Fréttablaðið - 11.04.2002, Qupperneq 23
FIMMTUPACUR 11. apríl 2002
23
Biskup íslands:
Borgarljörður
heimsóttur
fólk Biskup íslands, Karl Sigur-
björnsson, vill eiga orðastað við
börnin og unga fólkið í vísitasíu
sem er hafin í Borgarfirði og
stendur til 26. apríl. Biskup heim-
sækir tíu skóla á öllum skólastig-
um, dvalarheimili og sambýli í
héraðinu og heldur 25 guðsþjón-
ustur og helgistundir að auki.
Hann ræðir við sóknarnefndir á
alls ellefu fundum og á fundi með
prestum. Þá heimsækir hann
fjölda vinnustaða. í dag heimsæk-
ir biskup Heiðarskóla kl. 12.00,
leikskólann Skýjaborg kl. 13.30,
sækir guðsþjónustu í Innri-
Hólmskirkju kl. 15.00 og í Leirár-
kirkju kl. 20.30.
Þetta er fjórða vísitasía Karls
Sigurbjörnssonar í embætti bisk-
ups íslands. Vísitasíur eða heim-
sóknir biskupa hafa tíðkast frá
upphafi kristni hér á landi sem
annars staðar. Tilgangur þeirra er
fyrst og fremst að hvetja og örva
allt líf og starf safnaða og vera til
stuðnings prestum og öðru starfs-
fólki kirkjunnar. ■
Alþjóðlegur dagur parkinsonveikra:
Lífslíkur parkinson-
sjúklinga hafa aukist
sjúkdómur í dag er alþjóðlegur
dagur parkinsonveikra sem hald-
inn er á fæðingardegi enska lækn-
isins James Parkinson sem sjúk-
dómurinn er kenndur við. Hann
lýsti fyrstur einkennum parkin-
sonsjúkdómsins. Talið er að um
það bil tveir af hverjum þúsund
hafi sjúkdóminn.
Talsverðar rannsóknir eiga sér
stað á sjúkdómnum og beinast
þær bæði að umhverfisáhrifum
og erfðaþáttum. Betri lyf og auk-
in þekking á meðferð sjúklinga
hafa aukið lífslíkur parkinson-
sjúklinga verulega og eru þær nú
í reynd þær sömu og annarra á
sama aldri.
Parkinsonsamtökin bjóða í dag
félögum og velunnurum samtak-
anna á opið hús í Hátúni 10 B, 9.
hæð, kl. 15 til 17. Einnig efna sam-
tökin til tónleika í Salnum í Kópa-
vogi á laugardaginn kl. 20. Þar
koma fram fjórir söngvarar auk
hljóðfæraleikara og meðal efnis
verður frumflutningur á Kantötu
eftir Eirík Árna Sigtryggsson við
SALURINN
Parkinsonsamtökin efna til tónleika á
laugardaginn í Salnum. Tilefnið er alþjóð-
legur dagur parkinsonveikra sem er I dag.
Sjúkdómssögu Héðins Waage.
Ágóði af tónleikunum rennur
óskiptur til fræðslustarfsemi á
vegum Parkinsonsamtakanna. ■
Halldór Laxness:
Bók um ævi og verk skálds-
ins gefin út í Þýskalandi
BÆKUR Steidl Verlag, sem
annast útgáfu á verkum
Halldórs Laxness í Þýska-
landi, hefur í tilefni af ald-
arafmæli hans gefið út yfir-
litsrit um ævi og verk
skáldsins eftir Halldór Guð-
mundsson bókmenntafræð-
ing. Bókin nefnist: Halldor
Laxness - Leben und Werk.
Halldór hefur um árabil
rannsakað verk Halldórs
Laxness, m.a. sent frá sér
bókina „Loksins, loksins" - werk er 200 blaðsíð
Vefarinn mikli og upphaf ís- ur að stærð, prýdd
lenskra nútímabókmennta
sem út kom árið 1987 og
gert nokkra sjónvarpsþætti um ævi
skáldsins.
Bókin Halldor Laxness - Leben
und Werk skiptist í sex meginkafla.
Sá fyrsti fjallar um æsku Halldórs
fram til ársins 1919 að hann sendir
HALLDÓR
LAXNESS
Bókin Halldór Lax-
ness - Leben und
Ijósmyndum.
frá sér Barn náttúrunnar.
Annar hluti kallast Frá
Hamsun til Hollywood og
segir frá þriðja áratugn-
um í lífi skáldsins. Þriðji
kaflinn fjallar um ár hinna
stóru skáldsagna, fjórða
áratuginn, og þátttöku
Halldórs í stjórnmálabar-
áttu samtímans. Að því
búnu snýr Halldór Guð-
mundsson sér að umfjöll-
un um afturhvarf nafna
síns til hinnar íslensku
sagnahefðar 1940-55.
Næst síðasti kafli bókar-
innar er um árin 1955-
1968, Nóbelsverðlaunin og hvernig
Halldór varð afhuga fyrri kenning-
um sem hann hafði aðhyllst. Bók-
inni lýkur með umfjöllun um síð-
ustu þrjátíu árin í lífi skáldsins í
túninu heima. ■
V
EFUNG
STÉTTARFÉLAG
Úthlutun sumarhúsa áríð 2002
Orlofsnefnd Eflingar - stéttarfélags minnir félagsmenn á að síðasti skiladagur vegna umsókna í orlofshús
félagsinser 12. apríl nk.
Orlofshús á eftirtöldum stöðum eru í boði
Stykkishólmur 1 hús
Súðavík 1 íbúð
Einarsstöðum
3 hús
Brekkuskógi 1 hús
Flúðum 1 hús
Kirkjubæjarklaustur 3 hús
Umsóknareyðublöð
Hægt er að nálgast eyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í Sætúni 1, 105 Reykjavík
fyrir 12. apríl nk.
Ekki er tekið á móti umsóknum símleiðis.
Umsóknarfrestur er til 12 apríl.
Svör verða sertd umsækjendum bréfteiðis 18 apríl.
Merkjavara og tískufatnaður á
50-80%
lægra verði
i.
GERÐU
GÓÐ K.AUP’-
I
llliP; I
...og nuna eru
SKÓDAGAR
Allir skór á 500, 990, 1.900, 2.900
Verðdæmi:
Dömur
Vagabond
Billi Bi
Vagabond
Bronx
Wosh
Exxem
Shellys
No name
Shellys
skór
stígvél
sandalar
stígvél
skór
skór
skór
skór
sandalar
1.900.
2.900
990
1.900
1.900
500
1.900
Fornarina hælaskór 990
JFK sandalar 990
Vagabond stígvél 2.900
Herra
4 you skór 2.900
No name skór 990
Shellys skór 1.900
Einnig ný sending af fatnaði
I
OUTLET ’
+ + + merki fyrir minna + + +
FAXAFEN110 - SÍMI 5331710
0
Opið
mán. - fim. 11-18
laugard. 11-16
¥
i