Fréttablaðið - 11.04.2002, Side 10
10
riiÆRÉliTABfcAÐlÐ
11. apríl 2002 FIMMTUDAGUR
FRETTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
'Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: (safoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Visir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins f stafrænu formi og i gagnabönkum
án endurgjalds.
-I BRÉF TIL BLAÐSINS |-
Líkt goldið
með líku
Fyrrum fangi skrifar:
Vegna umræðu um fangelsis-
mál og aðstæður fanga lang-
aði mig að koma eftirfarandi á
framfæri. Ég sat fjórum sinni inni
á tímabilinu 1980-1990, stuttan
tíma í senn. Mín reynsla er sú að
fangaverðirnir voru alveg prýðis-
menn. Sú regla gilti að ef maður
kom vel fram við þá þá komu þeir
vel fram við mann á móti. Þegar
ég sat inni þá voru heimsóknir
bara leyfðar á sunnudögum og
konan mín nýtti sér þá. Nú eru
orðin 12 ár síðan ég sat inni síðast.
Mér skilst að þessi heimur hafi
farið harðnandi síðan þá og reglur
séu að mörgu leyti strangari en
þær voru þegar ég sat inni. En
fyrst og síðast held ég að rétt sé
að fangaverðir komi yfirleitt vel
fram við fangana og fjölskyldur
þeirra. Ef vel er komið fram við
þá þá koma þeir vel fram við
fangana á móti. ■
Ekki benda á mig
Svo virðist amfetamín hafi um
nokkurra mánaða skeið, í lok
síðasta árs og byrjun þessa, verið
löglegt fíkniefni hér á landi. Þeg-
ar reglugerð var breytt gleymdist
að tryggja veru þessa hættulega
örvandi efnis á bannlista. Rann-
sókn eins stærsta amfetmínmáls
sem komið hefur upp hérlendis er
í hættu vegna þessara mistaka og
útlit fyrir að þeir sem þar voru að
verki sleppi við refsingu. Þetta er
tragíkómískur farsi.
Ár hvert er fjöldi manns
dæmdur til þungrar fangelsisvist-
ar fyrir að reyna að flytja inn og
selja amfetamín. Dómarnir við
slíkum brotum eru einhverjir þeir
þyngstu sem falla í dómskerfinu.
Amfetamín er líka efni sem hefur
skaðvænlegri áhrif en flest önnur
fíkniefni. Fíkill undir áhrifum
þess er stórhættulegur umhverfi
sínu. Nokkur hörmulegustu of-
beldisbrot síðustu missera voru
framin af mönnum undir áhrifum
efnisins.
í ljósi þeirrar áherslu sem lögð
hefur verið á að sporna við inn-
flutningi amfetamíns og þeirrar
hörku sem dómsvaldið hefur sýnt
í þeim málum vekur það furðu að
stoðirnar undir banni við innflutn-
ingi og dreifingu efnisins hafi
ekki verið styrkari en raun bar
vitni. Mannleg mistök eins
kontórista í heilbrigðisráðuneyt-
inu höfðu þessar afdrifaríku af-
leiðingar. Efnið var ekki bannað
með lögum heldur byggt á reglu-
__________________Málmanna^
Pétur Gunnarsson
skrifar um slysalega lögleiðingu amfetamíns
gerðarheimild sem embættis-
mönnum var falið að útfæra.
Þessi mistök hljóta að verða til
þess að alþingismenn rumski af
svefninum og sjái um að refsi-
heimildir fyrir lögbrotum sem
varðað geta margra ára frelsis-
sviptingu séu ótvíræðar og ekki
undir því einu komnar að
kontóristar séu velupplagðir í
vinnunni.
Á hinn bóginn vakna spurning-
ar um pólitíska ábyrgð á afglöp-
um af þessu tagi. Einu sinni sagði
forsætisráðherra að ráðherra
gæti fráleitt borið ábyrgð á öllum
verkum einhverra kontórista í
ráðuneytum og stofnunum sem
undir hann heyra. Auðvitað ber
heilbrigðisráðherra ekki persónu-
lega ábyrgð í málinu. En ef ráð-
herra axlar ekki ábyrgð á því að
neysla amfetamíns var óforvar-
endis lögleidd á íslandi, er eðli-
legt áð spurt sé í hverju hin póli-
tíska ábyrgð ráðherra á stjórnar-
athöfnum sé yfirleitt fólgin? ■
KVIÐDÓMUR
20 milljarða ríkisábyrgð á lán deCode
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bera ábyrgð á láni vegna lyfjaþróunarfyrirtækis sem
deCode genetic hyggst stofna hér á landi. Áætlað er að 250 störf í lyfjaþróun verði til
við stofnun þess. Lyfjaþróun er áhættusöm grein.
EDDA RÓS KARLSDÓTTIR
BÚNAÐARBANKA
Skref
afturábak
„Þetta er spurning um hvað
maður vill að ríkið sé að
gera. Tekin var ákvörðun
fyrir áratug að
ríkið hætta
slíkum ráðstöf-
unum. Á þeim
■■■'- tímakomnán-
__t wl ast öll lang-
tímafjármögnun gegnum
opinbera sjóði. Spurningin
er hvað hafi breyst síðan
þá? Þá má velta fyrir sér
hvort stjórnvöld séu betri
til að velja atvinnugreinar
en einkaframtakið. Með
þessu er ríkið farið að haga
sér eins og áhættufjárfest-
ir. Yfirleitt hugsar maður
hlutverk ríkisins sem aðila
sem skapar skilyrði fyrir
fyrirtæki. Það má segja að
hér sé verið að skapa skil-
yrði fyrir rannsóknir. Hins
vegar er þetta sértæk að-
gerð, en ekki almenn. Það
er engin spurning að ef
svona fyrirtæki kemur til
landsins, þá hefur það góð
áhrif. Fyrir fjármagns-
markaðinn er þetta hins
vegar skref afturábak. ■
I
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON
DÓSENT
Erum ekki
í alfaraleið
„Þetta er ekkert óeðlilegt.
Það er hægt að réttlæta
þessa ákvörðun. Ef menn
styrkja ekki
deCode, þá er
hætta á að
menn missi þá
úr landi. ísland
er ekki óska-
staður atvinnurekstrar. Við
erum ekki í alfaraleið. Því
þurfum við að leggja ýmis-
legt á okkur til að fá stór-
fyrirtæki inn í landið. Það
þýðir ekkert að fitja upp á
trýnið. Auðvitað væri betra
að fyrirtæki kæmu hingað
af fúsum og frjálsum vilja
og við þyrftum ekkert ann-
að að gera en að taka af
þeim skatta. Því er ekki að
heilsa, því miður. Við erum
með ríkisbanka sem þýðir
að öll fyrirtæki sem fá lán
hjá ríkisbönkunum eru á
vissan hátt ríkistryggð. Ef
menn eru eitthvað að fýla
grön yfir þessu, þá held ég
að allur íslenskur atvinnu-
rekstur sé meira og minna
röngu megin við ríkisað-
stoðarstrikið." ■
RÓBERT WESSMAN
FORSTJÓRI DELTA
Töluverð
áhætta
„Ég vil óska Kára til ham- I
ingju með þetta. Málið er
vel unnið hjá þeim hjá
Decode. Við
hjá Delta mun- j
um að sjálf-
sögðu skoða
hvaða tækifæri
liggja í þessu,
ef stefna ríkisins er að
styðja myndarlega við bak-
ið á fyrirtækjum í þessum
rekstri. Það er vel þekkt að i
ríki styðji við bakið á fyrir-
tækjum. Við þekkjum þetta
vel til dæmis á Möltu, þar
sem við höfum fjárfest. Þar
kemur ríkið mjög sterkt að.
Býður lánsfé og aðstöðu á
mjög góðum kjörum. Þetta
var eitt af því sem við
horfðum til við ókvörðun
um að fjárfesta í rekstri
þar. Það er hins vegar mik-
ilvægt að ríkið geri sér
grein fyrir áhættunni sem
fylgir svona ábyrgð. Það er
alltaf töluverð áhætta sem
felst í frumþróun á nýjum
lyfjum." ■
PÉTUR BLÖNDAL
ÞINGMAÐUR
Ríkið borí ar
ef illa fer
Mér finnst þetta mi . 1
stefnubreyting að þ i er
minn flokk varðar. 1 inn
mun ek i geta
s^gt að betta
* ; , ® sé einsi kt til-
Jjjr felli, þ' það
eru þeg ir til
^lfaih.í fyrirtæki hér
á landi í þessari sör i
grein. Lyfjaþróun e. :in-
hver áhættusamasti -ekst-
ur sem til er. Annaö vort
tekst að finna lyf og >á
rýkur gengið upp. E a það
tekst ekki og þá bla: r
gjaldþrot við. Önnui fyrir-
tæki sem eru í starí emi,
þar sem um er að r;i ða'
jafnverðmæt hálaui. störf
geta farið að óska þ< ss
sama. Það má ekki gleyma
því að þarna er verið að
hætta fé skattgreiðt ida. Ef
vel gengur sem við að
sjálfsögðu vonum, þa fær
ríkissjóður lítið fyrii sinn
snúð. Ef illa gengur ■ 'ellur
ábyrgðin á ríkissjóð, um-
talsverðir fjármunir. ■
ÞORSTEINN LOFTSSON
PRÓFESSOR
Eflir vísinda-
samfélagið
„Áhættan er miklu minni
en menn hafa verið að
halda fram. Það er þegar
komið verulegt
fjármagn inn í
fyrirtækið og
þeir eru komn-
ir nokkuð á
veg í sínu
starfi. Það sem við eigum
að horfa til er hvaða áhrif
þetta muni hafa á samfé-
lagið. Þetta er bylting fyrir
vísindasamfélagið. Við
þetta verða til hátekjustörf,
auk þess sem framlög til
vísinda munu stóraukast.
Lyfjaþróunarferlið er fimm
til tíu ár. Oft er talað um að
eitt af hverjum tíu þúsund
efnum sem eru greind, endi
sem lyf í apóteki. Menn
verða að hafa í huga að
deCode er búið að starfa í
einhver ár, þannig að það
er hugsanlegt að þeir eða
Medicem séu með
kandídata sem eru komnir
þó nokkuð langt í ferlinu.
Það er því hugsanlegt að
þeir verði komnir með lyf
eftir tvö ár.“ ■
A
• __________ ■ * .. • 'i'. v m .
Námsstyrkir
Árlega veitir Búnaðarbankinn 12 styrki til námsmanna
í Námsmannalínunni, hvern að upphæð 150.000 kr.
Skipting Námsmannalínustyrkja
• Útskriftarstyrkir til nema í Háskóla Islands.
• Útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi og sérskólanema.
• Námsstyrkir til námsmanna erlendis.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2002.
Umsóknir
Umsækjandi skal taka fram eftirfarandi atriði: Námsferil, einkunnir,
framtíðaráform, félagsstörf, starfsreynslu og fjölskylduhagi. Hægt er að
sækja um styrkina á vef Námsmannalínunnar, www.namsmannalinan.is,
eða senda umsókn á namsmannalinan@bi.is. Einnig er hægt að nálgast
umsóknareyðublöð í öllum útibúum bankans, á www.namsmannalinan.is,
og á skrifstofum SHÍ, BÍSN og SÍNE.
Skriflegum umsóknum skal skila til: Búnaðarbanka (slands hf.,
Markaðsdeildar, Austurstræti 5, 155 Reykjavík
Athugið að einungis félagar í Námsmannalínu Búnaðarbankans eiga
rétt á að sækja um þessa styrki.
ma
námsmannalinan
SBB —— nam er vinna
® BÚNAÐARBANKINN
' -traustur banki
VIÐBRÖGÐ
Ríkisábyrgðin hjá
greiningardeildum
Kaupþing gerir
skuldastöðu þjóð-
arbúsins að um-
talsefni: „Erlend
skuldastaða þjóð-
arbúsins mun enn
aukast, en fram hefur komið í áliti
helstu lánshæfismatsaðila að stór-
auknar skuldir íslendinga valdi
mönnum ytra áhyggjum. Erlend
skuldastaða jókst í 104% af lands-
framleiðslu árið 2001 frá því að
vera 51% árið 1997 samkvæmt
Þjóðhagsstofnun. Sjálfsagt er
hins vegar að taka lán til arð-
bærra verkefna og verður lyfja-
þróunarfélagið væntanlega byggt
með það að leiðarljósi að það muni
innan tíðar skila viðunandi arð-
semi.“
Landsbankinn segir
að ríkisábyrgðir séu
alls ekki óþekkt form
í samkeppni ríkja til
að laða til sín fyrir-
tæki: „Miðað við þær
upplýsingar sem þegar liggja fyr-
ir og í ljósi þess hve langur tími
líður jafnan áður en í ljós kemur
hvort starfsemin er arðbær, er
ekki raunhæft að áætla nákvæm-
lega áhrif þess. Það verður að telj-
ast jákvæð þróun að stutt sé við
nýfjárfestingar í hátæknigreinum
sem hugsanlega skapa fjölda
nýrra starfa og stuðla að aukinni
breidd íslensks atvinnulífs. En
móti kemur að þessi sértæka að-
gerð er alls ekki áhættulaus fyrir
íslenska ríkið.
Búnaðarbankinn
segir að um stefnu-
breytingu sé að
ræða, enda hafi
stjórnvöld unnið
markvisst að því að
draga úr ríkisum-
svifum: „í frétt frá fjármálaráðu-
neytinu kemur fram að gert sé ráð
fyrir að 250-300 ný störf geti
skapast hér á landi innan tveggja
til þriggja ára ef fyrirætlanii
lyfjaþróunarfyrirtækisins ganga
eftir. Ennfremur er bent á að rík
isstjórnin hafi á stefnuskrá sinni
að stuðla markvisst að atvinnu
uppbyggingu í hátækni og vís
indagreinum. Greiningardeild tel-
ur engu að síður að hér sé um
ákveðna stefnubreytingu að ræða
enda hafa stjórnvöld unnið mark
visst að því að draga úr ríkisum
svifum og ríkisábyrgðum."
íslandsbanki er
tortrygginn á
þessa ráðstöf-
un og telur for-
dæmið hættulegt: „Heildarfjár-
festing er áætluð um 350 milljón
Stærsta viðskiptafréttin þessa
dagana er ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar að veita deCode ríksiá-
byrgð á láni til stofnunar lyfja-
þróunarfyrirtaekis hér á landi.
Greiningardeildir fjármála-
stofnana hafa fjallað um málið í
daglegum pistlum sínum.
dollarar og er gert ráð fyrir að
250-300 ný störf skapist innan
tveggja til þriggja ára. Að mati
Greiningar er um neikvætt for-
dæmi að ræða og ekki í samræmi
við stefnu ríkisstjórnarinnar um
minnkun ríkisafskipta af atvinnu-
lífinu. Líklegt verður að telja að
fleiri fyrirtæki feti í fótspor
deCODE og byggi beiðnir sínar á
jafnræðissjónarmiðum." ■