Fréttablaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 27. mars 2002 MIÐVIKUDAGUR SAGA PAGSINS 26. MARS Varðskipið Sæbjörg stóð togar- ann War Grey að ólöglegum veiðum við Stafnes 1943. Togarinn sigldi til Englands með stýrimann varðskipsins og stöðvaðist ekki fyrr en Ægir hafði elt togarann og skotið 30 skotum að Grey. kagaf jarðarskjálftinn 1963. Mikill jarðskjálfti, um 7 stig, fannst víða um kl. 23.15. Upptökin voru norður af mynni Skagaf jarð- ar. Hús léku á reiðiskjálfi, og fólk varð óttaslegið. A' rið 1972 neitaði Marlon Brandon að taka við Ósk- arsverðlaunum fyrir Guðföðurinn. Vildi hann mótmæla því hvernig farið var með bandaríska frum- byggja. Tveimur árum áður hafði George C. Scott neitað að taka við litlu gullstyttunni fyrir Patton. fÓLK í FRÉTTUM f~~ Stækkun álversins á Grundar- tanga er orðið mál málanna eft- ir að Norsk-Hydro hryggbraut rík- isstjórnina og gerði vonir um Reyðarál að engu. Guðjón Guð- mundsson, þing- maður Sjálfstæð- isflokksiris á Vest- urlandi skammar Valgerði Sverris- dóttur iðnaðarráð- herra harkalega fyrir að hafa ekki virt Kenneth Peterson viðlits þegar hann óskaði eftir að fá að leggja í 70 milljarða framkvæmdir við stækkunina. Stjórnarflokkarnir eru sem sagt komnir í hár saman. Davíð Oddsson hefur gefið til kynna að nú verði rakleiðis farið að ræða við Norðurál um stækkun álversins á Grundartanga og allt stefnir í að sjálfstæðismenn muni eigna sér það mál en láti framsóknarmenn sitja uppi með klúðrið fyrir austan. Það er stór- mál fyrir sjálfstæðismenn að bæta stöðu sína á Vest- urlandi, eða öllu heldur í nýja norðvesturkjör- dæminu, sem samanstendur af Vesturlandi, Vest- fjörðum og Norð- urlandi vestra. Fyrir þetta landsvæði sitja nú á þingi sex sjálfstæðismenn en ljóst er að þrír þeirra mega teljast góð- ir að ná áfram kjöri eftir kjör- dæmabreytinguna, sem kosið verður eftir næsta vor. Líkumar á því aukast ef tekst að berja stækk- unina í gegn og gefa kjósendum á Vesturlandi þá mynd að stækkunin sé til komin vegna sjálfstæðis- manna en þrátt fyrir andstöðu framsóknarmanna. Endist ekki ævin til að lesa allt tli ég rorri mér ekki bara hérna heima nema ef vera skyldi að börnin og barnabörnin kæmu,“ segir Sigurður A. Magn- ússon rithöfundur, um afmælis- daginn sem er á páskadag. Þann dag veður hann 74 ára. Hann kveðst ekki vera mikið fyrir að halda uppá afmælisdaga nema á stórafmælum en þau hefur hann haldið veglega upp á. „Ég er af- leitur kokkur og reikna ekki með að á afmælisdaginn bjóði ég upp á neitt annað er kaffi og kökur sem ég get náð í bakaríið," sagði hann. Sigurður á fimm börn og níu barnabörn. „Þau gætu auð- veldlega verið fleiri; það verður seint sem ég næ honum föður mínum." Þessa dagana er Sigurður að vinna að níunda bindi sjálfsævi- sögu sinnar sem fyrirhugað er að komi út næsta haust. Hann kveðst vinna á næturnar fram til klukkan fjögur og sofa síðan til hádegis. „Mér finnst best að vinna á næturnar. Það er svo margt sem mælir með því s.s. friðurinn sem er yfir öllu. Þannig hef ég alltaf verið og breyti því ekki héðan af.“ Hann segir engan vafa leika á því að hann sé svo- kallaður B-maður því mjög fljót- lega á unga aldri átti hann erfitt með að vakna á morgnana og var hressari þegar líða tók á kvöld. „Ég var til vandræða í mennta- skóla og átti í hinu mesta basli með að mæta á morgnana. Nú _____ Persónan Sigurður A. Magnússon segist seint ná föður sínum í barneignum og varla úr þessu. ræð ég þessu sjálfur og kýs að hafa þennan hátt á. Á milli þess sem hann vinnur að skriftum les hann og gengur. „Ég er líka að byrja að aka bíl að nýju og hef gaman af að heim- sækja vini mína. Lesturinn er þó áhugamál númer eitt og ég hef nýlega uppgötvað að mér endist ekki ævin til að lesa allt sem mig langar. Því er ekki annað að gera en herða sig til að komast yfir sem mest.“ ■ ER LÉLEGUR KOKKUR Sigurðu A. segir að ef börnin komi sé ekki um annað að velja en kaupa kökur og bjóða kaffi. TÍMAMÓT JARÐARFARIR__________________________ 10.30 Sigurður Steinsson, Árskógum 6, verður jarðsunginn í dag fra Dóm- kirkjunni. 10.30 Margrét Þórðardóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður Skálagerði 5, verð- ur jarðsungin í dag frá Grensás- kirkju. 13.30 Erlendur Einarsson, fyrrverandi forstjóri, verður jarðsunginn f dag frá Dómkirkjunni. 13.30 Aðalbjörg Júlíusdóttir frá Seyðis- firði, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin f dag frá Bústaðakirkju. 13.30 Kristjana A. Lindqvist, Stórholti 31, Reykjavik, verour jarðsungin f dag fra Kópavogskirkju. 14.00 Ingvar A. Jóhannsson, Árskógum 8, Reykavík, verður jarðsunginn í dag frá Ytri-Njarðvfkurkirkju. 14.00 Jóhánn Þoirsteinn Karlsson, Heinabergi 7, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn í dag frá Þorláks- kirkju. 14.00 Hulda Jónsdóttir, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsung- in í dag frá Akraneskirkju. AFMÆLI_______________________________ Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, verður 74 ára sunnudaginn 31. mars. STOÐUVEITINGAR ______________________ Kristján Gunnarsson hefur verið kjörínn formaður Samfylkingarinnar f Reykjanes- bæ. Gunnar Páll Pálsson tók við for- mennsku f Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur 25. mars sl. ANPLÁT_______________________________ Sveinn Þormóðsson, Ijósmyndari, lést 26. mars. Ambjörg Sæbjömsdóttir, flarnar- götu 31, Keflavík, lést 20. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bjarnveig Þorsteinsdóttir, Sólvangs- vegi 1, Hafnarfirði, lést 24. mars. Kristín Ingibjörg Elíasdóttir, Vestur- götu 7, áður Sogavegi 164, Reykjavík, JARÐARFÖR Mikill fagurkeri sem gerði kröfur til sjálfs sín Helga Erlendsdóttir telur födur sinn, Erlend Einarsson, hafa átt góða tíma í ellinni. Ekki síst fyrir hve foreldrar hennar voru samrýnd og góðir vinir. Erlendur Einarsson, fyrr- um forstjóri Samband íslenskra samvinnufélaga verður jarðsunginn í dag frá Dómkirkjunni í Reykja- vík. Erlendur var forstjóri í rúma þrjá áratugi en lét af störfum árið 1986, þá 65 ára gamall. „Við áttum allt eins Von á að það yrði föður mín- um erfitt að hætta að vinna ekki eldri en hann var, Vinnan hafði verið svo mik- ill þáttur í lífi hans og starf- ið erilsamt. En það var ekki á honum að sjá þegar til kom,“ segir Helga Erlends- dóttir meinatæknir um föð- ur sinn. Hún segir hann hafa haldið áfram að starfa í nefndum bæði hér og utan og því ekki aðgerðarlaus með öllu. „Faðir minn vann mikið þegar við vorum börn og við sáum því ekki eins mikið af honum og við hefðum viljað. Ég man aldrei eftir að við færum í BJÓ YFIR STERKUM PERSÓNULEIKA Þau eignuðust þrjú börn, Helgu meinatækni, Eddu pí- anóleikara, og Einar ljós- myndara. Helga segir foreldra sína hafa kynnst á unglingsárum austur í Landbroti óg hafi þau ævinlega verið mjög samhent. „Afar mínir voru vinir og var hjónaband þeir- ra þeim mjög að skapi. Þau byggðu sér sumarbústað í landi Seglbúða og áttu þar góðar stundir þegar færi gafst frá önnum. Móðir mín tók þátt í öllum hans störfum og styrkti hann í því sem hann var að gera. Enda voru þeir miklir vinir. Eftir að þau fóru að hafa meiri tíma sam- an hlustuðu þau mikið á tón- list og áttu góða vini sem þau umgengust. Hann var góður fluguveiðimaður og spilaði golf.“ Helga segir föður sinn hafa búið yfir sterkum per- sónuleika „Hann gerði mikl- ar kröfur til sjálfs sín og sumarfrí saman þegar ég Erlendur Einarsson verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag ætlaði til þess af Öðrum. var krakki. Hins vegar átt- um við þess kost að umgangast meira eftir að hann hætti að vinna. Um tíma bjuggum við öll systkinin erlendis og þá voru þau dugleg við að heimsækja okkur. Það gaf okk- ur kost á að kynnast nýrrihliðá honum.“ Erlendur fæddist í Vík í Mýr- dal í í mars árið 1921, og ólst þar upp. Ungur að árum kynntist hann eiginkonu sinni, Margréti Helga- dóttur frá Seglbúðum í Landbroti. Fagurkeri var hann á alla hluti og lagði áherslu á reglusemi. Honum fannst miklu máli skipta framkoma fólks og hvernig það bar sig. í mínum huga var hann á allan hátt merkilegur maður sem mikið var hægt að læra af.“ ■ Qninhrotti nn g snjóbretta tnaður lífiö er áskonin! á^Columbia [xiitswt-arl’ompany. Kringlunni 4-6 • Reykjavík • Sími • 575 5100 • www.nanoq.is lést 23. mars. Unnur Brynjólfsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áour Flateyri, lést 25. mars. Nikólína Jóhannsdóttir, Sólheima- gerði, Skagafirði, lést 24. mars. Ilse Ruth Thiede lést 8. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jón Einarsson frá Sperðli, Vestur- Landeyjum, til heimilis á Strönd, V- Landeyjum, lést 25. mars. María Helgadóttir frá Ísafirðí, lést 22. mars. Lára Gunnarsdóttir Larum lést 23. mars. Sigurður Hrafn Guðmundsson, Njálsgötu 110, Reykjavík, lést 23. mars. Jóhanna Á. Steingrímsdóttir frá Ár- nesi lést 25. mars. Þorgeir K. Þorgeirsson: Rangur útfarardagur leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að útför Þorgeirs K. Þorgeirsson fyrrverandi fram- kvæmdarstjóra hjá Pósti og síma, var sögð fara fram í gær. Þetta var rangt. Útförin fer fram þriðjudag- inn 2. apríl næstkomandi. Frétta- blaðið biður aðstandendur velvirð- ingar á þessum mistökum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.