Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2002, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.03.2002, Qupperneq 8
~8 4=RÉTTA&tAÐlÐ" 6. mars 2002 MIÐVIKUDACUR 196 greinast með einhverfu á áratug: Fjórfalt fleiri drengir Bandarísk rannsókn: Fleiri aftökur í „þeldökkum“ ríkjum vísindi Þau ríki í Bandaríkjunum þar sem stórt hlutfall þeldökks fólks býr eru frekar með dauðarefs- ingu í lögum sínum heldur en ríki sem hafa minna hlutfall þeldökkra. Þetta kemur fram í rannsókn Ohio- ríkisskólans í Bandaríkjunum. Rannsóknin sýnir einnig að eftir því sem meira bil er á milli ríkja og fá- tækra, því meiri líkur eru á því að dauðarefsing sé þar við lýði. Þau ríki þar sem flestir ofbeldisglæpir eru framdir og flest morð, eru hins vegar síður líkleg til að hafa dauða- refsingu í lögum. ■ einhverfa 196 einstaklingar grein- dust með einhverfu eða skyldar raskanir á árunum 1992 til 2001 samkvæmt skrá Greiningarstöðv- ar að þvf er fram kemur í svari Páls Péturssonar, félagsmálaráð- herra, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Sam- fylkingar. 54 greindust fyrstu fimm árin en 142 síðari fimm árin. Af þeim sem greindust með einhverfu eða skyldar raskanir á tímabilinu greindust 100 með dæmigerða einhverfu sem er al- varlegasta stigið á einhverfurófi sem segir til um alvarleika ein- kennanna. 42 greindust með ódæmigerða einhverfu og 15 með Asperger-heilkenni. Þessi stig einhverfu leiða oftast til fötlunar til lífstíðar. 40 greindust með svo- kallaðar aðrar gagntækar þroskaraskanir. Einhverfan greindist í börnum frá eins árs aldri fram á efri unglingsár. í svarinu kemur fram að greindum tilfellum einhverfu hafi fjölgað. Ekki eru til haldbær- ar skýringar á fjölguninni en bent á að skilgreiningar á einhverfu hafi víkkað og þekking aukist. ■ PÁLL pétursson Telur þörf á frekari skoðun á þjónustuþörf- um einhverfra barna. en stúlkur Salamöndrur og eðlur: „Heyra“ með lungunum visiNDi Ákveðnar tegundir af salamöndrum og eðlum geta „heyrt“ með lungunum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var af Ohio-ríkisháskólanum í Bandaríkjunum. Rannóknin byggir á eldri rannsóknum sem sýnt hafa fram á að eyrnalausir froskar og kört- ur nota lungun í sér til að nema hljóðbylgjur. Talið er að niður- stöður rannsóknarinnar gefi til kynna að ýmsar tegundir dýra sem lifa á landi geti „heyrt“ í gegnum lungun. ■ VIÐ SETNINGU BÚNAÐARÞINGS Ari Teitsson, formaður B.l. flutti ávarp við setningu Búnaðarþings. Hann talaði gegn inngöngu í ESB og sagði stöðu þjóðarinnar þar ámóta og Raufarhafnar er hér. Bændur á Búnaðarþingi 2002: Hafa áhyggjur af gæðastýringu lanpbÚnaður Ari Teitsson, formað- ur Bændasamtaka íslands, segir Búnaðarþing 2002, sem sett var á sunnudag, hafa farið vel af stað. f gær fóru fram almennar umræður og nefndavinna. „Það var mjög líf- leg umræða," sagði Ari og bætti við að á þinginu bæru einna hæst almenn kjaramál, byggðamál auk skipulagsmála og leiðbeininga- þjónustu. Þá sagði hann að fram hafi komið vissar áhyggjur af stöðu gæðastýringar í sauðfjár- rækt. „Það fylgir því ákveðin óvis- sa ef samningurinn sem gerður var gengur ekki eftir. Ég á nú reyndar ekki von á að það gerist en engu að síður er rætt þannig að það sé hugsanleg óvissa sé um lög- festingu á fyrirkomulagi gæða- stýringar," sagði hann. Að sögn Ara hafði í meðförum Alþingis á málinu verið ákveðið að setja ætti frekari reglur um gæðastýringuna en það hafi ekki enn verið gert. „Það er spurning hvaða staða kem- ur upp ef samningurinn hefur ver- ið samþykktur en þessi ákvæði ekki fyrir hendi,“ sagði hann. ■ ísraelsmenn boða „linnulaust stríð“ Talsmaður Israelsstjórnar segir engar samningaviðræður á dagskrá fyrr en sigur hafi unnist. Ekkert lát á gagnkvæmum hefndaraðgerð- um. Mubarak býður til viðræðna. jerúsalem. ap Ekkert lát er á gagn- kvæmum hefndaraðgerðum ísra; elsmanna og Palestínumanna. í fyrrinótt og gærmorgun féllu fimm ísraelsmenn og tveir Palest- ínskir árásarmenn í samtals þrem- ur árásum á ísraelsmenn. ísraels- menn brugðust við með því að gera nokkrar loftárásir á palestínskar lögreglustöðvar í bæjunum Ram- alla og Nablus á Vesturbakkanum. Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, slapp naumlega undan einni sprengjunni. Einnig var sprengjum varpað á bækistöðvar öryggissveita Palestínumanna í bænum Khan Junis á Gazaströnd. Öryggisráð ísraels kom saman í gærmorgun til þess að ákveða hver viðbrögð hersins yrðu. Skömmu síðar hófust árásir á palestínsku lögregluna. Sharon var sagður hafa lagt til á fundinum að hringur skriðdreka um skrifstofur Jassers Arafat í Ramalla verði þrengdur á ný. „Við munum heyja linnulaust stríð gegn hryðjuverkastarfsemi, vegna þess að fyrir okkur er það spurning um að lifa af,“ sagði Avi Pazner, talsmaður ríkisstjórnar ísraels. Hann bætti því við að samningaviðræður við Palestínu- menn geti ekki hafist að nýju fyrr en ísrael hefur unnið sigur í því ORÐ Á MÓTI VOPNUM (sraelskur arabi reynir að koma í veg fyrir að ísraelskir landamæraverðir skjóti táragasi á hóp palestínskra ungmenna I hverfinu Tzur Baher í austurhluta Jerúsalem. Ungmennin voru að mótmæla eftir að sprengja sprakk í skóla þar í hverfinu. stríði. Ariel Sharon hefur sagt fréttamönnum að nauðsynlegt sé að valda Palestínumönnum þungu höggi til þess að þeim skiljist að ísrael muni aldrei gefast upp fyrir ofbeldi. í gær sprakk einnig sprengja í framhaldsskóla í arabahverfinu Tzur Baher. Sjö nemendur og einn kennari særðust. ísraelsk samtök sem nefndu sig „Hefndarengla barnanna", lýstu ábyrgð sinni á þeirri sprengjuárás. Svo virðist sem þetta ódæði hafi átt að vera hefnd fyrir börnin fimm sem fór- ust á laugardaginn í Jerúsalem. Hosni Mubarak Egyptalands- forseti hélt til Bandaríkjanna á mánudaginn. Þar bauðst hann til þess að halda í Egyptalandi fund með ísraelskum og palestínskum ráðamönnum ásamt Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Það er athyglisverð hugmynd," sagði Powell í gær. Hvort af slík- um fundi verði sé þó undir þeim Arafat og Sharon komið. ■ Þórólfur Gíslason: Hættir í bankaráði viðskipti Þórólfur Gíslason, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Skagfirð- inga, gaf ekki kost á sér til áfram- haldandi setu í bankaráði Búnað- arbanka íslands. Hann hefur átt þar sæti frá því í september 1997 þegar bankanum var breytt í hlutafélag. „Það var kominn tími á þetta. Eg ætlaði ekkert að vera æviráðinn þarna,“ sagði hann. „Þetta var held ég eina breyting- in. Ríkisstjórnarfulltrúunum, fækkaði um einn og inn kom nýr fyrir fjárfesta enda eiga þeir tæpan helming í bankanum. Það er nú búið að skipta um allt liðið þarna síðan ég byrjaði," bætti hann við. ■ | INNLENT Tal hf. varð hlutskarpast í útboði á símaþjónustu íslandsbanka. Þórólfur Arnason, forstjóri Tals, vildi ekkert gefa upp um heildar- verðmæti en sagði samninginn vera þann stærsta hjá fyrirtækinu hingað til. Önnur tilboð voru að hans sögn verulega hærri. Bankinn keypti áður þjónustu af Símanum. Þjónustan felur m.a. í sér að starfs- menn bankans geta talað ókeypis sín á milli í gegnum farsíma. Þegar hafa borist 5 athugasemdir og 1 undirskriftalisti vegna að- alskipulags Reykjavíkur 2001 til 2024. Frestur til að skila inn at- hugasemdum rennur út í dag. Borist hafa athugasemdir frá for- eldrafélagi Hvassaleitisskóla, Skógræktarfélagi íslands, Fjáreig- endafélagi Reykjavíkur, Bolla Héð- inssyni og Hákoni Jóhannssyni. Einn undirskriftalisti hefur borist og er hann vegna Reykjavíkurflug- vallar. Vid leggjum okkar af mörkum til ad halda veröbólgunni níöri og veitum 4% afslátt af völdum bílum. Renault Laguna II fólksbm 23.449 Bílalán, albagun á mán. Rekstrarleiga: 39.299 Verðáður 2.090.000 Verðnú 2.006.000 Renault Scénic fólksbíll 23.008 Bílalán.afborgunámán. Rekstrarleiga: 38.627 Verðáður 2.050.000 Verðnú 1.968.000 i Renault Mégane Beríine fólksbíll 18.332 Bílalán.afborgunámán. Rekstrar1eiga:31.731 Verðáður 1.630.000 Verðnú 1.565.000 Grjótháls 1 • Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 • www.bt.is Rekstrarleigan er til 36 mán., m.v. við 20.000 km á ári og erlemia myntkörfu. Rekstrarieiga er aðeins i boði bl rekslraraðila (fyrirtekja). Bílalán miðast við 30% útborgun og 84 mán. samning. AJIar iölur eru með vsk. Tilboðið gildir ut mars. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: Yfir 400 millj. lán vegna nýbyggingar FRAMKVÆMPIR Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) hef- ur sent aðildarsveitarfélögum slökkviliðsins bréf, þar sem óskað er samþykkis fýrir 423 milljóna króna lántöku. í lok febrúar sam- þykkti stjórn SHS að ganga til samninga við Keflavíkurverktaka vegna stækkunar slökkvistöðvar- innar í Skógarhlíð. Tilboð Kefla- víkurverktaka hljóðaði upp á 328 milljónir króna og á lánið að stan- da straum af framkvæmdakostn- aðinum. Stjórn SHS er skipuð fram- kvæmdastjórum aðildarsveitarfé- laganna sjö og gegnir borgarstjóri formennsku. Stækkun slökkvi- stöðvarinnar er háð því að sveit- arfélögin veiti heimild til lántök- unnar. í bréfi stjórnarinnar til sveitarfélaganna segir að lántak- an muni ekki hafa áhrif á framlög sveitarfélaganna til SHS. Engin breyting verði á þriggja ára fjár- hags- og starfsáætlun SHS vegna SHS ÓSKAR EFTIR SAMÞYKKT LANS Stækkun slökkvistöðvarinnar er háð heim- ild sveitarfélaga til lántökunnar. framkvæmdanna. Auk slökkviliðsins er Neyðar- línan og fjarskiptamiðstöð lög- reglunnar staðsett í Skógarhlíð. Eftir stækkunina munu Almanna- varnir ríkisins og Slysavarnarfé- lagið Landsbjörg flytja starfsemi sína þangað. Sveitarfélögin sem standa að SHS eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarn- arnes og Bessastaðahreppur. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.