Fréttablaðið - 06.03.2002, Side 2

Fréttablaðið - 06.03.2002, Side 2
KJÖRKASSINN 2 FRÉTTABLAÐIÐ 6. mars 2002 MIÐVIKUDACUR Lokun fangelsisdeilda fellur illa í kramið hjá lesendum. Nær 90% telja þær engan vegin ásættanlegar. Er ásættanlegt að loka þurfi fang- elsisdeildum vegna fjárhagsvanda Fangelsismálastofnunar? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is *____________________14% Nei Spurning dagsins í dag: Er einkarekstur i heilbrigðiskerfinu lausnin á vanda Landspítalans? Farðu inn á vísi.is og segðu 1 þína skoðun ___ Spurningakeppni grunn- skólanna: Lid Haga- skóla sigraði keppni Hagaskóli og Seljaskóli öttu kappi í útslitakeppni spurninga- keppni ÍTR, Nema hvað, á Markús- artorgi í útvarpshúsinu í gærkvöldi og sigraði Hagaskóli með 38 stig- um gegn 31. Þetta er í fyrsta skipti sem keppnin er haldin, en aðstand- endur hennar sögðu í ávarpi í gær- kvöldi að keppnin væri komin til að vera. Sigurlið Hagaskóla hlaut að launum farandbikarinn Mímis- brunn, sem gefinn er af ÍTR, ásamt eignarbikar. Þá fékk skólinn til eignar Söguatlas Máls og menning- ar og hver liðsmaður fékk bókina Orð í tíma töluð. Keppendur Selja- skóla hlutu hver um sig bókina Stjörnufræði fyrir byrjendur fyrir annað sætið. ■ —♦— Bæjarstjóm Akureyrar: Þóra nýr forseti bæj- arstjórnar sveitarstjórnarmál Þóra Ákadóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar Akureyrar á fundi bæjarstjórnar í gær. Hún tekur við embættinu af Sigurði J. Sigurðs- syni. Sigurður lét af starfi bæjar- fulltrúa fyrir skemmstu eftir að hafa setið í bæjar- þóraAka- fJórn. DÓTTIR rrn arlnu 1974. Settist í bæjar- Þóra settist í stjóm um mitt bæjarstjórn fyrir slðasta ár. hönd Sjálfstæðis- flokksins sem varamaður um mitt síðasta ár. Hún skipar annað sæti á framboðslista flokksins fyrir bæj- arstjórnarkosningar 25. maí. ■ SKIPULAG 1 Landfylling sem gert er ráð fyr- ir á Eiðsgranda samkvæmt að- alskipulagi Reykjavíkur til ársins 2024 er 40 hektarar. Framkvæmd- in fellur undir lög um mat á um- hverfisáhrifum. Tilkynna þarf framkvæmdirnar til Skipulags- stofnunar ríkisins þar sem upp- fyllingin er stærri en fimm hekt- arar. Umhverfisáhrif landfylling- arinnar verða þ,ví metin áður en framkvæmdir y'erða hafnar. | ERLENT I Sænsk stjórnvöld vilja að sænsk fyrirtæki, sem stunda starfsemi í öðrum löndum, sýni meiri ábyrgð í umhverfismálum og mannrétt- indamálum erlendis. Þau hafa boð- að fimm hundruð fyrirtæki á sér- stakan fund til þess að ræða hvernig best megi standa að því. Leif Pagrotsky, viðskiptaráðherra Svíþjóðar, segir nauðsynlegt að fyrirtækin sýni meiri alþjóðlega ábyrgð til þess að takast megi að gefa alþjóðavæðingu viðskipta mannlegra yfirbragð. Sjöunda sæti R-listans við borgarstjórnarkosningarnar 25. maí: Oánægja kraumar undir FRAMBOÐ Nokkurrar óánægju gætir meðal samfylkingarfólks í Reykja- vík með nöfnin sem nefnd eru í 7. sæti R-listans. Ekki er ljóst hver tekur sætið en borgarstjóri og upp- stillingarnefnd gera tillögu um við- komandi. Hálfs mánaðar umhugs- unarfrestur Dags B. Eggertssonar, læknis og ævisöguritara Steingríms I-Iermannssonar, til að segja af eða á hvort hann vilji sætið mun fullnýtt- ur. Heimildir herma að næst verði Skúla Helgasyni, stjórnmálafræð- ingi, boðið sætið. Heimildir blaðsins segja að mörgum þyki nóg um „háskólateng- inguna" á listann og nær þyki að sá RÖDUN í SÆTI Á FRAMBODSLISTA REYKJAVÍKURLISTANS i VOR: 1. VG - Árni Þór Sigurðsson 2. Framsókn - Alfreð Þorsteinsson 3. Samfylking - Stefán Jón Hafstein 4. Samfylking - Steinunn Valdís Óskarsdóttir 5. Framsókn - Anna Kristinsdóttir 6. VG - Björk Vilhelmsdóttir 7. Sameiginlegur ? 8. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 9. Samfýlking - Helgi Hjörvar sem tekur sjöunda sætið hafi tengsl við verkalýðshreyfinguna. Nöfnin sem helst hafa verið nefnd í því sambandi eru: Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður á Verðbréfasviði Búnaðarbanka íslands, og Sigurðar Bessasonar, formanns stéttarfélags- ins Eflingar. Edda Rós var áður hag- fræðingur hjá Alþýðusambandi Is- lands. Bæði Sigurður og Edda Rós, töldu ólíklegt að þau væru til með að taka sæti á Reykjavíkurlistanum. Búist er við því að sjöunda sæti Reykjavíkurlistans verði ráðstafað á næstu dögum, þegar tillaga upp- stillingarnefndar Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs hefur ver- ið samþykkt. Búist var við því að hún yrði samþykkt í gærkvöldi á fé- lagsfundi VG en honum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prent- un. ■ lögreglufréttirI Þriggja bíla árekstur varð um klukkan 18.30 í gærkvöldi, skammt frá Hvalfjarðargöngun- um Borgarnesmegin. Aðdragand- inn var sá að ökumaður á leið norður stoppaði til að beygja út af veginum á stæði við göngin. Bílnum á eftir honum tókst ekki að stöðva í tæka tíð og bíllinn þar á eftir reyndi að afstýra árekstri með því að beygja yfir á rangan vegarhelming. Þar hafnaði hann framan á bifreið sem kom á móti og rakst í leiðinni á bifreiðina fyrir framan. Minniháttar slys urðu á mönnum, en einn var fluttur á sjúkrahús Akraness. Hann fékk að fara heim að lok- inni skoðun. Tveir bílanna skemmdust illa og voru dregnir af slysstað með dráttarbifreið. Jón Asgeir vill meiri- hluta í Islandsbanka Fjórir sem tengjast ORCA-hópnum verða í framboði til sjö manna bankaráðs íslandsbanka á að- alfundi félagsins nk. mánudag. Hörð barátta milli tveggja fylkinga. Hlutur TM í bankanum gæti ráðið úrslitum. ÍSLANDSBANKI Mikil barátta á sér nú stað um meirihluta í bankanum. hafafundar bankans nk. mánu- dag. Mikil barátta mun nú eiga sér nú stað á bakvið tjöldin um atkvæði stærri og smærri hlut- hafa í bankanum. Eftir umfangs- mikil kaup þeirra síðustu mánuði er óljóst hversu stórum hlut Þor- steinn Már Baldvinsson og Jón Ásgeir ráða fyrir utan fimmt- ungshlut ORCA. Ekki mun vera ljóst hvort Jón Ásgeir og Þorsteinn Már missa völdin yfir hlut TM í bankanum. Jón Ásgeir benti á að ef fyrir lægi að Landsbankinn seldi hlutinn áfram til fyrrum valdhafa í TM hefði þurft að tilkynna það sl. mánudag til Verðbréfaþings þar sem um innherjaviðskipti yrði að ræða. TM keypti hlutinn í desem- ber sl. skömmu eftir að Jón Ás- geir og Þorsteinn Már náðu völd- um þar af fjölskyldu Sigurðar heitins Einarssonar í Eyjum. Þeir sem blaðið ræddi við úr hinni fylkingu bankaráðsins töldu ekki líkur á að þeir ORCA-hópn- um tækist að ná meirihluta. Krist- ján Ragnarsson, formaður banka- ráðs, sagði að það myndi einfald- lega skýrast hvernig mál skipuð- ust. „Maður veit kannski minnst um það hvað gerist eða hvort eitt- hvað gerist. Vonandi verður allt í sátt og samlyndi á aðalfundinum.“ mbh@frettabladid.is valdabarátta „Bjarni Ármanns- son og Ari Edwald [stjórnarfor- maður Straums] hafa sýnt alveg ótrúleg óheildindi,“ sagði Jón Ás- geir Jóhannesson. Sala Fjárfest- ingarfélagsins Straums á 11% hlut í Tryggingamiðstöðinni, sem sagt var frá í blaðinu í gær, hafi meðal annars verið að klekkja á honum. 4,3% hlutur TM í íslands- banka er lykilatriði í baráttu um meirihluta í bankaráðinu. í dag situr Jón Ásgeir í minnihluta ásamt Jóni Ólafssyni og Einari Erni Jónssyni, einum Nóatúns- bræðra. Það er haft til marks um að valdabarátta hafi legið að baki viðskiptunum með bréfin í Tryggingamiðstöðinni að sölu- gengi var 67, sem er langt yfir núverandi markaðsgengi. Þeir sem blaðið ræddi við í gær voru flestir á því að mikil óvissa ríkti um niðurstöðu hlut- FRAMBJODENDUR TIL SJO MANNA BANKARÁÐS: Úr gamla bankaráðinu: Kristján Ragnarsson, formaður L(Ú Vlglundur Þorsteinsson, BM Vallá Einar Sveinsson, Sjóvá-Almennum Helgi Magnússon, endurskoðandi ORCA/FBA-menn: Jón Ásgeir Jóhannsson, Baugi Þorsteínn Már Baldvinsson, Samherja Gunnar Jónsson, lögmaður Hreggviður Jónsson, fyrrum forstjóri Norðurljósa Frumniðurstöður skýrslu um Flugleiðaþotu benda til sprungu í málmhólki hjólabúnaðar vegna tæringar: Skýrslu um laskaða þotu enn ólokið flugöryggi Lokaskýrsla Rann- sóknarnefndar flugslysa í Dan- mörku varðandi farþegaþotu Flugleiða sem hjólastell brotnaði undan á Kastrup flugvelli í 28. júní í fyri-a mun liggja fyrir um mitt þetta ár. Þetta hefur rann- sóknarnefndin staðfest við Frétta- blaðið. Málmhólkur í hjólastellinu brotnaði rétt áður en farþegaþot- unni var ekið frá flugstöðinni seint um kvöld. Áhöfnin sem taldi átta menn hafði næstum lokið við að koma 182 farþegum vélarinnar um borð. Engin meiddist. í frumskýrslu dönsku rann- sóknarnefndarinnar fljótlega eft- ir atvikið kom fram að rekja mætti það til tæringar í málm- hólki í hjólaabúnaði hægra megin að aftan. Vegna tæringarinnar hafði myndast 39 millimetra sprunga í hólkinn. Hólkurinn brotnaði síðan út frá sprungunni. Við þetta lagðist hjólagafall vélar- innar á flugbrautina en ekki á öx- ulinn eins og vera ber. Að sögn dönsku rannsóknar- nefndarinnar var fi-amleiðendum þotunnar, Boeing verksmiðjunum, gert viðvart um frumniðurstöður nefndarmanna. Niðurstöðurnar hafi einnig verið kynntar dönsku flugmálastjörninni og Flugleið- um. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að farið hafi verið yfir hjólabúnað annarra Flugleiðaþotna í kjölfar- ið. Ekkert athugavert hafi fundist en þó hafi verið skipt um málm- hólkinn í einni annarri vél félags- ins. Guðjón segir að ekki hafi verið rétt staðið að ryðvörn þegar hjóla- búnaðurinn fór í viðhald hjá Goodrich sem framleiðir hjóla- búnað fyrir Boeing. „Við vitum að danska rann- hjólastell flugleiðaþotunnar Eins og sést á myndinni til vinstri var mikil tæring i málmhólkinum sem brotnaði. Á hægri myndinni sést hvernig hjólagafallinn hvílir á flugbrautinni en ekki á öxli hjólabúnaðarins. sóknarnefndin hefur unnið að rannsókn málsins með bandarísku flugmálastjórninni og bæði Boeing verksmiðjunum og Goodrich og að gripið hefur verið til ráðstafana til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig,“ seg- ir Guðjón. Eins og áður segir brast hjóla- búnaðurinn rétt fyrir áætlað flug- tak með 190 manns um borð. Ef atvikið hefði átt sér stað í flugtaki eða lendingu hefði getað orðið geysilegt manntjón. Guðjón vill hins vegar ekki svara því hvort svo hefði getað farið: „Mér finnst ekki við hæfi að vera með getgát- ur um það nú frekar en þegar þetta gerðist," segir hann. gar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.