Fréttablaðið - 20.02.2002, Page 13

Fréttablaðið - 20.02.2002, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 20. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ Siðareglur: Auka trúnað og traust stjórnmál „Atburðir síðustu vikna og missera segja okkur ljóslega að það er brotalöm í okkar stjórn- sýslu“, sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingmaður Samfylkingar, á þingi í gær þegar hún flutti fram- sögu fyrir þingsályktunartillögur um siðareglur fyrir stjórnmála- menn og opinbera starfsmenn. „Þar er ekki allt sem vera skyldi. Ábyrgð virðist vera óljós í stjórn- sýslunni. Það verður að skilgreina hana miklu betur.“ Jóhanna sagði að víða um lönd voru settar siðareglur opinberra starfsmanna og þingmanna. Mætti þar nefna að þingin í Dan- mörku, Svíþjóð og Bretlandi hefðu sett sér siðareglur. Þá hefði Ríkisendurskoðun kallað eftir því að stjórnsýslunni hér á landi yrði settar siðareglur. í máli Jóhönnu kom fram að siðareglur leystu ekki allan vanda. Skýrar og leið- beinandi reglur ættu þó að auka trúnað og traust almennings til þingmanna og stjórnsýslu. ■ JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Vill siðareglur sem taki gildi næsta haust. Laganemi falsaði hluta lokaritgerðar: Fékk skriflega áminn- ingu frá háskólarektor háskóli Vilhjálmur H. Vilhjálms- son, laganemi, fékk skriflega áminningu frá rektor Háskóla íslands eftir að hann endurinn- ritaðist í skólann. Þá var búið að ógilda próf hans frá lagadeild Háskólans. Páll Skúlason segist hafa rætt rækilega við prófess- orinn, sem leiðbeindi Vilhjálmi við kandidatsritgerð, en ekki hafi verið tilefni til áminningar. Spurningar hefðu vaknað hvort hann hefði sinnt leiðbeiningar- skyldu sinni af kostgæfni. Upp komst að stór hluti af kandidatsritgerð Vilhjálms var fenginn annars staðar frá án PÁLL SKÚLASON, HÁSKÓLA- REKTOR Háskólayfirvöld fóru strax vand- lega yfir allar reglur um rit- gerðasmlð og leiðbeininga- skyldu kennara þegar þetta mál kom upp. þess að heimilda væri getið. Páll segir að leiðbeinandinn hafi ekki haft vitneskju um þessi vinnu- brögð. Vilhjálmi var leyft að endurinnritast í deildina og skri- fa aðra lokaritgerð. Rektor gerði honum grein fyrir að hægt væri að beita hann viðurlögum vegna þess að hann hefði gerst brotleg- ur við reglur Háskólans. Eftir að Vilhjálmur endurinnritaðist fékk hann skriflega áminningu. „Málinu er lokið,“ segir Páll Skúlason. Háskólaráð var upplýst um ferli málsins en það kom ekki til kasta þess. Prófessorinn, Stefán Már Stefánsson, er í rannsóknar- leyfi á yfirstandandi vormisseri. Páll Sigurðsson, forseti laga- deildar, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á rektor. ■ LYFJA - fyrir útlitið Kynni í dag m Lyfja Lágmúla Lyfja Spönginni Fimmtudag kl.14-18 Lyfja Smáratorgi Lyfja Garðabæ Föstudag kl. 14-18 Lyfja Setbergi Lyfja Smáralind Laugardag kl. 12-16 Lyfja Laugavegi Þín bíður sýnishorn af því nýjasta frá Clarins á meðan á kynningu stendur! Eiginmenn! Muniö Konudaginn á sunnudaginn. Eg er öryggisvörður Kauptu bílaöryggísvörur, ég set þær ókeypis í RUÐU . .. "' • v- ' J jtJ Champion þurrkublöð nuouvoRvi rneo siironunm - öryggi í umferð!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.