Fréttablaðið - 10.05.2002, Page 10
I kí I ! Aiil Al )I1)
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Rítstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverhoiti 9, 105 Reykjavík
Aðalslmi: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið á
pdf-formi á vfsir.is. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
10
FRÉTTABLAÐIÐ
10. maí 2002 FÖSTUDAGUR
Umrót í Evrópu
ál5tiMiífe©*s&an
Þegar morðið á Pim Fortuyn er
skoðað „með dönskum augum“,
segir í leiðara danska dagblaðsins
Jyllandsposten, þá vekur sérstaka
athygli að það „er framið í landi,
þar sem stjórnmálasiðferðið hef-
ur í megindráttum verið jafn frið-
samlegt og í Danmörku." Leiðara-
höfundur segir vel mega búast við
því, að flokkur hans fái góðan
skammt af „samúðarfylgi" í kosn-
ingunum í næstu viku. En jafnvel
þótt það gangi eftir, þá muni hann
skilja eftir sig varanleg spor í hol-
lenskum stjórnmálum. „Sú um-
ræða, sem hann hóf um stefnuna í
málefnum útlendinga, verður vart
kveðinn í kútinn á ný.“
FhmkfuderRundschau
„í Evrópu eru nú meiri umrót en
þekkst hafa allt frá stríðslokum,"
segir í leiðara þýska dagblaðsins
Frankfurter Rundschau. Evrópu-
búar eru óttaslegnir og kreppa
ríkir í stjórnmálum. „Valdastétt-
irnar geta sjálfum sér um kennt,"
segir leiðarahöfundurinn. Stjórn-
málamenn einblíni á skoðana-
kannanir, leiti sér einkum fylgis í
miðju stjórnmálanna og glati þar
með beinu sambandi sínu við
þjóðina. Þar með vex vegur
stjórnmálamanna á borð við Pim
Fortuyn, sem notfæra sér ótta
þeirra sem á jaðrinum eru. Víð-
tæk andstaða meðal almennings
við Le Pen í Frakklandi veki hins
Úr leiðurum heimsblaða
Morðið á hinum umdeilda hollenska stjórn-
málamanni Fim Fortuyn kom beint í kjölfarið [
á þeim árangri sem Jean-Marie Le Pen náði í;
Frakklandi. Víða um Evrópu er nú mikil um-
ræða um áhrifin af þessum atburðum.
vegar vonir um að gömlu draug-
arnir verði ekki alls ráðandi.
F1NANCIAL T1M ES
Breska viðskiptablaðið The Fin-
ancial Times segir í leiðara að
stjórnvöld í Evrópuríkjum hafi
staðið sig illa í málefnum innflytj-
enda. Lýðskrumarar á borð við
Pim Fortuyn sjái sér þarna leik á
borði í atkvæðaveiðum. Blaðið
segir hins vegar erfitt að takast á
við þá þversögn, sem hinn sam-
kynhneigði Fortuyn stóð fyrir
þegar hann kvartaði undan um-
burðarleysi múslima. „Með bar-
áttu sinni gegn innflytjendum
nærðist hann á þeim sama brunni
umburðarleysis, sem öfgamenn
lengst til hægri í öðrum Evrópu-
ríkjum ausa úr. Markmið baráttu
sinnar sagði hann hins vegar vera
að vernda hið hefðbundna um-
burðarlyndi og valfrelsi sem Hol-
land er þekkt fyrir." ■
1 BREF TIL BLAÐSINS |
Dónalegur
vaktstjóri á
veitingastað
Guðný og Kristín skrifa _
Við fórum tvær vinkonurnar á
American Style í Skipholtinu.
Það var mikil örtröð en við fundum
loks borð rétt við dyrnar. Starfs-
maður gekk framhjá og báðum við
hana kurteislega að þurrka af
borðinu. Hún svaraði frekar
höstuglega að hún myndi gera það
á eftir. Betra borð losnaði við hlið-
ina og settumst við þar. Kom
starfsmaðurinn þá rétt á eftir og
spurði mjög ókurteislega hvaða
borði við vildum eiginlega að hún
þurrkaði af. Við urðum orðlausar
af dónaskapnum og sögðumst bara
hafa ákveðið að skipta um borð.
Eftir matinn ákváðum við að
kvarta yfir hátterni starfsmanns-
ins, en það var kona milli fertugs
og fimmtugs, við vaktstjóra sem
reyndist vera ókurteisi starfsmað-
urinn. Við lögðum fram óánægju
okkar yfir hátterni hennar en hún
þóttist ekkert kannast við atvikið.
Við vildum forðast deilur og geng-
um því út. Þegar út var komið var
kallað á eftir okkur úr dyragætt-
inni á American Style „bitch“, en
við sáum ekki hver það var. Líkleg-
ast var það þó ókurteisi vaktstjór-
inn. Við spyrjum eru kröfur til
vaktstjóra virkilega svona lágar
og getur manneskja á þessum aldri
og í þessari stöðu hagað sér svona
dónalega og barnalega? ■
ÓLÍK SiÓNARMIÐ
m&xsststfifmasxsss
Erfitt með að taka
hana alvarlega
„Ég veit ekki hvaða tilgangi það á
að þjóna að semja við sjálfan sig
um aðild að Evrópusambandinu.
Upplýsa síðan þjóðina um niður-
stöðu úr þeim samningum og fella
síðan samninginn með 80 % at-
kvæða,“ segir Sveinn Hannesson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðn-
aðarins. „Svokallaðar staðreyndir
sem eru settar fram í könnuninni
eru mjög umdeilanlegar. Sem
dæmi má nefna að sú aðildarþjóð
sem greiðir mest til Evrópusam-
bandsins í hlutfalli við landsfram-
leiðslu eru Svíar. Ef íslendingar
myndu greiða sama hlutfall og
þeir, þá væru það þrír milljarðar á
ári. Ég hef hvergi séð þá
útreikninga sem forsætis-
ráðherra notar um að
kostnaðurinn sé 10 - 12
milljarðar á ári. Ef það er
rétt, þá er það fjórum sinn-
um meira en nokkur þjóð
er að greiða. Ef við gerðum
svo slæman samning, þá er
ég ekkert hissa á því að menn séu
neikvæðir.
Ég er enginn sérfræðingur í
gerð skoðanakannana. Flestir sem
eitthvað kunna til verka við gerð
svona kannana segja að svona
megi maður ekki spyrja ef maður
vill fá fram raunverulegan vilja.
Það megi ekki, gefa einhliða upp-
lýsingar eða jafnvel hóta og
Könnunin mikilvægt
og gott innlegg
Könnun Félagsvísindastofnunar sem forsætisráðuneytið lét
gera um afstöðu íslendinga til Evrópuaðildar vakti mikla at-
hygli. Þeir sem hlynntir eru að Evrópusambandsaðild sé
skoðuð brugðust ókvæða við og telja könnunina gefa
villandi mynd af vilja þjóðarinnar.
spyrja svo. Þessi könnun
segir því ekki nokkurn
skapaðan hlut. Við viljum
láta reyna á þetta og ræða
bæði kosti og galla. Við
höfum aldrei haldið því
fram að aðild sé gallalaus.
Við teljum að kostirnir séu
fleiri en gallarnir. Þegar
viðræður hafa farið fram og menn
sjá hvað þeir eru með í höndunum
mun þjóðin greiða atkvæði um
það. Ég veit ekki hvaða áhrif þessi
könnun hefur á umræðuna um
Evrópusambandsaðild. Það fer
eftir því hvort fólk tekur hana al-
varlega eða hlær að henni. Ég á
mjög erfitt með að taka hana al-
varlega. ■
„Upplýst og vönduð um-
ræða um kosti og galla ESB
aðildar er mjög mikilvæg,"
segir Illugi Gunnarsson, að-
stoðarmaður forsætisráð-
herra. „Það liggur fyrir að
aðild íslands að bandalag-
inu er ekki án fórnarkostn-
aðar. í fyrsta lagi liggur
það fyrir að vald yfir sjávarút-
vegsmálum þjóðarinnar mun fær-
ast til Brussel. í öðru lagi liggur
það fyrir að aðild íslands mun
kosta þjóðina marga milljarða
króna. I þriðja lagi er ljóst að auk-
ið lýðræði innan ESB þýðir aukin
áhrif fjölmennari þjóða og í fjórða
lagi er það óumdeilt að gengi evr-
unnar mun ekki endurspegla ís-
lenska hagkerfið og þar með er
hætta á að áfall, t.d. í sjávarútvegi,
myndi leiða til atvinnuleysis hér á
landi. Allt eru þetta staðreyndir
sem liggja fyrir og eðlilegt að þjóð-
in sé spurð með hliðsjón af þeim.
Það er mjög eðlilegt að forsætis-
ráðuneytið geri slíka könnun. For-
sætisráðuneytið lætur reglulega
vinna skýrslur og álitsgerðir um
einsök mikilvæg mál 'og kynnir
þær opinberlega. Mjög er kallað
eftir vandaðri umræðu um þetta
mikilvæga mál og þessi skoðana-
könnun sem unnin var af Félags-
vísindastofnun er mikilvægt og
gott innlegg í þá urnræðu. Þessi
könnun er trúverðug, vegna
þess að hún mælir afstöðu
þjóðarinnar til þess fórnar-
kostnaðar sem liggur fyrir
að falli á þjóðina, gangi hún
inn í ESB. Þeir kostir sem
gagnrýnt hefur verið að
ékki hafi verið nefndir f
könnuninni, eru hugsanleg-
ir kostir og lítt mælanlegir. Sem
dæmi má nefna að hagvöxtur hef-
ur verið meiri á íslandi undanfarin
ár heldur en í ESB og því kjánalegt
að ganga út frá því serri staðreynd
að hagvöxtur aukist við aðild.
Könnunin bætir umræðuna,
þannig að nú liggur fyrir skoðun
þjóðarinnar á þeim kóstnaði sem
óumflýjanlega fylgir aðild." ■
Létturqönquiakki
m/öndun
7.450
áður 14.900
Vönduð flíspeysa
3.450
áður 6.900
Nýkomið
mikið úrval af
útivistarvörum
fyrir allt
áhugafólk
um útiveru
íslenskt veðurfar...
SwDf%
oj? fær«í þetrí MMÍn^ínn fríH
Hágæða úlpur
og flíspevsur
á haífvirði
TVÆR GÖÐflR
VERSLANIR
■ SAMAN IÚTIVIST
Sérölboðmeð
gönguskóm:
afgöngusokkum
fylgir öllum gönguskóm
- toppurimv ís útivL&t
ÆGIR
EYJARSLÓO 7 • Sími 511 2200
Skeffunni 6 • 105 Reykjavík síml 533 4450
ORÐRETT
MIÐAÐ VIÐ HVAÐ
SPURNINGARNAR
VORUJÁKVÆÐAR
Svörin við þessum
spurningum komu
mér mjög á óvart.
Davið Oddsson, um
ESB könnun Félagsvís-
indastofnunar. Aðalfundur Samtaka at-
vinnultfsins, 7.maí
EN UMFRAM ALLT
GANGIÐ FRÁ HONUM
Ekki vera fúll á móti ef kúnninn
er illa upplagður, heldur gangið
frá honum með lipurð og elsku-
legheitum.
Úr ieiðbeiningum til ieigubíistjóra BSR.
DV. 8. mai
A NU AÐ EYÐI-
LEGGJA SUMARIÐ
FYRIR MANNI
LÍKA
Mér fyndist ekkert
óeðlilegt að þingið
yrði aðeins lengur
inn í sumarið
Bryndís Hlöðversdóttir, um
starfstíma Alþingis.
Fréttablaðið, 8. maí.
GUÐ LÁTI
Á GOTT VITA
Það þarf engan
fjármálastjóra til
að halda utan um
kreditkortið hans
Þorfinns.
Vilhjálmur Egilsson
um fjármáiastjórn Kvikmyndasjóðs.
Fréttablaðið, 8. maí
EN ANNARS ER
BEST AÐ BÚA Á
AKUREYRI !
m ^ t Fólk liggur hjálp- jp * f
^ 5 i arvana um út um
‘ m> allan bæ
V Valgerður Bjarnadóttir
leiðtogi vinstri grænna HkL*.— :——Lj
á Akureyri um skort á hjúkruiiarrýmum.
DV 8. maí
IVIENN ORÐA
SINNA
Sáttaflagginu var
að vísu veifaó, en
báðir tóku ráð-
stjórnarmennirnir
skýrt fram að þeir
væru ekki tilbÚnir
að breyta kerfinu í grundvallar-
atriðum. Og við það hafa þeir
staðið fullkomlega.
Sverrir Hermannsson um forystumenn
stjórnarflokkanna og veiðileyfagjald.
Morgunblaðið, 8.maí.
PÓ ÞAÐ NÚ VÆRI
Sem íbúi og leigjandi í Reykjavík
vil ég fá að hafa áhrif á stjórn
borgarinnar.
Metúsaiem Þórisson, efsti maður á
lista Húmanista í Reykjavík. Morgunblað-
ið, 8. maí
ER HANN AÐ GANGA
AF GÖFLUNUM?
„Maður spyr hvort umræðan um
Évrópusambandið, eins ómark-
viss og hún nú er, sé farin að
leggjast á sinnið á forsætisráð-
herranum"
Egill Helgason í pistli um könnum for-
sætisráðherra á Strik.is. 7.5.