Fréttablaðið - 27.03.2002, Síða 6
6
FRÉTTABLAÐIÐ
27. mars 2002 MIÐVIKUDAGUR
SPURNING DAGSINS
Hvað ætlar þú að gera um
páskana?
Otti Sæmundsson
83 ára.
Niðurfelling atkvæðis-
réttar í Islandsbanka:
Akvörðun
Fjármála-
efitirlitsins
g æiia ao neimsænja oroour mmn a
Landspítala. Hann er í aðhlynningu þar."
stendur
hluthafar Fjármálaeftirlitið hefur
ekki tekið til endurskoóunar fyrri
ákvörðun sína um niðurfellingu at-
kvæðisréttar á hlut FBA-Holding í
íslandsbanka. Hluthafar í Orca,
sem eiga FBA-Holding, hafa ekki
ráðið yfir atkvæðisrétti sinum í
málefnum íslandsbanka síðan á
aðalfundi félagsins 11. mars sl.
Fjármálaeftirlitið sendi í kjöl-
farið hluthöfum í Orca bréf þar
sem rökstutt er af hverju hópurinn
var sviptur rétti til að fara með
eignarhlut sinn á aðalfundi ís-
landsbanka.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hafði Fjármálaeftirlitið
áður farið fram á skýringar á
nokkrum þáttum í rekstri Orca.
Ekki hafa borist fullnægjandi svör
við fyrirspurn eftirlitsins og á
meðan svo er gildir fyrri ákvörðun
um niðurfellingu atkvæðisréttar. ■
I MANNANÖFN I
Mannanafnanefnd samþykkti
fjórar beiðnir um að eig-
innöfn væru færð á mannanafna-
skrá á síðasta fundi sínum. Fyrir
lágu beiðnir um að þrjú kven-
mannsnöfn, Mýra, Virginía og
Vanda, væru tekin inn á manna-
nafnaskrá. Voru þær beiðnir allar
samþykktar auk beiðni um karl-
mannsnafnið Haki.
jLÖGREGLUFRÉTTIRÍ
Brotist var inn í skartgripa-
verslun í Hamraborg í Kópa-
vogi um hálf fjögur leytið í fyrri-
nótt. Að sögn lögreglunnar var
stolió þaðan töluverðu magni af
úrum. Að auki voru tveir teknir
fyrir ölvun við akstur í Kópavogi.
Edda - miðlun og útgáfa:
Greiða seint fyrir seldar bækur
viðskipti „Það gengur yfirleitt
ekki hratt í bókaútgáfu að fá
pening til baka,“ sagði Snæbjörn
Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri bókaforlagsins Bjarts, að-
spurður um hvernig Eddu - miðl-
un og útgáfu gengi að greiða fyr-
ir bækur sem seldar voru frá
Bjarti í jólabókaflóðinu. Hann
sagði marga draga að borga fyr-
ir bækur sem seldust um jólin.
Edda væri ekki eina fyrirtækið
sem enn ætti eftir að greiða jóla-
reikninginn.
Magnús Hreggviðsson,
stjórnarformaður Fróða og
bókaútgáfunnar Iðunnar, fannst
ekki sanngjarnt að fjalla um
þetta mál á opinberum vett-
vangi.
Erfitt er fyrir bókaútgefend-
ur að tjá sig um viðskipti sín við
Eddu. Staða félagsins er sterk á
bókamarkaðnum og rekur fjölda
verslana á höfuðborgarsvæðinu.
Einn viðmælandi Fréttablaðsins
sagði að greiðslur frá Eddu
væru ekki eins og um var samið.
Nú væri reynt að innheimta
útistandandi skuldir.
f Fréttablaðinu í gær var sagt
frá undirbúningi hlutafjárút-
boðs til að kosta uppbyggingu
félagsins. Meðal annars hefur
Björgólfur Guðmundsson lýst
yfir áhuga á kaupum í félaginu.
Þá mun Islandsbanki, sem á um
fjórðung í félaginu, vera að
reyna að losa sig við sinn hlut.
Hugsanlegt er að Björgólfur
kaupi í hlutafjárútboðinu og svo
viðbótarhlut af íslandsbanka. ■
EIN AF VERSL-
UNUMEDDU
Greiðslur vegna
jólabókasölu ber-
ast seint.
Arafat fer ekki á
leiðtogafundinn
Arafat fer ekki á leiðtogafund Arababandalagsins sem hefst í dag.
Astæðan eru skilyrði Israelsstjórnar, segja Palestínumenn. Mubarak
hvatti Arafat til að fara hvergi. Sharon segist sjá eftir að hafa heitið
Bandaríkjamönnum að hlífa Arafat.
LÝSA STUÐNINGI VIÐ ARAFAT
Ungliðar í Fatah, stjórnmálahreyfingu Jassers Arafats, veifa gulum fánum sinum á útifundi,
sem efnt var til í Gazaborg í gær til stuðnings Arafat.
JERÚSALEM. BEIRÚT. AP LeíðtOgÍ
Palestínumanna, Jasser Arafat,
fer ekki á leiðtogafund
Arababandalagsins. Ástæðan eru
skilyrði sem ísrealar settu honum
í dag, sagði talsmaður Palestínu-
stjórnar í gær. Bæði Bandaríkin
og Evrópusambandið höfðu hvatt
Aríel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, til þess að leyfa Arafat að
fara til fundarins. I yfirlýsingu
Palestínustjórnar sagði að Arafat
yrði ekki þvingaður til að ganga 2
að ströngum skilyrðum ísraela. I
Leiðtogafundurinn hefst í dag |
og stendur þangað til á morgun.
Til umf jöllunar verður meðal ann- |
ars friðartilboð frá Abdullah, *
prins Sádi-Arabíu, til ísraels. Þar
er ísraelsmönnum boðinn friður
við arabaríki í staðinn fyrir að
herteknu svæðin verði öll látin af
hendi, Palestínumenn fái að stof-
na sjálfstætt ríki og sanngjörn
lausn verði fundin á vanda palest-
ínskra flóttamanna.
Hosni Mubarak Egiptalands-
forseti hvatti Arafat í gær til þess
að fara ekki til fundarins í Beirút.
Hann sagðist viss um að Sharon
myndi ekki leyfa Arafat að snúa
aftur til Palestínu. Arafat ætti
frekar að ávarpa fundinn með
hjálp gervihnattarsjónvarps.
„Um leið og hann fer mun
Sharon æsa til atburða, og eftir
það mun hann eyðileggja síðustu
skrifstofur Palestínustjórnar og
þröngva hana til þess að halda sig
fyrir utan,“ sagði Mubarak í við-
tali við dagblaðið An Nahar.
Aríel Sharon sagði í viðtali við
ísraelska dagblaðið Yediot
Ahronot að hann sjái eftir því að
hafa lofað Bandaríkjaforseta að
hlífa Jasser Arafat fyrir líkams-
árásum. Bandarísk stjórnvöld
hafi hins vegar á hverjum einasta
fundi með Sharon á síðasta ári
krafist þess að hann gæfi þeim
tryggingu fyrir því, að Jasser
Arafat fái að vera heill á húfi.
„Á kjörtímabili mínu sem for-
sætisráðherra, var ein skuldbind-
ing sem ég tókst á hendur sem var
mistök; Ég skuldbatt mig til þess
að valda Arafat ekki líkamstjóni,"
segir Sharon í viðtalinu.
„Samþykki mitt kann að hafa
verið rétt í byrjun. En á ákveðnu
stigi átakanna var það orðið að
mistökum. Ég hefði átt að segja
þeim: ‘Ég get ekki staðið við lof-
orð mitt’,“ sagði Sharon. Úrdrætt-
ir úr því birtust í gær, en viðtalið
átti að birta í heild í dag.
„Ég hefði átt að fara til Banda-
ríkjamanna og krefjast þess að
hann verði gerður brottrækur frá
þessum heimshluta," sagði Shar-
on ennfremur í öðru viðtali, sem
birtist í gær í ísraelska dagblað-
inu Maariv. ■
FRÁ FUNDI AFRÍKULEIÐTOGA
Ousegun Obasanjo, forseti Nígeriu, er
fremst á myndinni. Hann hvatti Afríkuríki
til að setja sér siðareglur og gera umbætur
( efnahagsmálum og stjórnmálum til þess
að geta gert sér vontr um frekari þróunar-
aðstoð frá Vesturlöndum.
Afríkuleiðtogar funda:
Ræða skilyrði
Vesturlanda
abuja. ap Leiðtogar nítján Afríku-
ríkja hittust í Nígeríu í gær. Þeir
ræddu þar einkum kröfur Vestur-
landa um að umbætur í efnahags-
og stjórnmálum verði að veru-
leika áður en aðstoð fæst til þess
að vinna gegn fátækt, sjúkdómum
og hernaðarátökum.
Osusegun Obasanjo, forseti Ní-
geríu, hvatti Afríkuríkin til þess
að setja sér siðareglur vilji þau
njóta aðstoðar frá Vesturlöndum.
Bretland, Suður-Afríka, Níger-
ía og Alsír hafa sett saman áætlun
um þróunaraðstoð, sem samþykkt
var á leiðtogafundi átta ríkustu
iðnríkja heims á Ítalíu á síðasta
ári. Áætlunin verður gerð opinber
á næsta fundi G-8-hópsins, sem
haldinn verður í Kanada í júní.
Áður en sá fundur verður hald-
inn þurfa Afríkuríkin hins vegar
að samþykkja skýr skilyrði fyrir
þróunaraðstoð, þar á meðal að ör-
yggi og stöðugleiki ríki í banka-
viðskiptum, landbúnaði og á fleiri
sviðum samfélagsins. ■
Kodak
Kodak DX3215
• 8Mb innbyggt minni
• 4x zoom
• 1,3megapixel
• 1280x960 upplausn
• 1,6" LCD skjár
• Afhleðslustoðfylgir
Kodak
Kodak DX 3500
• 2.2Megapixlar
• 33 mmlensa
• 3X Digital Zoom
• 1.8“ lCÐskjár
• 8MB minni, tekur Comp;
BT Skeifunni • BT Hafnarfir.ii - fil Ktimjlmtn
. .. Ófrægingarherferð DV: .
Full heimild fyrir birtingum
ljósmynda úr safni DV
FJÖLMIÐLAR „Fréttablaðið birtir
ekki myndir í heimildarleysi. í
kaupsamningi núverandi eigenda
DV er kveðið á um að Frjáls fjöl-
miðlun hafi aðgang að mynda-
safni DV með sama hætti og
Fréttablaðið hafi haft á síðasta
ári. Eigendur DV rufu bæði þetta
samkomulag og samning um ljós-
myndaþjónustu við Fréttablaðið
aðeins fáeinum dögum eftir kaup-
in. „Við á Fréttablaðinu höfum
verið seinþreyttir til vandræða en
ef til vill væri rétt af okkur að
höfða mál á hendur DV-mönnum
til fullnustu þessara samninga,"
sagði Gunnar Smári Egilsson, rit-
stjóri Fréttablaðsins, í viðtali við
blaðið í gær.
DV hafði eftir Hjalta Jónssyni,
framkvæmdastjóra sínum, í gær
að Fréttablaðið notaði ljósmyndir
úr safni DV í heimildarleysi og að
blaðið hefði aldrei greitt fyrir þá
þjónustu. „Frjáls fjölmiðlun hefur
átt stórar fjárhæðir inni hjá kaup-
endum DV. Það hefur öllum verið
ljóst að greiðsla Fréttablaðsins
fyrir ljósmyndaþjónustu á síðasta
ári félli inn í uppgjör þessara að-
ila. Þetta veit Hjalti. Það er ekki
lengra síðan en á mánudaginn að
til stóð að við settumst niður til að
stemma af réttu töluna. Það er því
undarlegt í þessari ófrægingar-
herferð að lesa hálfgerða þjóf-
kenningu eftir sama Hjalta í DV í
gær,“ segir Gunnar Smári.
„Mér finnst það vera á afar
hæpnum forsendum að Frétta-
blaðið ætlar að höfða mál vegna
vanefnda á samningi,“ segir
Iljalti Jónsson, framkvæmda-
stjóri DV. Hann segir DV hafa
reynt árangurslaust að ná samn-
ingafundi með ráðamönnum
Fréttablaðsins, sent fjölda bréfa
og tölvuskeyta sem aldrei hafi
verið svarað.
„Fréttablaðið hefur svarað
bréfum lögmanna DV með bréf-
um frá sínum lögmönnum. Við
höfum líka samviskusamlega leið-
rétt reikninga frá DV og endur-
sent þá. Ég skil því ekki hvers
vegna Hjalta finnst hann afskipt-
ur,“ segir Gunnar Smári. ■