Fréttablaðið - 10.05.2002, Side 13

Fréttablaðið - 10.05.2002, Side 13
FÖSTUDAGUR 10. maí 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Stjórn FIFA fær nóg: Sepp Blatter í lögreglurannsókn FÓTBom Ellefu af 24 meðlimum stjórnar FIFA vilja að gerð verði lögreglurannsókn á meintum fjársvikum Sepp Blatter forseta. Chung Mong-joon, varaforseti sambandsins og yfirmaður HM- nefndar Suður-Kóreu, er harður á því að Blatter verði að svara fyrir sig. „Herra Blatter verður að ganga í gegnum ítarlega rannsókn þar sem skoðuð verður misbeiting hans á valdi sínu og sjóðum FIFA,“ sagði Chung. Sex af átta “i FORMÚLA 1 evrópskum meðlimum stjórnar- innar eru í hópnum sem vill rann- sókn. Fjórir frá Afríku. „Búið er að ráða lögfræðing. Málið er kom- ið á hreyfingu,“ sagði Chung. Hann er eini asíski meðlimur stjórnarinnar í hópnum. Um síðustu helgi lak út grein- argerð stjórnarinnar þar sem því er haldið fram að fjárhagur sam- bandsins standi völtum fótum. Þar segir Michel Zen-Ruffinen að- alritari og góðvinur Blatter hann hafa sturtað tugum milljarða SEPP BLATTER Segir allar ásakanir rógburð. króna í forseta knattspyrnusam- bands Mið- og Norður-Ameríku. Blatter heldur sig við sína sögu. Þessar ásakanir eru róg- burður til að grafa undan honum í kosningabaráttunni á móti Issa Hayatou. ■ Feyenoord Evrópumeistari: Hollendingar anda léttar fótbolti Feyenoord vann Borussia Dort- mund 3-2 í úrslitaleik Evrópukeppni félags- liða í Rotterdam á mið- vikudaginn. Úrslitin eru kærkomin fyrir Hollendinga. Landslið þeirra komst ekki á HM í sumar. Auk þess var stjórnmálamaðurinn Pim Fortuyn myrtur á mánudaginn. Fortuyn var frá Rotterdam og vildu yfir- völd borgarinnar því fresta leikn- um í virðingaskyni. Hætt var við það. Feyenoord komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik. Pierre van Hooi- jdonk skoraði bæði mörkin. Það fyrra í víti. Það var dæmt þegar kempan Jörgen Kohler braut af sér og var rek- inn af velli. Þetta var síð- asti leikur hans fyrir Dortmund. Þriðja mark Feyenoord skoraði Dan- inn Jon Dahl Tomasson. Hann var einnig að leika síðasta leik fyrir sitt lið. AC Milan festi nýlega kaup á honum. Eftir leikinn lenti óeirðalög- regla í vandræðum með rúmlega 200 áhangendur Feyenoord. Þeir fóru í miðbæ borgarinnar og brutu allt og brömluðu. ■ FYRSTA MARKIÐ Pierre Van Hooijdonk skoraði fyrsta mark Feyenoord úr víti. Heimsmeistarinn Michael Schumacher segist handviss um að hann eigi eftir að vinna kappaksturinn í Austurríki um helgina. Hann sér enga ástæðu fyrir því af hverju hon- um tekst ekki að vinna í fjórða sinn í röð. Af öll- um 17 brautunum í Formúlu 1 er Al-hringurinn í Austurríki sú eina sem Schumacher hefur aldrei unnið á. Hann segir F2002- bílinn hinsvegar svo frábæran að þessar tölulegu staðreyndir blikni í samanburðinum. Yfirmaður Jagúar, Niki Lauda, sparar sjaldan orðin þegar hann er spurður. Kallar jafnvel sinn eiginn bíl rusl. Þegar fjár- hagsvandræði Jordan bárust ný- lega á góma sagði hann Eddie Jord- an eiga að setja meiri pening í lið- ið. „Honum finnst skemmtilegra að safna skútum en að sinna sínu eigin formúluliði," sagði Lauda. Jordan var ekki ánægður með ummælin: „Honum gengur illa og er þess vegna að bauna á aðra. Hann ætti frekar að sinna eigin starfi," sagði hann. Frönsku bílaframleiðendurnir Peugeot ætla ekki að keppa við erkióvinina Renault í For- múlu 1 í nánustu framtíð. Yfirmað- ur kappaksturs- mála hjá fyrir- tækinu sagði það „heimskulegan orðróm“. „Það er ekki stefna fyrir- tækisins. Ekki í anda Peugeot. Við erum ánægðir í rallý. Það er í anda Peugeot.“ 1ÍÞRÓTTIR í DAG| 15.30 Stöð 2 NBA-tilþrif. 18.00 Sýn Leiðin á HM (Þýskaland og Saudi Arabia). 18.30 Sýn fþróttir um allan heim. 19.30 Sund Ársþing Sundsambands fslands sett á ísafirði. Þingið stendur yfir um helgina i boði Sundfélagsins Vestra. 19.30 Sýn Alltaf í boltanum. 20.00 Fótbolti KR og Þróttur Reykjavík mætast i úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistara- flokks karla. Leikurinn var fluttur á Gervigrasvöllinn í Laugardal. 20.00 _Sýn Gillette-sportpakkinn. 20.15 Handbolti Vaiur og KA spila oddaleik um i slandsmeistaratitilinn i handbolta. Auðveldaðu þér leikinn - með hagstæðu bílaláni Bílalán er án efa þægilegasta leiðin til að eignast nýjan bíl. Hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum býðst þér 100% bílalán, án útborgunar. Lánið borgar þú til baka á 96 mánuðum eða skemmri tíma. lh afsláttur af tán- tökugjatdl ef lántakandi greiðir í lífeyris- sparnað hjá Kaupþingi í FRJÁLSI FIÁRFESTINCARBANKINN www.frjalsi.is Dæmi um mánaðarlega meðalafborgun af 1.000.000 kr. m.v. jafnar afborganir án verðbóta Lánsupphæð 60 mánuðir 72 mánuðir 84 mánuðir 96 mánuðir 1.000.000 kr. 20.401 kr. 17.612 kr. 15.620 kr. 14.126 kr. Ef þú kaupir t.d. nýjan Toyota RAV 4WD, 2,0, 16v* og færð 75% til 84 mánaða er lánsupphæðin 1.694.250 kr. Meðalafborgun á mánuði er þá 26.464 kr. (1.694.250/1.000.000x15.620 = 26.464) Ef þú kaupirt.d. nýjan Toyota Corolla 1,4, 16v* og færð 100% lánuðtil 96 mánaða ... er lánsupphæðin 1.599.000. Meðalafborgun á mánuði er þá 22.587 kr. (1.599.000/1.000.000x14.126 = 22.587) •Verð: 2.259.000 kr. skv. verðskrá P. Sam. hf. i apríl 2002 *Verð: 1.599.000 kr. skv verðskré P. Sam. hf. í april 2002 Þú getur reiknað dæmið og sótt um bílalán á www.frjalsi.is eða hjá bílaumboðunum. Þú getur einnig komið í Sóltún 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is og fengið allar nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar. 1) Lánuð eru 100% af bilverði til allt að 96 mánaða ef bílalánið er með veði í bifreið og bakveði í fasteign. Heildarveðhlutfall fasteignar með bílaláni má mest vera 90% af verðmæti fasteignar. Bilalán með veði i bifreíð getur numið allt að 75% af kaupverði til allt að 84 mánaða. Sjá nénarí skilyrði fyrir lántöku á www.frjalsi.is. ABX / SÍA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.