Fréttablaðið - 11.04.2002, Page 1

Fréttablaðið - 11.04.2002, Page 1
TÓNLIST Lánsamur að tilheyra íslensku þjóðinni bls 16 KVIKIVIYNPIR Ást í móðu bls 14 SVIÐSLJÓS Ottast eiginmann Madonnu bls 15 Jarðgerðartankur Minna sorp! FUJTNINGATÆKNI Súöarvogi 2, Reykjavík Sími 535 2535 FRETTABLAÐIÐ ;- , 69. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 11. apríl 2002 Stytting framhalds- skólanáms fundur Ungir jafn- aðarmenn halda fund í Húsi máiar- ans klukkan 20.30. Á fundinum verður rætt um styttingu framhaldsskóla- náms úr 4 árum í 3 og brottfall nemenda úr námi. Á meðal framsögumanna eru Svan- fríður Jónasdóttir alþingismaður og Runólfur Ágústsson, rektor Há- skólans á Bifröst. Vekja athygli á parkinsonveiki opið hús Um árabil hefur 11. apríl verið notaður til að vekja athygli á málefnum parkinsonveikra og að- standenda þeirra. í þessu skyni bjóða Parkinsonsamtökin á íslandi félögum og velunnurum samtak- anna á opið hús í húsakynnum samtakanna í Hátúni 10 B, 9. hæð. Húsið verður opið frá klukkan 13 til 17. IVEÐRiÐ i' DAC REYKJAVIK Hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað í dag. Hiti 0 til 4 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI fsafjörður © 5-8 tirkomulltið Q 5 Akureyri 3 5-8 Úrkomulítið Q 3 Egilsstaðir © 5-8 Él ©3 Vestmannaeyjar o 5-8 Léttskýjað Q 2 Úrslit í körfu körfubolti Fyrsti leikurinn í úrslita- keppni Keflavíkur og Njarðvíkur hefst klukkan 20 í íþróttahúsinu í Keflavík. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki verður íslandsmeistari. Undanúrslit í kvöld HANPBOLTI Fyrstu leikirnir í undanúr- slitum í handbolta kvenna hefjast klukkan 20. íslands- meistarar Hauka taka á móti Víking- um á Ásvöllum og Stjarnan tekur á móti Gróttu-KR. í KVÖLDIÐ í KVÖLDi Tónlist 16 Bíó 14 Leikhús 16 (þróttir 12 Myndlist 16 Sjónvarp 20 Skemmtanir 16 Lltvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRETTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar höfuð- 65-8% borgarsvæð- inu í dag? Meðallestur 25 til 49 ára á fimmtudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Callup frá október 2001 70.000 65% ;ó >s MEÐALLESTUR FULKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001. F ékk 920 morfíntöflur hjá lækni á 95 dögum Geðlæknir í Reykjavík lét morfínfíkli í té átján lyfseðla fyrir contalgíni á þremur mánuðum. Jafn- gildir 9,6 töflum á dag. Jafnvirði 1,8 milljóna króna á götunni. eiturlyf Geðlæknir í Reykjavík lét einum morfínfíkli í té 18 lyfseðla ___fyrir 920 60 mg Skammturinn, niorfíntöflum af sem læknirinn ee[ölnnl contalgin ' > að f,k| inn embe,, m9 m ]0 taeki 9 6tof|ur, mars 2000. Frétta- eða 516 m8 a blaðið hefur undir dag a þessu 95 höndum útskriftir daga timabili. frd tveimur apó- tekum sem stað- festa þetta. Tvær 60 mg morfín- töflur geta verið hættulegar venjulegum manni en fíklar bygg- ja upp mikið þol fyrir efninu. Skammturinn, sem læknirinn ávísaði, jafngildir því að fíkillinn tæki 9,6 töflur, eða 576 mg, á dag á þessu 95 daga tímabili. Verðmæti efnisins í sölu á götunni nemur 2 þúsund krónum á hverja töflu, eða alls um 1,8 milljónum króna. Fíkillinn, sem um ræðir, er hættur neyslu. Hann segist hafa greitt um 3.000 krónur fyrir hvern lyfseðil, eða jafnmikið og fyrir sér- fræðiviðtal. Hann segist hafa selt hluta efnanna eða skipt á þeim og öðrum efnum. í apótekunum sem hann skipti mest við fékk hann ókeypis sprautur og nálar. Fyrir hvern lyfjaskammt greiddi hann 2.765 kr. í öðru apótekinu en 3.686 kr í hinu. Hann fékk oftast 50 töfl- ur í einu, en einu sinni 75 töflur og einu sinni 125 töflur. Nokkrum sinnum voru tveir lyfseðlar, hvor upp á 50 morfíntöflur, leystir út sama dag. í nokkur skipti leið dagur milli þess að fíkill- inn kæmi í apótekið með lyfseðil upp á 50 60 mg morfíntöflur. Auk morfínlyfseðlanna átján fékk hann á sama tímabili frá sama geðlækni fjórtán lyfseðla fyrir róandi lyfj- unum mógadon og diazepam. Þau segist hann hafa selt öðrum fíkl- um. Fíkillinn fyrrverandi segist um langt skeið hafa verið í miklum afbrotum tii að fjármagna neyslu sína. Hann braut ekki af sér á því tímabili sem hann gat gengið að sterkustu lyfjum sem völ var á hjá læknum. Þar fékk hann efni til eig- in neyslu og að auki tekjur af því að selja öðrum fíklum afganginn af læknadópinu. petur@frettabiadid.is “l' -’ýr í Á : BRUNI Á ÁSVALLACÖTU Miklár skemmdir urðu á íbúð á jarðhæð við Ásvallagötu 10. Enginn var í ibúðinni. Þegar slökkvilið kom é staðinn var talsverður eldur í barnaherbergi. Nánast allt sem var inni eyðilagðist og rúður sprungu vegna hita. Reykræstingu var lokið um kvöldmatarleytið. Nánar bls. 2 Samningar undirritaðir: Sex milljarða tónlistarhús við höfnina reykjavík Fulltrúar Reykjavíkur- borgar og ríkisins munu í dag undirrita samning um fjármögn- un og kostnaðarskiptingu vegna nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss ásamt hóteli við Reykjavíkurhöfn. Reiknað er með að húsið muni kosta ríki og borg um 6 milljarða króna. Anna Kristín Ólafsdóttir, að- stoðarkona borgarstjóra, sagði að fjármálaráðherra, menntamála- ráðherra og samgönguráðherra myndu skrifa undir fyrir hönd ríkisins en borgarstjóri fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Húsið mun rísa við Miðbakka á því svæði þar sem Faxaskáli er. Úr- slit í samkeppni um skipulag svæðisins voru kynnt í janúar og var tillaga íslensks arkitekts og þriggja danskra valin í fyrsta sæti. Skrifað verður undir samning- inn klukkan 9.30 í Háskólabíói og verður framkvæmdin þá kynnt. ■ Forstjóri VÞÍ um Norðurljós: IfótboltiT Verða að fullnægja upplýsinga- kröfum sem við setjum Real Madríd sló meistarana út markaður „Við erum að sjálfsögðu að skoða þetta,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Verðbréfaþings, um drátt Norðurljósa á að birta rekstraruppgjör sitt á þinginu. Norðurljós hafa skráð og selt skuldabréf á þinginu fyrir 350 milljónir króna. Samkvæmt regl- um ber félaginu að birta uppgjör að minnsta kosti tvisvar á ári. Það hefur félagið ekki gert síðan 17. september á síðasta ári. Það hefur því brotið reglur þingsins um upp- lýsingagjöf. Verðbréfaþing hefur farið fram á skýringar á þessu. „Við lítum svo á, þegar skulda- bréf af þessu tagi fara á markað- inn, að menn gangist undir reglur þingsins og verði að fullnægja þeim upplýsingakröfum sem við setjum,“ segir Þórður. „Það eru fleiri dæmi um að dregist hefur að veita upplýsingar af þessu tagi,“ segir Þórður. Hann segir það ekki síst eiga við um sveitarfélög. Þó gildi önnur sjónar- mið gagnvart þeim þar sem ákveðnar sérreglur gildi um bók- hald þeirra. Þórður segir VÞÍ setjá strang- ari reglur um upplýsingagjöf en löggjöfin og reglugerð segja fyrir um. „Við erum að mynda okkur skoðun á því hversu hart við eig- um að ganga svo upplýsingakröf- um sé að fullu fullnægt." ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.