Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2002, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 06.03.2002, Qupperneq 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 6. mars 2002 MIÐVIKUDAGUB SVONA ERUM VIÐ Landsbankinn um rekstrarbata Flugleiða: Enn óviðunandi fj ár munamyndun VERÐBÓLGA SL. 12 MÁNAÐA SUNDURLIÐUÐ Innfluttar vörur (án áfengis og tóbaks) hækkuðu um 10% á milli febrúar 2001 og febrúar 2002. Innlendar vörur án búvöru hækkuðu um 12,1%. Hækkunin er því nokkuð umfram almenna 8,9% hækkun neysluverðsvísitölu síðustu 12 mánuði. Á sama tlma hækkaði húsnæðisliður vísitölu neysluverðs aðeins um 5,6%. Innlendi hlutinn er án búvöru. %-hækkun sl. 12 mánuðí Innlendar vörur 12,1% Innfluttar vörur 10% - Pjónusta 8,9% Húsnæði 5,6& uppgjör Samanlagt töpuðu Flug- leiðir rúmlega 2.100 milljónum króna síðustu tvö ár. Frávik frá já- kvæðum áætlunum var í bæði skiptin skýrt með óhagstæðum ytri skilyrðum. Greiningardeild Lands- bankans bendir á að þrátt fyrir ýmsa hagræðingu að undanförnu sé fjármunamyndun félagsins enn ófullnægjandi miðað við mikla skuldaaukningu síðustu ára. Þó að heildarafkoma síðasta árs hafi ver- ið nokkuð betri en endurskoðaðar áætlanir frá síðasta hausti gerðu ráð fyrir þurfi félagið að gera enn betur ætli það sér nokkurn tíma að greiða niður háar skuldir. Á síðasta ári hækkuðu skuldirn- ar úr 23 milljörðum króna í 30. Óhagstæð gengisþróun skýrir að- eins hluta þess. Alvarlegri er þróun eiginfjár síðustu þrjú ár. í lok árs- ins 1999 var eiginfjárhlutfallið 32%. Á árinu 2000 lækkaði það í 24% og eftir síðasta ár er stendur hlutfallið í 17,5%. Jónas Gauti Friðþjófsson hjá Greiningardeild Landsbankans FLUGLEIÐIR Staðan er langt I frá góð þrátt fyrir að nokkur árangur hafi orðið af hagræðingu á síðasta ársfjórðungi 2001. segir að efnahagur Flugleiða sé kominn nálægt hættumörkum. „Við bjuggumst við mun verri af- komu þannig að hagræðingarað- gerðir þeirra hafa skilað nokkru. Við erum þó þeirrar skoðunar að mun meira þurfi til. Síðustu ár hefur grunnstarfsemin einfald- lega ekki verið að skila nægu til félagsins." ■ Bresk könnun: Fordómar í tölvupósti tölvur Fjölmargt skrifstofufólk í Bretlandi sendir á degi hverjum frá sér tölvupóst sem er klám- fenginn, haldinn ýmiss konar for- dómum eða sem talinn er meið- andi fyrir kollegana. Þetta kemur fram í nýlegri breskri könnun meðal skrifstofufólks í Bretlandi. Tæplega 30% þeirra sem tóku þátt í könnuninni viðurkenndu að hafa sent ósæmilegan tölvupóst í vinnunni. 38% þeirra starfs- manna sem senda tölvupóst gera það til að benda á mistök annarra. 55% skrifstofufólks í London not- ar tölvupóst í pólitísku skyni til að koma sjálfu sér á framfæri. ■ Leikurinn sem allir C&C aðdáendur hafa beðið eftir. Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind Dagblaðið Metropol í Póllandi: Okeypis og vinsælast í Varsjá pagblöð Fyrir skömmu skýrði al- þjóðleg keðja Metróblaðanna, sem dreift er ókeypis í mörgum borg- um í Evrópu og víðar um heim, að pólska dagblaðið Metropol væri orðið víðlesnasta dagblaðið í Var- sjá, höfuðborg Póllands. í lesendakönnun, sem gerð var í Varsjá í nóvember síðastliðnum, kom í ljós að 350.000 manns lásu Metropol á hverjum degi. Það þýð- ir að 20 prósent allra dagblaðsles- enda í borginni lesa Metropol. Næst stærsta dagblaðið í Varsjá var aðeins með 250.000 lesendur á dag. Blaðinu er dreift í Varsjá í 180.000 eintökum daglega. Það liggur frammi ókeypis á stærstu Íestafstöðvum borgarinnar, auk þess sem því er dreift í neðanjarð- arléstuni, strætisvögnum, spor- vögnum og á götum úti í miðborg- inni. Metrókeðjan er stærsta keðja ókeypis dagblaða í heiminum. Á vegum hennar er gefið út 21 dag- blað í 15 löndum og á 13 tungumál- um. Meðal annars koma út Metró- blöð í Kaupmannahöfn, Stokk- hólmi, Gautaborg og Helsinki. ■ |lögreglufréttir| Bílstjóri sem var á ferð klukk- an fjögur í fyrrinótt keyrði út af veginum við Hveradali. Lög- reglan á Selfossi segir hann ekki hafa meitt sig og hélt ferðinni áfram. Hann var ekki grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan á Selfossi hafði af- skipti af bílstjóra í Kömbun- um vegna bilaðs ljóss. Eftir að hún tók manninn tali kom í ljós að hann var undir áhrifum áfeng- is. Ökuferð mannsins var þar með lokið. Fullgilding á Kyoto- bókun fyrir Alþingi Utanríkisráðherra mun mæla fyrir samþykkt þingályktunartillögu fyrir þinglok. Leiðtogafundur um sjálfbæra þróun í S-Afríku síðsumars. Utstreymi gróðurhúsalofttegunda á Islandi má ekki aukast meira en 10% frá árinu 1990. loftslag Ríkisstjórnin stefnir að því að leggja fram þingályktunar- tillögu til fullgildingar á Kyoto- bókuninni á yfirstandandi þingi. Stefnumörkun stjórnvalda um ráðstafanir til að standa við skuld- bindingar loftslagssamningsins og Kyoto-bókunarinnar hefur ver- ið kynnt og samþykkt í ríkis- stjórn. Það verður utanríkisráð- herra sem mun mæla fyrir full- gildingunni á þingi. Þetta kom fram á kynningarfundi sem Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hélt um málið í gær. Þá stefnir EBS að því að fullgilda Kyoto-bókunina eigi síðar en 1. júní n.k. Um 55 ríki sem losa um minnst 55% af heildarlosun iðn- ríkjanna þurfa að hafa fullgilt bókunina til að hún öðlist alþjóð- legt gildi. Stefnt er að ná því tak- marki fyrir alþjóðlegan leiðtoga- fund um sjálfbæra þróun sem haldinn verður í Jóhannesarborg í S-Afríku um mánaðamótin ágúst - september n.k. Heimildir íslands til útstreym- is gróðurhúsalofttegunda eru tví- þættar. Annars vegar skal al- mennt útstreymi gróðurhúsaloft- tegunda frá íslandi ekki aukast meira en sem nemur 10% frá ár- inu 1990. Það þýðir að það verður að vera innan við 3.200 þúsund tonn koltvíoxíðígilda árlega að meðaltaii á tímabilinu 2008 - 2012. Hins vegar skal koltvíoxíðút- streymi frá nýrri stóriðju eftir 1990 sem fellur undir íslenska ákvæðið ekki vera meira en 1.600 þúsund tonn að meðaltali á ári hverju á sama tímabili. Talið er að UMHVERFISRÁÐHERRA Siv Friðleifsdóttir segir að það geti brugðið til beggja vona hvort nægilegur fjöldi ríkja muni fullgilda Kyoto-bókunina I ár. þetta þak sé nægjanlegt fyrir meðalframleiðslu stóriðju á skuldbindingartímabilinu. Islend- ingum er hins vegar óheimilt að selja frá sér mengunarkvóta. Það er í samræmi við útfærslu á ís- lenska ákvæðinu. Þá þykir stjórn- völdum ekki ástæða til að nýta sér heimildir til að takmarica út- streymi innanlands með úthlutun útstreymisheimilda og viðskipt- um með þær. Talið er að almennar ráðstafanir til að mæta skuldbind- ingum Kyoto-bókunarinnar og binding kolefnis með landgræðslu og skógrækt muni nægja í þeim efnum. -grh@frettabladid.is Háseti Ríkisskipa fær ekki skaðabætur: Ökklabrot var óhappa- tilviljun dómsmál Héraðsdómur Reykja- víkur hefur sýknað ríkið af skaða- bótakröfu manns sem ökklabrotn- aði þegar hann var háseti á Ms. Esju, flutningaskipi Ríkisskipa, sumarið 1991. Maðurinn missteig sig er hann sté niður úr tröppu þegar hann var að setja landfestar á Skaga- strönd. Hann gekkst undir aðgerð á ökklanum á árinu 1993, „en hafði engu að síður eftir það óþægindi í honum við álag, langar stöður, göngur og þegar hann steig öld- una,“ eins og segir í dómi héraðs- dóms. Maðurinn ökklabrotnaði aftur á sama fæti í desember árið 2000 en ekki var um beint sam- bandi milli slysanna. Varanleg ör- orka mannsins var metin 8%. Hásetinn byggði 3,1 milljóna króna kröfu sfna á því skipstjór- inn hafi falið honum verk sem hafi verið einum manni ofviða. Héraðsdómur taldi aftur á móti að skipstjórinn beri ekki ábyrgð á slysinu heldur hafi verið um „óhappatilviljun" að ræða. ■ ESB-ríki staðfesta Kyoto-bókunina: Danir tregir í taumi brussel. ap Á mánudaginn sam- þykktu umhverfisráðherrar Evr- ópusambandsríkjanna að staðfesta Kyoto-bókunina ekki síðar en 1. júní. Vilja þeir þannig tryggja að bókunin geti tekið gildi áður en ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hefst í ágúst í Suð- ur-Afríku. Ekki tókst ráðherrunum þó að ná samkomulagi um hvernig skipta beri svonefndum losunarkvóta milli aðildarríkja Evrópusam- bandsins. Samkvæmt Kyoto-bók- uninni skuldbindur Evrópusam- bandið sig til þess að hafa árið 2012 dregið úr losun sinni um átta pró- sent frá því sem hún var árið 1990. Það var danski umhverfisráð- herrann sem kom í veg fyrir að samkomulag náðist um skiptingu losunar milli ríkjanna. Danir telja sig þurfa að leggja harðar að sér en hin Evrópusambandsríkin. Af þeim sökum hafa Danir ekki viljað staðfesta Kyoto-bókunina. Á fund- inum á mánudag gáfu hinir um- hverfisráðherrarnir hins vegar há- GRÆNFRIÐUNGAR I BRUSSEL Meðan umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkjanna sátu á fundi i Brussel á mánudag- inn stóðu félagar í Greenpeace-samtökunum vaktina fyrir utan. Grænfriðungarnir hvöttu ráðherrana til að bjarga fornum skógum jarðar. tíðlegt loforð um að tekið verði til- lit til sjónarmiða Dana áður en endanleg ákvörðun verður tekin um skiptingu losunar milli Evr- ópusambandsríkjanna. Það verður gert í síðasta lagi árið 2006. Dansk- ir fjölmiðlar segja þó óvíst hversu mikið gildi yfirlýsing ráðherranna hefur þegar til kastanna kemur. Alls undirrituðu 84 ríki Kyoto- bókunina í Japan árið 1997. Af þessum ríkjum hafa 47 nú þegar staðfest undirritun sína. Til þess að bókunin taki gildi þurfa þó að minnsta kosti 55 ríki að staðfesta hana, þar af nógu mörg iðnríki til þess að losun þeirra nemi samtals 55 prósentum af allri losun gróður- húsalofttegunda á jörðunni. Ekk- ert Evrópusambandsríkjanna fimmtán hefur enn staðfest bókun- ma. Á fundi umhverfisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brus- sel á mánudaginn kom jafnframt fram hörð gagnrýni á afstöðu Bandaríkjanna, sem ætla ekki að staðfesta Kyoto-bókunina. Þess í stað hefur George W. Bush Banda- ríkjaforseti kynnt sína eigin um- hverfisáætlun. Markmið hennar er að fá bandarísk fyrirtæki til þess að draga úr losun sinni á gróður- húsalofttegundum. Samkvæmt aðferð Bandaríkja- forseta ber fyrirtækjunum skylda til að gefa reglulega skýrslu um losun sína. Þeim er hins vegar í sjálfsvald sett hvort þau draga úr losuninni, þótt skýrslugerðin eigi að verða þeim hvati til þess að kaupa og selja losunarkvóta. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.