Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Hræðist þú að ganga um göt- ur borgarinnar, eftir að morð- ið á Víðimel var framið? Þetta var tilefnislaus áraás. Auðvitað er ég orðin varkárari. Maður hugsar sig tvisvar áður en lagt er af stað. Kristín Kjartansdóttir er verslunarmaður í Vero Moda. FRETTABLAÐIÐ 20. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR Óskar Bergsson fráfarandi varaborgarfulltrúi: Alþýðulýðveldið Buna: Námsmenn styrktir til Kinaferðar nám Stjórnvöld í Kína ætla að styrkja tvo íslendinga til náms í Alþýðulýðveldinu á næsta skóla- ári. Menntamálaráðuneytið hér á landi hefur milligöngu með um- sóknir um styrkinn. Umsóknar- frestur rennur út 20. mars næst komandi. Heiður Reynisdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE), seg- ir ekki algengt að íslenskir náms- menn fari til Kína. Fjarlægðin frá landinu gerir það erfiðara auk tungumálaörðugleika. Heiður seg- ir mjög jákvætt ef fjöldi íslend- inga sem sæki þekkingu þangað aukist. Hún segir að þessi styrkur hafi verið veittur af kínverskum stjórnvöldum í nokkur ár, svo hún best viti. Þó íslenskir námsmenn í Kína séu á hverjum tíma teljandi á fingrum annarrar handar fara þeir í framhaldsnám í t.d. stjórn- málafræði. Einn er núna á skrá SÍNE í Kína og er hann að læra kínversku. ■ | INNLENT I Vestmannaeyjar hafa bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem hafa óskað eftir að taka þátt í verkefni um rafrænt samfélag. Tillaga þessi efnis var lögð fram á fundi bæjar- ráðs Vestmannaeyja á mánudag. Samkvæmt byggðaáætlun munu þrjú sveitarfélög taka þátt í verk- efninu. j UTANRIKISMÁL [ I^gær afhenti Benedikt Jónsson, sendiherra, Eduard A. Shevar- dnadze, forseta Georgíu, trúnað- arbréf sitt sem sendiherra ís- lands í Georgíu. Benedikt var fyrir og verður áfram sendi- herra þjóðarinnar í Rússlandi, með aðsetur í Moskvu, þar sem hann verður áfram. Vantar lýðræðislegar umbætur í Framsókn fwaiviboðsiviál Óskar Bergsson fráfarandi varaborgarfulltrúi R-listans segist ætla að berjast fyrir lýðræðislegum umbótum innan Framsóknarflokksins í borginni. Af þeim sökum sé hann ekki á leið út úr flokknum. Hann segist vera tilbúinn að vinna áfram innan R-listans verði eftir því leitað. enda sé hann stuðningsmaður hans. Hann aftekur með öllu að hann sé á leið í framboð fyrir aðra eins og t.d. Frjálslynda flokk- inn. Sem kunnugt er ákvað hann að draga framboð sitt til baka hjá Framsóknarflokknum vegna óánægju með aðferða- fræðina við val fulltrúa á kjör- skrá og hvernig flokkurinn ætl- ar að velja frambjóðendur sína á R-listann. Hann segist hafa látið forystu flokksins í borg- inni vita af þessari ákvörðun sinni áður hún var gerð opinber Hann hefði m.a. rætt málið við Alfreð Þorsteinsson borgarfull- trúa. Hann segir að framsóknar- menn í borginni verði að fara að tileinka sér lýðræðislegri vinnubrögð við val á frambjóð- ÓSKAR BERGSSON Segir að takmarkað fulltrúalýðræði skaði flokkinn og ímynd hans. Poindexter aftur kominn á toppinn Einn höfuðpauranna í Iran-Contra hneykslinu gerður að yfirmanni njósnadeildar bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Hefur undanfarin ár verið að þróa tölvuforrit handa leyniþjónustunni. BANDARÍKIN í síðasta mánuði var John M. Poindexter gerður að yf- irmanni nýrrar njósnadeildar á vegum bandaríska varnarmála- ráðuneytisins. Deildin var stofnuð í kjölfar hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum 11. september. Banda- ríkjaforseti kom því til leiðar að nokkrar nýjar stofnanir yrðu sett- ar á laggirnar í tilefni af hryðju- verkunum. Hlutverk þeirra allra er að efla öryggi bandarísku þjóð- arinnar, hver með sínum hætti. „Information Awareness Office“ nefnist deildin sem Poindexter veitir forstöðu. Hlutverk hennar er bæði að safna saman og greiða úr gríðarlegu magni af upplýsing- um um fólk í Bandaríkjunum, einkum í þeim tilgangi að auð- velda leyniþjónustunni og stjórn- völdum að koma auga á hætturnar af hryðjuverkum í tæka tíð. Poindexter var öryggisráð- gjafi Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta þegar bandarísk stjórnvöld seldu eftir vel földum krókaleiðum vopn til írans í skipt- um fyrir bandaríska gísla í Lí- banon. Hagnaður af vopnasölunni var að hluta sendur til Contra- skæruliðahreyfingarinnar í Ník- aragúa. Bandaríkjaþing haföi þá sam- þykkt bann við því að Contra- skæruliðarnir fengju fjárstuðn- ing frá Bandaríkjunum. Poindext- er viðurkenndi síðar að hafa sjálf- ur án vitundar Reagans forseta gefið heimild til þess að veita fénu til Níkaragúa. „Ég tók vísvit- andi ákvörðun um að spyrja ekki forsetann til þess að geta útilokað hann frá ákvörðuninni og gera JOHN POINDEXTER Poindexter var öryggisráðgjafi Reagans Bandaríkjaforseta á tímum Iran-Contra hneykslis- ins. Hann er nú kominn aftur til æðstu metorða í Bandaríkjunum. Hæstiréttur Bandaríkjanna neit- aði að taka málið fyrir. Nokkrum árum síðar var Poindexter ráðinn aðstoðarfor- stjóri hjá tæknifyrirtækinu Syn- tek, sem er rekið í tengslum við bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið. Þar vanri hann að þróun tölvu- búnaðar sem á að auðvelda yfir- stjórn hersins og starfsmönnum leyniþjónustunnar að safna sam- an viðamiklum upplýsingum um samtök og einstaklinga. Afrakst- urs þessa starfs er meðal annars eins konar njósnaforrit fyrir PC- tölvur, sem nefnt hefur verið „leitarvél á sterum“. ■ honum þannig kleift að neita öllu síðar meir ef þetta spyrðist út,“ sagði Poindexter árið 1987. Árið 1990 hlutu Poindexter og þáverandi aðstoðarmaður hans, herforinginn Oliver North, dóm fyrir afbrot í tengslum við íran- Contra'málið. Voru þeir sakfelldir fyrir samsæri, fyrir að hafa tvis- var sagt Bandaríkjaþingi ósatt og fyrir að hafa tvisvar hindrað rannsóknir þingsins á málinu. Árið eftir felldi áfrýjunardóm- stóll niður dómana yfir þeim báð- um, aðallega vegna þess að fram- burður vitna þótti ekki marktæk- ur af tæknilegum ástæðum. endum í stað þess að binda það við takmarkað fulltrúalýðræði. Það sé ekki gott fyrir flokkinn og ímynd hans. í því sambandi bendir hann á að flokkurinn hefur oft lent í hremmingum í framboðsmálum þegar hann hefur beitt álíka aðferð og nú við val á frambjóðendum. Sem dæmi minnir hann á að mikil átök og klofningur hefði átt sér stað þegar sótt var að Guðmundi G. Þórarinssyni með þessari aðferð á sínum tíma. Þetta takmarkaða fulltrúalýð- ræði hefði einnig verið notað þegar farið var gegn Ástu R. Jó- hannesdóttur. ■ James Bond stíflar Jökulsárlón og breytir landslaginu: Tré flutt frá Hallorms- stað aðjök- ulsárlóni höfn Kvikmyndatökulið sem er hér að taka upp nýja bíómynd um njósnarann James Bond hefur nú lagt undir sitt mest allt hótelrými frá Skaftafelli austur á Höfn í Hornafirði. Bond-myndina Tökur eiga að fyrir fara fram á Jök- ulsárlóni og á Skálafellsjökli. Affall lónsins hefur verið stíflað til að frysti í lóninu. Að sögn lög- reglu á Höfn er þegar kominn um 20 senti- metra þykkur ísáinnanverðu plERCE BROSNAN loninu. Kvik- sjá|furJamesBond myndagerðar- |eikarinn Pierce mennirmr munUBrosnan sést enn ekki hins vegar vilja í Austur-Skaftafells- enn þykkari og sýslu. tryggari ís svo hann haldi örugglega þeim sjálf- um með öllum búnaði. Bond-fólkið hefur tekið hæð í gamla kaupfélagshúsinu á leigu. Þá hafa nokkrir jeppamenn úr hópi Hafnarbúa verið munstraðir með farartæki sín í leiguakstur vegna kvikmyndatökunnar. Til stendur að fella nokkur hundruð tré austur í Hallormsstað og koma þeim fyrir við Jökulsár- lónið. Trén verða hluti leikmyndar sem nú er í smíðum. Auk umsvifanna við Bond hafa Hornfirðingar í nógu öðru að snú- ast. Stærstur hluti loðnuflotans er í mokveiði utan við Stokksnes með tilheyrandi verkefnum fyrir m.a bæjarbúa á Höfn. ■ ■»; , -í, ,t jM^r^rnT iiU y " m ' Að afloknu prófkjöri Samfylkingarinnar leyfí ég mér aó þakka þeim kjósendum sem ákváðu með þálttöku sinni að hafa áhrif á framboð Reykjavíkurlistans í vor. Sömuleiðis þakka ég starfsfólki próíkjörsins óeigingjama vinnu \ið framkvæmdina og meðfram- bjóðendunt mínum baráttuna. Loks þakka ég sérstaklega stuðningsinönnum mínum ómetanlega samstöðu og traust í prófkjörinu. Ungur ökumaður sviptur ökuleyfi og sektaður: Var á 150 km hraða í kappakstri pómsmál Nítján ára gamall Bolvíkingur var í fyrradag sviptur ökuréttindum í eitt ár í Héraðsdómi Vest- fjarða og dæmdur til að greiða 80.000 krón- ur í sekt fyrir ofsa- akstur. Sannað þótti að maðurinn hefði ekið bifreið sinni, Mitsubishi 3000 Tur- bo, á 150 km hraða þar sem leyfi- legur hámarkshraði var 50. Hann var í kappakstri við félaga sinn og missti stjórn á bílnum sínum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á grjóti á umferðareyju og kastaðist þaðan á ljósastaur og eyðilagðist. Ökumaðuri hinnar bifreiðarinn- ar, sem var af gerðinni Pontiac Firebird Ti-ans Am, var sýknaður þar sem of mikill vafi þótti leika á því hvað hann hefði ekið hratt. At- burðurinn átti sér stað í ágúst árið 2000, en þá var hinn dasmdi nýorðinn 18 ára. Öku- mennirnir óku vestur Sandveg frá brúnni yfir Ósá í átt að Bol- Ökumaður BOLUNGARVÍK Ökumaður sportbíls ók hægra megín fram úr annarri bifreið og missti við það stjórn á bílnum sem lenti á grjóti og kastaðist á Ijósastaur. ungarvíkurkaupstað. Mitsubishi bifreiðarinnar ók hægra megin fram úr hinni bifreiðinni og missti stjórn á henni á móts við síldarverksmiðjuna Gná. Bremsu- för Mitsubishi bifreiðarinnar mældust 127 metrar og þykir það hafa gefið til kynna að hún hafi ver- ið á 150 km hraða. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.