Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 18
20. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? Hross og stjórnmálamenn Ég er ennþá með þriðja bindið af ævisögu Einars Ben á náttborðinu. Mér hefur lítið orð- ið ágengt að undanförnu. Ég hef mjög gaman af að lesa þessar bækur Guðjóns Friðriksson- ar. Hann gæðir sagnfræðina lífi með frábær- um sta'l og frásagnargáfu. Ég les talsvert af ævisögum stjórnmálamanna. Svo er ég með króníska hestadellu, þannig að það eru alltaf bækur um hross á náttborðinu. Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi ] ÍyiETÖLULISTI [ Mest seldu hryllingssögunar ó Amazon.com Joyce Reardon THE DIARY OF ELLEN RIMBAUER Stephen King ^EVERYTHING’S EVENTUAL Stephen King, Peter Straub BLACK HOUSE ft Mary Shelley FRANKENSTEIN ft Anne Rice COMPLETE VAMPIRE CHRONICLES ©Stephen King LTS THEORY OF PETS ft Anne Rice BLOOD AND GOLD ft Laurell K. Hamilton ^_A CARESS OF TWILIGHT ft Dan Simmons A WINTER HAUNTING (R) Laurell K. Hamilton NARCISSUS IN CHAINS Hryllingssögur: Meistari Stephen King bækur Stephen King er ótvíræður meistari þegar kemur að því að hræða lífróruna úr fólki. Sam- kvæmt metsölulista Amazon.com yfir mest seldu bækurnar í flokki hryllingssagna á hann fimm af þeim tíu sem tróna á toppi listans. Sagan um ólánsama skrfmslið Frankenstein eftir Mary Shelley er í fjórða sæti. Sagan sú virðist ætla lifa tímanna tvenna ■ ÞJOÐLEIKHUSIÐ m Stóra sviö'tð kl 2Ö.ÖÖ ► AftlNA KARENINA - Lev Tolstoj 5. sýn. f kvöld fim. 21/2 Örfá sætí laus, 6. sýn. fös. 22/2 uppselt, 7. sýn. fim. 28/2 örfá sæti laus, 8. sýn. fim. 7/3 nokkur sætí laus, 9, sýn. fös. 15/3 örfá sætl laus. ► SYNGJAND1 í RÍGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed Lau. 23/2 örfá sæti laus, fös. 1/3 nokkur sæti laus, lau. 9/3. Fáar sýningar eftir. ► CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand Sun. 24/2. Siðasta sýnlng. ► MBP FULLA VASA AF GRJÓTI - Maríe Jones Lau. 2/3 uppseit, sun. 3/3 nokkur sæti laus, fös. 8/3 örfá sæti iaus, fim. 14/3. nokkur sæti laus. ► JÓN OPPUR OG JÓN BJARNI Guðrún Helgadóttir Frumsýning lau. 2/3 kl. 14:00 uppseit, sun. 3/3 kl. 14:00 uppselt, sun.10/3 kl. 14:00 og kl.17:00. sun. 17/3 kl. 14:00 uppselt og kl.17:00. m Litfa sviöíö kl 20.00 ► HYER ER HRÆPPUR ViP VIRGINÍU WOQLF? - Edvvard Aíbee Fim. 21/2 örfá sæti laus, fös. 22/2 uppselt, fim, 28/2, lau. 2/3 nokkur sæti laus. Sýntngum fer fækkandi. Lkki ®r hægt ad hleypa inn i salinn efUr ad sýníng er hafhtí & Smiöaverkstaeðið kl 20.00 ► MEO FULLA VASA AF GRJÓTI - Maríe Jones Fim. 21/2 uppselt, fös. 22/2 uppselt, fim. 28/2 uppseit, fim. 7/3 örfá sæti faus. ► KARÍUS QG BAKTUS - Thorbjörn Egner Lau. 23/2 ki. 14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 örfá sæti laus, sun. 3/3 kl. 14:00 og 15:00, sun. 10/3 kl. 14:00 uppselt og kl. 15:00. Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@ieikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is Filmundur: Flókið Scun- band systurs og bróðurs kvikmynp Filmundur frumsýnir í kvöld myndina You Can Count on Me sem tilnefnd var til tveggja Ósk- arsverðlauna árið 2000, fyrir besta handrit og einnig var Laura Linney tilnefnd fyrir leik í aðalhlutverki. Myndin segir frá Sammy, ein- stæðri móður á fertugsaldri og ung- um syni hennar, sem búa í smábæ einum í námunda við New York. Líf þeirra er frekar einhæft. Þegar að Terry, yngri bróðir hennar kemur til bæjarins lifnar yfir henni. Sam- my bregður þegar í ljós kemur að LAURA LINNEY OG MARK RUFFALO Myndin er sýnd í Háskóiabíói í kvöld kl. 20.00, fimmtudag kl. 22.30, sunnudag kl. 18.00 og mánudag kl. 22.30. Terry er skuldum vafinn og nýsloppin úr fangelsi, og á erfitt með að skilgreina afstöðu sína til hans, sérstaklega þar sem að hann virðist ætla að mynda mjög náin og sterk tengsl við Rudy, son hennar, sem skortir tilfinnanlega föðurí- mynd. ■ MIÐVIKUDAGURINN 20. FEBRÚAR FYRIRLESTUR___________________________ 09.00 Fyrirlestur er í dag á vegum Rauða krossins um viðbrögð við áföllum í skóla. Hvernig útskýrir kennari andlát nemanda fyrir bekkjarfélögunum? Hvað getur skólafólk gert ef stórslys verður í litlu bæjarfélagi? Hvernig bregst skólastjórnandi við alvarlegu áfalli meðal kennara eða nemenda? Þetta eru nokkrar þeirra spurn- inga sem áfallahjálparsérfræðing- urinn Kendall Johnson leitast við að svara í fyrirlestri á vegum Rauða kross (slands á Grand Hót- el í Reykjavik. 17.15 Michelle Hartman, lektor við Hofstra háskóla í Bandaríkjunum flytur í dag fyrirlestur á vegum Hugvísindastofnunar Háskóla fs- lands um konur i arabískum bókmenntum. Fyrirlesturinn verð- ur haldinn í Lögbergi, stofu 101. Aðgangur er opinn og öllum heimill. 16.00 Sigurður J. Grétarsson, Ph.D, prófessor við sálfræðiskor Há- skóla íslands, flytur í dag erindið: Sálfræðilegar skýringar. Málstofa er haldin í Odda, stofu 201 og er öllum opin. 16.00 Ragnar Árnason prófessor flytur í dag fyrirlestur á vegum málstofu í hagfræði. Erindið nefnist: Auð- iindagjald og skatttekjur ríkis- ins. Það er flutt í hagfræðistofn- un, Aragötu 14. Allir velkomnir. 18.00 Þýski sendiherrann á íslandi, dr. Hendrik Dane.heldur fyrirlestur i stofu 101 í Odda um flutninga þýsku ríkisstjórnarinnar frá Bonn til Berlínar. Fyrirlesturinn verður á þýsku. FUNPUR_______________________ 16.15 Ný samtök, Félag um mennta- rannsóknir (lcelandic Educational Research Association), verða formlega stofnuð í dag. Stofn- fundurinn verður haldinn samtím- is í sal Sjómannaskólans í Reykjavík kl. 16.15 og í stofu K202 í Sólborg, Háskólanum Akureyrimeð notkun fjarfunda- búnaðar. Á báðum stöðum verður boðið upp á kaffiveitingar, í Reykjavík áður en fundurinn hefst, þ.e. frá 15:30, og á Akureyri á fundinum sjálfum. Fjölbreyttur heimur úr sterkri hefð íslendingar vita upp til hópa lítið um menningarheim araba. í dag gefst tækifæri til að kynnast fjölbreyttum sagnaheimi arabískra kven- rithöfunda. Michelle Hartman mun fjalla um raddir kvenna í arab- ískum bókmenntum síðustu aldar. ARABÍSKUR SKÁLDSKAPUR Michelle Hartman flytur fyrirlestur um arabískar bókmenntir. Arabískir kvenrithöfundar eru viðfangsefni hennar. Þær takast á við sterka bókmenntahefð og fjölbreyttan veru- leika í verkum sínum. fyrirlestur Michelle Hartman, lektor við Hofstra háskólann í New Yorkfylki er stödd hér á landi og ætlar að fræða íslend- inga um heim arabískra bók- mennta. í dag flytur hún fyrir- lestur sem hún nefnir raddir kvenna í arabískum bókmennt- um. Þekking okkar Vesturlanda- búa á menningarheimi araba er takmörkuð, en þar er sannarlega um auðugan garð að gresja. Michelle segir að það sem hún hafi rætt við íslendingar sjái hún margt sameiginlegt í bókmennta- skynjun okkar og araba. „Tungu- mál íslendingasagnanna er ná- tengt daglegu máli ykkar. Svipað má segja um bókmenntasögu araba. Þar er rík áhersla á gull- aldarmál bókmennta frá tímum fyrir og um ritun Kóransins." Michelle segir að í fyrirlestri sínum muni hún gefa stutt yfirlit yfir bókmenntasögu frá þessari gullöld arabísks skáldskapar fram til okkar daga. „Ég mun því næst beina sjónum að skáldskap 20. aldarinnar, með sérstaka áher- slu á verkum arabískra kvenna.“ Michelle segir að mynd Vestur- landabúa af arabískum konum sé fremur einhæf. „Viðfangsefni kvenrithöfunda eru mjög fjöl- breytt og sprottin úr fjölþættari veruleika en við gerum okkur grein fyrir. Ræturnar liggja í bókmenntahefðinni og tungumál- inu. Þær eru samt ófeimnar við að ganga á hólm við hefðina og leika sér með tungumálið. Bækur arabískra kvenna birta heim sem sýnir að þær eru fullir þátttak- endur í samfélaginu. Heimur þeirra er mjög fjölbreyttur og margslunginn. Tök þeirra á hefð- inni eru frumleg og skemmti- leg.“ Michelle segir að margir þess- ara höfunda séu ófeimnir við að gagnrýna samfélagið og bækur þeirra séu pólitískar í þeim skiln- ingi að þær takist á við þann veru- leika sem þær þekkja. „Það er viss tilhneiging í samfélögum sem takast á við styrjaldir og erf- iðleika, að jaðarhópar færast nær miðju samfélagsins. Ástandið í mörgum landa arabaheimsins hefur skapað fjöldann allan af at- hyglisverðum kvenrithöfundum. Þær fást við samtíma sinn á at- hyglisverðan og fjölbreyttan hátt út frá sterkri bókmenntahefð." Fyrirlestur Michelle Hartman verður í stofu 101 í Lögbergi og hefst klukkan 17.15. haflidi@frettabladid.iS Sveitarfélög-verktakar- fyrirtæki Ýmsir möguleikar viö rýmis - og lagerlausnir. Kynntu þér möguleikana. Getum með stuttum fyrirvara afgreitt gáma- hús eftir þínum óskum. Sýningarhús á staðnum DANBERG Sími 562-6470 & 892-1474 v________________________________________/ 20.00 I tilefni af 20 ára afmæli Skátafé- lagsins Seguls 22. febrúar næst- komandi, verður efnt til afmælis- hátíðar í kvöld í sal Seljakirkju. Dagskrá hátíðarinnar er hefð- bundin skátadagskrá með kvöld- vöku, myndasýningu og kakó á eftir. 20.00 Helgistund í Neskirkju verður haldin í kvöld þar sem samtíð og saga kallast á um málefni himins og jarða. Ljóðskáldið Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir les úr Ijóðum sínum. Ennfremur verður lesið úr píslarsögu Krists og Passíusálm- unum. Kór Neskirkju leiðir söng. Elías Davíðsson leikur á orgel og blokkflautu. Molasopi í safnaðar- heimilinu á eftir. TÓNLIST_____________________________ 12.30 Á háskólatónleikunum í Nor- ræna húsinu í dag leikur Ár- mann Helgason klarínettuleikari verk eftir Stravinski, Sutermeister, Penderecki og Rivier. Tónleikarnir taka u.þ.b. hálfa klukkustund. Að- gangseyrir er 500 krónur. Ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskír- teina. 21.00 Hljómsveitin Dúndurfréttir heldur tónleika í kvöld á Gauki á Stöng. LEIKHÚS___________________________ 20.00 Lionsklúbburinn Þór í Reykjavík í samvinnu við Leikfélag Reykja- víkur stendur fyrir leiksýningu f Borgarleikhúsinu í kvöld til styrktar Krabbameinsfélagi l's- lands. Sýnt verður: Boðorðin 9 - hjónabandssaga á augabragði eftir Ólaf Hauk Símonarson. Allur ágóði sýningarinnar rennur til styrktar krabbameinsrannsókna. SÝNINGAR__________________________ Sýningin Breiðholtið frá hugmynd til veruleikastendur yfir í Listasafni Reykjavík - Hafnarhúsi. Þar eru sýndar teikningar og skissur þeirra sem skipu- lögðu Breiðholtshverfin þrjú ásamt Ijós- myndum af hverfinu óbyggðu og byg- gðu. Þá eru á sýningunni, i samtarfi við RÚV, ýmis konar myndefni sem tengist Breiðholtinu ásamt útvarpsupptökum með efni frá uppbyggingartíma hverfis- ins. Sýningin stendur til 5. maí. Handritasýning í Stofnun Árna Magn- ússonar, Arnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14 -16 þriðju- daga til föstudaga. Tilkynningar sendist á netfangið ritstjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.