Fréttablaðið - 06.03.2002, Side 14
FRÉTTABLAÐIÐ
Stoke Gity:
Nýr
samningur
við Iwelumo
fótbolti Framherjinn Chris Iwelu-
mo skrifaði undir tveggja ára
samning við Stoke City um helgina.
Iwelumo er 23 ára gamall Dani.
Hann kom til Stoke frá danska fé-
laginu Árósum fyrir rúmar þrjár og
hálfa milljónir króna fyrir tveimur
árum. Samningur Iwelmo við Stoke
hefði runnið út í sumar.
Iwelumo skoraði 11. mark sitt
fyrir Stoke á leiktíðinni í 3-1 sigri
gegn Brighton á föstudaginn. Leik-
urinn fór fram á heimavelli Stoke,
Britannia leikvanginum. Guðjón
Þórðarson var hæstánægður eftir
sigurinn, sem tryggði liðinu þriðja
sæti deildarinnar, og varaði önnur
lið við því að Stoke væri að eflast. ■
FÓTBOLTI
Arsenal skaust á topp úrvarlsdeildarinnar
með 1-0 sigri á Derby í gærkvöldi. Robert
Pires skoraði. Blackburn sigraði Aston Villa
3-0. Jason McAteer tryggði Sunderland 1-0
sigur gegn Guðna Bergssyni og félögum í
Bolton. I 2. deild skoraði Bjarni Guðjóns-
son fyrsta markið í 1-3 sigri Stoke á
Colchester. Deon Burton skoraði tvö mörk
fyrir Stoke, sem er enn í þriðja sæti.
|ÍÞBÓTTIR í PAC|
17.50 Sýn
Heklusport
19.00 Sýn
Golf - konungleg skemmtun
19.50 Sýn
Beín útsending frá leik
Liverpool og Newcastle.
20.00 Handbolti
Sex leikir í ESSO-deild karla.
Stjarnan, sem er í 13. sæti
deildarinnar, tekur á móti HK,
sem er í 12. sæti, að Ásgarði.
Grótta KR mætir Fram í Fram-
húsinu. Liðin eru bæði með 18
stig í 7. og 8. sæti. Topplið
Hauka mætir ÍR, sem er í 3.
sæti, að Ásvöllum. Valur fær FH
i heimsókn i Valsheimilið. Valur
er í 2. sæti en FH í 10. Aftureldi
ng flýgur til Vestmannaeyja og
mætir ÍBV. Vikingur tekur á
móti Akureyringunum i Þór i
Vikinni.
22.15 RÚV
Handboltakvöld
22.30 Sýn
Heklusport
14
6. mars 2002 MIÐVIKUDAGUR
Enska úrvalsdeildin:
Sex leikir í kvöld
HERMANN í BARÁTTU
Ipswich tapaði 1-3 fyrir Southampton um helgina. Hér eru Martijn Reuser og Hermann
Hreiðarsson að kljást við Kevin Davies hjá Southampton.
fótbolti í kvöld fara fram sex leik-
ir í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea
reynir að tryggja sér eitt af fjórum
efstu sætum deildarinnar og kom-
ast í Meistaradeild. Það tekur á
móti Fulham. Chelsea er í sjötta
sæti með 44 stig. Fulham er í tí-
unda sæti með 35 stig.
Leeds United tekur á móti
Ipswich. Gengi Leeds, sem er í
fimmta sæti með 45 stig, hefur ver-
ið brösótt að undanförnu. Liðið
vann síðast deildarleik á nýársdag
og margir eru ósáttir við þjálfar-
ann. Ipswich er í fimmta neðsta
sæti og þarf að vanda sig til að falla
ekki niður um deild.
Newcastle fer í heimsókn til
Liverpool, sem er í þriðja sæti með
56 stig. Newcastle er fast á hæla
þess með 55 stig. Líklegt þykir að
Michael Owen komi til leiks á ný.
Steven Gerrard er enn frá vegna
meiðsla á nára. Newcastle vantar
framherjann Craig Bellamy.
Manchester United tekur á móti
Tottenham. Fyrirliði United, Roy
Keane, sem var meiddur á hné, og
Frakkinn Laurent Blanc, sem var
með flensu, snúa aftur. Veron eða
Scholes þurfa að öllum líkindum að
víkja fyrir Keane. í liði Tottenham
eru Steffen Iversen og Darren
Anderton meiddir.
Middlesbrough fer í heimsókn
til Southampton. Middlesbrough
vann Leicester City á dögunum og
freistar þess að komast á sigurflug.
James Beattie hjá Southampton er
meiddur og óvíst hvort Marian Pa-
hars jafni sig í nára. Að lokum tek-
ur West Ham á móti Everton. Mið-
herjinn John Moncur hjá West
Ham gæti jafnað sig fyrir leikinn
og Freddie Kanoute er hress eftir
veikindi. Búist er við því að Paul
Gascoigne verði ekki í liði Everton
en David Ginola er líklegur. ■
Fj ár hagskr epp a
í Formúlunni
Mörg liða Formúlu 1 búa við Qárhagslegt óöryggi. Onefndur aðili kaup-
ir Prost liðið. Ný keppni stofnuð til höfuðs Formúlunni 2008.
BERNIE ECCLESTONE
Einvaldur Formúlu 1. Mörgum finnst að
hann eigi að selja bllasmiðum keppnina.
formúla i Núverandi keppnis-
tímabil er hálfgerður prófsteinn
fyrir Formúlu 1. Efasemdir eru
um hvort helsta kappakstur-
skeppni heims getur haldið áfram
í núverandi mynd. Undanfarna
mánuði hafa komið upp brestir í
fyrirkomulaginu. Þáttakendur
treysta mikið á fjármagn stuðn-
ingsaðila, sem hefur m.a. minnk-
að vegna niðursveiflu á mörkuð-
um, sérstaklega frá tækniiðnaðin-
um. Þá mega tóbaksframleiðend-
ur ekki auglýsa í kappakstrinum
frá 2006.
í síðustu kappökstrum síðasta
árs byrjuðu mörg liðanna tólf að
lýsa yfir áhyggjum. Þær voru
staðfestar þegar Prost Grand
Prix lýsti yfir gjaldþroti eftir
langa leit að kaupendum og stuðn-
ingsaðilum. Það kom flatt upp á
aðra eigendur þegar kynnt var nú
fyrir helgi að þrotabú Prost hafði
verið selt ónefndum aðila, sem
ætlaði að taka þátt í keppninni.
Þetta varð til þess að mat á verð-
mæti annarra liða minnkaði. Óá-
nægja er með að aðilinn slóst í
hóp fremstu kappakstursliða
heims fyrir slikk. Hinsvegar
neita ráðamenn að kaupunum
fylgi keppnisréttur. Talið var að
aðilinn væri Volkswagen en hann
er að öllum líkindum Phoenix Fin-
ance, fyrirtæki í eigu Charles
Nickersen, góðvinar Tom
Walkinshaw eiganda Arrows liðs-
ins.
„Formúla 1 er í efnahagslegri
lægð,“ sagði Eddie Jordan nýlega.
„íþróttin er of dýr. Það vantar
raunsæi og róttækar breytingar."
Á meðan nýju liði Toyota er tekið
opnum örmum eru aðrir bílasmið-
ir í kröggum. Ford keypti lið fyr-
ir rúma 15 milljarða króna árið
1999. Það keppir undir Jagúar
nafninu en er sagt leita að út-
gönguleið úr keppninni. Renault
keypti Benetton liðið á 12 millj-
arða króna 2000. Því gengur ein-
nig illa og er risminna en áður.
Kappaksturshaldarar treysta á
að Michael Schumacher dragi að
áhorfendur. Flestar brautir auka
við áhorfendastúkur til að fá
meiri tekjur. Kostnaðurinn við
keppnirnar og gjöldin til eiganda
Formúlu 1, Bernie Ecclestone, sí-
aukast. Sjónvarpsáhorfið í fyrra
var gífurlegt en það getur einnig
komið niðri á keppninni. Samn-
ingar vegna sjónvarpsréttar hafa
tekið nýja stefnu. Kirch Holding
keypti 75 prósent af fyrirtækinu
sem á réttinn. Þetta var ekki góð
ákvörðun. í kjölfarið fór fyrrum
eigandi fyrirtækisins á hausinn
og Kirch Holdings er í miklum
vandræðum. „Kaupin á réttinum
að Formúlunni var hátindur ferils
míns,“ segir Leo Kirch. „Það væri
sárt að gefa hann upp á bátinn."
Bílasmiðir eru ósáttir við
Kirch og vilja ekki vinna með
honum. Þ.á.m. er Fiat, sem á Ferr-
ari liðið. Fiat er atkvæðamest í
stofnun fyrirtækis, sem kynnir til
sögunnar nýja kappakstur-
skeppni árið 2008. Þá rennur nú-
verandi samningur bílaframleið-
anda við Formúlu út. Nýja keppn-
in á að fara í samkeppni við For-
múlu 1. Þó sjónvarpsrétturinn sé
ÖKUMENNIRNIR
Allir ökumenn Formúlu 1 stilltu sér prúðir
upp fyrir Ijósmyndara áður en kappakstur-
inn hófst með miklum látum í Melbourne
á sunnudaginn.
mikils virði er sjálft vörumerkið
sagt verðlaust. Samkvæmt ný-
legri könnun er Ferrari nafnið
hinsvegar eitt af 15 þekktustu í
íþróttaheiminum.
Margir vilja koma í veg fyrir
þessa nýju keppni. Kirch stakk
upp á því að bílaframleiðendur
myndu kaupa Formúlu 1 af
Ecclestone. Verðið þykir of hátt.
„Ef það væri lækkað gætu við-
ræður kannski hafist," segir
Jurgen Hubbert, stjórnarmaður
hjá DaimlerChrysler og yfirmað-
ur Mercedes Benz, sem á 40 pró-
sent af McLaren liðinu. ■
Sigur Ferrari ekki merki um yfirburði:
Keppnrn
verður jafnari
formula i Michael Schumacher
segir að keppinautar Ferrari eigi
eftir að veita miklu harðari kepp-
ni í kappakstrinum í Malasíu eftir
tvær vikur. Heimsmeistarinn
hafði tögl og hagldir í Ástralíu-
kappakstrinum á sunnudaginn,
vann fyrsta kappakstur ársins og
þann 54. á ferlinum. Hann býst
ekki við því að Ferrari haldi yfir-
burðunum, sem þeir höfðu alla
helgina í Melbourne. Michael og
liðsfélagi hans Rubens
Barrichello kenndu hvorum öðr-
um um fjöldaáreksturinn í byrjun
keppninnar. í gær voru þeir báðir
sýknaðir af öllum ásökunum um
að hafa valdið honum.
„Við vorum líka mjög góðir hér
í fyrra," sagði Schumacher eftir
kappaksturinn. „Ég býst við því
að nú verði keppnin jafnari. Að-
stæður geta breyst fljótlega. Dag-
urinn í dag er ekki endilega vísir
að því sem koma skal.“ Ferrari
græddi á því að vera á bílnum frá
því í fyrra í Ástralíu. Þeir þekkja
hann vel en hin liðin voru að
rembast við að finna góða sam-
setning á sína nýju bíla. Einnig
hjálpaði svalt veður Bridgestone
dekkjum Ferrari en kom sér illa
fyrir Michelin dekk McLaren og
Williams liðanna.
McLaren skaut sig í fótinn
þriðja árið í röð með því að ganga
illa í fyrstu keppni ársins. David
Coulthard hafði forystu um stund
SCHUMACHER FAGNAÐ
Starfsmenn Ferrari fögnuðu Michael Schumacher þegar hann kom fyrstur í mark á sunnu-
daginn. Hann býst ekki við því að Ferrari haldi yfirburðum helgarinnar í næstu keppnum.
en lenti í vandræðum með gír-
kassann. Coulthard var þungur á
brún eftir kappaksturinn. „Það er
erfitt að sjá ljósan blett á svona
degi.“ Juan Pablo Montoya, liðsfé-
lagi hans hjá Williams, er hinsveg-
ar vongóður um framhaldið:
„Ferrari var besta liðið. Það var
ljóst frá föstudeginum. Aðstæður
voru ekki góðar fyrir okkar dekk.
Vonandi verður heitara í Malasíu.
Við þurfum að vinna aðeins í bíln-
um. Þegar hann verður góður er
hann jafn hraðskreiður og Mich-
ael,“ sagði Montoya, sem lenti í
öðru sæti í Ástralíu. ■