 290.000 og ekki er endalaust hægt að bæta við verslunum án þess að verslun dragist saman einhvers staðar. ■ LAUCARDACUR 16. FEBRÚAR Fram kemur að Landssíminn hélt áfram að borga bensín á bíl Þórar- ins V. eftir að gengið var frá starfs- lokasamningi. „Það var hluti af þessum díl karlinn minn,“ segir Þórarinn við Reyni Traustason blaðamann DV. Friðrik Pálsson, stjórnarformaður kannast ekki við þann díl. Sama dag spyr Hreinn Loftsson: „Hvað voru mennirnir að gera?“ Vísar þar til kaupa Lands- símans á hlutabréfum í @IPbell sem kostaði fyrirtækið fúlgur fjár. SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR „Ég var að efna fyrirheit sem Þórarni voru gefin," segir Sturla Böðvarsson um ráðningu Þórarins í forstjórastól Símans. Sturla segir Halldór Blöndal hafa gefið Þórarni fyrirheit um forstjórastólinn. Halldór hefur ekki svarað spurningum um hvort þetta sé rétt. Þórarinn neitar þessu. Segir málið hafa verið rætt, en ekkert bindandi samkomulag gert. MÁNUDACUR 18. FEBRÚAR. Landssíminn hefur keypt ráðgjöf af einkahlutafélagi í eigu Friðriks Pálssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Heildarviðskipti síðasta árs nema 7. 619.900. Stjórnarmenn í fyrirtækinu koma af fjöllum. Þórarinn V. neitar að hafa gert samningin við Friðrik, enda ekki haft umboð til slíks. Sturla neitar að tjá sig um málið. Stjórn Símans sendir frá sér yfir- ... skRIFAR: T~ :Eoisaga Stöðugt er ausið úr gnægtarbrunni mái- efna Símans. Dag hvern koma fram nýjar upplýsingar um samskipti og vinnubrögð æðstu manna fyrirtækisins. Menn keppast við að vísa frá sér ábyrgð. lýsingu þar sem upphæð reikninga er talin eðlileg. Stjórnin telur hins vegar óeðlilegt að hún hafi ekki verið upplýst um samko- mulag stjórnarformanns og samgönguráðherra. ÞRIÐJUDACUR 19. FEBRÚAR Sturla segir að Friðrik og Þórarinn hafi átt að upplýsa stjórnina um málið. „Þetta er stór- mannlegt af Sturlu og undir þessu get ég ekki setið,“ segir Þórarinn um þau. Sturla þvertekur fyrir að hafa gert samning við Friðrik, en upplýsir ekki hvar sá samningur hafi verið gerður. Samkvæmt hlutafélagalögum getur hluthafi ekki skuldbundið hlutafélag. Ráðuneytisstjóri skrifaði upp á reikningana og Síminn borgaði þá. ■ INNHERJAR | Galdra- karlar komn- ir á kreik Hljótt hefur verið um fyrirtæk- ið Oz að undaförnu. Þetta fyr- irtæki var um tíma afar vinsælt umræðuefni á Innherjum á visi.is. Viðtal við Skúla Mogensen í Morgunblaðinu vakti á ný umræð- ur á viðskiptaspjallþræðinum. „Samkvæmt Morgunblaðinu er bjart framundan hjá Oz, viðbótar- tekjufærsla upp á 800 milljónir hlýtur að gefa góðar vonir og samningaviðræður í gangi við nokkur fyrirtæki. Þetta slær kannski á gagnrýnisraddirnar," segir einn sem er greinilega feg- inn jákvæðum fréttum af fyrir- tækinu. Efasemdarmenn eru ekki langt undan. „Breytir þetta nokkru, þeir eru enn með sömu vöruna sem er aðallega instant messen- ger, sem ekkert hefur gengið að selja,“ bætir annar við til að slá á bjartsýnina. Sá segir spurninguna sem mestu máli skipti, hversu mikið fé sé eftir í fyrirtækinu til að fleyta því áfram. Efasemdarmenn eru á því að Svíarnir hjá Ericsson séu að losa sig út úr samstarfinu. Ef þeir hefðu haft trú á vörunni myndu þeir halda samstarfinu áfram. Svo er spakleg fullyrðing sett fram. „Hugbúaaðarhús eru annaðhvort á uppleið eða niðurleið." Spurn- ingin er auðvitað bara hvorum hópnum Oz tilheyrir. Innherjar eru umræðuvettvangur á vefnum visir.is. Skjálftar heims og lands Við lifum á mestu brotatímum mannkynssögunnar. Hálfri öld eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar er aftur farið að hrikta í heimsmálunum. Heimsveldi eru að koma og fara, gömul bandalög að riðlast og ný að myndast. Allt hefur verið á hverfanda hveli í einn áratug og verður svo annan áratug enn. Skjálftavirkni mannkynssögunnar varðar hags- muni íslendinga. Hún breytir eðli samtaka, sem við tökum þátt í, og samtaka, sem við höfum ekki tekið þátt í. Hún raðar viðskiptalöndum okkar upp á nýjan hátt, skapar okkur tækifæri og spillir tæki- færum okkar. Umhverfi okkar síbreytist hratt. Landinu hefur lengi verið stjórnað af heimaln- ingum úr lögfræðideild Háskólans, tregmæltum á erlenda tungu og áhugalitlum um hræringar um- heimsins. Þeir búa í sérstöku sólkerfi, þar sem sól- in heitir Davíð og þar sem verðmætasköpun felst í reikningum fyrir ráðgjafarstörf. Starfs síns vegna er utanríkisráðherra eini ráð- herrann, sem seint og um síðir er farinn að átta sig á jarðskjálftunum í umhverfinu. Þroskasaga hans hefur samt verið svo hæg, að hann áttaði sig ekki á mikilvægi Evrópusambandsins fyrr en það var búið að taka Austur-Evrópu fram fyrir ísland. Eftir hálfrar aldar friðsælu kalda stríðsins hófst skjálftatímabilið með hruni Sovétríkjanna og Var- sjárbandalagsins fyrir réttum áratug. Bjartasta efnahagsvon Asíu hvarf síðan um aldamótin, þegar Japan missti fótanna í fjármálum. Á sama tíma varð Evrópa að nýju að efnahagslegum risa. Nýjasti skjálftinn er tilkall Bandaríkjanna á þessum vetri til heimsyfirráða. Þau hafna föstum bandamönnum öðrum en ísrael, hafna fjölþjóða- samningum, heyja stríð og hóta að heyja fleiri slík, og neita kerfisbundið að láta takmarka á nokkurn hátt svigrúm sitt til aðgerða um allan heim. Allir þessir skjálftar og margir smærri hafa áhrif á tilveru og afkomu íslendinga, þótt þjóðin sé nú nær hjara veraldar en hún var á blómaskeiði kalda stríðsins. Umhverfi viðskipta, efnahags og „Allir þessir skjálftar og margir smærri hafa áhrif á tilveru og afkomu Islendinga, þótt þjóðin sé nú nœr hjara veraldar en hún var á blómaskeiði kalda stríðsins. “ hernaðar er orðið breytt og verður innan skamms gerbreytt frá dögum kalda stríðsins. Einu sinni voru Bandaríkin stærsta viðskipta- land okkar og einu sinni var Japan bjartasta út- flutningsvon okkar. Hvort tveggja er liðin tíð. Smám saman hefur Vestur-Evrópa mjakast í þá stöðu að skila okkur öllum þorra útflutningstekn- anna, án þess að landsfeður okkar hafi áttað sig. Áður en skjálftavirknin hófst fyrir rúmum ára- tug var Atlantshafsbandalagið hornsteinn að til- veru okkar. Nú stefnir allt í óefni hjá því bandalagi, því að Bandaríkin eru á hraðri siglingu frá Evrópu sem bandamanni, af því að Evrópa mun harðneita að taka við tilskipunum hernaðarrisans. Evrópa hefur sérhæft sig í hægfara útþenslu til austurs og efnahaglegum framförum, hægum að vísu, en þó hraðari en í Bandaríkjunum að undan- förnu. Jafnframt hefur Evrópa orðið að hernaðar- legum dvergi, sem getur ekki tekið og vill ekki taka marktækan þátt í heimsvaldabaráttu. Evrópa og Bandaríkin munu á þessum fyrsta áratug nýrrar aldar í auknum mæli reyna að sinna hernaðarlegum þörfum sínum utan Atlantshafs- bandalagsins til að forðast árekstrana, sem þar verða óhjákvæmilegir. Evrópúsambandið mun sjálft yfirtaka staðbundnar stríðsþarfir. Undir stjórn heimalnin'ganna ratar island í þá stöðu að halda stíft í gamla hornsteina á borð við Atlantshafsbandalagið og Evrópska efnahags- svæðið, sem bila í jarðskjálftum heimsmálanna. Jónas Kristjánsson NIDUR FYRIR RAUÐA STRIKID Við ItítjyJum okknr af morkuiii til íið haldcr v<;rAbOltjunni niör í oy voitui11 4% afíiliilt itf vOkfuru biliun. Renault Laguna II fólksbHI 23.449 Bílalán, aftxvgun á mán. Rekstrarieiga: 39.299 Veröáður 2.090.000 Verðnú 2.006.000 Renault Mégane Berline fólksbíll 18.332 Bílalán, afborgun á mán. Rekstrarieiga: 31.731 Veröáður 1.630.000 Verðnú 1.565.000 Renault Scénic fólksbíll 23.008 Bílalán.afborgunámán. Rekstrarieiga: 38.627 Verðáður 2.050.000 Verðnú 1.968.000 Grjóthóls 1 • Sími 57S 1200 Söludeild 575 1220 ■ www.bl.is llBkslirtiliilyaiici III .*■ nijiii ,m u vifi Vll lKIII km a úil mj uiIbikIii itiyiifJtTnri. ItKholinilciija ci cíWtj í (h)ð lillalóu inHVml vift ’ttni iiUmiijiui <ni IM mcn icMillllliU Allai lOlm cm ilwft vok mbtMWM rif ORÐRÉTT SAKLEYSIÐ UPPMÁLAÐ „Ég hringdi í Karadzic og hann sór og sárt við lagði að hann vissi ekkert um þau. Nú hvort hann vissi það eða vissi ekki vil ég ekki fara út í en það sem ég er að skýra ykkur frá er sannleikur.“ Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, ber af sér fyrir stríðsglæpa- dómsstólnum f Haag að hann hafi vitað nokkuð um fjöldamorðin í Srebrenica fyrr en eftir að þau áttu sér stað. Fréttablaðið 19. febrúar. NÚ REYNIR Á TRÚGIRNINA „Ég er klumsa og spyr hvað verður næst. Maður hefur ekki undan þvi að trúa.“ Sverrir Her- mannsson, formað- ur Frjálslynda flokksins um mál Friðriks Pálssonar, stjórnarformanns Símans. BORGUNARMAÐURDAGSINS „Við Friðrik fórum reglulega yfir þessa reikninga og ég skrifaði síðan upp á og Síminn borgaði.... Einhver varð að borga honum. Sem eigandi Símans var eðlilegt að við semd- um við Frið- rik. Sá máti að gera þetta svona var ræddur við Ríkisendur- skoðun sem var sammála því.“ Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu útlistar hvernig staðið var að því að greiða Friðrik Páls- syni, stjórnarformanni Símans, fyrir ráð Góðráða ehf. til Landsímans. DV, 19. febrúar. SKILN INCSRÍKUR SÝSLUMAÐUR „Við göngum samt langt í því að skilja fólk.“ Rúnar Guðjónsson, sýslumaðurinn í Reykjavík, um þá staðreynd að útlending- ar sem nota þurfa þjónustu embættisins eiga ekki rétt á túlkaþjónustu. Fréttablaðið 19. febrúar. SKÁLMÖLD „Manni er illa brugðið vegna hins hörmulega og tilefnislausa morðs á Víðimel. Það er illt til þess að hugsa að saklaus borgari sem er á leið heim úr vinnu sé veginn af slíkri grimmd. Maður veltir fyrir sér hörkunni í borgarlífinu, hvað þar virðist vera mikið af úti- gangsmönnum, eiturfíklum og drykkjurútum." Egill Helgason ( pistli sínum á strik.is 20. febrúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.