Fréttablaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 6. mars 2002 2J Hákon og Mette-Marit: Til London í nám kóngafólk Norska konungshöll- inn tilkynnti á mánudaginn að krónprins og -prinsessa Noregs ætla að flytja til London til að halda áfram námi. Hákon krón- prins og kona hans Mette-Marit, sem eru bæði 28 ára, ætla að fly- tja eftir hálft ár og vera í London í eitt ár. Hákon, sem er sonur Harald- ar V Noregskonungs og Sonju drottningar og erfingi krúnunn- ar, giftist Mette-Marit í ágúst síðastliðnum. Hann ætlar að læra við London School of Economics and Political Science og klára mastersgráðu í félags- vísindum. Mette-Marit ætlar einnig að snúa aftur til náms en ekki hefur verið tilkynnt hvaða grein verður fyrir valinu. Kon- ungshöllin segir að opinberum skyldum nýgifta parsins á veg- um hennar verði fækkað á með- an þau eru erlendis. ■ NÝGIFT Á SVÖLUNUM Hákon prins og Mette-Marit prinsessa veifa fjöldanum af svölum konungshallarinnar í Osló eftir brúðkaup þeirra í fyrra. Þau ætla að flytja til London í haust. Fiðla og flauta í Norræna húsinu: Verk eftir Schumann og Brahms tónleikar Á háskólatónleikunum í Norræna húsinu í dag leika Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir, píanó- leikari, saman verk eftir Schumann og Brahms. Tónleik- arnir hefjast kl. 12.30 og taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er kr. 500 en ókeypis er fyrir handhafa stúd- entaskírteina. Háskólatónleikar eru haldnir á hálfsmánaðafresti og eru ævinlega vel sóttir. ■ Finnskir tvíburar dóu í bílslysum í gær: Urðu báðir r fyrir flutn- ingabílum helsinki ap Sjötugir tvíburabræð- ur í Finnlandi létust með rúmlega tveggja klukkustunda millibili í samskonar slysum í gærmorgun. Flutningabílar óku yfir bræðurna þar sem þeir voru á hjólum sínum á hálum vegi nærri bænum Raa- he, um 600 kílómetra norður af Helsinki. Fyrra slysið varð laust fyrir klukkan hálfátta í gærmorg- un, en seinna slysið tveimur klukkustundum og 17 mínútum síðar, nánast á sama stað og hið fyrra. Lögregla sagði útilokað að bróðirinn sem lenti í seinna slys- inu hafi vitað að tvíburabróðir hans lést á sama stað fyrr um morguninn þar sem ekki hafði náðst að láta aðstandendur vita. ■ VIÐ PICCADILLY CIRCUS Styttan af ástarguðinum Eros stendur við hlið skilaboða Yoko Ono á Piccadilly Circus torgi I London. Hún vill minna fólk á að heimurinn þarfnast friðar. Auglýsingaspjald á Piccadilly Circus: Skilaboð frá Yoko Ono Yoko Ono leigði nýlega auglýs- ingaspjald á Picadilly Circus torg- inu í London til að senda friðarboð tii þeirra þúsunda manna, sem fara um það á hverjum degi. Spjaldið er einfalt. Þar stendur aðeins ein setning úr laginu „Imagine" eftir heitinn eiginmann hennar, John Lennon: „Imagine all the people living life in peace.“ „Eftir hina hræðilegu atburði 11. september finnst mér vera mjög mikilvægur tími að minna fólk á þessi skilaboð. Heimurinn þarfnast friðar," sagði Yoko Ono. Hún er einnig búin að birta svipuð auglýsingaspjöld á Times Square í New York, þar sem hún býr, og í Tókýó. Hún keypti heilsíðu aug- lýsingu í The New York Times skömmu eftir hryðjuverkaárásina þar sem hún birti sömu skilaboð. í kringum jólin leigði hún auglýs- ingaspjöld í New York til að óska fólki gleðilegra jóla. John Lennon var myrtur af aðdáenda fyrir utan íbúð sína á Manhattan eyju í des- ember 1980. ■ vrt.is Efi STÓRSKEMHTILEGUR VIT-FLÖKKUR SEM INNIHELDUR M.A » BRANDÁRA OG KYNLÍ FSRÁÐGJÖF, ^EGAR PÚ SÆKIR RÉR -VALMYNDINA TEKURÐU SJÁLFKRA FA bÁTT t LEÍK; NÚMERt Ð l T T FER t FOTT 06 EF PÚ HEFUR HEPPNINA MED ÞÉR NÝJA O G GLÆSiLEGA TEGUND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.