Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 12
FRETTABLAÐIÐ 20. febrúar 2002 MIÐVIKUDACUR Fyrirtæki til sölu, t.d.: • Langar þig í eigin blómabúö? Lítil og falleg blómabúð í Breiðholti í góðum rekstri. Ódýr húsaleiga. Auðveld kaup. • Söluturn og veitingarekstur með 4 sölulúg- um á frábærum stað í avinnuhverfi. Árs- velta 70 MKR. • Lítið plastframleiðslufyrirtæki sem fram- leiðir bílahluti. Góð markaðsstaða. • Veitingastaður í atvinnuhverfi. Mánaðar- velta 2-3 MKR á mánuði. Eingöngu opið virka daga kl. 7-17. • Tvær litlar tískuverslanir, í Kinglunni og Hafnarfirði. Auðveld kaup. • Höfum til sölu nokkrar heildverslanir í ýms- um greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-350 MKR. Einnig stórar sérverslanir með eigin innflutning. • Skyndibitastaðurinn THIS í Lækjargötu (áður Skalli). Nýlegar innréttingar og góð tæki. • Stór pub í miðbænum. Einn stærsti bjór- sölustaður borgarinnar. • Verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í gang- stéttum. Góð tæki. Ársvelta 50 MKR. • Kaffihús við Laugaveg. Ársvelta 35 MKR. Góður hagnaður. • Gjafavöruverslun í góðu húsnæði á 108 svæðinu. • Stór skemmtistaður í miðbænum. Mjög góður rekstur. • Falleg sérverslun með flísar. Ársvelta 20 MKR. Góð umboð. • Kristján IX í Grundarfirði. Vinsælasti veit- inga- og skemmtistaðurinn á Snæfellsnesi. Ársvelta 20 MKR. • Stór og mjög vinsæll Pub í úthverfi. Einn sá heitasti í borginni. • Pekkt austurlenskt veitingahús í miðbæn- um. Velta 4 MKR á mánuði og vaxandi. Góður hagnaður. • Mjög góður söluturn í Hafnarfirði með bíla- lúgum, grilli og video. 6,5 MKR mánaðar- velta og vaxandi. • Tvö gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 7-15 herbergi. • Lítill sport pub í úthverfi. Mikil matsala. Auðveld kaup. • Sólbaðsstofa í miðbænum. 6 bekkir + gufubaö og önnur aðstaða. Lágt verð. • Lítil en mjög efnileg heildverslun með um- hverfisvæn hreinsefni. • Unglingafataverslun í Kringlunni. 24 MKR ársvelta. Auðveld kaup. • Stór og vinsæll Pub í miðbænum. Mikil velta. • Falleg lítil blómabúð í Breiðholti. Mjög ein- faldur og öruggur rekstur. Auðveld kaup. • Stór útivistarverslun í góðum rekstri. Árs- velta140 MKR. • Skyndibitastaður í atvinnuhverfi. Ársvelta 20 MKR. Þægilegt fyrir einn kokk. • Lítil heildverslun með góða markaðsstöðu í matvöru óskar eftir sameiningu við fjár- sterkt fyrirtæki til að nýta góð tækifæri. • Heildverslun með tæki og vörur fyrir bygg- ingariðnaðinn. Ársvelta 100 MKR. • Góð videósjoppa í Breiðholti með 4 MKR veltu á mánuði. Auðveld kaúp. • Stórt og fjölbreytt heilsustúdíó. Eurowave, Ijósalampar, sogæðanudd, leirvafningar og fl. Mjög góð staðsetning. • Rötgróiö veitingahús við Bláa Lónið. Góð- ur og vaxandi rekstur í eigin húsnæði. • Veitingahús á Akranesi • Verslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður rekstur. Ársvelta 160 MKR. • Efnalaug/þvottahús í stóru hverfi. Arðbær rekstur og miklir vaxtamöguleikar fyrir hendi. Mjög hentugt fyrir fjölskyldu. • Meðeigandi óskast að litlu matvælafyrir- tæki meö mikla möguleika. • Falleg gjafavöruverslun við Laugaveginn, heildsala og netverslun. Mikil tækifæri. • Ein besta sólbaösstofa borgarinnar. Góður hagnaður. Skipti möguleg á góðu atvinnu- húsnæði. • Þekkt barnafataverslun við Laugaveg.. Eiginn innflutningur. • Söluturn á Akureyri. Lottó, video og grill. Ársvelta 20-24 MKR. Auðveld kaup. • Stór og glæsileg hárgreiðslustofa í mið- bænum. 8 stólar og mikið að gera • Sérverslun á Djúpavogi. Eigið húsnæði á besta stað. 20 MKR ársvelta. • Austurlenskur take-away matsölustaður á Akureyri. Ársvelta 18 MKR. • Oriflame á íslandi. Þessar þekktu snyrti- vörur hafa verið seldar hér á landi síðan 1969, eingöngu í heimakynningu. Lítið fyr- irtæki með mikla möguleika. Auðveld kaup. • Veitinga- og skemmtistaður á Höfn í Hornafiröi. Eigiö húsnæði. • Heildverslun með vel þekkt matvæli. Framlegð 13MKR á ári og vaxandi. • Lítill söluturn h videóleiga í Háaleitishverfi. Auðveld kaup. • Vinnúfataverslun með eigin innflutning. Ársvelta 24 MKR. • Mjög þekkt veitingahús í miðbænum. 50 sæti. Velta 30 MKR á ári. Auðveld kaup. • Lítil en vel þekkt tískuverslun við Lauga- veginn. • Óvenju arðbær videóleiga. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. • Bílaverkstæði í Hafnarfírði. Gott húsnæöi og vel tækjum búið. Mikiö að gera. • Traust verktakafyrirtæki í jarðvinnu. 80 MKR ársvelta. Mjög góö verkefnastaöa næstu tvö ár. • Lítil en vaxandi tískuverslun í góðu hverfi. Þsegilegur og öruggur rekstur með ágætan hagnað. • Heildverslun með þekktar heilsuvörur. Árs- velta 27 MKR í fyrra en núverandi eigendur ráða ekki við ört vaxandi eftirspurn. • Langar þig í eigin rekstur. Höfum til sölu nokkur lítil en góð fyrirtæki sem auðvelt er að byrja á. Jafnvel auðveldara en þú heldur. • Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) • Sími 533 4300 • Gsm 820 8658 „Klókar refsiaðgerðir“ Evrópusambandins: Beinast gegn tuttugu ráðamönnum í Simbabve HflRflRE. ap Ríkisstjórnin í Simbabve sakar Evrópusambandið um „fjand- samlegar aðgerðir“ gegn landinu. Er þar átt við refsiaðgerðir sem Evrópusambandið samþykkti á mánudaginn. Evrópusambandið nefnir aðgerðirnar „klókar refsiað- gerðir“ (“smart sanctions"), sem öfugt við hefðbundnar refsiaðgerð- ir eiga eingöngu að beinast gegn ráðastétt landsins, ekki almenningi. Refsiaðgerðirnar fela í sér Ro- bert Mugabe forseta og 19 öðrum ráðamönnum í Simbabve er bannað að ferðast til Evrópusambandsríkj- anna. Þeim verður einnig ókleift að taka innistæður sínar út úr fjár- málastofnunum Evrópusambands- ríkjanna. Ennfremur var samþykkt bann við sölu á vopnum frá aðildar- ríkjum Evrópusambandsins til Simbabve. Evrópusambandið kallaði jafn- framt heim þrjátíu manna hóp sem átti að hafa eftirlit með kosningun- % um í Simbabve, sem haldnar verða í mars. Refsiaðgerðirnar voru sam- Á LEIÐ FRÁ SIMBABWE Þrjátíu kosningaeftirlitsmenn frá Evr- ópusambandinu hafa verið kallaðir heim, nokkrum vikum áður en kosn- ingarnar verða haldnar. Einn eftirlits- mannanna er þarna að bera farangur sinn út í bifreið fyrir utan hótel í höf- uðborginni Harare. Ekki samræmi í txyggmgiim barna Mismunandi er hvernig börn eru tryggð hjá dagmæðrum. Áhöld eru um hvort börnin séu tryggð óháð leyfilegum íjölda. Barnavistun tryggir börn félagsmanna í einum potti. Ekki er hlutast til um hvort börnin eru utan leyfilegs fjölda dagmóður. Tryggingafélögin segja það ekki sitt hlutverk að sinna eftirlitsskyldu. DflCViSTUN Samkvæmt upplýsing- um frá tryggingafélögum er afar mismunandi á hvaða hátt börnin eru tryggð hjá dagmæðrum. Sam- kvæmt upplýsingum frá trygg- ingafélögum, tekur tryggingin til ákveðins fjölda barna. I mörgum tilfellum sé óljóst hvort sá fjöldi sé óháður því hvort börnin séu fleiri en dagmóðirin hefur leyfi til að vista. Dagmæðrum er skylt að kaupa slysatryggingu vegna þeirra barna sem þær hafa í vistun. Þeg- ar blaðamaður leitaði upplýsinga hjá Bergi Felixsyni, fram- kvæmdastjóra Leikskóla Reykja- víkur, benti hann á Barnavistun, félag dagmæðra. Að sögn Hafdís- ar Jakobsdóttur, sem á sæti á stjórn Barnavistunar, eru um 200 dagmæður félagar í Barnavistun. Félagið kaupir hóptryggingu vegna þeirra barna sem eru í vist- un hjá félagsmönnum. Verði barn fyrir slysi hjá dagmóður, skiptir ekki máli hvort hún er með börn í vistun, umfram leyfilegan fjölda, samkvæmt upplýsingum frá Sjó- vá-Almennum, tryggingafélagi þeirra. Ekki sé endurkröfuréttur á dagmóðurina. Að sögn Hafdísar hlutast tryggingafélagið ekki til um það, hyort dagmæðurnar fari eftir reglum um barnafjölda. Eft- irlitsskyldan sé hjá umsjónaraðil- um dagmæðranna. Hafdís segir að margar dagmæður kaupi sjálf- ar slysatryggingu vegna barn- anna. í þeim tilfelli geti verið mis- TRYCCINGAR DACMÆÐRA Dagmæðrum er skylt að kaupa slysatryggingu vegna þeirra barna sem þær hafa í vistun. munandi hve mörg börn séu inni- falin í tryggingunni. Mörg dæmi séu þess að dagmæður séu með öllu ótryggðar. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingamiðstöðinni tryggja nokkur sveitarfélög börn hjá dag- mæðrum, á sama hátt og börn á leikskólum. „Við tryggjum um- beðinn fjölda barna og vitum ekki hvað dagmóðirin hefur leyfi fyrir mörgum.“ segir Sigurður Viðars- son, þjónustufulltrúi hjá Trygg- ingamiðstöðinni. „Við gerum ráð fyrir að sveitarfélagið hafi eftirlit með því, að dagmóðirin visti ekki fleiri börn en hún hefur leyfi til. Sú eftirlitsskylda á ekki að hvíla á okkar herðum." arndis@frettabladid.ís þykktar tveimur dögum eftir að stjórnvöld í Simbabve ráku úr landi Pierre Schori, yfirmann kosninga- eftilitshópsins í Simbabve. Stjórn- völd í Simbabve bönnuðu jafnframt mörgum erlendum blaðamönnum að koma til landsins til að fylgjast með kosningunum. Stjórnvöld í Simbabve segja hins vegar þessar aðgerðir Evrópu- sambandsins tilraun til þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. Robert Mugabe forseti Simbabve segir að Evrópuríki eigi ekkert með að fylgjast með kosningum í Simbabve, enda sendi Simbabve ekki eftirlitsmenn til Evrópu að fylgjast með kosningum. ■ JÓN H. SNORRASON, SAKSÓKNARI Dómurinn merkilegur þar sem hann fjallar um starfssvið sem ekki é sér hliðstæðu í öðrum dómum. Sparisjóðssvikarinn á Ólafsfirði: Dómur án hliðstæðu refsidómur Fyrrverandi spari- sjóðsstjóri Ólafsfjarðar var í fyrradag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stór- felld umboðssvik, bókhaldsbrot og brot á lögum um ársreikninga. Honum er gert að greiða spari- sjóðnum 22 milljón króna í skaða- bætur. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóra, segir dóm- inn ekki eiga sér hliðstæðu. Fjall- að sé um starfssvið, sem visst sjálfstæði ríkir um, en verði að lúta ákveðnum reglum um áhættutöku. „Sparisjóðsstjórinn brýtur af sér með því að taka ákvarðanir sem binda sparisjóðinn með lán- veitingum og fela í sér óforsvar- anlega áhættu," segir Jón. Hann segir dóminn hafa for- dæmisgildi og áhrif á eftirlits- störf með fjármálastarfsemi; bönkum og sparisjóðum. „Þetta skerpir úrræði og svið Fjármála- eftirlitsins til dæmis,“ segir Jón. Sparisjóðsstjóranum var gefin að sök í ákæru að stefna fé sjóðs- ins í stórfellda hættu með lánveit- ingu og ábyrgðum. Sparisjóðurinn tapaði 600 milljónum króna vegna útlána. ■ Minni ásókn í heimilisfræðinám í KHÍ: Lítill áhugi á heimilisfræði heimilisfrædi í ár völdu aðeins sjö nemendur í Kennaraháskóla Is- lands heimilisfræði sem sérgrein. Þrátt fyrir að ráðstafanir hafi ver- ið gerðar til að taka inn fleiri nem- endur virðist það ekki skila sér í bættri aðsókn. Olli það forsvars- mönnum skólann miklum von- brigðum einkum og sér í lagi fyrir þær sakir að skortur er á kennur- um í heimilisfræði við grunnskól- ana. Að sögn Stefaníu Valdísar Stefánsdóttur aðjúnkt í heimilis- fræði við skólann er enginn einhlít skýring á áhugaleysi nemenda. „ Það kann að vera að fáir viti hvað felst í náminu. Eins gæti skýringin verið að margir tengja námið við gömlu húsmæðraskólana. Námið í heimilisfræði við Kennaraháskól- ann er hins vegar akademiskt nám sem fært hefur verið í nútíma bún- ing,“ segir Stefanía Valdís Hún segir námið vera mjög hagnýtt og næringarfræði, mat- vælafræði og örverufræði ásamt matreiðslu höfuðviðfangsefni nemenda. „Kennarar sem útskrifast frá okkur hafa auk réttinda til að kenna heimilisfræði, almenn kenn- araréttindi og geta því kennt bæði HEIMILISFRÆÐI i ár hafa aðeins sjö stúlkur [ Kennaraháskólanum valið heimilisfræði sem sérgrein á yngra og eldra stigi grunnskól- ans. Auk þess geta okkar nemend- ur nýtt menntun sína á fleiri stöð- um en innan grunnskólans. Margir hafa farið til starfa í stórum mötu- neytum, ferðaþjónustu og á hótel- um, unnið við ráðgjöf og kennt á námskeiðum. Það er því hinn mesti misskilningur að þetta nám sé ekki hagnýtt auk þess sem að þær sem sækja það eru flestar mjög ánægu- ar.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.