Fréttablaðið - 20.02.2002, Side 11

Fréttablaðið - 20.02.2002, Side 11
FIMMTUDAGUR 25. október 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Unnið að tíu ára samning við íslenska grænmetisbændur: SMÁTT | Ekki verðlækkun fyrr en í vor grænmeti Engar forsendur eru til lækkunar á íslensku grænmeti um sinn segir Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Haukur bendir á að þrátt fyrir að verðtollar hafi verið lagðir af sem þýðir að inn- flutt grænmeti lækkar nú á næstu dögum þá þýði það ekki breytt verð á íslensku grænmeti sem nú er á markaði. Samkvæmt tillögum grænmetisnefndar verða teknar upp beingreiðslur til framleið- enda á tómötum, agúrkum og papriku. Nú er unnið að samningi ríkisins við þessa bændur. í hon- um verður útlistað nánar fram- kvæmd og upphæð beingreiðsl- anna. Hann mun gilda til tíu ára. Áhrif beingreiðslanna, eða styrkjanna til bændanna, munu skila sér til neytenda með vorinu, þegar íslenskt grænmeti af þess- um þremur tegundum kemur á markað fyrir alvöru. Beingreiðsl- urnar eiga að virka þannig að ís- lenskt grænmeti verði samkeppn- ishæft við erlent og þá fá bændur greiddan styrk til að koma á móts við verðmismun á innlendu og er- lendu grænmeti. Haukur segist ekki vilja spá um hversu miklar verðlækkanir verði á grænmeti í kjölfar breyt- inganna, en ekki sé ástæða til ann- ars en að samþykkja orð Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráð- herra, sem sagði lækkun að með- altali verða 15% en mest 55%, þá á papriku. Haukur segir grænmetisbænd- ur vera ánægða með tillögur grænmetisnefndarinnar. Þær muni skila hagræðingu í greininni sem sé vel. fSLENDINGAR BORÐA LÍTIÐ AF GRÆNMETI Á því verður kannski bragarbót þegar tollar á innflutt grænmeti lækka og teknar verða upp beingreiðslur til innlendra framleið- enda. Islendingi á áttræðisaldri sem verið hefur 6 vikur í haldi á Kanaríeyjum eftir að sambýlis- kona hans féll af svölum og beið bana hefur verið sleppt úr haldi. Stöð 2 greindi frá og jafnframt að saksóknari á Kanaríeyjum teldi að dauði konunnar hefði verið slys. Töluvert var um að ökumenn skildu bifreiðar sinnar eftir á vegöxlum Reykjanesbrautinnar í óveðrinu í gær. Að sögn lögregl- unnar í Keflavík skapaði þetta mikil vandræði fyrir snjóruðn- ir.gstæki. Ferskar afurðir launa Búðardælingum: 1 olvugjoí eftir gott samstarf grunnskóli Fyrirtækið Ferskar afurðir gaf grunnskóla Búðardals nýlega átta nýjar tölvur, geisla- prentara og stafræna myndavél. Tilefnið var gott samstarf við íbúa Búðardals. Fyrirtækið leigði sláturhúsið í bænum síðasta sum- ar þar sem fjöldi fólks starfaði. Gekk samstarfið svo vel að fyrir- tækið vildi sína velvild sína í verki og styrkja bæinn til að kaupa tölvubúnað fyrir skólann. Þrúður Kristjánsdóttir, skóla- stjóri, sagði að allar tölvurnar væru nettengdar og með nýjustu forritum. Þetta væri vegleg gjöf sem myndi nýtast vel við skóla- starfið. í grunnskólanum er sjötíu og einn nemandi. ■ ■ ..♦..- Próíkjör sjálfstæðismanna: Tólf í framboði BESSASTAÐAHREPPUR TÓlf gefa ltOSt á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Bessastaðahreppi sem fram fer á laugardag. Bæjarfulltrúarnir Guðmundur G. Gunnarsson, Snorri Finnlaugsson og Þórólfur Árnason gefa kost á sér til endur- kjörs. Aðrir sem gefa kost á sér eru Erla Guðjónsdóttir, Sigurdís Ólafsdóttir, Sigríður Rósa Magn- úsdóttir, Gissur Pálsson, Hervör Poulsen, Doron Eliasen, Halla Jónsdóttir, Hildur Ragnars og Bragi Jónsson. Jón G. Gunnlaugs- son, bæjarfulltrúi, gefur ekki kost á sér. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Ekið var á Ijósastaur í Reyk- dalsbrekku í Hafnarfirði síð- degis í gær. Að sögn lögreglu slapp ökumaðurinn ómeiddur og var bíllinn ekki talinn mikið skemmdur. riNTERSPORT tomspmr Ingvar Helgason notaðir bílar Sævarhöfða 2 • Sími 525 8020

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.