Fréttablaðið - 10.05.2002, Side 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
10. maí 2002 FÖSTUPflGUR
| SVONfl ERUIVl VIÐ
Þjóðverjar
fjölmennastir
Gistinætur útlendinga á islandi voru alls
1.146.964 árið 2000 að því er fram kemur
í Landshögum 2001. Gistinætur Þjóðverja
eru langflestar en næstir þeim eru Bretar
og þá Bandarikjamenn. Gistinætur Svía,
Frakka, Dana, og Norðmanna fylgja í
kjölfarið.
Þýskaland: 224.553
WMBWiaBBBBaaBMMMWWMM—T|
Bretland: 145.526
Bandaríkin: 123.189
Frakkland: 83.862
Norðurlönd: 261.369
Önnur Evrópulönd: 240.197
Önnur lönd: 68.268
KAUPÞING BANKI
Kaupþing á nú 3,31 prósent af heildar-
hlutafé bankans.
Kaupþing:
Aragon yflr-
taka stadfest
fyrirtæki Endanleg staðfesting á
kaupum Kaupþings á sænska
verðbréfafyrirtækinu Aragon
Holding var staðfest á miðviku-
dag. Kaupþing á þá tæp 97 pró-
sent í Aragon og hefur tryggt sér
kauprétt á 3 prósentum sem eftir
standa. Fyrir þá hluti verður gre-
itt með reiðufé.
Kaupþing greiðir með tæplega
180 milljón hlutum í sjálfu sér.
Miðað við gengið 13 er Kaupþing
að greiða fyrir hlutinn 2.3 millj-
arða króna. Tæplega helmingur
hlutanna er bundinn söluhömlum í
12 mánuði. „Kaupin á Aragon eru
liður í uppbyggingu Kaupþings
banka sem norræns fjárfestingar-
banka,“ segir í tilkynningu. ■
1 ERLENT [
Hollensk hjúkrunarkona hefur
verið ákærð fyrir að hafa
myrt 14 manns á fjórum sjúkra-
húsum í borginni Haag. Konan,
sem er fertug, er sökuð um að
hafa myrt 5 börn og 9 aldraða
með því að gefa þeim banvænan
skammt af lyfjum. Morðin voru
framin á fjögurra ára tímabili.
—♦—
Að minnsta kosti 6 manns létust
og tveir særðust alvarlega eft-
ir að tveir menn frömdu vopnað
bankarán í bænum Mor í Ung-
verjalandi. Mennirnir ruddust inn
í bankann, skutu úr byssum sínum
og komust því næst undan með
ótilgreinda peningaupphæð.
Landssími íslands:
T æp 97 prósent í eigu ríkisins
uppcjör Hagnaður Landssíma ís-
lands fyrstu þrjá mánuði ársins
2002 voru rúmar 510 milljónir
króna. Hagnaður móðurfélagsins
fyrir sama tímabil í fyrra var 295
milljónir króna.
Ný stjórn Símans hefur aukið
afskipti sín í dóttur- og hlutdeild-
arfélögum í samræmi við eignar-
hluti sína. Segir í frétt frá fyrir-
tækinu að sú vinna hafi skilað
nokkrum árangri og áfram verði
unnið í að bæta afkomu þeirra. Fé-
lagið átti eignarhluti í níu dóttur-
félögum í lok tímabilsins og nam
eignarhlutur þess frá 50 til 100
prósent í einstökum félögum.
Áhrif þeirra voru neikvæð um 44
milljónir króna.
Eignir félagsins eru um 32.5
milljarðar króna og eigið fé 14.5
milljarðar.
Hlutafé félagsins í lok mars
2002 nam 7 milljörðum króna og
samkvæmt hluthafaskrá eru
skráðir hluthafar 1142. Um 96,6
prósent hlutafjár er í eigu ríkis-
sjóðs.
Rekstrartekjur móðurfélags-
ins á tímabilinu voru um 4 millj-
arðar og rekstrargjöld jukust úr
2.4 milljörðum í 2.6 milljarða
króna. ■
HÚSNÆÐl LANDSSÍMANS
Gert er ráð fyrir 1.8 milljarði í hagnað í ár.
Ákærðir fyrir að
svíkja út 11 milljónir
Þrír Afríkubúar sem hér eru búsettir eru ákærðir fyrir að hafa svikið
út 11 milljónir króna og gert tilraun til að svíkja út milljónir í viðbót.
Einum þeirra er einnig gefið að sök að hafa ætlað að koma fölsuðum
peningaseðlum í umferð.
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
Þremur Afríkumönnum er gefið að sök að hafa svikið út 11 milljónir króna úr erlendum
bönkum þegar þeir voru hér I fyrra.
DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli
þriggja Afríkumanna sem ákærð-
ir eru fyrir stórfelld fjársvik og
skjalafals verður í Héraðsdómi
Reykjavíkur eftir helgi.
Mennirnir eru á aldrinum 24 til
33 ára og eru búsettir í Frakk-
landi. Þegar þeir voru á íslandi í
fyrra náðu þeir að
svíkja út jafnvirði
11 milljóna króna
úr bönkum í
Englandi og Norð-
ur-Irlandi.
í apríl í fyrra
sviku tveir mann-
anna út jafnvirði
2,6 milljóna króna
út úr Lloyd’s bank-
anum í Englandi.
Það gerðu þeir
með því að senda falsaða milli-
færslubeiðni til enska bankans.
Beiðnin virtist vera með fyrir-
mælum frá reikningseigandanum,
fyrirtæki í Surrey, um millifæra
jafnvirði ríflega 2,5 milljóna
króna inn á reikning annars svika-
hrappsins í Landabanka íslands.
Tíu dögum eftir þessi svik
reyndu mennirnir aftur að svíkja
nákvæmlega sömu upphæð út af
sama reikningi. Lloyd’s bankinn
gerði þá reikningseigandanum
viðvart og stöðvaði hann milli-
færsluna.
Þá eru mennirnir ákærðir fyrir
að hafa með sömu aðferðarfræði
svikið út jafnvirði nærri 2,9 millj-
óna króna út af bankareikningi
fyrirtækis í Norður-írlandi. Þetta
var í september í fyrra.
Þá er einn mannanna ákærður
fyrir að hafa um í júní 2001 á
sama hátt svikið út jafnvirði 2,5
milljóna króna af bankareikning;
um tveggja breskra fyrirtækja. í
báðum tilfellum höfðu peningarn-
ir verið millifærðir til íslands-
banka-FBA áður en upp komst um
svikin á síðustu stundu. Pening-
arnir voru því aldrei lagðir inn á
reikning vitorðsmanns svikarans.
Þessum sama manni er gefið að
sök að hafa undir höndum þrjá
falsaða peningaseðla, tvo hol-
lenska og einn þýskan.
Ennfremur eru tveir mann-
anna ákærðir fyrir að hafa í ágúst
í fyrra tvisvar notað sömu aðferð
til að fá millifærða upphæð, sam-
tals að jafnvirði 5,5 milljóna
króna, inn á reikning annars þeir-
ra í Sparisjóði Reykjavíkur.
Ríkislögreglustjóri krefst að
mennirnir verði dæmdir til refs-
ingar. Einnig að þeim verði gert
að sæta upptöku á tæplega 5,4
milljóna króna bankainnistæðum
sem embættið lagði hald á. Þá
krefst Northern Bank í Belfast
greiðslu 2,8 milljóna króna skaða-
bóta.
gar@frettabladid.is
Tíu dögum
eftir þessi svik
reyndu menn-
irnir aftur að
svíkja ná-
kvæmlega
sömu upp-
hæð út af
sama reikn-
ingi.
—---
Mikið úrval
r>
yníisiiiíjsifj v syá
FRÁ
AEG
ftílasCopce
BOSCH
/Itlas Copco
PES-12T
Hleðsluborvél
kr. 32.900,
AEG
KM9I
Lágmúla 8 • sími 530 2800
, ..... 1 - V- — —
Útgerðarfélagið Fagrimúli áTálknaíirði:
Ríkislögreglustjóri
ákærir fyrir veiðar
án aflaheimilda
dómsmál Ríkislögreglustjóri hef-
ur ákært útgerðarfélagið Fagra-
múla á Tálknafirði og þrjá for-
svarsmenn þess og skipstjórnar-
menn fyrir landhelgisbrot.
Mönnunum er gefið að sök að
hafa í júní 2000 haldið á veiðar á
dragnótaskipinu Sveini Sveins-
syni BA-325 án nauðsynlegs leyfis
Fiskistofu. Leyfið hafði runnið út í
ágúst árið áður. Aflinn í veiðferð-
inni var tæp þrjú tonn af slægðum
þorski auk 115 kílóa af slægðum
skarkola og lúðu.
Þá er þeim gefið að sök að hafa
sammælst um að halda skipinu til
veiöa á dragnót í atvinnuskyni frá
Patreksfirði sex daga í september
í fyrra án tilskilinna aflaheimilda.
Aflinn var um 5,3 tonn af slægð-
um þorsk og um 900 kíló af öðrum
tegundum.
Ennfremur eru tveir mann-
anna ákærðir fyrir að hafa haldið
skipinu til veiða tvo daga í sept-
ember í fyrra eftir að Fiskistofa
svipti skipið veiðileyfi.
Krafist er refsingar yfir
mönnunum fyrir Fléraðsdómi
Vestfjarða og þess að ávinningur-
inn af brotunum og veiðarfæri
verði gerð upptæk. ■
Gunnvör:
Ur tapi í
hagnað
uppgjör Hraðfrystihúsið Gunnvör
skilaði 205 milljóna króna hagnaði
á fyrstu þremur mánuðum ársins
2002. Rekstrartekjur félagsins
námu 810 milljónum króna sam-
anborið við 718 milljónir króna
árið áður og jukust um 13 prósent.
Rekstrargjöld hækkuðu úr 523
milljónum í fyrra í 571 milljón í
ár.
Á sama tímabili í fyrra tapaði
félagið 17 milljónum.
Nettóskuldir félagsins hafa
lækkað um 245 milljónir króna; úr
rúmum 3 milljörðum í tæpa 2.8
milljarða króna. ■
ÓSKAR STEFÁNSSON.
Segist m.a. stunda leigubílakstur sér til
framfærslu.
Félagsdómur:
Uppsögn for-
manns Sleipnis
fyrir dóm
kynnisferðir Bifreiðastjórafélagið
Sleipnir hefur krafist þess fyrir
Félagsdómi að uppsagnir Óskars
Stefánssonar formanns félagsins
og annars félagsmanns sem sagt
var upp hjá Kynnisferðum um sl.
áramót verði dæmdar ómerkar.
Málið var dómtekið fyrir
skömmu. Búist er við að dómur
falli í málinu eftir tvær vikur.
Óskar segir að með uppsögnunum
hefði fyrirtækið brotið forgangs-
réttarákvæði kjarasamninga.
Hann segist ekki hafa fengið aðra
vinnu við akstur hópbifreiða síðan
honum var sagt upp. ■
| INNLENT |
s
Arni Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, múh opna sýningu
á bátasafni Gríms Karlssonar í
Duushúsinu á morgun. Safnið
verður umgjörð um bátalíkön en
þau eiga að segja sögu sjó-
mennsku á íslandi. Grímur, sem
er fyrrverandi skipstjóri, hefur
séð um smíði á líkönunum en Sig-
urjón Jóhannsson, leikmynda-
smiður er hönnuður sýningarinn-
ar. Ríkisstjórnin styrkti safnið
um 8,5 milljónir en Reykjanes-
bær á það og rekur. ■
Þorbjörn Fiskanes:
Methagnað-
ur loðnu-
skipsins
uppgjör Þorbjörn Fiskanes skilaði
479 milljónum króna í hagnað
fyrstu þrjá mánuði ársins. Styrk-
ing krónunnar hefur skilað^félag-
inu 223 milljónum króna Lgengis-
hagnað. Hins vegar hafo'útflutn-
ingstekjur lækkað.
Allir rekstrarþættir fyrirtæk-
isins skiluðu góöri^afkomu á tíma-
bilinu, segir í tilkynningu, og var
met hagnaður af rekstri loðnu-
skipsins. Fyrsti og síðasti árs-
fjórðungar. ársins skila að jafnaði
bestri afkomu hjá félaginu. For-
svarsménn segja horfur nokkuð
góðar. ■