Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2002, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 11.04.2002, Qupperneq 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 11. apríl 2002 FIIVIIVITUDAGUR Breskir þingmenn þjarma að Tony Blair: „Heimurinn væri betri án Saddams" TONY BLAIR OG GEORGE W. BUSH Þeir eru sam- mála um að þjarma þurfi að Saddam Hussein. Breskir þingmenn létu í Ijós efasemdir um það við for- sætisráðherra sinn í gær. SVONA ERUM VIÐ ÍSLAND BORCAR MEST MEÐ LANDBÚNAÐI Opinber framleiðslustuðningur (PSE) til hvers bónda var hátt I þrjár milljónir króna á ári hér á landi á árunum 1997-1999, á verðlagi 2002. Stuðningurinn er meiri en í öðrum löndum OECD, sem tölur eru til um. Stuðningurinn felst annars vegar í beinum framlögum úr rfkissjóði og hins vegar innflutningshöftum. I ÞUS. KRONA A VERÐLAGI 2002 fsland 2.B34 _______________________ | Sviss 2.801_______________________________| Noregur 2.735______________________________j Japan 1.977____________________| Bandaríkin 1.499 _________| Meðalt. OECD 906__________j Kanada 692 | Heimild: Samtök atvinnulífsins london, ap Breskir þingmenn úr öll- um þingflokkum gerðu harða hríð að Tony Blair forsætisráðherra í gær. Gagnrýndu þeir harðlega áform hans um að taka þátt með Bandaríkjunum í árásum á írak. Blair svaraði því til að Bretar myndu ekki láta etja sér í neinum asa út í hernað gegn írak. Hins veg- ar styddi hann heilshugar áform Bandaríkjanna um að „skipta um stjórn" í Irak. Hann segir að tími sé ekki kom- inn til þess að grípa til hernaðarað- gerða enn sem komið er. Hins veg- ar sé óhjákvæmilegt að grípa til „hófsamra" og „skynsamlegra" að- gerða gegn Saddam Hussein. Gjör- eyðingarvopn í höndum hans væru áhyggjuefni, sem taka þyrfti alvar- lega. „Það leikur ekki minnsti vafi á því að heimurinn -væri betri án Saddams," sagði Blair. Um það bil 150 þingmenn hafa undirritað yfir- lýsingu um að þeim sé „afar órótt“ yegna hugsanlegs hernaðar gegn írak. Flestir eru þessir þingmenn flokksbræður forsætisráðherrans í Verkamannaflokknum. ■ Borgarbyggðarlistinn: Algjör end- urnýjun framboð Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem setið hafa í bæjar- stjórn Borgarbyggðar fyrir Borgar- byggðarlistann gefur kost á sér til endurkjörs í sveitarstjórnarkosn- ingunum í maí. Listinn er borinn fram af óháðum kjósendum, Sam- fylkingunni og Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Finnbogi Rögnvaldsson, jarð- fræðingur, leiðir listann. Ásþór Ragnarsson, sálfræðingur, er í 2. sæti, Sóley Sigþórsdóttir því þriðja, Brynjólfur Guðmundsson, bóndi, er í fjórða sæti og fimmta sætið skipar Guðrún Vala Elísdóttir, mannfræð- ingur. ■ Friðarvonir glæðast á Sri Lanka: Tamílar vilja enn sjálfstæði kilinochchi, ap Tamílsku tígrarnir, eins og uppreisnarher tamíla á Sri Lanka nefnir sig, telja ekki for- ~~jjj^~ sendur til þess að JBBL gefa upp á bátinn kröfu sína um sjálfstætt ríki ta- míla á norður- hluta eyjunnar. Samt segjast þeir hafa fulla trú á að friðarsamningar muni takast innan skamms. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem Prabhakaran, leiðtogi PRABHAKARAN Leiðtogi uppreisn- arsveita tamíla hélt blaðamanna- fund í gær í fyrsta sinn í 15 ár. Velupillai Tígranna, hélt í gær. Blóðug sjálfstæðisbarátta þeir- ra hefur staðið í nítján ár og kost- að 64 þúsund manns lífið. Norð- menn hafa undanfarnar vikur reynt að miðla málum í deilunni. ■ Lífeyrisréttindi: Raunávöxt- un jákvæð um 1,2% lífeyrissjóður Hrein raunávöxtun Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda var jákvæð um 1,2% á síðasta ári. Nafnávöxtun samtryggingar- deildar sjóðsins var jákvæð um 10,1%. Undanfarin fimm ár hefur meðaltal hreinnar ávöxtunar sjóðsins verið 4,8% Söfnunarsjóður lífeyrisrétt- inda er fyrsti lífeyrissjóðurinn sem kynnir afkomu sína til að skilja jákvæðri raunávöxtun. í Fréttablaðinu í gær kom fram að aðrir sjóðir hafa verið að skila neikvæðri raunávöxtun upp á 0,7 - 4,7%. ■ Brauð og kökur of létt Mjög slæmar niðurstöður segir formaður Neytendasamtakanna. Framleiðendur voru á „þriðja sénsi“. KANNTU BRAUÐ AÐ BAKA? Brauðin eru of létt segja Neytendasamtök er framleiðendur gagnrýna könnunina. NEYTENDUR Tvö af hverjum þrem- ur brauðum og kökum eru léttari en tilgreint er á umbúðum, segir í niðurstöðum umfangsmikillar könnunar Neytendasamtakanna sem birt var í gær. Umbúðamerk- ingar eru ólöglegar í nær 7% til- vika. „Þetta eru mjög slæmar niður- stöður,“ segir Jóhannes Gunnars- son, formaður samtakanna, í samtali við blaðið. „Þetta er í þriðja skipti sem við gerum svona vigtun og ég myndi orða það svo, við erum búnir að gefa tvo sénsa og samt eru niðurstöð- urnar svona slæmar. Bæði vantar upp á þyngd og merkingar eru ólöglegar." Könnunin var framkvæmd 20,- 25. mars síðastliðinn í sjö versl- unum á höfuðborgarsvæðinu. 123 tegundir brauða og kaka voru metnar. 627 vigtanir voru fram- kvæmdar á vörum frá 16 fram- leiðendum. Þar fyrir utan voru 45 brauð og kökur skoðuð sem á vantaði þyngdarmerkingu og/eða síðasta söludag sem er ólöglegt. Þegar búið var að reikna með- altal hverrar tegundar kom í ljós að 65,32% voru undir uppgefinni þyngd. í þessum útreikningum er miðað við nákvæma þyngd eins og stendur á umbúðum. Forstjóri Myllunnar bendir á að bakarar hafi 3% svigrúm er kemur að þyngd. Frávikin frá þyngd eins og hún kemur fram á umbúðum eru á bilinu 0,1 til 25,23% undir vigt og á bilinu 0,1- 36,5% yfir uppgefinni þyngd. Undirvigt er þó miklu al- gengari en yfirvigt. Stórir brauð- framleiðendur á borð við Myll- una, Nýbrauð og Breiðholtsbak- aríi mælast allir með undirvigt á meirihluta sinna vara. Fram- kvæmdastjóri Nýbrauða, sem mældist undir vigt í öllum tilvik- um, bendir á að það sé mjög erfitt að eiga við þyngd á brauðum. Þau rýrni þar að auki alltaf eitthvað. Jóhannes Gunnarsson segir slæmt fyrir neytendur að brauðin skuli vera þetta of létt, brauð séu dýr hér á landi samanborið við út- lönd, munurinn hljóti að vera enn meiri ef verið sé að selja of létt brauð í svo miklum mæli. sigridur@frettabladid.is HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Tekur kröfuna fyrir í dag. Mannslátið í Hamraborg: Akvörðun um gæsluvar- hald frestað lögregla Héraðsdómur Reykjaness frestaði í gær að taka ákvörðun um það hvort gæsluvarðhald yfir konu á sextugsaldri og manni á fertugs- aldri yrði framlengt. Fólkið hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar vikur vegna mannsláts í Kópavogi þann 10. mars. Gæsluvarðhalds- krafan verður tekin fyrir í dag. Maðurinn fannst látinn í íbúð í Hamraborg og leiddi krufning í ljós að hann hefði látist af völdum inn- vortis áverka. Að sögn lögreglu er enn óljóst um atvik og þess vegna var farið fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi. Rannsókn málsins er í fullum gangi. ■ —«.— Borgarstjórnarkosningar: Höíuðborg- arsamtökin stofiiuð sveitarstjórnarmál Stofnfundur Höfuðborgarsamtakanna var hald- inn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Samtökin hyggjast taka þátt í borg- arstjórnarkosningunum í vor og leggja megináhersluna á skipulags- mál og þéttingu byggðar. Ein helsta baráttumál samtak- anna eru uppbygging miðborgar- innar og flutningur flugvallarins í Vatnsmýri fyrir árið 2010. ■ hlutfall brauða sem var undir vigt* Framleiðandi brauða Fjöldi brauða Fjöldi undir vigt % undir vigt Kökugerð HP 5 O 0,00% Ömmubakstur 5 O 0,00% Bakarlið Austurveri 20 10 50,00% Gæðabakstur 10 5 50,00% Myllan 166 96 57,83% Breiðholtsbakarí 122 86 70,49% Nýbrauð 57 51 89,47% Kökubankinn 10 10 100,00% Samtals: 395 258 65,32% *Niðurstaða Neytendasamtakanna sem tekur ekki tillit til leyfðra frávika upp á 3% einstakur sjálfsræktarkliibbur Higt er aó skrá sig á www.salkaforlag.is cöa í síma 552 11 22 Skólavörðusrig 4 sími: 552 II 22 Vcríð vdkomin Forstjóri Myllunnar æfur: Könnunin Neytendasam- takanna illa unnin BRAUÐ „Þetta er meira og minna rangt því sem snýr að Myll- unni,“ segir Kolbeinn Kristins- son, forstjóri Myllunnar um skyndikönnun Neytendasamtak- anna á þyngd brauða og kaka. ITann bendir á að í framsetningu á könnuninni er ekker.t tekið til- lit til þess svigrúrris íþyngd sem framleiðendur brauða hafa. Samkvæmt reglum Hollustu- verndar má skeika 3% til eða frá í þyngd. Kolbeinn segir einn- ig þrjú brauð sem ekki eru frá Myllunni sett á listann yfir brauð frá þeim. „Neytendasam- tökin virðast hafa mestan áhuga á því að rakka niður íslenska framleiðendur. Þeir birta aldrei og röng könnun sem kemur neitt já- kvætt úr. Þeir hagræða meira að segja sannleikanum til þess að geta komið með frétt,“ segir Kolbeinn sem átelur einnig að engar reglur séu til um fram- kvæmd kannanna sem þessara. Kolbeinn segir afar erfitt að baka brauð og kökur sem vega nákvæmlega það sem þau eiga að gera samkvæmt umbúðum. Eigi þetta ekki síst við um kökur sem handsmurt er inn í og brauð sem eru handskorin eins og rúg- brauðskubbar. ■ KOLBEINN KRISTINSSON Hann hefur margt við vinnubrögð Neytendasamtakanna að athuga.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.