Fréttablaðið - 20.02.2002, Side 14

Fréttablaðið - 20.02.2002, Side 14
FRÉTTABLAÐIÐ ÓLYMPÍULEIKAR 20. febrúar 2002 MIÐVIKUDACUR ANNAÐ CULL ÁSTRALA Ástralir eru í skýjunum þessa dagana. Þeir fengu sitt fyrsta gull í sögu Vetrar- ólympluleikanna í skautahlaupi á sunnu- dag. Á mánudaginn bættist annað við. Þá stökk Alisa Camplin til sigurs I stökkkepp- ni I skiðafimi. Kanadabúarnir Veronica Brenner og Deidra Dionne voru i öðru og þriðja sæti. Leikir Islands í EM 2004: Skotland fyrst - Þýskaland síðast fótbolti Á fundi í Frankfurt í gær- morgun var samið um leikdaga í fimmta riðli undankeppni Evr- ópumeistaramótsins 2004. í riðlin- um eru, ásamt íslandi, Skotland, Þýskaland, Færeyjar og Litháen. Fyrstu leikirnir fara fram 7. september. Þá mæta Færeyjar Skotlandi og Litháar Þýskalandi. Leikir Skotlands og Þýskalands fara fram 7. júní 2003 í Skotlandi og 10. september 2003 í Þýska- landi. Færeyingar mæta Þjóðverj- um í 16. október í ár og 11. júní 2003. íslenska landsliðið spilar tvo leiki í október í haust. Ekki fékkst leikur á fyrsta leikdegi. Það getur ATLI ÞJÁLFARI Undirbýr tvo leiki í Laugardalnum í október. bæði reynst gott og slæmt að mæta Þýskalandi í tveimur síð- ustu leikjunum. Ef vel gengur í fyrri leikjum og staða Islands í LEIKIR ÍSLANDS: 12. okt. 2002 ísland - Skotland 16. okt. 2002 Ésland - Litháen 29. mars 2003 Skotland - (sland 7. júni 2003 fsland - Færeyjar 11. júní 2003 Litháen - ísland 20. ágúst 2003 Færeyjar - ísland 6. sept. 2003 fsland - Þýskaland 11. okt 2003 Þýskaland - fsland riðlinum er sterk er ljóst að þeir geta orðið hörkuspennandi. U21 lið þjóðanna leika alltaf daginn á undan A-landsliðunum. Færeyingar tefla ekki fram U21 liði. ■ Meistaradeild Evrópu: Góð staða Real Madrid knattspyrna Real Madrid fór lang- leiðina með að tryggja sig áfram úr C-riðli Meistaradeildar Evrópu með 1-0 sigri á Porto í gærkvöldi. Madridingar eru nú með níu stig, fimm stigum meira en næsta lið. Panathinaikos bætti stöðu sína verulega með 2-0 sigri á Sparta Prag í Tékklandi og eygja mögu- leika á að komast áfram í fjórð- ungsúrslitin. Jafntefli varð í báðum leikjun- um í D-riðli sem voru spilaðir í gær. í Leverkusen gerðu heimamenn 1-1 jafntefli við Arsenal. Deportivo la Coruna gerði markalaust jafntefli við Juventus. ■ HANDBOLTI ESSO-deild karla 15. umferð 20.00 ÍBV tekur á móti ÍR í frestuðum leik. Ekki var flugfært til Eyja í gær. (BV er í 5. sæti deildarinnar með 15 stig en ÍR i 3. með 20. 20.00 Fram tekur á móti Þór frá Akureyri í Framhúsinu. Fram er í 10. sæti með 11 stig en Þór i 6. með 14. 20.00 Nýkrýndir bikarmeistarar Hauka, sem eru í 1. sæti með 26 stig, taka á móti HK, sem eru i 11. sæti með 11 stig, að Ásvöllum. MIÐVIKUPAGURINN 20. FEBRÚAR 20.00 Valur fær Aftureldingu í heimsókn í Valsheimilið. Valur er í 2. sæti deildarinnar með 21 stig en Aftur- elding í fjórða með 17. 20.00 Víkingur tekur á móti Selfossi í Víkinni. Víkingur er í 14. sæti með tvö stig, Selfoss 12. með 11. FÓTBOLTI______________________________ Meistaradeild Evrópu 19.45 Barcelona - AS Roma á Camp Nou. 19.45 Boavista tekur á móti Bayern Munchen á do Bessa I leikvangin- um. 19.45 Liverpool fær Galatasaray í heim- sókn á Anfield. 19.45 Nantes tekur á móti Manchester United á La Beaujoire leikvangin- um. SKÍÐI__________________________________ 17.00 Emma Furuvik keppir i svigi á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City. Farnar eru tvær umferðir, sem taka klukkutíma hvor. Seinni er klukkan 20. Besta kjarabótin ,V\V srl '^laglO jj^ SEGLAGERÐIN KOMNIR TIL PORTÚCAL Giovane Elber hjá Bayern Múnchen er hér að ganga í rútu liðsins á flugvellinum I Oporto I Portúgal í gær. Bayern mætir Porto í kvöld. Meistaradeild Evrópu: Fjórir stórleikir spilaðir í kvöld fótbolti Meistaradeild Evrópu heldur áfram í kvöld með fjórum leikjum í A og B riðli. Barcelona tekur á móti Roma, Liverpool Galatasary, Nantes Manchester United og Boavista Bayern Múnchen. Roma missti um helgina for- ystu ítölsku Serie A deildarinnar með því að gera markalaust jafn- tefli við Brescia. Francesco Totti var hvíldur fyrir leikinn í kvöld. Þá fer liðið til Spánar og mætir Barcelona. „Við verðum að vera í toppformi. Bæði líkamlega og andlega," segir Fabio Capello þjálfari. Barcelona er í fyrsta sæti B riðils með fjögur stig. Roma og Galatasary eru með tvö stig og Liverpool eitt. Tyrkirnir í Galatasary mæta Liverpool á Anfield vellinum. Heimamenn ætla væntanlega að reyna að knýja fram sinn fyrsta sigur í milliriðlum. Þeir fengu frí um helgina þannig að markahrók- urinn Michael Owen hefur vænt- anlega getað jafnað sig aðeins eft- ir að hnjaskast á hné í vináttu- landsleik Englands og Hollands fyrir viku. Galatasary þarf að stil- la liðið saman. Um helgina var fjórum leikmönnum vísað af velli í 1-0 tapleik á móti erkifjendunum í Fenerbahce. „Við erum mjög stressaðir. Þetta er mikilvægt próf,“ segir Mircea Lucescu þjálf- ari. Nantes tekur á móti Manchest- er United með David Beckham í góðu lagi. Hann jafnaði sig eftir meiðsli á ökkla í síðustu viku. Franski markvörðurinn Fabien Barthez einnig búinn að jafna sig eftir bakmeiðsli. Ekki er víst hvort Juan Sebastian Veron og Paul Scholes verði gangfærir. United er í fyrsta sæti í A riðli. Það nýtti Meistaradeildarfríið vel, fór úr áttunda í fyrsta sæti ensku deildarinnar. Þetta er fyrsti Meistaradeildar- leikur Nantes með nýja þjálfarann Angel Marcos. Hann tók við liðinu FORSETI ROMA Franco Sensi, forseti AS Roma, er hér ásamt stuðningsmönnum liðsins við komu til Barcelona I gær. í desember. Því gengur illa í frön- sku deildinni, er í 13. sæti og að- eins búið að vinna átta af 25 leikj- um. Nantes tapaði 1-0 fyrir Lille á laugardaginn. Það er í neðsta sæti í A riðils með engin stig og hefur aldrei sigrað enskt lið. Hinn leikur A riðils er milli Boavista og Bayern Múnchen. Boavista vantar fjóra meidda menn í byrjunarliðið. Bayern reynir eflaust að gleyrna erfiðleik- unum í þýsku deildinni, þar sem það er í fimmta sæti. Það er eina taplausa lið Meistaradeildarinnar í vetur. Upp á síðkastið hefur hins- vegar mikið borið á ágreiningi innan herbúöa þess. Sjálfur Ott- mar Hitzfield þjálfari er einn þeir- ra sem hefur verið gagnrýndur af leikmönnum og öðrum aðstand- endum. Ilann hefur unnið Meist- aradeildina með tveimur mismun- andi liðum og löngum verið ósnertanlegur í Þýskalandi. En þrátt fyrir læti í herbúðum Bayern má ekki gleyma því að lið- ið hefur ekki tapað 14 evrópuleikj- um í röð, í tæpt ár, og er meistari í Þýskalandi og Evrópu. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.