Fréttablaðið - 11.04.2002, Side 16

Fréttablaðið - 11.04.2002, Side 16
FRÉTTABLAÐIÐ 11. apríl 2002 FIMMTUPACUR HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA Á eftir Biblíunni kemur Sveik Ég er nýbúinn að klára að lesa bókina um Góða dátann Sveik. Ætli hún sé ekki sú bók sem ég kiki oftast í, næst á eftir Biblíunni, en þó ekki eins oft. Karl V. Matthíasson, þíngmaður Samfylkingarinnar. 1 ERLENDAR BÆKUR | METSÖLULISTI PENNANS EYMUNDSSONAR 8-15. apríl áöl Mary Higgins. Clarck ON THE STREET WHERE YOU Q Sue Crafton P IS FOR PERIL P.D James DEATH IN HOLY ORDERS O Kathy Reichs FATAL VOYACE (R Stephen Konnts AMERICA ffll Kyle Mills BURN FACTOR ffþ Lisa Scottoline THE VENDETTA DEFENCE Ruth Rendell ADAM AND EVE AND PINCH ME O Wilbur Smith WARLOCK Stephen King DREAMCATCHER Vöðvaolía Alvoru fjótjuru iiuddoUa sem hftar og eykut blóðstr^ymi vóðva Hentar mjog vet sem upphfttindrolict fyrit íefingar eða sem nudtío'.ia. yöðvakrem Á prpyttar a/,itr c-g bak. Mjbg gptt ad bera á sig 5 min. fyrit nuáó þar sem krpmiö hítar vöóvam. 20% afsláttur í apríl! Blómaval, Heilsuhúsin, Heilsubúðin Hafnarf, Lyf 6 heilsa Almennar Bíla- viðgerðir VELALAND VELASALA • TURBIWUR VARAHLUTIR • VIQGERÐIR Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 velaland@velaland.is Kvikmyndaklúbburinn Filmundur: Frönsk teiknimynd fyrir börn og fullorðna kvikmyndir Filmundur sýnir í kvöld kl. 22.30 í Háskólabíói frönsku teiknimyndina „Le roi et l’oiseau" eða „Konungurinn og fuglinn" frá 1979 í samvinnu við Alliance Francaise. Hún er gerð af einum ástsælasta teikni- myndagerðarmanni Frakka, Paul Grimault, og skrifar hann einnig handritið í samvinnu við skáldið Jacques Prévert, en það er byggt á einu ævintýra H.C. Andersen. Sagt er frá hjarðmey og sót- ara, persónum í málverki sem öðlast líf. Þau hafa um árabil verið frosin í augnabliki ástar- játningarinnar, en geta nú loks- ins tjáð tilfinningar sínar. Líf þeirra er þó ekki þrautalaust þar sem hinn illa innrætti kon- ungur ríkisins hefur fengið mikla ást á hjarðmeynni og vill fá hana fyrir eiginkonu, hvað sem það kostar. Skötuhjúin eru því á sífelldum flótta og fugl nokkur aðstoðar þau við að kom- ast undan hersveitum konungs- ins sem fylgir fast á hæla þeirra. ■ KONUNG- URINN OG FUGLINN Athygli er vakin á því að bætt hefur verið við dag- sýningum um helgina, svo að börnin verði ekki út- undan. Laug- ardag og sunnudag kl. 15 og 17. Tel mig lánsaman að til- heyra íslensku þjóðinni Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Islands í kvöld. Flutt verður í fyrsta sinn á Islandi verkið The Dream of Gerontius eftir Edward Elgar. tónlist „Ég þekki verkið mjög vel og mér þykir óskaplega vænt um það. Ég stjórnaði því í fyrsta sinn fyrir sex árum í Berlín og við lok fyrsta hluta þess var ég orðinn svo hrærður að ég sá varla á nóturnar," segir Vladimir Ashkenazy, hljómsveitarstjóri, og hlær. Hann er að tala um tónverkið The Dream of Gerontius eftir enska tónskáldið Edward Elgar sem flutt verður í kvöld af Sinfóníuhljómsveit ís- lands í Háskólabíói. Kór íslensku óperunnar tek- ur þátt í flutningnum auk einsöngvaranna Charlotte Hellekant, Ro- bert Gambil og Garry Magee. Ashkenazy segir gíf- urlegar breytingar til batnaðar hafa orðið á Sinfóníuhljómsveit ís- lands á síðustu tuttugu árum. „Sinnaskipti virð- ast á afstöðu hljómlistar- mannanna til hljómsveit- arinnar. Ég hef á tilfinn- ingunni að fleiri yngri tónlistarmenn setji það í forgang að sækjast eftir aðild og sé í mun að gera sitt besta. Sinfóníuhljómsveitin er einstaklega vel undirbúin, bregst vel við og spilar góða tónlist." Fyrsta hluta ferils síns sem tónlistarmaður helgaði Ashken- azy sig píanóinu. Frá árinu 1970 fór áhugi hans á hljómsveitar- stjórn vaxandi og er hún nú að- alvettvangur hans á tónlistar- sviðinu. „Umskiptin frá píanó- leik í hljómsveitarstjórn gerist ekki í einni svipan. Eg er langt frá því búinn að kveðja píanójð og æfi mig á hverjum degi. Ég gat sinnt hvoru tveggja en nú finnst mér eðlilegt að snúa mér meira að hljómsveitarstjórn. Ég VLADIMIR ASHKENAZY Ashkenazy var einn helsti hvatamaður að stofnun Listahátíðar í Reykjavík og hefur komið þar fram oft- ar en nokkur annar lista- maður.Ý Hann var gerður að heiðursforseta hátíðar- innar árið 1982. „Fleiri ís- lenskir tónlistarmenn sjást á sviði erlendis en áður og þeir eru yfirleitt vel virtir. Það er ótrúlegt mið- að við smæð þjóðarinnar að til sé jafnmikið af tón- listarfólki á heimsmæli- kvarða. islendingar geta verið stoltir af frammi- stöðu sinní." er afslappaður og hamingjusamur með þá ákvörðun og tel mig afar lánsam- an.“ Ashkenazy er bú- settur í Sviss ásamt íslenskri eiginkonu sinni, Þórunni Jó- hannsdóttur. Áður bjuggu þau á íslandi í tíu ár og á þeim tíma varð hann ís- lenskur ríkisborgar- ari. Saman eiga þau fimm börn og hafa tvö þeirra fetað í fótspor föður síns. Dmitri, klarinettuleikari og Vo- vka, píanóleikari. Hann hélt tón- leika hér á landi í janúar. „Ég er þakklátur því að hafa fengið ís- lenskan ríkisborgararétt. Ég reyni að koma hingað eins oft og ég get og tel mig lánsaman að tilheyra íslensku þjóðinni." kolbrun@frettabladíd.is Fj M MTUPAGU RINN 11. APRÍL FUNDIR______________________________ 12.05 Málfundur um forvarnir gegn fordómum í félagslega kerfinu verður haldinn í Norræna húsinu í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fjallar um forvarnir í félagsþjónustu Reykjavíkurborgar og Páll Pétursson félagsmálaráð- herra um forvamarstarf á vegum hins opinbera. Að lokum fjallar Páll Skúlason háskólarektor um möguleika háskólasamfélagsins til að bregðast við fordómum. Að lokinni stuttum framsögum fara fram umræður undir stjórn Brynj- ólfs Ægis Sævarssonar, nýráðins framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla íslands. 12.15 Opin málstofa verður í praktiskri guðfræði í stofu V í Aðalbyggingu HÍ1 dag. Fjallað verður um sál- gæslu fórnarlamba kynferðis- legs ofbeldis. Frummælandi verður hollenski guðfræðingurinn Teo van der Weele. 16.00 Málstofa um Skipulag við Reykjavíkurhöfn á vegum um- hverfis- og byggingarverk- fræðiskorar Hl og Borgarfræðaset- urs verður haldið i dag. Fundurinn fer fram í húsi verkfræðideíldar við Hjarðarhaga 2-6, í stofu 158 og er öllum opinn. 16.15 Málstofa í læknadeild verður haldin 1 dag. Jóhann Eli Guðjóns- son fjallar um psoriasis, arf- gengi, meinmyndun. Málstofan fer fram I sal Krabbameinsfélags Islands, efstu hæð. 16.15 Vár í Ólavsstovu, bókmennta- fræðingur frá Færeyjum, ræðir í dag um stöðu dönsku og fær- eysku I færeyska skólakerfinu. Fundurinn fer fram í Lögbergi, stofu 201, í samvinnu við Rann- sóknarstofnun KHÍ og Samtök móðurmálskennara. 17.15 I tilefni af aldarafmæli Halldórs Laxness efnir Vaka-Helgafell í ár til margvíslegrar umfjöllunar um skáldið og verk hans. Þar á meðal er röð fyrirlestra í Norræna hús- inu þar sem rithöfundar ræða um verk Halldórs. í kvöld heldur Einar Már Guðmundsson erindi sem hann nefnir "Gegn ræktun rófna - um boðskap og skáidskap". Erindiðr er öllum opið og aðgang- ur ókeypis. 20.00 I tilefni þeirra miklu átaka sem nú eiga sér stað 1 heiminum efnir Siðfræðistofnun til fundar um siðfræði stríðs í kvöld í Borgar- leikhúsinu. Á fundinum tala þeir Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspeki, og Karl Th. Birgisson, blaðamaður. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypls. 20.30 Ungir jafnaðarmenn boða tíl fundaherferðar um menntamál. Fyrsti fundurinn fer fram í Húsi málarans í kvöld. Yfirskriftin er: Stytting framhaldsskólanáms úr fjórum árum í þrjú ár og brott- fall úr námi. Framsögumenn eru: Bryndís isfold Hlöðversdóttir, Svanfríður Jónasdóttir, Ásbjöm Þór Ásbjörnsson, Snorri Kristjáns- son, stjórnmálafræðingur, Runólf- ur Ágústsson, rektor Háskólans OPIÐ HÚS ___________________________ 15.00 Um árabil hefur 11. apríl verið notaður til að vekja athygli á mál- efnum parkinsonveikra og að- standenda þeirra. I þessu skyni bjóða Parkinsonsamtökin á Is- landi bjóða félögum og velunnur- um samtakanna á opið hús í húsakynnum samtakanna að Há- túni 10 B, 9. hæð. FÉLAGSSTARF_________________________ 10.00 Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt í Bæjarútgerðinni kl. 10.00 til 11.30. Glerskurður kl. 13.00 og skemmtun í boði Lions þar sem flutt verða skemmtiatriði, dans og kaffihlaðborð. TÓNLEIKAR____________________________ 19.30 Viadimir Ashkenazy stjórnar Sín- fóníuhljómsveit íslands í kvöld. Flutt verður verkið The Dream of Gerontius efitr Edward Elgar. 20.00 Boðið verður til Hip hop-veislu á Fimmtudagsforleik Hins Hússins í kvöld. Þau sjóðheitu atriði sem koma fram eru: Afkvæmi guð- anna og Bæjarins bestu. Auk þess mun plötusnúður Afkvæma guðanna, Mr. Dear, þeyta skífum. Tónieikarnir eru haldnir á Loftinu, Pósthússtræti 3-5 og er aðgangur ókeypis. 16 ára aldurstakmark og skylda að sýna skilríki við inng. 21.00 Hljómsveitin Uzz heldur sína fyrstu tónleika í kvöld á Gaukn- um. Tónlistin sem hljómsveitin spilar er melódískt rokk með poppívafi. Miðaverð er 500 kr. 22.00 Rúnar Júlíusson og Baldur Þórir Guðmundsson leika Ijúfa tólist fyrir gesti Kringlukrárinnar. Engín aðgangseyrir. 22.00 Hljómsveitin Miðnes heldur tónleika í Vídalín v/lngólfstorg í kvöld. 22.00 Kvennahljómsveitin Rokkslæðan leikuri á skemmtistaðnum OBri- ans í kvöld. Hljómsveitin sérhæfir sig 1 hetjurokki og töffaraskap og mun að vanda útdeila rokkslæð- um til þeirra áhorfenda sem sína mesta rokktilburði. UPPISTAND_________________________ 22.00 Grfn snillingarnir Sigurjón Kjart- ansson og Þorsteinn Guð- mundsson munu í kvöld snúa aftur eftir nokkurt hlé með marg- rómað uppistand sitt á Sport- kaffi. Húsið opnar klukkan 20. Aðgangseyrir er 1.000 kr. KVIKMYNDIR________________________ 22.30 Filmundur sýnir í kvöld í Háskóla- bíói frönsku teiknimyndina "Le roi et l'oiseau" eða „Konungur- inn og fuglinn" frá 1979 i sam- vinnu við Alliance Francaise. Hún er gerð af Paul Grimault og skrifar hann handritíð 1 samvinnu við Jacques Prévert, og er byggt á einu ævintýra H.C. Andersen. SÝNINGAR__________________________ Arsineh Houspian hefur opnað sýningu á svart-hvítum Ijósmyndum í Ljósfold í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. Sýning- una nefnir listakonan Séð með gests- augum. Arsineh hefur dvalist á Islandi undanfarna 10 mánuði og sýnir nú hluta mynda sem hún hefur tekið hér á landi. Ljósfold er opið á sama tíma og Gallerí Fold. Sýningunni lýkur 21. april. Sýning á verkum Sigurðar Gústafsson- ar arkitekts hefur opnað í Víkurskóla .Hamravík 10, Grafarvogi. Að sýningunni standa sænska fyrirtækið Kallemo, sem framleiðir verk hönnuð af Sigurði og Epal hf. Sýningin Breiðhoitið frá hugmynd til veruleika stendur yfir í Listasafni Reykjavík-Hafnarhúsi. Þar eru sýndar teikningar og skissur þeirra sem skipu- lögðu Breiðholtshverfin þrjú ásamt Ijós- myndum af hverfinu óbyggðu og byggðu. Þá eru á sýningunni, í samstarfi við RÚV, ýmis konar myndefni sem tengist Breiðholtinu ásamt útvarpsupp- tökum með efni frá uppbyggingartíma hverfisins. Sýningin stendur til 5. maí. Handritasýning f Stofnun Árna Magn- ússonar, Arnagarði við Suðurgötu. Handritasýningin er opin kl. 14 -16 þriðjudaga til föstudaga. Sýningin Landafundir og ragnarök stendur yfir ( Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er samstarfsverkefni við Landa-

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.