Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 20. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR SVONA ERUM VIÐ GRÁLÚÐA OG KARFI Á FÁUM HÖNDUM 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtæki ársins ráða yfir 65,5% allra veiðiheimilda þegar þær eru umreiknaðar í þorskígildi. Staða fyrir- tækjanna er sterkust þegar kemur að grá- lúðu og karfa. Þar ráða þau yfir meira en 90 af hundraði veiðiheimilda. Á töflunni má sjá þær fimm tegundir þar sem sam- þjöppun veiðiheimilda er mest. Þorskur er í níunda sæti á lista yfir tegundir. 30 stærstu útgerðirnar ráða yfir 58,2% af þorskveiðiheimildum. Heimild Rannsóknarstofa fiskiönadarins KIRKJUMÚRINN f KIRKJUBÆ Talið er að kórstólarnir sem Færeyingar end- urheimta hafi verið ætlaðir í þessa kirkju. Danir afhenda Færeying- um forngripi: Utskorncir stólahliðar frá Kirkjubæ FORNMINJAR Danir hyggjast skila Færeyingum forngripum á kom- andi sumri. Ekki er að fullu búið að ganga frá samkomulagi um hvaða forngripum verður skilað en ljóst er að meðal þeirra verða útskornar stólahliðar úr kirkjunni í Kirkjubæ. Stólahliðarnar eru frá fyrstu áratugum 15. aldar og tald- ar merkustu forngripir Færeyja. Að sögn Arne Thorsteinsson þjóð- minjavarðar í Færeyjum verður fleiri merkum forngripum skilað. „Stólahliðarnar verða á sýningu í Kaupmannahöfn nú í mars og í júlí verða þeir sýndir hér í Fær- eyjum og afhentir um leið,“ segir Arne. Stólahliðar voru í sóknarkirkj- unni í Kirkjubæ fram á 19. öld og voru notaðar á enda kirkjubekkj- anna þótt upphaflega hafi þær verið á kórstólum. Hliðarnar voru fluttar á Þjóðminjasafnið í Kaup- mannahöfn í tengslum við breyt- ingar á kirkjunni á seinni hluta 19. aldar en Færeyingar hafa unnið lengi að því að endurheimta þær. Danir afhentu íslendingum talsvert af forngripum sem safn- ast árið 1930. Þá var gengið frá samkomulagi um að íslendingar gerðu ekki frekari kröfur um að fá afhenta forngripi úr dönskum söfnum. ■ Héraðsdómur Vestíjarða: Dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás og fikniefnabrot dómsmál Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í fyrradag tuttugu og tveg- gja ára gamlan mann 1 tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot og líkamsárás. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða 90.000 krónur í sekt og allan sakarkostnað. Fíkniefni fundust á manninum þegar lögreglan hafði afskipti af honum í bifreið hans á Skipagötu á ísafirði þann 20. apríl í fyrra. Við húsleit fannst meira magn fíkni- efna. Lögreglan gerði upptæk 3,64 grömm af hassi, 1,38 grömm af maríjúana, 0,40 grömm af tóbaks- blönduðu hassi og 0,62 grömm af amfetamíni. Einnig voru gerð upp- tæk áhöld til fíkniefnaneyslu, plastflaska og tveir verk- færatoppar. Ákærði var einnig dæmdur fyr- ir líkamsárás. í mars í fyrra sló hann mann margsinnis í andlit og sparkaði í hann með þeim afleið- ingum að fórnarlambið hlaut glóð- arauga beggja vegna með mari niður á kinnbein og fingurbrotn- aði. Ákærði, sem játaði brot sín, hefur áður komist í kast við lögin. Árið 1997 var hann sviptur öku- réttindum fyrir ölvunarakstur og ÍSAFJÖRÐUR Ungur maður réðst á mann og sló hann margsinnis í andlit og sparkaði Lhann. einnig hafði hann gerst sekur um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. ■ Þjóðminjasafn íslands: Opnað í fyrsta lagi á næsta ári söfn Þjóðminjasafn íslands við Hringbraut hefur verið lokað vegna endurbóta á húsnæði þess síðan 1999. Framkvæmdir standa enn yfir og ljóst er að safnið verð- ur ekki opnað aftur fyrr en í fyrs- ta lagi á næsta ári. „Það er ekki búið að gefa út formlega opnunar- dagsetningu," segir Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður. „Framkvæmdum lýkur ekki fyrr en í lok þessa árs og þá á eftir að setja upp sýningar." ■ Sundra fyrirtækjum eða fella niður tolla Eftir að Kjarnavörur keyptu framleiðslu á Ljóma smjörlíki ríkir fá- keppni á smjörlíkismarkaði. Haukur L. Hauksson hefur farið fram á það við Samkeppnisstofnun að fyrirtækin verði leyst upp. Afnám tolla á erlendu smjörlíki komi einnig til greina. Innkaupasamband bakara er dótturfyrirtæki Kjarnavara. HAUKUR L. HAUKSSON Það skýtur skökku við að Landssamband bakarameistara skuli ekki beita sér í þessu máli. SMJÖRLÍKISMARKAÐURINN „Það er einungis tvennt að gera svo sam- keppni á þessum markaði sé eðli- leg; Að stía fyrirtækjunum í sund- ur, eða fella niður tolla og inn- flutningsgjöld af innfluttu smjör- líki,“ segir Haukur L. Hauksson, eigandi Heildsölu- bakarís. „Verð á smjörlíki til bakar- ía mun ekki hækka strax. Þegar fram líða stundir mun fyrirtækið þó freistast til þess. Það mun auðvitað skila sér beint til neytenda," segir Haukur. Hann hefur sent Samkeppnis- stofnun erindi. Þar kemur fram að Kjarnavörur hafi keypt framleiðslu á Ljóma smjörlíki. Kjarnavörur séu því eini framleið- andi á rúllusmjör- líki, sem notað er við bakstur í bak- aríum. Það sé lang stærsti fram- leiðandi hrærismjörlíkis. Haukur segir Landssamband bakara- meistara hafa dregið lappirnar. Þeir hafi ekki þorað að taka af skarið og senda erindið til Sam- keppnisstofnunar. Ákvörðun var tekin á stjórnarfundi, að þar sem ekkert bendi til þess að Kjarna- vörur ætli að misnota aðstöðu sína, sé ekki rétt að senda erindi þess efnis til Samkeppnisstofnun- ar. Kanna eigi möguleika á afnámi tolla á innfluttu smjörlíki, í áföng- um. Rétt sé að bíða viðbragða stjórnvalda. „Annaðhvort eru toll- ar afnumdir eða ekki. Þetta er ekki greiðsludreifing," segir Haukur. „Ég skil ekki hugarfarið að baki þessu. Það skýtur skökku við að þeir skuli ekki beita sér í þessu máli.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins, er Innkaupasamband bakara dótturfyrirtæki Kjarna- vara. Kjarnavörur eiga 51 pró- senta hlut í innkaupasambandinu. Því eigi, þeir bakarar sem aðilar eru að innkaupasambandinu, ekki hægt um vik að fara fram á sam- keppni við móðurfyrirtækið. Hvorki með því að kæra það til Samkeppnisstofnunar eða krefj- ast þess að samkeppnin komi er- lendis frá. Afslættir og verðlag gæti verið í húfi. „Landssamband bakarameistara aðhafðist ekkert í málinu. Ég sendi því erindið til Samkeppnisstofnunar svo málið yrði ekki þaggað niður,“ segir Haukur. „Samkeppnisráð hefur málið til umfjöllunar. Ég hlýt að heyra frá þeim á næstunni." ■ HAUGUR AF ÓNÝTUM DAGBLÖÐUM Þessi maður fékk þann starfa að moka upp hluta af fimmtíu þúsund ónýtum ein- tökum dagblaðsins IVIetro. Okeypis dagblað í hremmingum: Óeirðarlög- regla stóð vörð um prent- smiðjuna pári's. AP Útgáfa ókeypis dagblaða í Frakklandi hefur ekki gengið átaka- laust fyrir sig. Á mánudaginn hófu tvö slík göngu sína. Annað þeirra nefnist Metro líkt og fleiri slík dag- blöð sem gefin eru út víða um heim. Það er gefið út í París og Marseille. Hitt blaðið heitir Marseille Plus. Stéttarfélag prentmiðla mót- mælti útkomu fyrsta eintaks Metro í Suður-Frakklandi á mánudaginn með því að hópur fólks mætti í prentsmiðjuna og eyðileggja fimm- tíu þúsund eintök. í gær þurfti óeirðalögregla að standa vörð um prentsmiðjuna til þess að hægt væri að prenta blaðið. Engin leið var að fá blaðið prentað í París vegna and- stöðu stéttarfélags og starfsfólks í prentsmiðjum. Parísarútgáfan þurfti því að semja við prentsmiðju í Hollandi um að prenta það. Blöðunum er dreift á járnbrauta- stöðvum. Fólk sem dreifir blaðinu hefur orðið fyrir aðkasti. Tvö stærstu dagblöð Frakklands, Le Monde og Liberation, líktu í gær ókeypis dagblöðum við undirboð á markaði. „Þessi ókeypis blöð hafa útlit dagblaða, þau hafa sömu lykt og eru eins viðkomu og fréttablöð, en lengra ná ekki líkindin við dagblöð," segir í Liberation. ■ —4— Ákvörðun var tekin á stjórn- arfundi Lands- sambands bakarameist- ara, að þar sem ekkert bendi til þess að Kjarnavör- ur ætli að misnota að- stöðu sína, sé ekki rétt að senda erindi þess efnis til Samkeppnis- stofnunar. ..f.. fr.i kr. 2700: á úag Verð miðast við flokk A eða sambærilegan Gildir til 31/03/02 Knarrarvogur 2-104 Reykjavík Verð miðast við flokkA Lágmarksleiga 7 dagar w“*“*“*. Ótakmarkaður akstur, trygging og vsk. Lögreglan á Hlemmi: Sóðalegum skemmdar- vörgum vísað á dyr ólæti Lögreglan í Reykjavík vísaði hópi unglinga út úr biðstöðinni á Hlemmi í fyrradag. Lögreglan sagði að unglingarnir hefðu verið með það mikil læti að fólk, sem hefði verið að bíða eftir strætó, hefði þurft að standa úti. Að sögn lögreglu hefur færst í vöxt síðustu vikur að unglingar hóp- ist saman á Hlemmi. Gæslumaður á staðnum sagði að þetta væri yfir- leitt sami hópurinn um 15 til 20 ung- lingar. Þeir kæmu á Hlemm eftir skóla og væru þar fram á kvöld. Mikil vandamál fylgdu hópnum. Nokkrir úr honum hefðu brotið tíu rúður í strætisvögnum sem staðið hefðu við Hlemm og sex rúður í byggingunni sjálfri. Þá hefðu þeir STRÆTISVAGNABIÐSTÖÐIN A HLEMMI Reka þurfti hóp unglinga út úr biðstöðinni á Hlemmi vegna óláta. Nokkrir úr hópnum brutu 16 rúður í strætisvögnum og byggingunni sjálfri. einnig framið skemmdarverk á kló- settum biðstöðvarinnar. Gæslumaðurinn sagði ástandið vera algjörlega óviðunandi. Þessi hópur gengi mjög sóðalega og væri hávær. Margir unglinganna reyktu inni í húsinu og sífellt væri verið að vísa þeim út. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.