Fréttablaðið - 06.03.2002, Side 7

Fréttablaðið - 06.03.2002, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 6. mars 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 7 Framsóknarmenn hjá Símanum: Efast um gagnsemi stjórnarskipta [ EFNAHAGSMÁL Nýjum fuilgerðum íbúðum f jölgaði á nýliðnu ári um 1.277 samkvæmt tölum Þjóðhags- stofnunar. Árið á undan var fjöldi nýrra íbúða 967. Frá 1984 hafa 1.145 íbúðir að meðaltali verið fullgerðar á hverju ári. Á árinu 2001 fjölgaði lánum íbúðalána- sjóðs til nýbygginga frá fyrra ári um 23 prósent. ...... Vöxtur í framleiðslu á þjón- ustu á síðasta áratug var 49 prósent. Landsframleiðsla óx á sama tíma um 35 prósent. Hlutur hins opinbera óx meira en lands- framleiðslan að magni eða um 36 prósent. Vöxtur vöruframleiðsl- unnar var hins vegar 25 prósent. Þetta kemur fram í Hagvísum. síminn Þingmenn Framsóknar- flokks sem sæti eiga í stjórn Landssíma íslands efast um gagnsemi þess að skipta alfarið um fólk í stjórn fyrirtækisins. Magnús Stefánsson, tekur und- ir efasemdir sem Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Fram- sóknar, hefur lýst um að stjórna- skipti leysi ekki vanda Símans. „Ég sé ekki að það sé lausn að skipta um stjórn. Þar fyrir utan bera óbreyttir stjórnarmenn litla ábyrgð á þessum málum öllum saman. Þannig að ég veit ekki hvað menn ætla að leysa með því,“ sagði Magnús, sem ætlar ekki að gefa kost á sér til áfram- LANDSSÍMAHÚSIÐ Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stjórnarmenn flokksins í stjórn Sim- ans ekki bera ábyrgð á málum sem gagn- rýnd hafa verið og óeðlilegt að þeir verði látnir vikja fyrir þær sakir. haldandi stjórnarsetu. „Það er hátt í ársgömul ákvörðun sem hefur ekkert með þessi mál að gera.“ Jónína Bjartmarz, vildi lítið láta hafa eftir sér um málefni Landssímans og stjórnarskiptin þar. Hún sagði þó orka tvímælis að skipta út allri stjórninni við ríkjandi aðstæður. „Auðvitað er slæmt í svona fyrirtæki ef öll stjórnin fer í einu með bráða- birgðaforstjóra. Það segir sig sjálft," sagði hún og bætti við að áður hafi komið fram að hún hafi ekki ætlað að gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu hjá Símanum. Aukin hætta þótt lítil sé Hundrað konur í Bretlandi hafa lögsótt þrjá framleiðendur getnaðarvarnarpilla. Þessar tegundir eru fluttar inn hér á landi. Reynir Tómas Geirsson segir getnaðarvarnarpillunni fylgja meiri áhætta en öðrum getnaðarvörnum. Læknar séu hvattir til að kanna heilsufar kvenna áður en þær fái lyfseðil. GETNAÐARVARNARPILLAN FjÖlskyldur um hundrað kvenna í Bretlandi hafa lögsótt þrjá framleiðendur getnaðarvarnarpillu. Framleið- endurnir sem konurnar lögsækja eru Organon sem framleiðir Femodene. Schering framleiðandi Marvelon og Mercilon. Einnig lyfjafyrirtækið Wyeth sem á yfir höfði sér lögsókn vegna Minulet og Tri-Minulet. Á íslandi eru um- boðsmenn fyrir allar þessar teg- undir. Aðstandendur kvennanna segja að þær hafi ekki verið var- aðar við hugsanlegum fylgikvill- um pillunnar. Sjö þeirra hafi látist af völdum blóðtappa. Aðrar hafi örkumlast varanlega. „Slík tilfelli hafa komið upp hér á landi. Þau eru fá. Ef til vill tvö til fimm á ári,“ segir Reynir Tómas Geirsson, prófessor í fæð- inga-og kvensjúkdómafræði við Háskóla íslands. Ef lagðar séu saman allar þær rannsóknir sem gerðar hafi verið á þriðju kynslóð getnaðarvarn- arpillunnar komi í ljós aukin hætta á blóðtappa. Sú hætta sé þó lítil. Tuttugu af hverjum hundrað þúsund konum sem hafi notað þriðju kynslóð pillunnar í eitt ár, fái bláæðasega, sem er oftast blóðtappi í fæti. Ein af hverjum milljón konum deyi af völdum þess. REYNIR TÓMAS GEIRSSON Tuttugu af hverjum hundrað þúsund konum sem hafa notað þriðju kynslóð pillunnar i eitt ár, fá bláæðasega, sem er oftast blóðtappi í fæti. Þær tegundir sem nefndar hafa verið vegna lögsóknar bresku kvennanna eru vel þekkt- ar hér á landi. Aðspurður hvort lyfjafyrirtækin hafi áhrif á það hvaða tegundir læknarnir velji, segir Reynir að sjálfsagt hafi menn betri þekkingu á sumum lyfjum öðrum fremur. Það geti markast af þeim áróðri sem að þeim sé haldið, líkt og eigi við aðr- ar vörur sem auglýstar séu. Meg- inreglan við val á pillutegundum sé að taka tillit til verðs og heilsu- farsþátta. Sumar konur eigi frem- ur á hættu en aðrar að fá blóð- tappa vegna notkunar getnaðar- varnarpillu. „Læknum ber að var- ast að gefa þeim konum þriðju kynslóð pillunnar. sem fengið hafa blóðtappa, reykja og eru eldri en 35 ára, eða eiga fjöl- skyldumeðlimi sem fengið hafa blóðtappa. Hægt er að gera blóð- storknunarpróf og skoða hvort þessar konur hafi tilhneigingu, öðrum fremur, til að fá blóðtappa. Læknar eru hvattir til þess. Auk þess að kanna heilsufarssögu kon- unnar," segir Reynir. „Það má gagnrýna margar þeirra rann- sókna sem gerðar hafa verið. Eft- ir stendur þó að meiri áhætta fylgir getnarðarvarnarpillunni, heldur en öðrum getnaðarvörnum sem ekki innihalda hormón." arndis@frettabladid.is Dagvinnulaun á síðasta ári: Kaupmáttur rýrnaði launaþróun Laun hækkuðu um 5,9 prósent frá síðasta ársfjórðungi ársins 2000 til lok árs 2001. Á sama tíma hækkaði verðlag um 8,4 prósent. Kaupmáttur minnk- aði eftir að hafa aukist verulega misserin á undan. Laun kvenna hækkuðu um 6,2 prósent en karla um 5,8. Þetta kemur fram í launakönnun Kjara- rannsóknarnefndar. Laun á höfuðborgarsvæði hækkuðu um 7,0 prósent en laun utan höfuðborgarsvæðis um 4,8. Launahækkun flestra starfsstétta var á bilinu 4,4 til 8,2 prósent. ■ Erlend lánshæfisfyrirtæki: Lánshæfis- mat ríkisins versnar ríkissióður Tvö af þremur fyrir- tækjum, sem meta lánshæfi ís- lenska ríkisins, hafa breytt láns- hæfiseinkunn úr stöðugri í nei- kvæða. í febrúar breytti eitt þeir- ra, Fitch, þessu mati sínu en Standard & Poors hafði gert það í október á síðasta ári. Þó horfurn- ar versni er lánshæfiseinkunnin sjálf hin sama. Einkunnin ræður lánakjörum ríkisins erlendis. í greiningu íslandsbanka segir að Fitch nefnir til stuðnings breyttu mati nokkra þætti. Miklar erlendar skuldir íslands halda áfram að vera aðal veikleiki ein- kunnargjafarinnar. Hreinar skuldir erlendis hafa aukist veru- lega frá því að Fitch gaf ríkissjóði lánshæfiseinkunina AA-. Hreinar erlendar skuldir nema nú 266% af gjaldeyristekjum og af öllum þeim ríkjum sem Fitch metur er Island meðal þeirra sem er með mestu erlendu skuldirnar á þenn- an mælikvarða. ■ | LÖGREGLUMÁL | Embætti ríkislögreglustjóra aflar, að beiðni ríkissaksókn- ara, gagna hjá Ríkisendurskoðun sem stofnunin byggði á þegar hún gerði skýrslur um Þjóðmenn- ingarhús og Þjóðskjalasafn. Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, upplýsti í viðtali við Fréttastofu Utvarps, að beiðni þessa efnis hafi verið send lögreglu á mánudag. Emb- ættið metur hvort láta eigi fara fram opinbera rannsókn á málum forstöðumanna stofnananna, en ákvörðun þar að lútandi liggur ekki fyrir. Breskt sjúkrahús: Ungabarn fékk of stóran lyfjaskammt heilsa Talið er að ungabarn sem lá á sjúkrahúsi í Bretlandi eftir að hafa gengist undir hjartaað- gerð, hafi fengið nánast banvæn- an skammt af lyfjum aðeins klukkustund eftir að aðgerðin var framkvæmd. Hjarta barns- ins, sem var fimm vikna gamall drengur, hætti að slá eftir að það hafði fengið lyfin. Tókst læknum skömmu síðar að endurlífga barnið við. Sjúkrahúsið hefur sent frá sér afsökunarbeiðni til fjölskyldu drengsins og kennir þar mistök- um í lyfjagjöf og stjórnun um. „Komið var auga á vandamálið afar fljótt og það leiðrétt þegar í stað,“ sagði talsmaður sjúkra- hússins. Segja yfirmenn sjúkrahússins að enginn langtímaskaði hafi hlotist af, að því er kemur fram á fréttavef BBC. Faðir drengsins segist hins vegar óttast að drengurinn gæti hafa þjáðst af súrefnisskorti á meðan á hjartastoppinu varð. ■ VETUR í BÆ Kalt er um land allt en það hlýnar í Reykjavík á næstu dögum. Hlýnar á næstu dögum: Kaldasti febrúar síðan 1935 veður Febrúarmánuður var sá kaldasti síðan 1935. Meðalhiti í Reykjvík var - 3,3 stig. Á Akur- eyri var meðalhitinn -5,0 og mán- uðurinn sá kaldasti frá 1973. Með- alhiti á Akurnesi, sem er í grennd Hafnar, var -2,3 og hefur ekki ver- ið kaldara þar síðan árið 1969. Úrkoma í Reykjaví mældist 42 mm og þetta þurrast febrúar síð- an 1995. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 108 56 yfir meðaltali. Sól- skinsstundir hafa ekki mælst fleiri síðan 1966. 26 sól- skinsstundir mældust á Akureyri sem er tíu stundum undir meðallagi. Mikið frost hefur verið á höf- uðborgarsvæðinu undanfarna daga og reyndar er frost um land allt núna. Að sögn Veðurstofunnar hlýnar á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum. Hugsanlegt er að það snjói á næstu dögum. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.