Fréttablaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 1
39 kvartanir
á sjö árum
bls 8
Skemmtilegt
að hjóla
bls 22
Til Sierra
Leone
HEIMAGÆSLA
ÖRYGCISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS
BORGARTÚNI 31 • SÍMI 530 2400
WWW.OI.IS
FRETTABLAÐIÐ
. ... .....
87. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 10. maí 2002
FÖSTUDACUR
Hver er stefnan í
menningarmálum?
málþinc Stefna í menningarmálum
á Norðurlöndum er efni málþings
sem verður haldið í Norræna hús-
inu í dag. Bandalag íslenskra lista-
manna, Norræna húsið og Stofnun
Sigurðar Nordals standa fyrir mál-
þinginu sem hefst kl. 13.00.
Aðalfundur
vinnslustöðvarinnar
funpur Aðalfundur Vinnsiustöðvar-
innar hf., fyrir reikningsárið frá 1.
sept. 2001 til 31. des. 2001, verður
haldinn í Akógeshúsinu í Vest-
mannaeyjum, föstudaginn 10. maí
2002 og hefst hann kl. 1600.
[veðWíðTdac]
Árni segist saklaus
af sextán atriðum
Arni Johnsen er sakaður um fjárdrátt, mútuþægni, mútur, umboðssvik og rangar skýrslur til yf-
irvalda. Lögmaður hans furðar sig á umfangi ákærunnar. Arni segist hafa gert mistök og aldrei
þegið mútur. Hann fékk 650 þúsund krónur fyrir uppáskrift reiknings Þjóðleikhúskjallarans.
REYKJAVÍK Norðanátt 8-13
m/s og léttskýjað.
Hiti 5 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
ísafjörður O 5-10 Skýjað Q?
Akureyri O 5-13 Slydduél Ql
Egilsstaðir Q 10-15 Rigning Ö_3
VestmannaeyjarQl 5-13 Léttskýjað Ql
Frumsýning í
Hafnarfirði
leikhús Hafnarfjarðarleikhúsið
frumsýnir í kvöld einleikinn Skáld
leitar harms eftir Guðmund Inga
Þorvaldsson. Leikritið hefst kl.
21.00.
Barist um bikarinn
hanpbolti Valur og KA eigast við í
fimmta sinn í úrslitakeppni ESSO-
deildarinnar í kvöld. Valur vann
fyrstu tvo leikina og KA næstu tvo
leiki. Það lið sem ber sigur úr být-
um í kvöld verður íslandsmeistari.
Leikurinn fer fram í Valsheimilinu
og hefst kl. 20.
IKVÖLDIÐ í KVÖLDI
Tónlist 16 Bíó 14
Leikhús 16 íþróttir 12
Wlyndlist 16 Sjónvarp 20
Skemmtanir 16 Útvarp 21
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára
íbúar á höfuðborgarsvæðinu
á fimmtu- 55,70^
dögum? ÉIÉ^8,oo/„
Meðallestur 25 til 39
ára á fimmtudögum
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
mars 2002
70.000 eintök
70% fólks les blaðið
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I MARS 2002.
sakamál Árni Johnsen segist sek-
ur um ákveðin mistök við að
skammta sjálfum sér laun fyrir
nefndarstörf sín og hafnar því al-
farið að hafa þegið mútur. Brotin í
ákæru ríkissaksóknara á hendur
honum, auk fjögurra annarra,
varða sektum og allt að 6 ára fang-
elsisvist. Ákært er fyrir fjárdrátt,
mútuþægni, mútur, umboðssvik
og rangar skýrslur til yfirvalda.
„Mín mistök fólust í að greiða mér
upp í laun með vöruúttektum,"
sagði Árni í Kastljósi Sjónvarps-
ins í gær. Hann hafnaði frekari
viðtölum í gærkvöldi.
Heildarfjárhæðin sem Árna er
gefið að sök að hafa svikið út með
einum eða öðrum hætti nemur um
8,3 milljónum króna. Þar er með-
talin meint mútugreiðsla til Árna
frá þáverandi forsvarsmönnum
Þjóðleikhúskjallarans hf. upp á
650 þúsund. Brotin eru
tengd störfum Árna sem
alþingismaður, formaður
bygginganefndar Þjóðleik-
hússins og sem formaður
bygginganefndar Vestnor-
rænaráðsins, Brattahlíðar-
nefndar. Árni hefur endur-
greitt 3 milljónir og 270
þúsund krónur vegna brota
sem hann hefur meðgengið
að vera sekur um.
Jakob R. Möller, hrl., lögmaður
Árna Johnsens, undrast umfang
ákærunnar á hendur honum sem
Árni Johnsen
segir 16 ákæru-
atriði af 27 ým-
ist beinlínis
röng, byggð á
misskilningi eða
a.m.k. umdeil-
anleg.
—4__
er í 27 liðum. „í 11 þeirra hefur
Árni viðurkennt sök og endurgreitt
fé. Þá eru eftir 16 atriði sem að
mati Árna eru ýmist beinlínis röng,
byggð á misskilningi eða
a.m.k. umdeilanleg," sagði
hann og sagði þá skyldu
hvíla á saksóknara að höfða
ekki mál nema að hann telji
að gögn málsins leiði til
sakfellingar. „Að skrifa upp
á reikning í þeirri trú að
hann sé réttur er t.d. ekki
refsivert." Þá sagði Jakob
óumdeilt að Árni hafi tekið
við peningum úr hendi forsvars-
manna Þjóðleikhúskjallarans.
„Hann þvertekur hins vegar fyrir
að hafa sett greiðsluna sem skil-
yrði fyrir að samþykkja reikning-
inn sem þar er um að tefla. Enda er
sá reikningur í sjálfu sér óum-
deildur," sagði hann.
Gísli Hafliði Guðmundsson,
vildi ekki tjá sig við blaðamann
þegar eftir því var leitað og Björn
Kr. Leifsson, oft kenndur við
WorldClass, sinnti ekki skilaboð-
um. Þeir eru báðir ákærðir fyrir
að hafa mútað Árna með 650 þús-
und króna fyrir að samþykkja við-
haldsreikning Þjóðleikhúskjallar:
ans hf. upp á rúmar 3 milljónir. í
ákærunni á Árna kemur fram að
hann hafi heimtað greiðsluna fyr-
ir að samþykkja reikninginn.
Frekari umfjöllun er á bls. 8.
oli@frettabladid
HVfLD FRÁ AMSTRI DAGSINS Þegar hlýnar þá birtast vorfuglarnir í öllum sfnum myndum I höfuðborginni. I sólinni í gasr voru margir
á ferlinni. Þessi herramaður hafði tyllt sér á bekk þegar Ijósmyndari átti leið hjá. Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður bjartviðri í höfuð-
borginni næstu daga.
Lánasjóður ísl. námsmanna:
Tekjutenging við maka er afnumin
| ÞETTA HELST |
Utanríkisráðherra segir niður-
stöður könnunar Félagsvís-
indastofnunar fyrir forsætisráðu-
neytið ekki endanlegt svar um af-
stöðu almennings til ESB. Hann
segir ekkert óeðlilegt við ólíkar
áherslur stjórnarflokkanna í mál-
unum. bls. 2.
Þrír Afríkubúar sem búsettir
eru hér á landi eru ákærðir
fyrir að hafa svikið út 11 milljón-
ir og gert tilraunir til að svíkja út
nokkrar til viðbótar. bls. 4.
Mál lögreglumanns sem bland-
aði sér í deilur um tölvubún-
að er til rannsóknar hjá embætt-
inu. bls. 6.
Viðræður um lausn deilunnar
um Fæðingarkirkjuna fóru út
um þúfur. bls. 2.
sskeik
námsmenn Fulltrúar námsmanna-
hreyfinga sem skipta við Lánasjóð
íslenskra námsmanna, LÍN, telja
að stigið hafi verið stórt skref í
áttina að betra lánakerfi með nýj-
um úthlutunarreglum sem taka
gildi 1. júní n.k. Þessar breytingar
náðust fram í þeirri vinnu sem ný-
lokið er um endurskoðun á þess-
um reglum. Helstu nýmælin eru
þau að grunnframfærsla hækkar
úr 69.500 í 75.500 krónur á mán-
uði, tekjutenging við maka er af-
numin og hámark skólagjaldalána
verður tiltekið í erlendri mynt í
stað krónunnar. Gunnar I. Birgis-
son stjórnarformaður LÍN segir
NÁMSFÓLK
Almenn ánægja virðist ríkja með þessar
breytingar sem gerðar hafa verið á úthlut-
unarreglum LÍN.
að þessar breytingar muni kosta
lánasjóðinn um 300 milljónir
króna á ársgrundvelli. Þar af legg-
ur ríkið fram 150 milljónir króna.
Afgangurinn verður fjármagnað-
ur með afborgunum af námslán-
um.
Heiður Reynisdóttir hjá Sam-
bandi íslenskra námsmanna er-
lendis segist fagna þessum
áfangasigri í kjarabaráttu náms-
manna. Hún segir að námsmenn
hafi byrjað að beita sér fyrir af-
námi tekjutengingar maka í fram-
haldi af dómi Hæstaréttar í ör-
yrkjamálinu. Næsta skref sé m.a.
að ná fram hækkun á frítekju-
marki námsmanna. Það er um 280
þúsund krónur á námsárinu. ■